Font Size
Jeremía 18:1-6
Icelandic Bible
Jeremía 18:1-6
Icelandic Bible
18 Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni:
2 Statt upp og gakk ofan í hús leirkerasmiðsins. Þar vil ég láta þig heyra orð mín!
3 Og ég gekk ofan í hús leirkerasmiðsins, og var hann að verki sínu við hjólið.
4 Mistækist kerið, sem hann var að búa til, þá bjó hann aftur til úr því annað ker, eins og leirkerasmiðinum leist að gjöra.
5 Þá kom orð Drottins til mín:
6 Get ég ekki farið með yður eins og þessi leirkerasmiður, þú Ísraels hús? _ segir Drottinn. Sjá, eins og leirinn í hendi leirkerasmiðsins, svo eruð þér í minni hendi, Ísraels hús.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society