Matteusarguðspjall 16:13-20
Icelandic Bible
13 Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína: "Hvern segja menn Mannssoninn vera?"
14 Þeir svöruðu: "Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum."
15 Hann spyr: "En þér, hvern segið þér mig vera?"
16 Símon Pétur svarar: "Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs."
17 Þá segir Jesús við hann: "Sæll ert þú, Símon Jónasson! Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta, heldur faðir minn á himnum.
18 Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast.
19 Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum."
20 Þá lagði hann ríkt á við lærisveinana að segja engum, að hann væri Kristur.
Read full chapterby Icelandic Bible Society