Add parallel Print Page Options

32 Davíðsmaskíl. Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.

Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda.

Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég,

því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju. [Sela]

Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: "Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni," og þú fyrirgafst syndasekt mína. [Sela]

Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi.

Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig. [Sela]

Ég vil fræða þig og vísa þér veginn, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér og hafa augun á þér:

Verið eigi sem hestar eða skynlausir múlar; með taum og beisli verður að temja þrjósku þeirra, annars nálgast þeir þig ekki.

10 Miklar eru þjáningar óguðlegs manns, en þann er treystir Drottni umlykur hann elsku.

11 Gleðjist yfir Drottni og fagnið, þér réttlátir, kveðið fagnaðarópi, allir hjartahreinir!

33 Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni! Hreinlyndum hæfir lofsöngur.

Lofið Drottin með gígjum, leikið fyrir honum á tístrengjaða hörpu.

Syngið honum nýjan söng, knýið strengina ákaft með fagnaðarópi.

Því að orð Drottins er áreiðanlegt, og öll verk hans eru í trúfesti gjörð.

Hann hefir mætur á réttlæti og rétti, jörðin er full af miskunn Drottins.

Fyrir orð Drottins voru himnarnir gjörðir og öll þeirra prýði fyrir anda munns hans.

Hann safnaði vatni hafsins sem í belg, lét straumana í forðabúr.

Öll jörðin óttist Drottin, allir heimsbúar hræðist hann,

því að hann talaði _ og það varð, hann bauð _ þá stóð það þar.

10 Drottinn ónýtir ráð þjóðanna, gjörir að engu áform lýðanna,

11 en ráð Drottins stendur stöðugt um aldur, áform hjarta hans frá kyni til kyns.

12 Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar.

13 Drottinn lítur niður af himni, sér öll mannanna börn,

14 frá bústað sínum virðir hann fyrir sér alla jarðarbúa,

15 hann sem myndað hefir hjörtu þeirra allra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.

16 Eigi sigrar konungurinn fyrir gnótt herafla síns, eigi bjargast kappinn fyrir ofurafl sitt.

17 Svikull er víghestur til sigurs, með ofurafli sínu bjargar hann ekki.

18 En augu Drottins hvíla á þeim er óttast hann, á þeim er vona á miskunn hans.

19 Hann frelsar þá frá dauða og heldur lífinu í þeim í hallæri.

20 Sálir vorar vona á Drottin, hann er hjálp vor og skjöldur.

21 Já, yfir honum fagnar hjarta vort, hans heilaga nafni treystum vér.

22 Miskunn þín, Drottinn, sé yfir oss, svo sem vér vonum á þig.

34 Sálmur Davíðs, þá er hann gjörði sér upp vitfirringu frammi fyrir Abímelek, svo að Abímelek rak hann í burt, og hann fór burt.

Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.

Sál mín hrósar sér af Drottni, hinir hógværu skulu heyra það og fagna.

Miklið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.

Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist.

Lítið til hans og gleðjist, og andlit yðar skulu eigi blygðast.

Hér er volaður maður sem hrópaði, og Drottinn heyrði hann og hjálpaði honum úr öllum nauðum hans.

Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann, og frelsar þá.

Finnið og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.

10 Óttist Drottin, þér hans heilögu, því að þeir er óttast hann líða engan skort.

11 Ung ljón eiga við skort að búa og svelta, en þeir er leita Drottins fara einskis góðs á mis.

12 Komið, börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður ótta Drottins.

13 Ef einhver óskar lífs, þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar,

14 þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali,

15 forðast illt og gjörðu gott, leita friðar og legg stund á hann.

16 Augu Drottins hvíla á réttlátum, og eyru hans gefa gaum að hrópi þeirra.

17 Auglit Drottins horfir á þá er illa breyta, til þess að afmá minningu þeirra af jörðunni.

18 Ef réttlátir hrópa, þá heyrir Drottinn, úr öllum nauðum þeirra frelsar hann þá.

19 Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.

20 Margar eru raunir réttláts manns, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.

21 Hann gætir allra beina hans, ekki eitt af þeim skal brotið.

22 Ógæfa drepur óguðlegan mann, þeir er hata hinn réttláta, skulu sekir dæmdir.

