Add parallel Print Page Options

24 Öfunda ekki vonda menn og lát þig ekki langa til að vera með þeim,

því að hjarta þeirra býr yfir ofríkisverkum, og varir þeirra mæla ógæfu.

Fyrir speki verður hús reist, og fyrir hyggni verður það staðfast,

fyrir þekking fyllast forðabúrin alls konar dýrum og yndislegum fjármunum.

Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill,

því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr stríð, og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.

Viskan er afglapanum ofviða, í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp munni sínum.

Þann sem leggur stund á að gjöra illt, kalla menn varmenni.

Syndin er fíflslegt fyrirtæki, og spottarinn er mönnum andstyggð.

10 Látir þú hugfallast á neyðarinnar degi, þá er máttur þinn lítill.

11 Frelsaðu þá, sem leiddir eru fram til lífláts, og þyrm þeim, sem ganga skjögrandi að höggstokknum.

12 Segir þú: "Vér vissum það eigi," _ sá sem vegur hjörtun, hann verður sannarlega var við það, og sá sem vakir yfir sálu þinni, hann veit það og mun gjalda manninum eftir verkum hans.

13 Et þú hunang, son minn, því að það er gott, og hunangsseimur er gómi þínum sætur.

14 Nem á sama hátt speki fyrir sálu þína, finnir þú hana, er framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða.

15 Sit eigi, þú hinn óguðlegi, um bústað hins réttláta og eyðilegg ekki heimkynni hans,

16 því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp, en óguðlegir steypast í ógæfu.

17 Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist,

18 svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín.

19 Reiðst ekki vegna illgjörðamanna, öfunda eigi óguðlega,

20 því að vondur maður á enga framtíð fyrir höndum, á lampa óguðlegra slokknar.

21 Son minn, óttastu Drottin og konunginn, samlaga þig ekki óróaseggjum,

22 því að ógæfa þeirra ríður að þegar minnst varir, og ófarir beggja _ hver veit um þær?

23 Þessir orðskviðir eru líka eftir spekinga. Hlutdrægni í dómi er ljót.

24 Þeim sem segir við hinn seka: "Þú hefir rétt fyrir þér!" honum formæla menn, honum bölvar fólk.

25 En þeim sem hegna eins og ber, mun vel vegna, yfir þá kemur ríkuleg blessun.

26 Sá kyssir á varirnar, sem veitir rétt svör.

27 Annastu verk þitt utan húss og ljúk því á akrinum, síðan getur þú byggt hús þitt.

28 Vertu eigi vottur gegn náunga þínum að ástæðulausu, eða mundir þú vilja svíkja með vörum þínum?

29 Seg þú ekki: "Eins og hann gjörði mér, eins ætla ég honum að gjöra, ég ætla að endurgjalda manninum eftir verkum hans!"

30 Mér varð gengið fram hjá akri letingja nokkurs og fram hjá víngarði óviturs manns.

31 Og sjá, hann var allur vaxinn klungrum, hann var alþakinn netlum, og steingarðurinn umhverfis hann var hruninn.

32 En ég varð þess var, veitti því athygli, sá það og lét mér það að kenningu verða:

33 Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast,

34 þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.

25 Þetta eru líka orðskviðir Salómons, er menn Hiskía Júdakonungs hafa safnað.

Guði er það heiður að dylja mál, en konungum heiður að rannsaka mál.

Eins og hæð himins og dýpt jarðar, svo eru konungahjörtun órannsakanleg.

Sé sorinn tekinn úr silfrinu, þá fær smiðurinn ker úr því.

Séu hinir óguðlegu teknir burt frá augliti konungsins, þá mun hásæti hans staðfestast fyrir réttlæti.

Stær þig eigi frammi fyrir konunginum og ryðst eigi í rúm stórmenna,

því að betra er að menn segi við þig: "Fær þig hingað upp!" heldur en að menn gjöri þér læging frammi fyrir tignarmanni. Hvað sem augu þín kunna að hafa séð,

þá ver eigi skjótur til málsóknar, því að hvað ætlar þú síðan að gjöra, þá er náungi þinn gjörir þér sneypu?

Rek þú mál þitt gegn náunga þínum, en ljósta eigi upp leyndarmáli annars manns,

10 til þess að sá sem heyrir það, smáni þig ekki og þú losnir aldrei við illan orðróm.

