Font Size
Lúkasarguðspjall 12:35-40
Icelandic Bible
Lúkasarguðspjall 12:35-40
Icelandic Bible
35 Verið gyrtir um lendar, og látið ljós yðar loga,
36 og verið líkir þjónum, er bíða þess, að húsbóndi þeirra komi úr brúðkaupi og þeir geti lokið upp fyrir honum um leið og hann kemur og knýr dyra.
37 Sælir eru þeir þjónar, sem húsbóndinn finnur vakandi, er hann kemur. Sannlega segi ég yður, hann mun gyrða sig belti, láta þá setjast að borði og koma og þjóna þeim.
38 Og komi hann um miðnætti eða síðar og finni þá vakandi, sælir eru þeir þá.
39 Það skiljið þér, að húsráðandi léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi, á hvaða stundu þjófurinn kæmi.
40 Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi."
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society