Add parallel Print Page Options

20 Til söngstjórans. Davíðssálmur.

Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar, nafn Jakobs Guðs bjargi þér.

Hann sendi þér hjálp frá helgidóminum, styðji þig frá Síon.

Hann minnist allra fórnargjafa þinna og taki brennifórn þína gilda. [Sela]

Hann veiti þér það er hjarta þitt þráir, og veiti framgang öllum áformum þínum.

Ó að vér mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum í nafni Guðs vors. Drottinn uppfylli allar óskir þínar.

Nú veit ég, að Drottinn veitir hjálp sínum smurða, svarar honum frá sínum helga himni, í máttarverkum kemur fulltingi hægri handar hans fram.

Hinir stæra sig af vögnum sínum og stríðshestum, en vér af nafni Drottins, Guðs vors.

Þeir fá knésig og falla, en vér rísum og stöndum uppréttir.

10 Drottinn! Hjálpa konunginum og bænheyr oss, er vér hrópum.

21 Til söngstjórans. Davíðssálmur.

Drottinn, yfir veldi þínu fagnar konungurinn, hve mjög kætist hann yfir hjálp þinni!

Þú hefir gefið honum það er hjarta hans þráði, um það sem varir hans báðu, neitaðir þú honum eigi. [Sela]

Því að þú kemur í móti honum með hamingjublessunum, setur gullna kórónu á höfuð honum.

Um líf bað hann þig, það veittir þú honum, fjöld lífdaga um aldur og ævi.

Mikil er sæmd hans fyrir þína hjálp, vegsemd og heiður veittir þú honum.

Já, þú hefir veitt honum blessun að eilífu, þú gleður hann með fögnuði fyrir augliti þínu.

Því að konungurinn treystir Drottni, og vegna elsku Hins hæsta bifast hann eigi.

Hönd þín nær til allra óvina þinna, hægri hönd þín nær til allra hatursmanna þinna.

10 Þú gjörir þá sem glóandi ofn, er þú lítur á þá. Drottinn tortímir þeim í reiði sinni, og eldurinn eyðir þeim.

11 Ávöxtu þeirra afmáir þú af jörðunni og afkvæmi þeirra úr mannheimi,

12 því að þeir hafa stofnað ill ráð í gegn þér, búið fánýtar vélar.

13 Því að þú rekur þá á flótta, miðar á andlit þeirra með boga þínum.

14 Hef þig, Drottinn, í veldi þínu! Vér viljum syngja og kveða um máttarverk þín!

22 Til söngstjórans. Lag: Hind morgunroðans. Davíðssálmur.

Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig? Ég hrópa, en hjálp mín er fjarlæg.

"Guð minn!" hrópa ég um daga, en þú svarar ekki, og um nætur, en ég finn enga fró.

Og samt ert þú Hinn heilagi, sá er ríkir uppi yfir lofsöngvum Ísraels.

Þér treystu feður vorir, þeir treystu þér, og þú hjálpaðir þeim,

til þín hrópuðu þeir, og þeim var bjargað, þér treystu þeir og urðu ekki til skammar.

En ég er maðkur og eigi maður, til spotts fyrir menn og fyrirlitinn af lýðnum.

Allir þeir er sjá mig gjöra gys að mér, bregða grönum og hrista höfuðið.

"Hann fól málefni sitt Drottni. Hann hjálpi honum! hann frelsi hann, því að hann hefir þóknun á honum!"

10 Já, þú leiddir mig fram af móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.

11 Til þín var mér varpað frá móðurskauti, frá móðurlífi ert þú Guð minn.

12 Ver eigi fjarri mér, því að neyðin er nærri, og enginn hjálpar.

13 Sterk naut umkringja mig, Basans uxar slá hring um mig.

14 Þeir glenna upp ginið í móti mér sem bráðsólgið, öskrandi ljón.

15 Mér er hellt út sem vatni, og öll bein mín eru gliðnuð sundur; hjarta mitt er sem vax, bráðnað sundur í brjósti mér;

16 gómur minn er þurr sem brenndur leir, og tungan loðir föst í munni mér. Og í duft dauðans leggur þú mig.

17 Því að hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið.

18 Ég get talið öll mín bein _ þeir horfa á og hafa mig að augnagamni,

19 þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn.

