Add parallel Print Page Options

120 Ég ákalla Drottin í nauðum mínum, og hann bænheyrir mig.

Drottinn, frelsa sál mína frá ljúgandi vörum, frá tælandi tungu.

Hversu mun fara fyrir þér nú og síðar, þú tælandi tunga?

Örvar harðstjórans eru hvesstar með glóandi viðarkolum.

Vei mér, að ég dvel hjá Mesek, bý hjá tjöldum Kedars.

Nógu lengi hefir sál mín búið hjá þeim er friðinn hata.

Þótt ég tali friðlega, vilja þeir ófrið.

121 Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?

Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.

Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.

Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.

Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.

Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur.

Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.

Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.

122 Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: "Göngum í hús Drottins."

Fætur vorir standa í hliðum þínum, Jerúsalem.

Jerúsalem, þú hin endurreista, borgin þar sem öll þjóðin safnast saman,

þangað sem kynkvíslirnar fara, kynkvíslir Drottins _ það er regla fyrir Ísrael _ til þess að lofa nafn Drottins,

því að þar standa dómarastólar, stólar fyrir Davíðs ætt.

Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig.

Friður sé kringum múra þína, heill í höllum þínum.

Sakir bræðra minna og vina óska ég þér friðar.

Sakir húss Drottins, Guðs vors, vil ég leita þér hamingju.

123 Til þín hef ég augu mín, þú sem situr á himnum.

Eins og augu þjónanna mæna á hönd húsbónda síns, eins og augu ambáttarinnar mæna á hönd húsmóður sinnar, svo mæna augu vor á Drottin, Guð vorn, uns hann líknar oss.

Líkna oss, Drottinn, líkna oss, því að vér höfum fengið meira en nóg af spotti.

Sál vor hefir fengið meira en nóg af háði hrokafullra, af spotti dramblátra.

124 Hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, _ skal Ísrael segja _

hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, þegar menn risu í móti oss,

þá hefðu þeir gleypt oss lifandi, þegar reiði þeirra bálaðist upp í móti oss.

Þá hefðu vötnin streymt yfir oss, elfur gengið yfir oss,

þá hefðu gengið yfir oss hin beljandi vötn.

Lofaður sé Drottinn, er ekki gaf oss tönnum þeirra að bráð.

Sál vor slapp burt eins og fugl úr snöru fuglarans. Brast snaran, burt sluppum vér.

Hjálp vor er í nafni Drottins, skapara himins og jarðar.

125 Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonfjall, er eigi bifast, sem stendur að eilífu.

Fjöll eru kringum Jerúsalem, og Drottinn er kringum lýð sinn héðan í frá og að eilífu.

Því að veldissproti guðleysisins mun eigi hvíla á landi réttlátra, til þess að hinir réttlátu skuli eigi rétta fram hendur sínar til ranglætis.

Gjör þú góðum vel til, Drottinn, og þeim sem hjartahreinir eru.

En þá er beygja á krókóttar leiðir mun Drottinn láta hverfa með illgjörðamönnum. Friður sé yfir Ísrael!

126 Þegar Drottinn sneri við hag Síonar, þá var sem oss dreymdi.

Þá fylltist munnur vor hlátri, og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: "Mikla hluti hefir Drottinn gjört við þá."

Drottinn hefir gjört mikla hluti við oss, vér vorum glaðir.

Snú við hag vorum, Drottinn, eins og þú gjörir við lækina í Suðurlandinu.

Þeir sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng.

Grátandi fara menn og bera sæðið til sáningar, með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim.

127 Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis.

Það er til ónýtis fyrir yður, þér sem snemma rísið og gangið seint til hvíldar og etið brauð, sem aflað er með striti: Svo gefur hann ástvinum sínum í svefni!

Sjá, synir eru gjöf frá Drottni, ávöxtur móðurkviðarins er umbun.

Eins og örvar í hendi kappans, svo eru synir getnir í æsku.

Sæll er sá maður, er fyllt hefir örvamæli sinn með þeim, þeir verða eigi til skammar, er þeir tala við óvini sína í borgarhliðinu.

128 Sæll er hver sá, er óttast Drottin, er gengur á hans vegum.

Já, afla handa þinna skalt þú njóta, sæll ert þú, vel farnast þér.

Kona þín er sem frjósamur vínviður innst í húsi þínu, synir þínir sem teinungar olíutrésins umhverfis borð þitt.

Sjá, sannarlega hlýtur slíka blessun sá maður, er óttast Drottin.