23 Drottinn frelsar líf þjóna sinna, enginn sá er leitar hælis hjá honum, mun sekur dæmdur.

35 Davíðssálmur. Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig.

Tak skjöld og törgu og rís upp mér til hjálpar.

Tak til spjót og öxi til þess að mæta ofsækjendum mínum, seg við sál mína: "Ég er hjálp þín!"

Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm, er ætla að gjöra mér illt.

Lát þá verða sem sáðir fyrir vindi, þegar engill Drottins varpar þeim um koll.

Lát veg þeirra verða myrkan og hálan, þegar engill Drottins eltir þá.

Því að ástæðulausu hafa þeir lagt net sitt leynt fyrir mig, að ástæðulausu hafa þeir grafið gryfju fyrir mig.

Lát tortíming koma yfir þá, er þá varir minnst, lát netið, er þeir hafa lagt leynt, veiða sjálfa þá, lát þá falla í þeirra eigin gryfju.

En sál mín skal kætast yfir Drottni, gleðjast yfir hjálpræði hans.

10 Öll bein mín skulu segja: "Drottinn, hver er sem þú, er frelsar hinn umkomulausa frá þeim sem er honum yfirsterkari, hinn hrjáða og snauða frá þeim sem rænir hann?"

11 Ljúgvottar rísa upp, þeir spyrja mig um það sem ég veit ekki um.

12 Þeir launa mér gott með illu, einsemd varð hlutfall mitt.

13 En þegar þeir voru sjúkir, klæddist ég hærusekk, þjáði mig með föstu og bað með niðurlútu höfði,

14 gekk um harmandi, sem vinur eða bróðir ætti í hlut, var beygður eins og sá er syrgir móður sína.

15 En þeir fagna yfir hrösun minni og safnast saman, útlendingar og ókunnugir menn safnast saman móti mér, mæla lastyrði og þagna eigi.

16 Þeir freista mín, smána og smána, nísta tönnum í gegn mér.

17 Drottinn, hversu lengi vilt þú horfa á? Frelsa sál mína undan eyðileggingu þeirra, mína einmana sál undan ljónunum.

18 Þá vil ég lofa þig í miklum söfnuði, vegsama þig í miklum mannfjölda.

19 Lát eigi þá sem án saka eru óvinir mínir, hlakka yfir mér, lát eigi þá sem að ástæðulausu hata mig, skotra augunum.

20 Því að frið tala þeir eigi, og móti hinum kyrrlátu í landinu hugsa þeir upp sviksamleg orð.

21 Þeir glenna upp ginið í móti mér, segja: "Hæ, hæ! Nú höfum vér séð það með eigin augum!"

22 Þú hefir séð það, Drottinn, ver eigi hljóður, Drottinn, ver eigi langt í burtu frá mér.

23 Vakna, rís upp og lát mig ná rétti mínum, Guð minn og Drottinn, til þess að flytja mál mitt.

24 Dæm mig eftir réttlæti þínu, Drottinn, Guð minn, og lát þá eigi hlakka yfir mér,

25 lát þá ekki segja í hjarta sínu: "Hæ! Ósk vor er uppfyllt!" lát þá ekki segja: "Vér höfum gjört út af við hann."

26 Lát þá alla verða til skammar og hljóta kinnroða, er hlakka yfir ógæfu minni, lát þá íklæðast skömm og svívirðing, er hreykja sér upp gegn mér.

27 Lát þá kveða fagnaðarópi og gleðjast, er unna mér réttar, lát þá ætíð segja: "Vegsamaður sé Drottinn, hann sem ann þjóni sínum heilla!"

28 Og tunga mín skal boða réttlæti þitt, lofstír þinn liðlangan daginn.

Psalm 32

Of David. A maskil.[a]

Blessed is the one
    whose transgressions are forgiven,
    whose sins are covered.(A)
Blessed is the one
    whose sin the Lord does not count against them(B)
    and in whose spirit is no deceit.(C)

When I kept silent,(D)
    my bones wasted away(E)
    through my groaning(F) all day long.
For day and night
    your hand was heavy(G) on me;
my strength was sapped(H)
    as in the heat of summer.[b]

Then I acknowledged my sin to you
    and did not cover up my iniquity.(I)
I said, “I will confess(J)
    my transgressions(K) to the Lord.”
And you forgave
    the guilt of my sin.(L)

Therefore let all the faithful pray to you
    while you may be found;(M)
surely the rising(N) of the mighty waters(O)
    will not reach them.(P)
You are my hiding place;(Q)
    you will protect me from trouble(R)
    and surround me with songs of deliverance.(S)

I will instruct(T) you and teach you(U) in the way you should go;
    I will counsel you with my loving eye on(V) you.
Do not be like the horse or the mule,
    which have no understanding
but must be controlled by bit and bridle(W)
    or they will not come to you.
10 Many are the woes of the wicked,(X)
    but the Lord’s unfailing love
    surrounds the one who trusts(Y) in him.

