Add parallel Print Page Options

11 Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður _ segir Drottinn _ fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.

12 Þá munuð þér ákalla mig og fara og biðja til mín, og ég mun bænheyra yður.

13 Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta,

14 vil ég láta yður finna mig _ segir Drottinn _ og snúa við högum yðar og safna yður saman frá öllum þjóðum og úr öllum þeim stöðum, þangað sem ég hefi rekið yður _ segir Drottinn _ og flytja yður aftur á þann stað, þaðan sem ég herleiddi yður.

Read full chapter