Add parallel Print Page Options

10 Heyrið orðið, sem Drottinn talar til yðar, Ísraels hús!

Svo segir Drottinn: Venjið yður ekki á sið heiðingjanna og hræðist ekki himintáknin, þótt heiðingjarnir hræðist þau.

Siðir þjóðanna eru hégómi. Menn höggva tré í skógi, og trésmiðurinn lagar það til með öxinni,

hann prýðir það silfri og gulli, hann festir það með nöglum og hömrum, svo að það riði ekki.

Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki, því að þau geta ekki gjört mein, en þau eru ekki heldur þess umkomin að gjöra gott.

Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns.

Hver skyldi eigi óttast þig, konungur þjóðanna? Já, þú ert þess maklegur, því að meðal allra spekinga þjóðanna og í öllu ríki þeirra er enginn þinn líki.

Allir saman eru þeir óskynsamir og fávísir, þeir þiggja fræðslu hinna fánýtu guða, sem eru úr tré.

Silfurplötur eru fluttar frá Tarsis, og gull frá Úfas, þeir eru verk trésmiðsins og gullsmiðsins. Klæðnaður þeirra er gjörður af bláum og rauðum purpura, verk hagleiksmanna eru þeir allir.

10 En Drottinn er sannur Guð. Hann er lifandi Guð og eilífur konungur. Fyrir reiði hans nötrar jörðin, og þjóðirnar fá eigi þolað gremi hans.

11 Þannig skuluð þér mæla til þeirra: Þeir guðir, sem ekki hafa skapað himin og jörð, munu hverfa af jörðinni og undan himninum.

12 Hann sem gjört hefir jörðina með krafti sínum, skapað heiminn af speki sinni og þanið út himininn af hyggjuviti sínu,

13 þegar hann þrumar, svarar vatnagnýr í himninum, og hann lætur ský upp stíga frá endimörkum jarðar. Hann gjörir leiftur til þess að búa rás regninu og hleypir vindinum út úr forðabúrum hans.

14 Sérhver maður stendur undrandi og skilur þetta ekki, sérhver gullsmiður hlýtur að skammast sín fyrir líkneski sitt, því að hin steyptu líkneski hans eru tál og í þeim er enginn andi.

15 Hégómi eru þau, háðungar-smíði. Þegar hegningartími þeirra kemur er úti um þau.

16 En sá Guð, sem er hlutdeild Jakobs, er ekki þeim líkur, heldur er hann skapari alls, og Ísrael er hans eignarkynkvísl. Drottinn allsherjar er nafn hans.

17 Tak böggul þinn upp af jörðinni, þú sem situr umsetin.

18 Því að svo segir Drottinn: Sjá, ég mun burt snara íbúum landsins í þetta sinn og þrengja að þeim til þess að þeir fái að kenna á því.

19 Vei mér vegna sárs míns, áverki minn er ólæknandi. Og þó hugsaði ég: Ef þetta er öll þjáningin, þá ber ég hana!

20 Tjald mitt er eyðilagt, öll tjaldstög mín slitin, synir mínir eru frá mér farnir og eru ekki framar til. Enginn er sá til, er reisi aftur tjald mitt og festi aftur upp tjalddúka mína.

21 Já, óskynsamir voru hirðarnir og Drottins leituðu þeir ekki. Fyrir því lánaðist þeim ekkert, og allri hjörð þeirra var tvístrað.

22 Heyr! Hávaði! Sjá, það færist nær, ógurlegt hark úr landinu norður frá til þess að gjöra Júdaborgir að auðn, að sjakalabæli.

23 Ég veit, Drottinn, að örlög mannsins eru ekki á hans valdi, né það heldur á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.

24 Refsa oss, Drottinn, en þó í hófi, ekki í reiði þinni, til þess að þú gjörir ekki út af við oss.

25 Úthell heift þinni yfir heiðnu þjóðirnar, sem ekki þekkja þig, og yfir þær kynkvíslir, sem ekki ákalla nafn þitt, því að þær hafa etið Jakob, já, þær hafa etið hann og svelgt hann upp, og beitiland hans hafa þær eytt.