Drottinn blessi þig frá Síon, þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína,

og sjá sonu sona þinna. Friður sé yfir Ísrael!

129 Þeir hafa fjandskapast mjög við mig frá æsku, _ skal Ísrael segja _

þeir hafa fjandskapast mjög við mig frá æsku, en þó eigi borið af mér.

Plógmennirnir hafa plægt um hrygg mér, gjört plógför sín löng,

en Drottinn hinn réttláti hefir skorið í sundur reipi óguðlegra.

Sneypast skulu þeir og undan hörfa, allir þeir sem hata Síon.

Þeir skulu verða sem gras á þekju, er visnar áður en það frævist.

Sláttumaðurinn skal eigi fylla hönd sína né sá fang sitt sem bindur,

og þeir sem fram hjá fara skulu ekki segja: "Blessun Drottins sé með yður." Vér blessum yður í nafni Drottins!

130 Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn,

Drottinn, heyr þú raust mína, lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína!

Ef þú, Drottinn, gæfir gætur að misgjörðum, Drottinn, hver fengi þá staðist?

En hjá þér er fyrirgefning, svo að menn óttist þig.

Ég vona á Drottin, sál mín vonar, og hans orðs bíð ég.

Meir en vökumenn morgun, vökumenn morgun, þreyr sál mín Drottin.

Ó Ísrael, bíð þú Drottins, því að hjá Drottni er miskunn, og hjá honum er gnægð lausnar.

Hann mun leysa Ísrael frá öllum misgjörðum hans.

131 Drottinn, hjarta mitt er eigi dramblátt né augu mín hrokafull. Ég fæst eigi við mikil málefni, né þau sem mér eru ofvaxin.

Sjá, ég hefi sefað sál mína og þaggað niður í henni. Eins og afvanið barn hjá móður sinni, svo er sál mín í mér.

Vona, Ísrael, á Drottin, héðan í frá og að eilífu.

132 Drottinn, mun þú Davíð allar þrautir hans,

hann sem sór Drottni, gjörði heit hinum volduga Jakobs Guði:

"Ég vil eigi ganga inn í tjaldhús mitt, eigi stíga í hvílurúm mitt,

eigi unna augum mínum svefns né augnalokum mínum blunds,

fyrr en ég hefi fundið stað fyrir Drottin, bústað fyrir hinn volduga Jakobs Guð."

Sjá, vér höfum heyrt um hann í Efrata, fundið hann á Jaarmörk.

Látum oss ganga til bústaðar Guðs, falla fram á fótskör hans.

Tak þig upp, Drottinn, og far á hvíldarstað þinn, þú og örk máttar þíns.

Prestar þínir íklæðist réttlæti og dýrkendur þínir fagni.

10 Sakir Davíðs þjóns þíns vísa þú þínum smurða eigi frá.

11 Drottinn hefir svarið Davíð óbrigðulan eið, er hann eigi mun rjúfa: "Af ávexti kviðar þíns mun ég setja mann í hásæti þitt.

12 Ef synir þínir varðveita sáttmála minn og reglur mínar, þær er ég kenni þeim, þá skulu og þeirra synir um aldur sitja í hásæti þínu."

13 Því að Drottinn hefir útvalið Síon, þráð hana sér til bústaðar:

14 "Þetta er hvíldarstaður minn um aldur, hér vil ég búa, því að hann hefi ég þráð.

15 Vistir hans vil ég vissulega blessa, og fátæklinga hans vil ég seðja með brauði,

16 presta hans vil ég íklæða hjálpræði, hinir guðhræddu er þar búa skulu kveða fagnaðarópi.

17 Þar vil ég láta Davíð horn vaxa, þar hefi ég búið lampa mínum smurða.

18 Óvini hans vil ég íklæða skömm, en á honum skal kóróna hans ljóma."

Psalm 120

A song of ascents.

I call on the Lord(A) in my distress,(B)
    and he answers me.
Save me, Lord,
    from lying lips(C)
    and from deceitful tongues.(D)

What will he do to you,
    and what more besides,
    you deceitful tongue?
He will punish you with a warrior’s sharp arrows,(E)
    with burning coals of the broom bush.

Woe to me that I dwell in Meshek,
    that I live among the tents of Kedar!(F)
Too long have I lived
    among those who hate peace.
I am for peace;
    but when I speak, they are for war.

Psalm 121

A song of ascents.

I lift up my eyes to the mountains—
    where does my help come from?
My help comes from the Lord,
    the Maker of heaven(G) and earth.(H)

He will not let your foot slip—
    he who watches over you will not slumber;
indeed, he who watches(I) over Israel
    will neither slumber nor sleep.

