Add parallel Print Page Options

11 Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið, sendir hann tvo lærisveina sína

og segir við þá: "Farið í þorpið hér framundan ykkur. Um leið og þið komið þangað, munuð þið finna fola bundinn, sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann, og komið með hann.

Ef einhver spyr ykkur: ,Hvers vegna gjörið þið þetta?` Þá svarið: ,Herrann þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað."`

Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann.

Nokkrir sem stóðu þar, sögðu við þá: "Hvers vegna eruð þið að leysa folann?"

Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt, og þeir létu þá fara.

Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín, en hann settist á bak.

Og margir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir lim, sem þeir höfðu skorið á völlunum.

Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu, hrópuðu: "Hósanna! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins!

10 Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!"

11 Hann fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt, en þar sem komið var kvöld, fór hann til Betaníu með þeim tólf.

Read full chapter