11 Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni:

Heyrið orð þessa sáttmála. Tala þú til Júdamanna og Jerúsalembúa

og seg við þá: Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: Bölvaður sé sá maður, sem ekki hlýðir á orð þessa sáttmála,

er ég bauð feðrum yðar að halda, þá er ég leiddi þá burt af Egyptalandi, út úr járnbræðsluofninum og sagði: "Hlýðið skipunum mínum og breytið eftir þeim, með öllu svo sem ég býð yður. Þá skuluð þér vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð,

til þess að ég fái haldið þann eið, er ég sór feðrum yðar, að gefa þeim land, sem flýtur í mjólk og hunangi, landið, sem þér eigið enn í dag." Og ég svaraði og sagði: Veri það svo, Drottinn!

Þá sagði Drottinn við mig: Boða þú öll þessi orð í Júdaborgum og á Jerúsalemstrætum og seg: Hlýðið á orð þessa sáttmála og breytið eftir þeim.

Því að alvarlega hefi ég varað feður yðar við, þegar ég leiddi þá út af Egyptalandi og allt fram á þennan dag, iðulega og alvarlega, og sagt: "Hlýðið skipun minni!"

En þeir hlýddu ekki og lögðu ekki við eyrun, heldur fóru hver og einn eftir þverúð síns vonda hjarta, og fyrir því lét ég fram á þeim koma öll orð þessa sáttmála, er ég hafði boðið þeim að halda, en þeir héldu ekki.

Þá sagði Drottinn við mig: "Það er samsæri milli Júdamanna og Jerúsalembúa.

10 Þeir eru horfnir aftur til misgjörða forfeðra sinna, sem eigi vildu hlýða orðum mínum, og þeir elta aðra guði, til þess að þjóna þeim. Ísraels hús og Júda hús hafa rofið minn sáttmála, þann er ég gjörði við feður þeirra.

11 Fyrir því segir Drottinn svo: Sjá, ég leiði yfir þá ógæfu, er þeir ekki skulu fá undan komist, og er þeir þá hrópa til mín, mun ég ekki heyra þá.

12 En fari Júdaborgir og Jerúsalembúar og hrópi til þeirra guða, er þeir færa reykelsisfórnir, þá munu þeir vissulega heldur ekki hjálpa þeim á ógæfutíma þeirra.

13 Því að guðir þínir, Júda, eru orðnir eins margir og borgir þínar, og þér hafið reist eins mörg ölturu, til þess að fórna Baal á reykelsisfórnum, eins og stræti eru í Jerúsalem.

14 En þú skalt ekki biðja fyrir þessum lýð og ekki hefja þeirra vegna grátbeiðni né fyrirbón, því að ég mun alls eigi heyra, þegar þeir kalla til mín á ógæfutíma þeirra."

15 Hvert erindi á mín ástkæra í hús mitt? Atferli hennar er lymskufullt. Munu bænahróp og heilagt fórnarkjöt nema illsku þína burt frá þér, svo að þú síðan megir fagna?

16 Fagurgrænt olíutré, prýtt dýrlegum ávöxtum, nefndi Drottinn þig eitt sinn, en í hvínandi ofviðri kveikir hann eld kringum það, og greinar þess brotna.

17 Drottinn allsherjar, sem gróðursetti þig, hefir hótað þér illu vegna illsku Ísraels húss og Júda húss, er þeir frömdu til þess að egna mig til reiði, þá er þeir færðu Baal reykelsisfórnir.

18 Drottinn gjörði mér það kunnugt og ég fékk að vita og sjá gjörðir þeirra.

19 Ég var sjálfur eins og vanið lamb, sem leitt er til slátrunar, og vissi ekki, að þeir voru að brugga ráð gegn mér: "Vér skulum eyða tréð í blóma þess og uppræta hann af landi lifenda, svo að nafns hans verði ekki minnst framar!"

20 En, Drottinn allsherjar, þú er réttlátlega dæmir og rannsakar nýrun og hjartað, lát mig sjá hefnd þína á þeim, því að þér fel ég málefni mitt!

21 Fyrir því segir Drottinn svo um Anatótmenn, þá er sitja um líf þitt og segja: "Þú skalt ekki spá í nafni Drottins, ella skalt þú deyja fyrir hendi vorri."

22 Fyrir því mælir Drottinn allsherjar svo: Sjá, ég mun refsa þeim. Æskumennirnir skulu falla fyrir sverði, synir þeirra og dætur skulu deyja af hungri.

23 Og leifar munu þeim engar eftir verða, því að ég leiði óhamingju yfir Anatótmenn, árið sem þeim verður refsað.

12 Þú, Drottinn, ert réttlátari en svo, að ég megi þrátta við þig! Þó verð ég að deila á þig: Hví lánast athæfi hinna óguðlegu, hví eru allir þeir óhultir, er sviksamlega breyta?