11 Gullepli í skrautlegum silfurskálum _ svo eru orð í tíma töluð.

12 Eins og gullhringur og skartgripur af skíru gulli, svo er vitur áminnandi heyranda eyra.

13 Eins og snjósvali um uppskerutímann, svo er áreiðanlegur sendimaður þeim er sendir hann, því að hann hressir sál húsbónda síns.

14 Ský og vindur, og þó engin rigning _ svo er sá, sem hrósar sér af gjafmildi, en gefur þó ekkert.

15 Með þolinmæði verður höfðingja talið hughvarf, og mjúk tunga mylur bein.

16 Finnir þú hunang, þá et sem þér nægir, svo að þú verðir ekki ofsaddur af því og ælir því upp aftur.

17 Stíg sjaldan fæti þínum í hús náunga þíns, svo að hann verði ekki leiður á þér og hati þig.

18 Hamar og sverð og hvöss ör _ svo er maður, sem ber falsvitni gegn náunga sínum.

19 Molnandi tönn og hrasandi fótur _ svo er traust á svikara á neyðarinnar degi.

20 Að fara úr fötum í kalsaveðri _ að hella ediki út í saltpétur _ eins er að syngja skapvondum ljóð.

21 Ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, og ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka,

22 því að þú safnar glóðum elds yfir höfuð honum, og Drottinn mun endurgjalda þér það.

23 Norðanvindurinn leiðir fram regn og launskraf reiðileg andlit.

24 Betri er vist í horni á húsþaki en sambúð við þrasgjarna konu.

25 Eins og kalt vatn er dauðþyrstum manni, svo er góð fregn af fjarlægu landi.

26 Eins og grugguð lind og skemmdur brunnur, svo er réttlátur maður, sem titrar frammi fyrir óguðlegum manni.

27 Það er ekki gott að eta of mikið hunang, ver því spar á hólið.

28 Eins og borg, sem múrarnir hafa verið brotnir utan af, eins er sá maður, sem eigi hefir stjórn á skapsmunum sínum.

26 Eins og snjór um sumar og eins og regn um uppskeru, eins illa á sæmd við heimskan mann.

Eins og spörfugl flögrar, eins og svala flýgur, eins er um óverðskuldaða formæling _ hún verður eigi að áhrínsorðum.

Svipan hæfir hestinum og taumurinn asnanum _ en vöndurinn baki heimskingjanna.

Svara þú ekki heimskingjanum eftir fíflsku hans, svo að þú verðir ekki honum jafn.

Svara þú heimskingjanum eftir fíflsku hans, svo að hann haldi ekki, að hann sé vitur.

Sá höggur af sér fæturna og fær að súpa á ranglæti, sem sendir orð með heimskingja.

Eins og lærleggir hins lama hanga máttlausir, svo er spakmæli í munni heimskingjanna.

Sá sem sýnir heimskum manni sæmd, honum fer eins og þeim, er bindur stein í slöngvu.

Eins og þyrnir, sem stingst upp í höndina á drukknum manni, svo er spakmæli í munni heimskingjanna.

10 Eins og skytta, sem hæfir allt, svo er sá sem leigir heimskingja, og sá er leigir vegfarendur.

11 Eins og hundur, sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi, sem endurtekur fíflsku sína.

12 Sjáir þú mann, sem þykist vitur, þá er meiri von um heimskingja en hann.

13 Letinginn segir: "Óargadýr er á veginum, ljón á götunum."

14 Hurðin snýst á hjörunum og letinginn í hvílu sinni.

15 Latur maður dýfir hendinni ofan í skálina, en honum verður þungt um að bera hana aftur upp að munninum.

16 Latur maður þykist vitrari en sjö, sem svara hyggilega.

17 Sá, sem kemst í æsing út af deilu, sem honum kemur ekki við, hann er eins og sá, sem tekur um eyrun á hundi, er hleypur fram hjá.

18 Eins og óður maður, sem kastar tundurörvum, banvænum skeytum,

19 eins er sá maður, er svikið hefir náunga sinn og segir síðan: "Ég er bara að gjöra að gamni mínu."

20 Þegar eldsneytið þrýtur, slokknar eldurinn, og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar.

21 Eins og kol þarf til glóða og við til elds, svo þarf þrætugjarnan mann til að kveikja deilur.

22 Orð rógberans eru eins og sælgæti, og þau læsa sig inn í innstu fylgsni hjartans.

23 Eldheitir kossar og illt hjarta, það er sem sorasilfur utan af leirbroti.

24 Með vörum sínum gjörir hatursmaðurinn sér upp vinalæti, en í hjarta sínu hyggur hann á svik.

25 Þegar hann mælir fagurt, þá trú þú honum ekki, því að sjö andstyggðir eru í hjarta hans.

