Add parallel Print Page Options

15 Svo segir Drottinn: Rödd heyrist í Rama, harmakvein, beiskur grátur: Rakel grætur börnin sín. Hún vill ekki huggast láta vegna barna sinna, því að þau eru eigi framar lífs.

16 Svo segir Drottinn: Halt raust þinni frá gráti og augum þínum frá tárum, því að enn er til umbun fyrir verk þitt _ segir Drottinn _: Þeir skulu hverfa heim aftur úr landi óvinanna.

17 Já, enn er von um framtíð þína _ segir Drottinn _: Börnin skulu hverfa heim aftur í átthaga sína.

Read full chapter