Þú gróðursetur þá, og þeir festa rætur, dafna og bera ávöxt. Þeir hafa þig ávallt á vörunum, en hjarta þeirra er langt frá þér.

En þú, Drottinn, þekkir mig, sér mig, og þú hefir reynt hugarþel mitt til þín. Skil þá úr, eins og sauði til slátrunar, og helgaðu þá drápsdeginum.

Hversu lengi á landið að syrgja og jurtir vallarins alls staðar að skrælna? Sakir illsku þeirra, er í því búa, farast skepnur og fuglar, þar eð þeir segja: "Hann sér eigi afdrif vor."

Ef þú mæðist af því að hlaupa með fótgangandi mönnum, hvernig ætlar þú þá að þreyta kapphlaup við hesta? Og ef þú ert aðeins öruggur í friðuðu landi, hvernig ætlar þú þá að fara að í kjarrinu á Jórdanbökkum?

Jafnvel bræður þínir og skyldulið föður þíns _ einnig þeir eru þér ótrúir, einnig þeir hafa kallað fullum rómi á eftir þér. Treystu þeim ekki, þótt þeir tali vinsamlega til þín.

Yfirgefið hefi ég hús mitt, hafnað eign minni. Ég hefi gefið það, sem sál minni var kærast, óvinum hennar á vald.

Eign mín varð mér eins og ljón í skógi, hún öskraði í móti mér, fyrir því hata ég hana.

Er eign mín orðin mér eins og marglitur ránfugl? Ránfuglar sækja að henni öllumegin. Komið, safnið saman öllum dýrum merkurinnar, komið með þau til að eta.

10 Margir hirðar hafa eytt víngarð minn, fótum troðið óðal mitt, hafa gjört hið unaðslega óðal mitt að eyðilegri heiði.

11 Menn hafa gjört það að auðn, í eyði drúpir það fyrir mér, allt landið er í eyði lagt, af því að enginn leggur það á hjarta.

12 Eyðandi ræningjar hafa steypt sér yfir allar skóglausar hæðir í eyðimörkinni. Sverð Drottins eyðir landið af enda og á, enginn er óhultur.

13 Þeir sáðu hveiti, en uppskáru þyrna, þeir þreyttu sig, en varð ekki gagn að. Verðið því til skammar fyrir afrakstur yðar vegna hinnar brennandi reiði Drottins.

14 Svo segir Drottinn: Allir hinir vondu nágrannar mínir, þeir er áreitt hafa eignina, er ég gaf lýð mínum Ísrael, sjá, ég slít þá upp úr landi þeirra, og Júda hús vil ég upp slíta, svo að það sé eigi meðal þeirra.

15 En eftir að ég hefi slitið þá upp, mun ég aftur miskunna mig yfir þá og flytja þá heim aftur, hvern til síns óðals og hvern til síns lands.

16 Og ef þeir þá læra siðu þjóðar minnar og sverja við mitt nafn: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir!" eins og þeir hafa kennt þjóð minni að sverja við Baal, _ þá skulu þeir þrífast meðal þjóðar minnar.

17 En ef einhver þjóð vill ekki heyra, þá slít ég þá þjóð upp og tortími henni _ segir Drottinn.

13 Svo mælti Drottinn við mig: Far og kaup þér línbelti og legg það um lendar þér, en lát það ekki koma í vatn.

Og ég keypti beltið eftir orði Drottins og lagði um lendar mér.

Og orð Drottins kom til mín annað sinn, svohljóðandi:

Tak beltið, sem þú keyptir og um lendar þínar er, og legg af stað og far austur að Efrat og fel það þar í bergskoru.

Og ég fór og fal það hjá Efrat, eins og Drottinn hafði boðið mér.

En er alllangur tími var um liðinn, sagði Drottinn við mig: Legg af stað og far austur að Efrat og tak þar beltið, sem ég bauð þér að fela þar.

Og ég fór austur að Efrat, gróf og tók beltið á þeim stað, sem ég hafði falið það. En sjá, beltið var orðið skemmt, til einskis nýtt framar.

Og orð Drottins kom til mín, svo hljóðandi:

Svo segir Drottinn: Þannig vil ég skemma hroka Júda og hroka Jerúsalem, þann hinn mikla.

10 Þessir vondu menn, sem ekki vilja hlýða orðum mínum, sem fara eftir þverúð hjarta síns og elta aðra guði til þess að þjóna þeim og falla fram fyrir þeim _ þeir skulu verða eins og þetta belti, sem til einskis er nýtt framar.