20 En þú, ó Drottinn, ver eigi fjarri! þú styrkur minn, skunda mér til hjálpar,

21 frelsa líf mitt undan sverðinu og sál mína undan hundunum.

22 Frelsa mig úr gini ljónsins, frá hornum vísundarins. Þú hefir bænheyrt mig!

23 Ég vil kunngjöra bræðrum mínum nafn þitt, í söfnuðinum vil ég lofa þig!

24 Þér sem óttist Drottin, lofið hann! Tignið hann, allir niðjar Jakobs! Dýrkið hann, allir niðjar Ísraels!

25 Því að hann hefir eigi fyrirlitið né virt að vettugi neyð hins hrjáða og eigi hulið auglit sitt fyrir honum, heldur heyrt, er hann hrópaði til hans.

26 Frá þér kemur lofsöngur minn í stórum söfnuði, heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim er óttast hann.

27 Snauðir munu eta og verða mettir, þeir er leita Drottins munu lofa hann. Hjörtu yðar lifni við að eilífu.

28 Endimörk jarðar munu minnast þess og hverfa aftur til Drottins og allar ættir þjóðanna falla fram fyrir augliti hans.

29 Því að ríkið heyrir Drottni, og hann er drottnari yfir þjóðunum.

30 Já, fyrir honum munu öll stórmenni jarðar falla fram, fyrir honum munu beygja sig allir þeir er hníga í duftið. En ég vil lifa honum,

31 niðjar mínir munu þjóna honum. Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni,

32 og lýð sem enn er ófæddur mun boðað réttlæti hans, að hann hefir framkvæmt það.

Psalm 20[a]

For the director of music. A psalm of David.

May the Lord answer you when you are in distress;(A)
    may the name of the God of Jacob(B) protect you.(C)
May he send you help(D) from the sanctuary(E)
    and grant you support(F) from Zion.(G)
May he remember(H) all your sacrifices
    and accept your burnt offerings.[b](I)
May he give you the desire of your heart(J)
    and make all your plans succeed.(K)
May we shout for joy(L) over your victory
    and lift up our banners(M) in the name of our God.

May the Lord grant all your requests.(N)

Now this I know:
    The Lord gives victory to his anointed.(O)
He answers him from his heavenly sanctuary
    with the victorious power of his right hand.(P)
Some trust in chariots(Q) and some in horses,(R)
    but we trust in the name of the Lord our God.(S)
They are brought to their knees and fall,(T)
    but we rise up(U) and stand firm.(V)
Lord, give victory to the king!
    Answer us(W) when we call!

Psalm 21[c]

For the director of music. A psalm of David.

The king rejoices in your strength, Lord.(X)
    How great is his joy in the victories you give!(Y)

You have granted him his heart’s desire(Z)
    and have not withheld the request of his lips.[d]
You came to greet him with rich blessings
    and placed a crown of pure gold(AA) on his head.(AB)
He asked you for life, and you gave it to him—
    length of days, for ever and ever.(AC)
Through the victories(AD) you gave, his glory is great;
    you have bestowed on him splendor and majesty.(AE)
Surely you have granted him unending blessings
    and made him glad with the joy(AF) of your presence.(AG)
For the king trusts in the Lord;(AH)
    through the unfailing love(AI) of the Most High(AJ)
    he will not be shaken.(AK)

Your hand will lay hold(AL) on all your enemies;
    your right hand will seize your foes.
When you appear for battle,
    you will burn them up as in a blazing furnace.
The Lord will swallow them up in his wrath,
    and his fire will consume them.(AM)
10 You will destroy their descendants from the earth,
    their posterity from mankind.(AN)
11 Though they plot evil(AO) against you
    and devise wicked schemes,(AP) they cannot succeed.
12 You will make them turn their backs(AQ)
    when you aim at them with drawn bow.

13 Be exalted(AR) in your strength, Lord;(AS)
    we will sing and praise your might.

Psalm 22[e]

For the director of music. To the tune of “The Doe of the Morning.” A psalm of David.

