Bréf Páls til Filippímann 1:3-11
Icelandic Bible
3 Ég þakka Guði mínum í hvert skipti, sem ég hugsa til yðar,
4 og gjöri ávallt í öllum bænum mínum með gleði bæn fyrir yður öllum,
5 vegna samfélags yðar um fagnaðarerindið frá hinum fyrsta degi til þessa.
6 Og ég fulltreysti einmitt því, að hann, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists.
7 Víst er það rétt fyrir mig að bera þennan hug til yðar allra. Ég hef yður í hjarta mínu, og þér eigið allir hlutdeild með mér í náðinni, bæði í fjötrum mínum og þegar ég er að verja fagnaðarerindið og staðfesta það.
8 Guð er mér þess vitni, hvernig ég þrái yður alla með ástúð Krists Jesú.
9 Og þetta bið ég um, að elska yðar aukist enn þá meir og meir að þekkingu og allri dómgreind,
10 svo að þér getið metið þá hluti rétt, sem máli skipta, og séuð hreinir og ámælislausir til dags Krists,
11 auðugir að réttlætis ávexti þeim, er fæst fyrir Jesú Krist til dýrðar og lofs Guði.
Read full chapterby Icelandic Bible Society