Font Size
Jóhannesarguðspjall 9:1-7
Icelandic Bible
Jóhannesarguðspjall 9:1-7
Icelandic Bible
9 Á leið sinni sá hann mann, sem var blindur frá fæðingu.
2 Lærisveinar hans spurðu hann: "Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur?"
3 Jesús svaraði: "Hvorki er það af því, að hann hafi syndgað eða foreldrar hans, heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum.
4 Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt, þegar enginn getur unnið.
5 Meðan ég er í heiminum, er ég ljós heimsins."
6 Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gjörði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans
7 og sagði við hann: "Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam." (Sílóam þýðir sendur.) Hann fór og þvoði sér og kom sjáandi.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society