Add parallel Print Page Options

44 Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.

45 Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma?

46 Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur.

47 Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar.

48 En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,Húsbónda mínum dvelst,`

49 og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum,

50 þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki,

51 höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.

Read full chapter