Add parallel Print Page Options

15 Þá gengu farísearnir burt og tóku saman ráð sín, hvernig þeir gætu flækt hann í orðum.

16 Þeir senda til hans lærisveina sína ásamt Heródesarsinnum, og þeir segja: "Meistari, vér vitum, að þú ert sannorður og kennir Guðs veg í sannleika, þú hirðir ekki um álit neins, enda gjörir þú þér engan mannamun.

17 Seg oss því, hvað þér líst? Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki?"

18 Jesús þekkti illsku þeirra og sagði: "Hví freistið þér mín, hræsnarar?

19 Sýnið mér peninginn, sem goldinn er í skatt." Þeir fengu honum denar.

20 Hann spyr: "Hvers mynd og yfirskrift er þetta?"

21 Þeir svara: "Keisarans." Hann segir: "Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er."

22 Þegar þeir heyrðu þetta, undruðust þeir, og þeir yfirgáfu hann og gengu burt.

Read full chapter