The Lord watches over(J) you—
    the Lord is your shade at your right hand;
the sun(K) will not harm you by day,
    nor the moon by night.

The Lord will keep you from all harm(L)
    he will watch over your life;
the Lord will watch over your coming and going
    both now and forevermore.(M)

Psalm 122

A song of ascents. Of David.

I rejoiced with those who said to me,
    “Let us go to the house of the Lord.”
Our feet are standing
    in your gates, Jerusalem.

Jerusalem is built like a city
    that is closely compacted together.
That is where the tribes go up—
    the tribes of the Lord
to praise the name of the Lord
    according to the statute given to Israel.
There stand the thrones for judgment,
    the thrones of the house of David.

Pray for the peace of Jerusalem:
    “May those who love(N) you be secure.
May there be peace(O) within your walls
    and security within your citadels.(P)
For the sake of my family and friends,
    I will say, “Peace be within you.”
For the sake of the house of the Lord our God,
    I will seek your prosperity.(Q)

Psalm 123

A song of ascents.

I lift up my eyes to you,
    to you who sit enthroned(R) in heaven.
As the eyes of slaves look to the hand of their master,
    as the eyes of a female slave look to the hand of her mistress,
so our eyes look to the Lord(S) our God,
    till he shows us his mercy.

Have mercy on us, Lord, have mercy on us,
    for we have endured no end of contempt.
We have endured no end
    of ridicule from the arrogant,
    of contempt from the proud.

Psalm 124

A song of ascents. Of David.

If the Lord had not been on our side—
    let Israel say(T)
if the Lord had not been on our side
    when people attacked us,
they would have swallowed us alive
    when their anger flared against us;
the flood(U) would have engulfed us,
    the torrent(V) would have swept over us,
the raging waters
    would have swept us away.

Praise be to the Lord,
    who has not let us be torn by their teeth.
We have escaped like a bird
    from the fowler’s snare;(W)
the snare has been broken,(X)
    and we have escaped.
Our help is in the name(Y) of the Lord,
    the Maker of heaven(Z) and earth.

Psalm 125

A song of ascents.

Those who trust in the Lord are like Mount Zion,(AA)
    which cannot be shaken(AB) but endures forever.
As the mountains surround Jerusalem,(AC)
    so the Lord surrounds(AD) his people
    both now and forevermore.

The scepter(AE) of the wicked will not remain(AF)
    over the land allotted to the righteous,
for then the righteous might use
    their hands to do evil.(AG)

Lord, do good(AH) to those who are good,
    to those who are upright in heart.(AI)
But those who turn(AJ) to crooked ways(AK)
    the Lord will banish(AL) with the evildoers.

Peace be on Israel.(AM)

Psalm 126

A song of ascents.

When the Lord restored(AN) the fortunes of[a] Zion,
    we were like those who dreamed.[b]
Our mouths were filled with laughter,(AO)
    our tongues with songs of joy.(AP)
Then it was said among the nations,
    “The Lord has done great things(AQ) for them.”
The Lord has done great things(AR) for us,
    and we are filled with joy.(AS)

Restore our fortunes,[c](AT) Lord,
    like streams in the Negev.(AU)
Those who sow with tears(AV)
    will reap(AW) with songs of joy.(AX)
Those who go out weeping,(AY)
    carrying seed to sow,
will return with songs of joy,
    carrying sheaves with them.

Psalm 127

A song of ascents. Of Solomon.

Unless the Lord builds(AZ) the house,
    the builders labor in vain.
Unless the Lord watches(BA) over the city,
    the guards stand watch in vain.
In vain you rise early
    and stay up late,
toiling for food(BB) to eat—
    for he grants sleep(BC) to[d] those he loves.(BD)

Children are a heritage from the Lord,
    offspring a reward(BE) from him.
Like arrows(BF) in the hands of a warrior
    are children born in one’s youth.
Blessed is the man
    whose quiver is full of them.(BG)
They will not be put to shame
    when they contend with their opponents(BH) in court.(BI)

Psalm 128

A song of ascents.

Blessed are all who fear the Lord,(BJ)
    who walk in obedience to him.(BK)
You will eat the fruit of your labor;(BL)
    blessings and prosperity(BM) will be yours.
Your wife will be like a fruitful vine(BN)
    within your house;
your children(BO) will be like olive shoots(BP)
    around your table.
Yes, this will be the blessing(BQ)
    for the man who fears the Lord.(BR)

May the Lord bless you from Zion;(BS)
    may you see the prosperity of Jerusalem(BT)
    all the days of your life.
May you live to see your children’s children—(BU)
    peace be on Israel.(BV)

Psalm 129

A song of ascents.