26 Þótt hatrið hylji sig hræsni, þá verður þó illska þess opinber á dómþinginu.

27 Sá sem grefur gröf, fellur í hana, og steinninn fellur aftur í fang þeim, er veltir honum.

28 Lygin tunga hatar þá, er hún hefir sundur marið, og smjaðrandi munnur veldur glötun.

Saying 20

24 Do not envy(A) the wicked,
    do not desire their company;
for their hearts plot violence,(B)
    and their lips talk about making trouble.(C)

Saying 21

By wisdom a house is built,(D)
    and through understanding it is established;
through knowledge its rooms are filled
    with rare and beautiful treasures.(E)

Saying 22

The wise prevail through great power,
    and those who have knowledge muster their strength.
Surely you need guidance to wage war,
    and victory is won through many advisers.(F)

Saying 23

Wisdom is too high for fools;
    in the assembly at the gate they must not open their mouths.

Saying 24

Whoever plots evil
    will be known as a schemer.
The schemes of folly are sin,
    and people detest a mocker.

Saying 25

10 If you falter in a time of trouble,
    how small is your strength!(G)
11 Rescue those being led away to death;
    hold back those staggering toward slaughter.(H)
12 If you say, “But we knew nothing about this,”
    does not he who weighs(I) the heart perceive it?
Does not he who guards your life know it?
    Will he not repay(J) everyone according to what they have done?(K)

Saying 26

13 Eat honey, my son, for it is good;
    honey from the comb is sweet to your taste.
14 Know also that wisdom is like honey for you:
    If you find it, there is a future hope for you,
    and your hope will not be cut off.(L)

Saying 27

15 Do not lurk like a thief near the house of the righteous,
    do not plunder their dwelling place;
16 for though the righteous fall seven times, they rise again,
    but the wicked stumble when calamity strikes.(M)

Saying 28

17 Do not gloat(N) when your enemy falls;
    when they stumble, do not let your heart rejoice,(O)
18 or the Lord will see and disapprove
    and turn his wrath away from them.(P)

Saying 29

19 Do not fret(Q) because of evildoers
    or be envious of the wicked,
20 for the evildoer has no future hope,
    and the lamp of the wicked will be snuffed out.(R)

Saying 30

21 Fear the Lord and the king,(S) my son,
    and do not join with rebellious officials,
22 for those two will send sudden destruction(T) on them,
    and who knows what calamities they can bring?

Further Sayings of the Wise

23 These also are sayings of the wise:(U)

To show partiality(V) in judging is not good:(W)
24 Whoever says to the guilty, “You are innocent,”(X)
    will be cursed by peoples and denounced by nations.
25 But it will go well with those who convict the guilty,
    and rich blessing will come on them.

26 An honest answer
    is like a kiss on the lips.

27 Put your outdoor work in order
    and get your fields ready;
    after that, build your house.

28 Do not testify against your neighbor without cause(Y)
    would you use your lips to mislead?
29 Do not say, “I’ll do to them as they have done to me;
    I’ll pay them back for what they did.”(Z)

30 I went past the field of a sluggard,(AA)
    past the vineyard of someone who has no sense;
31 thorns had come up everywhere,
    the ground was covered with weeds,
    and the stone wall was in ruins.
32 I applied my heart to what I observed
    and learned a lesson from what I saw:
33 A little sleep, a little slumber,
    a little folding of the hands to rest(AB)
34 and poverty will come on you like a thief
    and scarcity like an armed man.(AC)

More Proverbs of Solomon

25 These are more proverbs(AD) of Solomon, compiled by the men of Hezekiah king of Judah:(AE)

It is the glory of God to conceal a matter;
    to search out a matter is the glory of kings.(AF)
As the heavens are high and the earth is deep,
    so the hearts of kings are unsearchable.

Remove the dross from the silver,
    and a silversmith can produce a vessel;
remove wicked officials from the king’s presence,(AG)
    and his throne will be established(AH) through righteousness.(AI)

Do not exalt yourself in the king’s presence,
    and do not claim a place among his great men;
it is better for him to say to you, “Come up here,”(AJ)
    than for him to humiliate you before his nobles.

What you have seen with your eyes
    do not bring[a] hastily to court,
for what will you do in the end
    if your neighbor puts you to shame?(AK)

If you take your neighbor to court,
    do not betray another’s confidence,
10 or the one who hears it may shame you
    and the charge against you will stand.