11 Því að eins og beltið fellir sig að lendum manns, eins hafði ég látið allt Ísraels hús og allt Júda hús fella sig að mér _ segir Drottinn _ til þess að það skyldi vera minn lýður og mér til frægðar, lofstírs og prýði, en þeir hlýddu ekki.

12 Mæl til þeirra þetta orð: Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: "Sérhver krukka verður fyllt víni." En segi þeir þá við þig: "Vitum vér þá ekki, að sérhver krukka verður fyllt víni?"

13 þá seg við þá: "Svo segir Drottinn: Sjá, ég fylli alla íbúa þessa lands og konungana, sem sitja í hásæti Davíðs, og prestana og spámennina og alla Jerúsalembúa, svo að þeir verði drukknir,

14 og mola þá sundur hvern við annan, feður og sonu alla saman _ segir Drottinn. Ég tortími þeim hlífðarlaust, án nokkurrar vægðar og miskunnar."

15 Heyrið og takið eftir! Verið ekki dramblátir, því að Drottinn hefir talað!

16 Gefið Drottni, Guði yðar, dýrðina, áður en dimmir, áður en fætur yðar steyta á rökkurfjöllum. Þér væntið ljóss, en hann mun breyta því í niðdimmu og gjöra það að svartamyrkri.

17 En ef þér hlýðið því ekki, þá mun ég í leyni gráta vegna hrokans og sífellt tárast, já augu mín munu fljóta í tárum, af því að hjörð Drottins verður flutt burt hertekin.

18 Seg við konung og við konungsmóður: "Setjist lágt, því að fallin er af höfðum yðar dýrlega kórónan!

19 Borgir Suðurlandsins eru lokaðar, og enginn opnar, Júdalýður hefur verið burt fluttur allur saman, burt fluttur með tölu."

20 Hef upp augu þín og sjá, þeir koma að norðan! Hvar er hjörðin, sem þér var fengin, þínir ágætu sauðir?

21 Hvað munt þú segja, þegar þeir setja þá menn höfðingja yfir þig, sem þú hefir sjálf kennt að vera á móti þér? Munu ekki hviður að þér koma, eins og að jóðsjúkri konu,

22 er þú segir í hjarta þínu: ,Hví ber mér slíkt að höndum?` Sakir þinnar miklu misgjörðar er klæðafaldi þínum upp flett, hælar þínir með valdi berir gjörðir.

23 Getur blámaður breytt hörundslit sínum eða pardusdýrið flekkjum sínum? Ef svo væri munduð þér og megna að breyta vel, þér sem vanist hafið að gjöra illt.

24 Ég vil tvístra þeim eins og hálmleggjum, sem berast fyrir eyðimerkurvindi.

25 Þetta er hlutur þinn, afmældur skammtur þinn frá minni hendi _ segir Drottinn _ af því að þú hefir gleymt mér og treystir á lygi.

26 Fyrir því kippi ég og klæðafaldi þínum upp að framan, svo að blygðan þín verði ber.

27 Hórdóm þinn og losta-hví, hið svívirðilega fúllífi þitt _ á fórnarhæðunum úti á víðavangi hefi ég séð viðurstyggðir þínar. Vei þér, Jerúsalem, þú munt ekki hrein verða _ hve langt mun enn þangað til?

God and Idols(A)

10 Hear what the Lord says to you, people of Israel. This is what the Lord says:

“Do not learn the ways of the nations(B)
    or be terrified by signs(C) in the heavens,
    though the nations are terrified by them.
For the practices of the peoples are worthless;
    they cut a tree out of the forest,
    and a craftsman(D) shapes it with his chisel.(E)
They adorn it with silver(F) and gold;
    they fasten it with hammer and nails
    so it will not totter.(G)
Like a scarecrow in a cucumber field,
    their idols cannot speak;(H)
they must be carried
    because they cannot walk.(I)
Do not fear them;
    they can do no harm(J)
    nor can they do any good.”(K)

No one is like you,(L) Lord;
    you are great,(M)
    and your name is mighty in power.
Who should not fear(N) you,
    King of the nations?(O)
    This is your due.
Among all the wise leaders of the nations
    and in all their kingdoms,
    there is no one like you.

