Add parallel Print Page Options

32 Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni á tíunda ríkisári Sedekía konungs í Júda, það var átjánda ríkisár Nebúkadresars.

Þá sat her Babelkonungs um Jerúsalem, en Jeremía spámaður var í varðhaldi í varðgarðinum, sem heyrir til hallar Júdakonungs.

En Sedekía Júdakonungur hafði látið setja hann inn með þeim ummælum: "Hví spáir þú og segir: Svo segir Drottinn: Sjá, ég sel þessa borg í hendur Babelkonungi, að hann vinni hana,

og Sedekía Júdakonungur mun ekki komast undan valdi Kaldea, heldur mun hann áreiðanlega verða seldur á vald Babelkonungi, og hann mun tala við hann munni til munns og sjá hann augliti til auglitis,

og til Babýlon mun hann flytja Sedekía, og þar mun hann verða, uns ég vitja hans _ segir Drottinn. Þegar þér berjist við Kaldea, munuð þér enga sigurför fara?"

Jeremía svaraði: "Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

Sjá, Hanameel, sonur Sallúms föðurbróður þíns, mun til þín koma og segja: ,Kaup þú akur minn í Anatót, því að þú átt innlausnarréttinn að kaupa hann.`

Og Hanameel frændi minn kom til mín í varðgarðinn, eins og Drottinn hafði fyrir sagt, og sagði við mig: ,Kaup þú akur minn í Anatót, sem er í Benjamínslandi, því að þú átt erfða- og innlausnarréttinn _ kaup þú hann!` Þá sá ég, að það var orð frá Drottni,

keypti akurinn í Anatót af Hanameel frænda mínum og vó honum út andvirðið, seytján sikla silfurs.

10 Og ég skrifaði það á bréf og innsiglaði það og tók votta að og vó silfrið á vog.

11 Síðan tók ég kaupbréfið, hið innsiglaða _ ákvæðin og skilmálana _ og opna bréfið,

12 og fékk kaupbréfið Barúk Neríasyni, Mahasejasonar, í viðurvist Hanameels frænda míns og í viðurvist vottanna, er skrifað höfðu undir kaupbréfið, í viðurvist allra þeirra Júdamanna, er sátu í varðgarðinum,

13 og lagði svo fyrir Barúk í viðurvist þeirra:

14 ,Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Tak þessi bréf, þetta innsiglaða kaupbréf og þetta opna kaupbréf, og legg þau í leirker, til þess að þau varðveitist lengi.

15 Því að svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Enn skulu hús keypt verða og akrar og víngarðar í þessu landi.`

16 Og er ég hafði fengið Barúk Neríasyni kaupbréfið, bað ég til Drottins á þessa leið:

17 ,Æ, herra Drottinn, sjá, þú hefir með þínum mikla mætti og útrétta armlegg gjört himin og jörð. Þér er enginn hlutur um megn!

18 Þú sem auðsýnir miskunn þúsundum og geldur misgjörð feðranna í skaut sonum þeirra eftir þá, _ þú mikli, voldugi Guð, er nefnist Drottinn allsherjar,

19 mikill í ráðum og máttugur í athöfnum, þú hvers augu standa opin yfir öllum vegum mannanna barna til þess að gjalda sérhverjum eftir breytni hans og eftir ávexti verka hans,

20 þú sem hefir gjört tákn og undur á Egyptalandi og allt fram á þennan dag, bæði á Ísrael og á öðrum mönnum, og afrekað þér mikið nafn fram á þennan dag.

21 Þú fluttir þjóð þína Ísrael af Egyptalandi með táknum og undrum og með sterkri hendi og útréttum armlegg og mikilli skelfingu

22 og gafst þeim þetta land, er þú sórst feðrum þeirra að gefa þeim, land, sem flýtur í mjólk og hunangi.

23 En er þeir voru komnir inn í það og höfðu tekið það til eignar, þá hlýddu þeir ekki þinni raustu, breyttu ekki eftir lögmáli þínu og gjörðu ekki neitt af því, er þú hafðir boðið þeim að gjöra. Þá lést þú alla þessa ógæfu þeim að höndum bera.

