Add parallel Print Page Options

18 Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni:

Statt upp og gakk ofan í hús leirkerasmiðsins. Þar vil ég láta þig heyra orð mín!

Og ég gekk ofan í hús leirkerasmiðsins, og var hann að verki sínu við hjólið.

Mistækist kerið, sem hann var að búa til, þá bjó hann aftur til úr því annað ker, eins og leirkerasmiðinum leist að gjöra.

Þá kom orð Drottins til mín:

Get ég ekki farið með yður eins og þessi leirkerasmiður, þú Ísraels hús? _ segir Drottinn. Sjá, eins og leirinn í hendi leirkerasmiðsins, svo eruð þér í minni hendi, Ísraels hús.

Read full chapter