11 Rejoice in the Lord(Z) and be glad, you righteous;
    sing, all you who are upright in heart!

Psalm 33

Sing joyfully(AA) to the Lord, you righteous;
    it is fitting(AB) for the upright(AC) to praise him.
Praise the Lord with the harp;(AD)
    make music to him on the ten-stringed lyre.(AE)
Sing to him a new song;(AF)
    play skillfully, and shout for joy.(AG)

For the word of the Lord is right(AH) and true;(AI)
    he is faithful(AJ) in all he does.
The Lord loves righteousness and justice;(AK)
    the earth is full of his unfailing love.(AL)

By the word(AM) of the Lord the heavens were made,(AN)
    their starry host(AO) by the breath of his mouth.
He gathers the waters(AP) of the sea into jars[c];(AQ)
    he puts the deep into storehouses.
Let all the earth fear the Lord;(AR)
    let all the people of the world(AS) revere him.(AT)
For he spoke, and it came to be;
    he commanded,(AU) and it stood firm.

10 The Lord foils(AV) the plans(AW) of the nations;(AX)
    he thwarts the purposes of the peoples.
11 But the plans of the Lord stand firm(AY) forever,
    the purposes(AZ) of his heart through all generations.

12 Blessed is the nation whose God is the Lord,(BA)
    the people he chose(BB) for his inheritance.(BC)
13 From heaven the Lord looks down(BD)
    and sees all mankind;(BE)
14 from his dwelling place(BF) he watches
    all who live on earth—
15 he who forms(BG) the hearts of all,
    who considers everything they do.(BH)

16 No king is saved by the size of his army;(BI)
    no warrior escapes by his great strength.
17 A horse(BJ) is a vain hope for deliverance;
    despite all its great strength it cannot save.
18 But the eyes(BK) of the Lord are on those who fear him,
    on those whose hope is in his unfailing love,(BL)
19 to deliver them from death(BM)
    and keep them alive in famine.(BN)

20 We wait(BO) in hope for the Lord;
    he is our help and our shield.
21 In him our hearts rejoice,(BP)
    for we trust in his holy name.(BQ)
22 May your unfailing love(BR) be with us, Lord,
    even as we put our hope in you.

Psalm 34[d][e]

Of David. When he pretended to be insane(BS) before Abimelek, who drove him away, and he left.

I will extol the Lord at all times;(BT)
    his praise will always be on my lips.
I will glory(BU) in the Lord;
    let the afflicted hear and rejoice.(BV)
Glorify the Lord(BW) with me;
    let us exalt(BX) his name together.

I sought the Lord,(BY) and he answered me;
    he delivered(BZ) me from all my fears.
Those who look to him are radiant;(CA)
    their faces are never covered with shame.(CB)
This poor man called, and the Lord heard him;
    he saved him out of all his troubles.(CC)
The angel of the Lord(CD) encamps around those who fear him,
    and he delivers(CE) them.

Taste and see that the Lord is good;(CF)
    blessed is the one who takes refuge(CG) in him.
Fear the Lord,(CH) you his holy people,
    for those who fear him lack nothing.(CI)
10 The lions may grow weak and hungry,
    but those who seek the Lord lack no good thing.(CJ)
11 Come, my children, listen(CK) to me;
    I will teach you(CL) the fear of the Lord.(CM)
12 Whoever of you loves life(CN)
    and desires to see many good days,
13 keep your tongue(CO) from evil
    and your lips from telling lies.(CP)
14 Turn from evil and do good;(CQ)
    seek peace(CR) and pursue it.

15 The eyes of the Lord(CS) are on the righteous,(CT)
    and his ears are attentive(CU) to their cry;
16 but the face of the Lord is against(CV) those who do evil,(CW)
    to blot out their name(CX) from the earth.