24 Sjá, sóknarvirkin eru þegar komin að borginni til að vinna hana, og borgin er fyrir sakir sverðs, hungurs og drepsóttar seld á vald Kaldea, sem á hana herja, og það, sem þú hótaðir, er fram komið, og sjá, þú horfir á það.

25 Og þó sagðir þú við mig, herra Drottinn: "Kaup þér akurinn fyrir silfur og tak votta að!" _ þótt borgin sé seld á vald Kaldea."`

26 Þá kom orð Drottins til Jeremía:

27 Sjá, ég er Drottinn, Guð alls holds. Er mér nokkur hlutur um megn?

28 Fyrir því segir Drottinn svo: Sjá, ég sel þessa borg á vald Kaldea og á vald Nebúkadresars Babelkonungs, að hann vinni hana,

29 og Kaldear, sem herja á þessa borg, munu brjótast inn í hana, og leggja eld í þessa borg og brenna hana og húsin, þar sem þeir á þökunum færðu Baal reykelsisfórnir og færðu öðrum guðum dreypifórnir til þess að egna mig til reiði.

30 Því að Ísraelsmenn og Júdamenn hafa frá æsku sinni verið vanir að gjöra það eitt, sem mér mislíkaði, því að Ísraelsmenn hafa aðeins egnt mig til reiði með handaverkum sínum _ segir Drottinn.

31 Já, þessi borg hefir verið mér tilefni til reiði og gremi frá þeim degi, er hún var reist, allt fram á þennan dag, svo að ég verð að taka hana burt frá augliti mínu,

32 sökum allrar illsku Ísraelsmanna og Júdamanna, er þeir hafa í frammi haft til þess að egna mig til reiði, _ konungar þeirra, höfðingjar þeirra, prestar þeirra og spámenn þeirra, Júdamenn og Jerúsalembúar.

33 Þeir sneru við mér bakinu, en ekki andlitinu, og þótt ég fræddi þá seint og snemma, þá hlýddu þeir ekki, svo að þeir tækju umvöndun.

34 Heldur reistu þeir viðurstyggðir sínar upp í húsi því, sem kennt er við nafn mitt, til þess að saurga það.

35 Þeir byggðu Baal fórnarhæðir í Hinnomssonar-dal, til þess að láta sonu sína og dætur ganga gegnum eldinn Mólok til handa, _ sem ég hefi ekki boðið þeim og mér hefir ekki í hug komið, að þeir mundu fremja slíka svívirðing, til þess að tæla Júda til syndar.

36 Og nú _ fyrir því segir Drottinn, Ísraels Guð, svo um þessa borg, er þér segið að seld sé á vald Babelkonungs með sverði, hungri og drepsótt:

37 Sjá, ég safna þeim saman úr öllum þeim löndum, þangað sem ég hefi rekið þá í reiði minni og heift og í mikilli gremi, og læt þá snúa aftur hingað og búa hér óhulta.

38 Þá skulu þeir vera mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð,

39 og ég vil gefa þeim eitt hjarta og eina breytni, svo að þeir óttist mig alla daga, þeim sjálfum til heilla og sonum þeirra eftir þá.

40 Og ég vil gjöra við þá eilífan sáttmála, að ég muni aldrei snúa frá þeim með velgjörðir mínar, og ég vil leggja ótta fyrir mér í hjörtu þeirra, til þess að þeir víki ekki frá mér.

41 Og það skal verða unun mín að gjöra vel við þá, og ég mun gróðursetja þá í þessu landi í trúfesti, af öllu hjarta og af allri sálu.

42 Því að svo segir Drottinn: Eins og ég hefi leitt yfir þessa þjóð alla þessa miklu óhamingju, svo leiði ég og yfir þá alla þá hamingju, sem ég heiti þeim.

43 Og akrar munu aftur keyptir verða í þessu landi, sem þér segið um: "Það er auðn, mannlaust og skepnulaust! Það er selt á vald Kaldea!"

