Add parallel Print Page Options

108 Ljóð. Davíðssálmur.

Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika, vakna þú, sála mín!

Vakna þú, harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann.

Ég vil lofa þig meðal lýðanna, Drottinn, vegsama þig meðal þjóðanna,

því að miskunn þín er himnum hærri, og trúfesti þín nær til skýjanna.

Sýn þig himnum hærri, ó Guð, og dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina,

til þess að ástvinir þínir megi frelsast. Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr mig.

Guð hefir sagt í helgidómi sínum: "Ég vil fagna, ég vil skipta Síkem, mæla út Súkkót-dal.

Ég á Gíleað, ég á Manasse, og Efraím er hlíf höfði mínu, Júda veldissproti minn.

10 Móab er mundlaug mín, í Edóm fleygi ég skónum mínum, yfir Filisteu fagna ég."

11 Hver vill fara með mig í örugga borg, hver vill flytja mig til Edóm?

12 Þú hefir útskúfað oss, ó Guð, og þú, Guð, fer eigi út með hersveitum vorum.

13 Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt.

14 Með Guðs hjálp munum vér hreystiverk vinna, og hann mun troða óvini vora fótum.

109 Til söngstjórans. Davíðssálmur. Þú Guð lofsöngs míns, ver eigi hljóður,

því að óguðlegan og svikulan munn opna þeir í gegn mér, tala við mig með ljúgandi tungu.

Með hatursorðum umkringja þeir mig og áreita mig að ástæðulausu.

Þeir launa mér elsku mína með ofsókn, en ég gjöri ekki annað en biðja.

Þeir launa mér gott með illu og elsku mína með hatri.

Set óguðlegan yfir mótstöðumann minn, og ákærandinn standi honum til hægri handar.

Hann gangi sekur frá dómi og bæn hans verði til syndar.

Dagar hans verði fáir, og annar hljóti embætti hans.

Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja.

10 Börn hans fari á flæking og vergang, þau verði rekin burt úr rústum sínum.

11 Okrarinn leggi snöru fyrir allar eigur hans, og útlendir fjandmenn ræni afla hans.

12 Enginn sýni honum líkn, og enginn aumkist yfir föðurlausu börnin hans.

13 Niðjar hans verði afmáðir, nafn hans útskafið í fyrsta ættlið.

14 Misgjörðar feðra hans verði minnst af Drottni og synd móður hans eigi afmáð,

15 séu þær ætíð fyrir sjónum Drottins og hann afmái minningu þeirra af jörðunni

16 sakir þess, að hann mundi eigi eftir að sýna elsku, heldur ofsótti hinn hrjáða og snauða og hinn ráðþrota til þess að drepa hann.

17 Hann elskaði bölvunina, hún bitni þá á honum, hann smáði blessunina, hún sé þá fjarri honum.

18 Hann íklæddist bölvuninni sem kufli, hún læsti sig þá inn í innyfli hans sem vatn og í bein hans sem olía,

19 hún verði honum sem klæði, er hann sveipar um sig, og sem belti, er hann sífellt gyrðist.

20 Þetta séu laun andstæðinga minna frá Drottni og þeirra, er tala illt í gegn mér.

21 En þú, Drottinn Guð, breyt við mig eftir gæsku miskunnar þinnar, frelsa mig sakir nafns þíns,

22 því að ég er hrjáður og snauður, hjartað berst ákaft í brjósti mér.

23 Ég hverf sem hallur skuggi, ég er hristur út eins og jarðvargar.

24 Kné mín skjögra af föstu, og hold mitt tærist af viðsmjörsskorti.

25 Ég er orðinn þeim að spotti, þegar þeir sjá mig, hrista þeir höfuðið.

26 Veit mér lið, Drottinn, Guð minn, hjálpa mér eftir miskunn þinni,

27 að þeir megi komast að raun um, að það var þín hönd, að það varst þú, Drottinn, sem gjörðir það.

28 Bölvi þeir, þú munt blessa, verði þeir til skammar, er rísa gegn mér, en þjónn þinn gleðjist.

29 Andstæðingar mínir íklæðist svívirðing, sveipi um sig skömminni eins og skikkju.

30 Ég vil lofa Drottin mikillega með munni mínum, meðal fjölmennis vil ég vegsama hann,

31 því að hann stendur hinum snauða til hægri handar til þess að hjálpa honum gegn þeim er sakfella hann.

110 Davíðssálmur. Svo segir Drottinn við herra minn: "Sest þú mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem fótskör að fótum þér."

Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon, drottna þú mitt á meðal óvina þinna!

Þjóð þín kemur sjálfboða á valdadegi þínum. Í helgu skrauti frá skauti morgunroðans kemur dögg æskuliðs þíns til þín.

Drottinn hefir svarið, og hann iðrar þess eigi: "Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks."

Drottinn er þér til hægri handar, hann knosar konunga á degi reiði sinnar.

Hann heldur dóm meðal þjóðanna, fyllir allt líkum, hann knosar höfuð um víðan vang.

Á leiðinni drekkur hann úr læknum, þess vegna ber hann höfuðið hátt.

Psalm 108[a](A)(B)

A song. A psalm of David.

