Add parallel Print Page Options

22 Nú var vígsluhátíðin í Jerúsalem og kominn vetur.

23 Jesús gekk um í súlnagöngum Salómons í helgidóminum.

24 Þá söfnuðust Gyðingar um hann og sögðu við hann: "Hve lengi lætur þú oss í óvissu? Ef þú ert Kristur, þá seg oss það berum orðum."

25 Jesús svaraði þeim: "Ég hef sagt yður það, en þér trúið ekki. Verkin, sem ég gjöri í nafni föður míns, þau vitna um mig,

26 en þér trúið ekki, því að þér eruð ekki úr hópi sauða minna.

27 Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.

28 Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.

29 Faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er meiri en allir, og enginn getur slitið þá úr hendi föðurins.

30 Ég og faðirinn erum eitt."

Read full chapter