44 Akra munu menn kaupa fyrir silfur og skrifa kaupbréf og innsigla og taka votta að, bæði í Benjamínslandi og í umhverfi Jerúsalem og í borgum Júda og í fjallborgunum og í borgunum á sléttlendinu og í borgunum í Suðurlandinu, því að ég mun leiða heim aftur hina herleiddu menn þeirra _ segir Drottinn.

33 Og orð Drottins kom til Jeremía annað sinn, þá er hann enn var innilokaður í varðgarðinum:

Svo segir Drottinn, sá er framkvæmir það, Drottinn, sá er upphugsar það, til þess að koma því til vegar _ Drottinn er nafn hans:

Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla hluti og óskiljanlega, er þú hefir eigi þekkt.

Já, svo segir Drottinn, Ísraels Guð, um hús þessarar borgar og um hallir Júdakonunga, sem rifin voru niður vegna hervirkjanna og sverðsins:

Það koma einhverjir til þess að berjast gegn Kaldeum og til þess að fylla húsin líkum þeirra manna, er ég hefi lostið í reiði minni og heift, því ég hefi byrgt auglit mitt fyrir þessari borg sakir allrar illsku þeirra.

Sjá, ég legg við hana umbúðir og græðslulyf og lækna þá og opna þeim gnægð stöðugrar hamingju,

og ég leiði heim aftur hina herleiddu frá Júda og hina herleiddu frá Ísrael og byggi þá upp aftur eins og áður.

Og ég hreinsa þá af allri misgjörð þeirra, er þeir hafa drýgt í móti mér, og fyrirgef þeim allar misgjörðir þeirra, er þeir hafa drýgt í móti mér, og uppreisn þeirra gegn mér,

til þess að borgin verði mér til frægðar, til ununar, til lofs og dýrðar hjá öllum þjóðum jarðarinnar, sem spyrja munu öll þau gæði, er ég veiti þeim, og skelfast munu og titra vegna allra þeirra gæða og allrar þeirrar hamingju, sem ég veiti henni.

10 Svo segir Drottinn: Á þessum stað, er þér segið um: "Hann er eyddur, mannlaus og skepnulaus!" í borgum Júda og á Jerúsalemstrætum, sem nú eru gjöreydd, mannlaus, íbúalaus og skepnulaus,

11 skulu aftur heyrast ánægjuhljóð og gleðihljóð, fagnaðarlæti brúðguma og brúðar, fagnaðarlæti þeirra, er færa þakkarfórn í musteri Drottins og segja: Þakkið Drottni allsherjar, því að Drottinn er góður, því að miskunn hans varir að eilífu! Því að ég mun leiða hið herleidda fólk landsins heim aftur, til þess að þeir séu eins og áður, segir Drottinn.

12 Svo segir Drottinn allsherjar: Enn skal á þessum stað, sem nú er eyddur, bæði mannlaus og skepnulaus, og í öllum borgum hans vera haglendi fyrir hjarðmenn, sem bæla þar hjarðir sínar.

13 Í fjallborgunum, í borgunum á sléttlendinu og í borgunum í Suðurlandinu og í Benjamínslandi og í umhverfi Jerúsalem og í Júdaborgum munu enn sauðir renna fram hjá þeim, sem telur þá, segir Drottinn.

14 Sjá, þeir dagar munu koma _ segir Drottinn _ að ég mun láta rætast fyrirheit það, er ég hefi gefið um Ísraels hús og Júda hús.

15 Á þeim dögum og á þeim tíma mun ég Davíð láta upp vaxa réttan kvist, og hann skal iðka rétt og réttlæti í landinu.

16 Á þeim dögum mun Júda hólpinn verða og Jerúsalem búa óhult, og þetta mun verða nafnið, er menn nefna hana: "Drottinn er vort réttlæti."

17 Svo segir Drottinn: Davíð skal aldrei vanta eftirmann, sem sitji í hásæti Ísraels húss.

18 Og levítaprestana skal aldrei vanta eftirmann frammi fyrir mér, er framberi brennifórnir, brenni matfórnum og fórni sláturfórnum alla daga.