My heart, O God, is steadfast;(C)
    I will sing(D) and make music with all my soul.
Awake, harp and lyre!(E)
    I will awaken the dawn.
I will praise you, Lord, among the nations;
    I will sing of you among the peoples.
For great is your love,(F) higher than the heavens;
    your faithfulness(G) reaches to the skies.(H)
Be exalted, O God, above the heavens;(I)
    let your glory be over all the earth.(J)

Save us and help us with your right hand,(K)
    that those you love may be delivered.
God has spoken(L) from his sanctuary:(M)
    “In triumph I will parcel out Shechem(N)
    and measure off the Valley of Sukkoth.(O)
Gilead is mine, Manasseh is mine;
    Ephraim is my helmet,
    Judah(P) is my scepter.
Moab(Q) is my washbasin,
    on Edom(R) I toss my sandal;
    over Philistia(S) I shout in triumph.”

10 Who will bring me to the fortified city?
    Who will lead me to Edom?
11 Is it not you, God, you who have rejected us
    and no longer go out with our armies?(T)
12 Give us aid against the enemy,
    for human help is worthless.(U)
13 With God we will gain the victory,
    and he will trample down(V) our enemies.

Psalm 109

For the director of music. Of David. A psalm.

My God, whom I praise,(W)
    do not remain silent,(X)
for people who are wicked and deceitful(Y)
    have opened their mouths against me;
    they have spoken against me with lying tongues.(Z)
With words of hatred(AA) they surround me;
    they attack me without cause.(AB)
In return for my friendship they accuse me,
    but I am a man of prayer.(AC)
They repay me evil for good,(AD)
    and hatred for my friendship.

Appoint someone evil to oppose my enemy;
    let an accuser(AE) stand at his right hand.
When he is tried, let him be found guilty,(AF)
    and may his prayers condemn(AG) him.
May his days be few;(AH)
    may another take his place(AI) of leadership.
May his children be fatherless
    and his wife a widow.(AJ)
10 May his children be wandering beggars;(AK)
    may they be driven[b] from their ruined homes.
11 May a creditor(AL) seize all he has;
    may strangers plunder(AM) the fruits of his labor.(AN)
12 May no one extend kindness to him
    or take pity(AO) on his fatherless children.
13 May his descendants be cut off,(AP)
    their names blotted out(AQ) from the next generation.
14 May the iniquity of his fathers(AR) be remembered before the Lord;
    may the sin of his mother never be blotted out.
15 May their sins always remain before(AS) the Lord,
    that he may blot out their name(AT) from the earth.

16 For he never thought of doing a kindness,
    but hounded to death the poor
    and the needy(AU) and the brokenhearted.(AV)
17 He loved to pronounce a curse—
    may it come back on him.(AW)
He found no pleasure in blessing—
    may it be far from him.
18 He wore cursing(AX) as his garment;
    it entered into his body like water,(AY)
    into his bones like oil.
19 May it be like a cloak wrapped(AZ) about him,
    like a belt tied forever around him.
20 May this be the Lord’s payment(BA) to my accusers,
    to those who speak evil(BB) of me.

21 But you, Sovereign Lord,
    help me for your name’s sake;(BC)
    out of the goodness of your love,(BD) deliver me.(BE)
22 For I am poor and needy,
    and my heart is wounded within me.
23 I fade away like an evening shadow;(BF)
    I am shaken off like a locust.
24 My knees give(BG) way from fasting;(BH)
    my body is thin and gaunt.(BI)
25 I am an object of scorn(BJ) to my accusers;
    when they see me, they shake their heads.(BK)

26 Help me,(BL) Lord my God;
    save me according to your unfailing love.
27 Let them know(BM) that it is your hand,
    that you, Lord, have done it.
28 While they curse,(BN) may you bless;
    may those who attack me be put to shame,
    but may your servant rejoice.(BO)
29 May my accusers be clothed with disgrace
    and wrapped in shame(BP) as in a cloak.

30 With my mouth I will greatly extol the Lord;
    in the great throng(BQ) of worshipers I will praise him.
31 For he stands at the right hand(BR) of the needy,
    to save their lives from those who would condemn them.

Psalm 110

Of David. A psalm.

The Lord says(BS) to my lord:[c]

“Sit at my right hand(BT)
    until I make your enemies
    a footstool for your feet.”(BU)

The Lord will extend your mighty scepter(BV) from Zion,(BW) saying,
    “Rule(BX) in the midst of your enemies!”
Your troops will be willing
    on your day of battle.
Arrayed in holy splendor,(BY)
    your young men will come to you
    like dew from the morning’s womb.[d](BZ)

The Lord has sworn
    and will not change his mind:(CA)
“You are a priest forever,(CB)
    in the order of Melchizedek.(CC)

The Lord is at your right hand[e];(CD)
    he will crush kings(CE) on the day of his wrath.(CF)
He will judge the nations,(CG) heaping up the dead(CH)
    and crushing the rulers(CI) of the whole earth.
He will drink from a brook along the way,[f]
    and so he will lift his head high.(CJ)

Footnotes

  1. Psalm 108:1 In Hebrew texts 108:1-13 is numbered 108:2-14.
  2. Psalm 109:10 Septuagint; Hebrew sought
  3. Psalm 110:1 Or Lord
  4. Psalm 110:3 The meaning of the Hebrew for this sentence is uncertain.
  5. Psalm 110:5 Or My lord is at your right hand, Lord
  6. Psalm 110:7 The meaning of the Hebrew for this clause is uncertain.