“They have greatly oppressed(BW) me from my youth,”(BX)
    let Israel say;(BY)
“they have greatly oppressed me from my youth,
    but they have not gained the victory(BZ) over me.
Plowmen have plowed my back
    and made their furrows long.
But the Lord is righteous;(CA)
    he has cut me free(CB) from the cords of the wicked.”(CC)

May all who hate Zion(CD)
    be turned back in shame.(CE)
May they be like grass on the roof,(CF)
    which withers(CG) before it can grow;
a reaper cannot fill his hands with it,(CH)
    nor one who gathers fill his arms.
May those who pass by not say to them,
    “The blessing of the Lord be on you;
    we bless you(CI) in the name of the Lord.”

Psalm 130

A song of ascents.

Out of the depths(CJ) I cry to you,(CK) Lord;
    Lord, hear my voice.(CL)
Let your ears be attentive(CM)
    to my cry for mercy.(CN)

If you, Lord, kept a record of sins,
    Lord, who could stand?(CO)
But with you there is forgiveness,(CP)
    so that we can, with reverence, serve you.(CQ)

I wait for the Lord,(CR) my whole being waits,(CS)
    and in his word(CT) I put my hope.
I wait for the Lord
    more than watchmen(CU) wait for the morning,
    more than watchmen wait for the morning.(CV)

Israel, put your hope(CW) in the Lord,
    for with the Lord is unfailing love(CX)
    and with him is full redemption.(CY)
He himself will redeem(CZ) Israel
    from all their sins.(DA)

Psalm 131

A song of ascents. Of David.

My heart is not proud,(DB) Lord,
    my eyes are not haughty;(DC)
I do not concern myself with great matters(DD)
    or things too wonderful for me.(DE)
But I have calmed and quieted myself,(DF)
    I am like a weaned child with its mother;
    like a weaned child I am content.(DG)

Israel, put your hope(DH) in the Lord
    both now and forevermore.(DI)

Psalm 132(DJ)

A song of ascents.

Lord, remember David
    and all his self-denial.(DK)

He swore an oath to the Lord,
    he made a vow to the Mighty One of Jacob:(DL)
“I will not enter my house(DM)
    or go to my bed,
I will allow no sleep to my eyes
    or slumber to my eyelids,
till I find a place(DN) for the Lord,
    a dwelling for the Mighty One of Jacob.”

We heard it in Ephrathah,(DO)
    we came upon it in the fields of Jaar:[e](DP)
“Let us go to his dwelling place,(DQ)
    let us worship at his footstool,(DR) saying,
‘Arise, Lord,(DS) and come to your resting place,
    you and the ark of your might.
May your priests be clothed with your righteousness;(DT)
    may your faithful people(DU) sing for joy.’”

10 For the sake of your servant David,
    do not reject your anointed one.

11 The Lord swore an oath to David,(DV)
    a sure oath he will not revoke:
“One of your own descendants(DW)
    I will place on your throne.
12 If your sons keep my covenant(DX)
    and the statutes I teach them,
then their sons will sit
    on your throne(DY) for ever and ever.”

13 For the Lord has chosen Zion,(DZ)
    he has desired it for his dwelling,(EA) saying,
14 “This is my resting place for ever and ever;(EB)
    here I will sit enthroned,(EC) for I have desired it.
15 I will bless her with abundant provisions;
    her poor I will satisfy with food.(ED)
16 I will clothe her priests(EE) with salvation,
    and her faithful people will ever sing for joy.(EF)

17 “Here I will make a horn[f] grow(EG) for David
    and set up a lamp(EH) for my anointed one.(EI)
18 I will clothe his enemies with shame,(EJ)
    but his head will be adorned with a radiant crown.”(EK)

Footnotes

  1. Psalm 126:1 Or Lord brought back the captives to
  2. Psalm 126:1 Or those restored to health
  3. Psalm 126:4 Or Bring back our captives
  4. Psalm 127:2 Or eat— / for while they sleep he provides for
  5. Psalm 132:6 Or heard of it in Ephrathah, / we found it in the fields of Jearim. (See 1 Chron. 13:5,6) (And no quotation marks around verses 7-9)
  6. Psalm 132:17 Horn here symbolizes strong one, that is, king.