19 Og orð Drottins kom til Jeremía:

20 Svo segir Drottinn: Svo sannarlega sem þér getið ekki rofið sáttmála minn við daginn og sáttmála minn við nóttina, svo að dagur og nótt komi ekki á sínum tíma,

21 svo sannarlega mun sáttmáli minn við Davíð þjón minn eigi rofinn verða, svo að hann hafi ekki niðja, er ríki í hásæti hans, og við prestalevítana, þjóna mína.

22 Eins og himinsins her verður ekki talinn og sjávarsandurinn ekki mældur, svo vil ég margfalda niðja Davíðs þjóns míns og levítana, er mér þjóna.

23 Og orð Drottins kom til Jeremía:

24 Hefir þú ekki tekið eftir, hvað þessi lýður talar, er hann segir: "Báðum ættkvíslunum, sem Drottinn útvaldi, hefir hann hafnað!" og að þeir segja fyrirlitlega um lýð minn, að hann sé ekki þjóð framar í þeirra augum?

25 Svo segir Drottinn: Ég, sem hefi gjört sáttmála við dag og nótt og sett himni og jörðu föst lög,

26 skyldi ég hafna niðjum Jakobs og Davíðs, þjóns míns? Skyldi ég leiða hjá mér að velja af niðjum hans drottnara yfir ætt Abrahams, Ísaks og Jakobs? Nei, ég mun snúa við högum þeirra og miskunna þeim.

Jeremiah Buys a Field

32 This is the word that came to Jeremiah from the Lord in the tenth(A) year of Zedekiah king of Judah, which was the eighteenth(B) year of Nebuchadnezzar. The army of the king of Babylon was then besieging(C) Jerusalem, and Jeremiah the prophet was confined(D) in the courtyard of the guard(E) in the royal palace of Judah.

Now Zedekiah king of Judah had imprisoned him there, saying, “Why do you prophesy(F) as you do? You say, ‘This is what the Lord says: I am about to give this city into the hands of the king of Babylon, and he will capture(G) it. Zedekiah(H) king of Judah will not escape(I) the Babylonians[a](J) but will certainly be given into the hands of the king of Babylon, and will speak with him face to face and see him with his own eyes. He will take(K) Zedekiah to Babylon, where he will remain until I deal with him,(L) declares the Lord. If you fight against the Babylonians, you will not succeed.’”(M)

Jeremiah said, “The word of the Lord came to me: Hanamel son of Shallum your uncle is going to come to you and say, ‘Buy my field at Anathoth,(N) because as nearest relative it is your right and duty(O) to buy it.’

“Then, just as the Lord had said, my cousin Hanamel came to me in the courtyard of the guard and said, ‘Buy my field(P) at Anathoth in the territory of Benjamin. Since it is your right to redeem it and possess it, buy it for yourself.’

“I knew that this was the word of the Lord; so I bought the field(Q) at Anathoth from my cousin Hanamel and weighed out for him seventeen shekels[b] of silver.(R) 10 I signed and sealed the deed,(S) had it witnessed,(T) and weighed out the silver on the scales. 11 I took the deed of purchase—the sealed copy containing the terms and conditions, as well as the unsealed copy— 12 and I gave this deed to Baruch(U) son of Neriah,(V) the son of Mahseiah, in the presence of my cousin Hanamel and of the witnesses who had signed the deed and of all the Jews sitting in the courtyard of the guard.

13 “In their presence I gave Baruch these instructions: 14 ‘This is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: Take these documents, both the sealed(W) and unsealed copies of the deed of purchase, and put them in a clay jar so they will last a long time. 15 For this is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: Houses, fields and vineyards will again be bought in this land.’(X)

16 “After I had given the deed of purchase to Baruch(Y) son of Neriah, I prayed to the Lord:

