Font Size
Jóhannesarguðspjall 12:44-50
Icelandic Bible
Jóhannesarguðspjall 12:44-50
Icelandic Bible
44 En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig,
45 og sá sem sér mig, sér þann er sendi mig.
46 Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri.
47 Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn.
48 Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.
49 Því ég hef ekki talað af sjálfum mér, heldur hefur faðirinn, sem sendi mig, boðið mér, hvað ég skuli segja og hvað ég skuli tala.
50 Og ég veit, að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér."
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society