11 Like apples[b] of gold in settings of silver(AL)
    is a ruling rightly given.
12 Like an earring of gold or an ornament of fine gold
    is the rebuke of a wise judge to a listening ear.(AM)

13 Like a snow-cooled drink at harvest time
    is a trustworthy messenger to the one who sends him;
    he refreshes the spirit of his master.(AN)
14 Like clouds and wind without rain
    is one who boasts of gifts never given.

15 Through patience a ruler can be persuaded,(AO)
    and a gentle tongue can break a bone.(AP)

16 If you find honey, eat just enough—
    too much of it, and you will vomit.(AQ)
17 Seldom set foot in your neighbor’s house—
    too much of you, and they will hate you.

18 Like a club or a sword or a sharp arrow
    is one who gives false testimony against a neighbor.(AR)
19 Like a broken tooth or a lame foot
    is reliance on the unfaithful in a time of trouble.
20 Like one who takes away a garment on a cold day,
    or like vinegar poured on a wound,
    is one who sings songs to a heavy heart.

21 If your enemy is hungry, give him food to eat;
    if he is thirsty, give him water to drink.
22 In doing this, you will heap burning coals(AS) on his head,
    and the Lord will reward you.(AT)

23 Like a north wind that brings unexpected rain
    is a sly tongue—which provokes a horrified look.

24 Better to live on a corner of the roof
    than share a house with a quarrelsome wife.(AU)

25 Like cold water to a weary soul
    is good news from a distant land.(AV)
26 Like a muddied spring or a polluted well
    are the righteous who give way to the wicked.

27 It is not good to eat too much honey,(AW)
    nor is it honorable to search out matters that are too deep.(AX)

28 Like a city whose walls are broken through
    is a person who lacks self-control.

26 Like snow in summer or rain(AY) in harvest,
    honor is not fitting for a fool.(AZ)
Like a fluttering sparrow or a darting swallow,
    an undeserved curse does not come to rest.(BA)
A whip for the horse, a bridle for the donkey,(BB)
    and a rod for the backs of fools!(BC)
Do not answer a fool according to his folly,
    or you yourself will be just like him.(BD)
Answer a fool according to his folly,
    or he will be wise in his own eyes.(BE)
Sending a message by the hands of a fool(BF)
    is like cutting off one’s feet or drinking poison.
Like the useless legs of one who is lame
    is a proverb in the mouth of a fool.(BG)
Like tying a stone in a sling
    is the giving of honor to a fool.(BH)
Like a thornbush in a drunkard’s hand
    is a proverb in the mouth of a fool.(BI)
10 Like an archer who wounds at random
    is one who hires a fool or any passer-by.
11 As a dog returns to its vomit,(BJ)
    so fools repeat their folly.(BK)
12 Do you see a person wise in their own eyes?(BL)
    There is more hope for a fool than for them.(BM)

13 A sluggard says,(BN) “There’s a lion in the road,
    a fierce lion roaming the streets!”(BO)
14 As a door turns on its hinges,
    so a sluggard turns on his bed.(BP)
15 A sluggard buries his hand in the dish;
    he is too lazy to bring it back to his mouth.(BQ)
16 A sluggard is wiser in his own eyes
    than seven people who answer discreetly.

17 Like one who grabs a stray dog by the ears
    is someone who rushes into a quarrel not their own.

18 Like a maniac shooting
    flaming arrows of death
19 is one who deceives their neighbor
    and says, “I was only joking!”

20 Without wood a fire goes out;
    without a gossip a quarrel dies down.(BR)
21 As charcoal to embers and as wood to fire,
    so is a quarrelsome person for kindling strife.(BS)
22 The words of a gossip are like choice morsels;
    they go down to the inmost parts.(BT)

23 Like a coating of silver dross on earthenware
    are fervent[c] lips with an evil heart.
24 Enemies disguise themselves with their lips,(BU)
    but in their hearts they harbor deceit.(BV)
25 Though their speech is charming,(BW) do not believe them,
    for seven abominations fill their hearts.(BX)
26 Their malice may be concealed by deception,
    but their wickedness will be exposed in the assembly.
27 Whoever digs a pit(BY) will fall into it;(BZ)
    if someone rolls a stone, it will roll back on them.(CA)
28 A lying tongue hates those it hurts,
    and a flattering mouth(CB) works ruin.

Footnotes

  1. Proverbs 25:8 Or nobles / on whom you had set your eyes. / Do not go
  2. Proverbs 25:11 Or possibly apricots
  3. Proverbs 26:23 Hebrew; Septuagint smooth