17 “Ah, Sovereign Lord,(Z) you have made the heavens and the earth(AA) by your great power and outstretched arm.(AB) Nothing is too hard(AC) for you. 18 You show love(AD) to thousands but bring the punishment for the parents’ sins into the laps(AE) of their children(AF) after them. Great and mighty God,(AG) whose name is the Lord Almighty,(AH) 19 great are your purposes and mighty are your deeds.(AI) Your eyes are open to the ways of all mankind;(AJ) you reward each person according to their conduct and as their deeds deserve.(AK) 20 You performed signs and wonders(AL) in Egypt(AM) and have continued them to this day, in Israel and among all mankind, and have gained the renown(AN) that is still yours. 21 You brought your people Israel out of Egypt with signs and wonders, by a mighty hand(AO) and an outstretched arm(AP) and with great terror.(AQ) 22 You gave them this land you had sworn to give their ancestors, a land flowing with milk and honey.(AR) 23 They came in and took possession(AS) of it, but they did not obey you or follow your law;(AT) they did not do what you commanded them to do. So you brought all this disaster(AU) on them.

24 “See how the siege ramps(AV) are built up to take the city. Because of the sword, famine and plague,(AW) the city will be given into the hands of the Babylonians who are attacking it. What you said(AX) has happened,(AY) as you now see. 25 And though the city will be given into the hands of the Babylonians, you, Sovereign Lord, say to me, ‘Buy the field(AZ) with silver and have the transaction witnessed.(BA)’”

26 Then the word of the Lord came to Jeremiah: 27 “I am the Lord, the God of all mankind.(BB) Is anything too hard for me?(BC) 28 Therefore this is what the Lord says: I am about to give this city into the hands of the Babylonians and to Nebuchadnezzar(BD) king of Babylon, who will capture it.(BE) 29 The Babylonians who are attacking this city will come in and set it on fire; they will burn it down,(BF) along with the houses(BG) where the people aroused my anger by burning incense on the roofs to Baal and by pouring out drink offerings(BH) to other gods.(BI)

30 “The people of Israel and Judah have done nothing but evil in my sight from their youth;(BJ) indeed, the people of Israel have done nothing but arouse my anger(BK) with what their hands have made,(BL) declares the Lord. 31 From the day it was built until now, this city(BM) has so aroused my anger and wrath that I must remove(BN) it from my sight. 32 The people of Israel and Judah have provoked(BO) me by all the evil(BP) they have done—they, their kings and officials,(BQ) their priests and prophets, the people of Judah and those living in Jerusalem. 33 They turned their backs(BR) to me and not their faces; though I taught(BS) them again and again, they would not listen or respond to discipline.(BT) 34 They set up their vile images(BU) in the house that bears my Name(BV) and defiled(BW) it. 35 They built high places for Baal in the Valley of Ben Hinnom(BX) to sacrifice their sons and daughters to Molek,(BY) though I never commanded—nor did it enter my mind(BZ)—that they should do such a detestable(CA) thing and so make Judah sin.(CB)

36 “You are saying about this city, ‘By the sword, famine and plague(CC) it will be given into the hands of the king of Babylon’; but this is what the Lord, the God of Israel, says: 37 I will surely gather(CD) them from all the lands where I banish them in my furious anger(CE) and great wrath; I will bring them back to this place and let them live in safety.(CF) 38 They will be my people,(CG) and I will be their God. 39 I will give them singleness(CH) of heart and action, so that they will always fear(CI) me and that all will then go well for them and for their children after them. 40 I will make an everlasting covenant(CJ) with them: I will never stop doing good to them, and I will inspire(CK) them to fear me, so that they will never turn away from me.(CL) 41 I will rejoice(CM) in doing them good(CN) and will assuredly plant(CO) them in this land with all my heart and soul.(CP)

42 “This is what the Lord says: As I have brought all this great calamity(CQ) on this people, so I will give them all the prosperity I have promised(CR) them. 43 Once more fields will be bought(CS) in this land of which you say, ‘It is a desolate(CT) waste, without people or animals, for it has been given into the hands of the Babylonians.’ 44 Fields will be bought for silver, and deeds(CU) will be signed, sealed and witnessed(CV) in the territory of Benjamin, in the villages around Jerusalem, in the towns of Judah and in the towns of the hill country, of the western foothills and of the Negev,(CW) because I will restore(CX) their fortunes,[c] declares the Lord.”

