Font Size
Matteusarguðspjall 6:19-24
Icelandic Bible
Matteusarguðspjall 6:19-24
Icelandic Bible
19 Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.
20 Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.
21 Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.
22 Augað er lampi líkamans. Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur.
23 En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur. Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.
24 Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society