Add parallel Print Page Options

Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.

Vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki allir sama starfa.

Eins erum vér, þótt margir séum, einn líkami í Kristi, en hver um sig annars limir.

Vér höfum margvíslegar náðargjafir, eftir þeirri náð, sem oss er gefin. Sé það spádómsgáfa, þá notum hana í hlutfalli við trúna.

Sé það þjónusta, skulum vér þjóna. Sá sem kennir, hann kenni,

sá sem áminnir, hann áminni. Sá sem útbýtir gjöfum, gjöri það í einlægni. Sá sem veitir forstöðu, sé kostgæfinn og sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði.

Read full chapter