My God, my God, why have you forsaken me?(AT)
    Why are you so far(AU) from saving me,
    so far from my cries of anguish?(AV)
My God, I cry out by day, but you do not answer,(AW)
    by night,(AX) but I find no rest.[f]

Yet you are enthroned as the Holy One;(AY)
    you are the one Israel praises.[g](AZ)
In you our ancestors put their trust;
    they trusted and you delivered them.(BA)
To you they cried out(BB) and were saved;
    in you they trusted(BC) and were not put to shame.(BD)

But I am a worm(BE) and not a man,
    scorned by everyone,(BF) despised(BG) by the people.
All who see me mock me;(BH)
    they hurl insults,(BI) shaking their heads.(BJ)
“He trusts in the Lord,” they say,
    “let the Lord rescue him.(BK)
Let him deliver him,(BL)
    since he delights(BM) in him.”

Yet you brought me out of the womb;(BN)
    you made me trust(BO) in you, even at my mother’s breast.
10 From birth(BP) I was cast on you;
    from my mother’s womb you have been my God.

11 Do not be far from me,(BQ)
    for trouble is near(BR)
    and there is no one to help.(BS)

12 Many bulls(BT) surround me;(BU)
    strong bulls of Bashan(BV) encircle me.
13 Roaring lions(BW) that tear their prey(BX)
    open their mouths wide(BY) against me.
14 I am poured out like water,
    and all my bones are out of joint.(BZ)
My heart has turned to wax;(CA)
    it has melted(CB) within me.
15 My mouth[h] is dried up like a potsherd,(CC)
    and my tongue sticks to the roof of my mouth;(CD)
    you lay me in the dust(CE) of death.

16 Dogs(CF) surround me,
    a pack of villains encircles me;
    they pierce[i](CG) my hands and my feet.
17 All my bones are on display;
    people stare(CH) and gloat over me.(CI)
18 They divide my clothes among them
    and cast lots(CJ) for my garment.(CK)

19 But you, Lord, do not be far from me.(CL)
    You are my strength;(CM) come quickly(CN) to help me.(CO)
20 Deliver me from the sword,(CP)
    my precious life(CQ) from the power of the dogs.(CR)
21 Rescue me from the mouth of the lions;(CS)
    save me from the horns of the wild oxen.(CT)

22 I will declare your name to my people;
    in the assembly(CU) I will praise you.(CV)
23 You who fear the Lord, praise him!(CW)
    All you descendants of Jacob, honor him!(CX)
    Revere him,(CY) all you descendants of Israel!
24 For he has not despised(CZ) or scorned
    the suffering of the afflicted one;(DA)
he has not hidden his face(DB) from him
    but has listened to his cry for help.(DC)

25 From you comes the theme of my praise in the great assembly;(DD)
    before those who fear you[j] I will fulfill my vows.(DE)
26 The poor will eat(DF) and be satisfied;
    those who seek the Lord will praise him—(DG)
    may your hearts live forever!

27 All the ends of the earth(DH)
    will remember and turn to the Lord,
and all the families of the nations
    will bow down before him,(DI)
28 for dominion belongs to the Lord(DJ)
    and he rules over the nations.

29 All the rich(DK) of the earth will feast and worship;(DL)
    all who go down to the dust(DM) will kneel before him—
    those who cannot keep themselves alive.(DN)
30 Posterity(DO) will serve him;
    future generations(DP) will be told about the Lord.
31 They will proclaim his righteousness,(DQ)
    declaring to a people yet unborn:(DR)
    He has done it!(DS)

Footnotes

  1. Psalm 20:1 In Hebrew texts 20:1-9 is numbered 20:2-10.
  2. Psalm 20:3 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here.
  3. Psalm 21:1 In Hebrew texts 21:1-13 is numbered 21:2-14.
  4. Psalm 21:2 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here.
  5. Psalm 22:1 In Hebrew texts 22:1-31 is numbered 22:2-32.
  6. Psalm 22:2 Or night, and am not silent
  7. Psalm 22:3 Or Yet you are holy, / enthroned on the praises of Israel
  8. Psalm 22:15 Probable reading of the original Hebrew text; Masoretic Text strength
  9. Psalm 22:16 Dead Sea Scrolls and some manuscripts of the Masoretic Text, Septuagint and Syriac; most manuscripts of the Masoretic Text me, / like a lion
  10. Psalm 22:25 Hebrew him

21 Þegar vér höfðum slitið oss frá þeim, létum vér í haf og héldum beina leið til Kós, næsta dag til Ródus og þaðan til Patara.

Þar hittum vér á skip, er fara átti til Fönikíu. Stigum vér á það og létum í haf.

Vér höfðum landsýn af Kýpur, létum hana á bakborða og sigldum til Sýrlands og tókum höfn í Týrus. Þar átti skipið að leggja upp farminn.