17 The righteous cry out, and the Lord hears(CY) them;
    he delivers them from all their troubles.
18 The Lord is close(CZ) to the brokenhearted(DA)
    and saves those who are crushed in spirit.

19 The righteous person may have many troubles,(DB)
    but the Lord delivers him from them all;(DC)
20 he protects all his bones,
    not one of them will be broken.(DD)

21 Evil will slay the wicked;(DE)
    the foes of the righteous will be condemned.
22 The Lord will rescue(DF) his servants;
    no one who takes refuge(DG) in him will be condemned.

Psalm 35

Of David.

Contend,(DH) Lord, with those who contend with me;
    fight(DI) against those who fight against me.
Take up shield(DJ) and armor;
    arise(DK) and come to my aid.(DL)
Brandish spear(DM) and javelin[f](DN)
    against those who pursue me.
Say to me,
    “I am your salvation.(DO)

May those who seek my life(DP)
    be disgraced(DQ) and put to shame;(DR)
may those who plot my ruin
    be turned back(DS) in dismay.
May they be like chaff(DT) before the wind,
    with the angel of the Lord(DU) driving them away;
may their path be dark and slippery,
    with the angel of the Lord pursuing them.

Since they hid their net(DV) for me without cause(DW)
    and without cause dug a pit(DX) for me,
may ruin overtake them by surprise—(DY)
    may the net they hid entangle them,
    may they fall into the pit,(DZ) to their ruin.
Then my soul will rejoice(EA) in the Lord
    and delight in his salvation.(EB)
10 My whole being will exclaim,
    “Who is like you,(EC) Lord?
You rescue the poor from those too strong(ED) for them,
    the poor and needy(EE) from those who rob them.”

11 Ruthless witnesses(EF) come forward;
    they question me on things I know nothing about.
12 They repay me evil for good(EG)
    and leave me like one bereaved.
13 Yet when they were ill, I put on sackcloth(EH)
    and humbled myself with fasting.(EI)
When my prayers returned to me unanswered,
14     I went about mourning(EJ)
    as though for my friend or brother.
I bowed my head in grief
    as though weeping for my mother.
15 But when I stumbled, they gathered in glee;(EK)
    assailants gathered against me without my knowledge.
    They slandered(EL) me without ceasing.
16 Like the ungodly they maliciously mocked;[g](EM)
    they gnashed their teeth(EN) at me.

17 How long,(EO) Lord, will you look on?
    Rescue me from their ravages,
    my precious life(EP) from these lions.(EQ)
18 I will give you thanks in the great assembly;(ER)
    among the throngs(ES) I will praise you.(ET)
19 Do not let those gloat over me
    who are my enemies(EU) without cause;
do not let those who hate me without reason(EV)
    maliciously wink the eye.(EW)
20 They do not speak peaceably,
    but devise false accusations(EX)
    against those who live quietly in the land.
21 They sneer(EY) at me and say, “Aha! Aha!(EZ)
    With our own eyes we have seen it.”

22 Lord, you have seen(FA) this; do not be silent.
    Do not be far(FB) from me, Lord.
23 Awake,(FC) and rise(FD) to my defense!
    Contend(FE) for me, my God and Lord.
24 Vindicate me in your righteousness, Lord my God;
    do not let them gloat(FF) over me.
25 Do not let them think, “Aha,(FG) just what we wanted!”
    or say, “We have swallowed him up.”(FH)

26 May all who gloat(FI) over my distress(FJ)
    be put to shame(FK) and confusion;
may all who exalt themselves over me(FL)
    be clothed with shame and disgrace.
27 May those who delight in my vindication(FM)
    shout for joy(FN) and gladness;
may they always say, “The Lord be exalted,
    who delights(FO) in the well-being of his servant.”(FP)

28 My tongue will proclaim your righteousness,(FQ)
    your praises all day long.(FR)

Footnotes

  1. Psalm 32:1 Title: Probably a literary or musical term
  2. Psalm 32:4 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here and at the end of verses 5 and 7.
  3. Psalm 33:7 Or sea as into a heap
  4. Psalm 34:1 This psalm is an acrostic poem, the verses of which begin with the successive letters of the Hebrew alphabet.
  5. Psalm 34:1 In Hebrew texts 34:1-22 is numbered 34:2-23.
  6. Psalm 35:3 Or and block the way
  7. Psalm 35:16 Septuagint; Hebrew may mean Like an ungodly circle of mockers,