Add parallel Print Page Options

"Hlýðið á! Sáðmaður gekk út að sá,

og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni, og fuglar komu og átu það upp.

Sumt féll í grýtta jörð, þar sem var lítill jarðvegur, og það rann skjótt upp, því það hafði ekki djúpa jörð.

En er sól hækkaði, visnaði það, og sökum þess að það hafði ekki rætur, skrælnaði það.

Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu og kæfðu það, og það bar ekki ávöxt.

En sumt féll í góða jörð, kom upp, óx og bar ávöxt, það gaf þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt."

Og hann sagði: "Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri!"

Read full chapter

Hann talaði margt til þeirra í dæmisögum. Hann sagði: "Sáðmaður gekk út að sá,

og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni, og fuglar komu og átu það upp.

Sumt féll í grýtta jörð, þar sem var lítill jarðvegur, og það rann skjótt upp, því það hafði ekki djúpa jörð.

Þegar sól hækkaði, visnaði það, og sökum þess að það hafði ekki rætur, skrælnaði það.

Sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu og kæfðu það.

En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan og sumt þrítugfaldan.

Hver sem eyru hefur, hann heyri."

Read full chapter

"Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið, og fuglar himins átu það upp.

Sumt féll á klöpp. Það spratt, en skrælnaði, af því að það hafði ekki raka.

Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það.

En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt." Að svo mæltu hrópaði hann: "Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri."

Read full chapter