Promise of Restoration

33 While Jeremiah was still confined(CY) in the courtyard(CZ) of the guard, the word of the Lord came to him a second time:(DA) “This is what the Lord says, he who made the earth,(DB) the Lord who formed it and established it—the Lord is his name:(DC) ‘Call(DD) to me and I will answer you and tell you great and unsearchable(DE) things you do not know.’ For this is what the Lord, the God of Israel, says about the houses in this city and the royal palaces of Judah that have been torn down to be used against the siege(DF) ramps(DG) and the sword in the fight with the Babylonians[d]: ‘They will be filled with the dead bodies of the people I will slay in my anger and wrath.(DH) I will hide my face(DI) from this city because of all its wickedness.

“‘Nevertheless, I will bring health and healing to it; I will heal(DJ) my people and will let them enjoy abundant peace(DK) and security. I will bring Judah(DL) and Israel back from captivity[e](DM) and will rebuild(DN) them as they were before.(DO) I will cleanse(DP) them from all the sin they have committed against me and will forgive(DQ) all their sins of rebellion against me. Then this city will bring me renown,(DR) joy, praise(DS) and honor(DT) before all nations on earth that hear of all the good things I do for it; and they will be in awe and will tremble(DU) at the abundant prosperity and peace I provide for it.’

10 “This is what the Lord says: ‘You say about this place, “It is a desolate waste, without people or animals.”(DV) Yet in the towns of Judah and the streets of Jerusalem that are deserted,(DW) inhabited by neither people nor animals, there will be heard once more 11 the sounds of joy and gladness,(DX) the voices of bride and bridegroom, and the voices of those who bring thank offerings(DY) to the house of the Lord, saying,

“Give thanks to the Lord Almighty,
    for the Lord is good;(DZ)
    his love endures forever.”(EA)

For I will restore the fortunes(EB) of the land as they were before,(EC)’ says the Lord.

12 “This is what the Lord Almighty says: ‘In this place, desolate(ED) and without people or animals(EE)—in all its towns there will again be pastures for shepherds to rest their flocks.(EF) 13 In the towns of the hill(EG) country, of the western foothills and of the Negev,(EH) in the territory of Benjamin, in the villages around Jerusalem and in the towns of Judah, flocks will again pass under the hand(EI) of the one who counts them,’ says the Lord.

14 “‘The days are coming,’ declares the Lord, ‘when I will fulfill the good promise(EJ) I made to the people of Israel and Judah.

15 “‘In those days and at that time
    I will make a righteous(EK) Branch(EL) sprout from David’s line;(EM)
    he will do what is just and right in the land.
16 In those days Judah will be saved(EN)
    and Jerusalem will live in safety.(EO)
This is the name by which it[f] will be called:(EP)
    The Lord Our Righteous Savior.’(EQ)

17 For this is what the Lord says: ‘David will never fail(ER) to have a man to sit on the throne of Israel, 18 nor will the Levitical(ES) priests(ET) ever fail to have a man to stand before me continually to offer burnt offerings, to burn grain offerings and to present sacrifices.(EU)’”

19 The word of the Lord came to Jeremiah: 20 “This is what the Lord says: ‘If you can break my covenant with the day(EV) and my covenant with the night, so that day and night no longer come at their appointed time,(EW) 21 then my covenant(EX) with David my servant—and my covenant with the Levites(EY) who are priests ministering before me—can be broken and David will no longer have a descendant to reign on his throne.(EZ) 22 I will make the descendants of David my servant and the Levites who minister before me as countless(FA) as the stars in the sky and as measureless as the sand on the seashore.’”

23 The word of the Lord came to Jeremiah: 24 “Have you not noticed that these people are saying, ‘The Lord has rejected the two kingdoms[g](FB) he chose’? So they despise(FC) my people and no longer regard them as a nation.(FD) 25 This is what the Lord says: ‘If I have not made my covenant with day and night(FE) and established the laws(FF) of heaven and earth,(FG) 26 then I will reject(FH) the descendants of Jacob(FI) and David my servant and will not choose one of his sons to rule over the descendants of Abraham, Isaac and Jacob. For I will restore their fortunes[h](FJ) and have compassion(FK) on them.’”