Vér fundum lærisveinana og dvöldumst þar sjö daga. Þeir sögðu Páli af gift andans, að hann skyldi ekki halda áfram til Jerúsalem.

Að þessum dögum liðnum lögðum vér af stað. Fylgdu þeir oss allir á veg með konum og börnum út fyrir borgina. Vér féllum á kné í fjörunni og báðumst fyrir.

Þar kvöddumst vér. Vér stigum á skip, en hinir sneru aftur heim til sín.

Vér komum til Ptólemais frá Týrus og lukum þar sjóferðinni. Vér heilsuðum bræðrunum og dvöldumst hjá þeim einn dag.

Daginn eftir fórum vér þaðan og komum til Sesareu, gengum inn í hús Filippusar trúboða, sem var einn af þeim sjö, og dvöldumst hjá honum.

Hann átti fjórar ógiftar dætur, gæddar spádómsgáfu.

10 Þegar vér höfðum dvalist þar nokkra daga, kom spámaður einn ofan frá Júdeu, Agabus að nafni.

11 Hann kom til vor, tók belti Páls, batt fætur sína og hendur og mælti: "Svo segir heilagur andi: ,Þannig munu Gyðingar í Jerúsalem binda þann mann, sem þetta belti á, og selja hann í hendur heiðingjum."`

12 Þegar vér heyrðum þetta, lögðum vér og heimamenn að Páli að fara ekki upp til Jerúsalem.

13 En hann sagði: "Hví grátið þér og hrellið hjarta mitt? Ég er eigi aðeins reiðubúinn að láta binda mig, heldur og að deyja í Jerúsalem fyrir nafn Drottins Jesú."

14 Honum varð eigi talið hughvarf. Þá létum vér kyrrt og sögðum: "Verði Drottins vilji."

15 Að þessum dögum liðnum bjuggumst vér til ferðar og héldum upp til Jerúsalem.

16 Nokkrir lærisveinar frá Sesareu urðu oss samferða. Þeir fóru með oss til Mnasons nokkurs frá Kýpur, lærisveins frá elstu tíð, og skyldum vér gista hjá honum.

17 Þegar vér komum til Jerúsalem, tóku bræðurnir oss feginsamlega.

Read full chapter

On to Jerusalem

21 After we(A) had torn ourselves away from them, we put out to sea and sailed straight to Kos. The next day we went to Rhodes and from there to Patara. We found a ship crossing over to Phoenicia,(B) went on board and set sail. After sighting Cyprus and passing to the south of it, we sailed on to Syria.(C) We landed at Tyre, where our ship was to unload its cargo. We sought out the disciples(D) there and stayed with them seven days. Through the Spirit(E) they urged Paul not to go on to Jerusalem. When it was time to leave, we left and continued on our way. All of them, including wives and children, accompanied us out of the city, and there on the beach we knelt to pray.(F) After saying goodbye to each other, we went aboard the ship, and they returned home.

We continued our voyage from Tyre(G) and landed at Ptolemais, where we greeted the brothers and sisters(H) and stayed with them for a day. Leaving the next day, we reached Caesarea(I) and stayed at the house of Philip(J) the evangelist,(K) one of the Seven. He had four unmarried daughters who prophesied.(L)

10 After we had been there a number of days, a prophet named Agabus(M) came down from Judea. 11 Coming over to us, he took Paul’s belt, tied his own hands and feet with it and said, “The Holy Spirit says,(N) ‘In this way the Jewish leaders in Jerusalem will bind(O) the owner of this belt and will hand him over to the Gentiles.’”(P)

12 When we heard this, we and the people there pleaded with Paul not to go up to Jerusalem. 13 Then Paul answered, “Why are you weeping and breaking my heart? I am ready not only to be bound, but also to die(Q) in Jerusalem for the name of the Lord Jesus.”(R) 14 When he would not be dissuaded, we gave up(S) and said, “The Lord’s will be done.”(T)

15 After this, we started on our way up to Jerusalem.(U) 16 Some of the disciples from Caesarea(V) accompanied us and brought us to the home of Mnason, where we were to stay. He was a man from Cyprus(W) and one of the early disciples.

Paul’s Arrival at Jerusalem

17 When we arrived at Jerusalem, the brothers and sisters(X) received us warmly.(Y)

Read full chapter