Footnotes

  1. Jeremiah 32:4 Or Chaldeans; also in verses 5, 24, 25, 28, 29 and 43
  2. Jeremiah 32:9 That is, about 7 ounces or about 200 grams
  3. Jeremiah 32:44 Or will bring them back from captivity
  4. Jeremiah 33:5 Or Chaldeans
  5. Jeremiah 33:7 Or will restore the fortunes of Judah and Israel
  6. Jeremiah 33:16 Or he
  7. Jeremiah 33:24 Or families
  8. Jeremiah 33:26 Or will bring them back from captivity

Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna.

En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gjört.

Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.

Hann er orðinn englunum þeim mun meiri sem hann hefur að erfðum tekið ágætara nafn en þeir.

Því við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Eða: Ég vil vera honum faðir, og hann skal vera mér sonur!

Og aftur er hann leiðir hinn frumgetna inn í heimsbyggðina segir hann: Og allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.

Og um englana segir hann: Hann sem gjörir engla sína að vindum og þjóna sína að eldslogum.

En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns.

Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja.

10 Og: Þú, Drottinn, hefur í upphafi grundvallað jörðina, og himnarnir eru verk handa þinna.

11 Þeir munu farast, en þú varir. Allir munu þeir fyrnast sem fat,

12 og þú munt þá saman vefja eins og möttul, um þá verður skipt sem klæði. En þú ert hinn sami, og þín ár taka aldrei enda.

13 En við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Set þig mér til hægri handar, uns ég gjöri óvini þína að fótskör þinni?

14 Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?

God’s Final Word: His Son

In the past God spoke(A) to our ancestors through the prophets(B) at many times and in various ways,(C) but in these last days(D) he has spoken to us by his Son,(E) whom he appointed heir(F) of all things, and through whom(G) also he made the universe.(H) The Son is the radiance of God’s glory(I) and the exact representation of his being,(J) sustaining all things(K) by his powerful word. After he had provided purification for sins,(L) he sat down at the right hand of the Majesty in heaven.(M) So he became as much superior to the angels as the name he has inherited is superior to theirs.(N)

The Son Superior to Angels

For to which of the angels did God ever say,

“You are my Son;
    today I have become your Father”[a]?(O)

Or again,

“I will be his Father,
    and he will be my Son”[b]?(P)

And again, when God brings his firstborn(Q) into the world,(R) he says,

“Let all God’s angels worship him.”[c](S)

In speaking of the angels he says,

“He makes his angels spirits,
    and his servants flames of fire.”[d](T)

But about the Son he says,

“Your throne, O God, will last for ever and ever;(U)
    a scepter of justice will be the scepter of your kingdom.
You have loved righteousness and hated wickedness;
    therefore God, your God, has set you above your companions(V)
    by anointing you with the oil(W) of joy.”[e](X)

10 He also says,

“In the beginning, Lord, you laid the foundations of the earth,
    and the heavens are the work of your hands.(Y)
11 They will perish, but you remain;
    they will all wear out like a garment.(Z)
12 You will roll them up like a robe;
    like a garment they will be changed.
But you remain the same,(AA)
    and your years will never end.”[f](AB)

13 To which of the angels did God ever say,

“Sit at my right hand(AC)
    until I make your enemies
    a footstool(AD) for your feet”[g]?(AE)

14 Are not all angels ministering spirits(AF) sent to serve those who will inherit(AG) salvation?(AH)

Footnotes

  1. Hebrews 1:5 Psalm 2:7
  2. Hebrews 1:5 2 Samuel 7:14; 1 Chron. 17:13
  3. Hebrews 1:6 Deut. 32:43 (see Dead Sea Scrolls and Septuagint)
  4. Hebrews 1:7 Psalm 104:4
  5. Hebrews 1:9 Psalm 45:6,7
  6. Hebrews 1:12 Psalm 102:25-27
  7. Hebrews 1:13 Psalm 110:1