They are all senseless(P) and foolish;(Q)
    they are taught by worthless wooden idols.(R)
Hammered silver is brought from Tarshish(S)
    and gold from Uphaz.
What the craftsman and goldsmith have made(T)
    is then dressed in blue and purple—
    all made by skilled workers.
10 But the Lord is the true God;
    he is the living God,(U) the eternal King.(V)
When he is angry,(W) the earth trembles;(X)
    the nations cannot endure his wrath.(Y)

11 “Tell them this: ‘These gods, who did not make the heavens and the earth, will perish(Z) from the earth and from under the heavens.’”[a]

12 But God made(AA) the earth(AB) by his power;
    he founded the world by his wisdom(AC)
    and stretched out the heavens(AD) by his understanding.
13 When he thunders,(AE) the waters in the heavens roar;
    he makes clouds rise from the ends of the earth.
He sends lightning(AF) with the rain(AG)
    and brings out the wind from his storehouses.(AH)

14 Everyone is senseless and without knowledge;
    every goldsmith is shamed(AI) by his idols.
The images he makes are a fraud;(AJ)
    they have no breath in them.
15 They are worthless,(AK) the objects of mockery;
    when their judgment comes, they will perish.
16 He who is the Portion(AL) of Jacob is not like these,
    for he is the Maker of all things,(AM)
including Israel, the people of his inheritance(AN)
    the Lord Almighty is his name.(AO)

Coming Destruction

17 Gather up your belongings(AP) to leave the land,
    you who live under siege.
18 For this is what the Lord says:
    “At this time I will hurl(AQ) out
    those who live in this land;
I will bring distress(AR) on them
    so that they may be captured.”

19 Woe to me because of my injury!
    My wound(AS) is incurable!
Yet I said to myself,
    “This is my sickness, and I must endure(AT) it.”
20 My tent(AU) is destroyed;
    all its ropes are snapped.
My children are gone from me and are no more;(AV)
    no one is left now to pitch my tent
    or to set up my shelter.
21 The shepherds(AW) are senseless(AX)
    and do not inquire of the Lord;(AY)
so they do not prosper(AZ)
    and all their flock is scattered.(BA)
22 Listen! The report is coming—
    a great commotion from the land of the north!(BB)
It will make the towns of Judah desolate,(BC)
    a haunt of jackals.(BD)

Jeremiah’s Prayer

23 Lord, I know that people’s lives are not their own;
    it is not for them to direct their steps.(BE)
24 Discipline me, Lord, but only in due measure—
    not in your anger,(BF)
    or you will reduce me to nothing.(BG)
25 Pour out your wrath on the nations(BH)
    that do not acknowledge you,
    on the peoples who do not call on your name.(BI)
For they have devoured(BJ) Jacob;
    they have devoured him completely
    and destroyed his homeland.(BK)

The Covenant Is Broken

11 This is the word that came to Jeremiah from the Lord: “Listen to the terms of this covenant(BL) and tell them to the people of Judah and to those who live in Jerusalem. Tell them that this is what the Lord, the God of Israel, says: ‘Cursed(BM) is the one who does not obey the terms of this covenant— the terms I commanded your ancestors when I brought them out of Egypt,(BN) out of the iron-smelting furnace.(BO)’ I said, ‘Obey(BP) me and do everything I command you, and you will be my people,(BQ) and I will be your God. Then I will fulfill the oath I swore(BR) to your ancestors, to give them a land flowing with milk and honey’(BS)—the land you possess today.”

I answered, “Amen,(BT) Lord.”

The Lord said to me, “Proclaim(BU) all these words in the towns of Judah and in the streets of Jerusalem: ‘Listen to the terms of this covenant and follow(BV) them. From the time I brought your ancestors up from Egypt until today, I warned them again and again,(BW) saying, “Obey me.” But they did not listen or pay attention;(BX) instead, they followed the stubbornness of their evil hearts.(BY) So I brought on them all the curses(BZ) of the covenant I had commanded them to follow but that they did not keep.(CA)’”

Then the Lord said to me, “There is a conspiracy(CB) among the people of Judah and those who live in Jerusalem. 10 They have returned to the sins of their ancestors,(CC) who refused to listen to my words.(CD) They have followed other gods(CE) to serve them.(CF) Both Israel and Judah have broken the covenant(CG) I made with their ancestors. 11 Therefore this is what the Lord says: ‘I will bring on them a disaster(CH) they cannot escape.(CI) Although they cry(CJ) out to me, I will not listen(CK) to them. 12 The towns of Judah and the people of Jerusalem will go and cry out to the gods to whom they burn incense,(CL) but they will not help them at all when disaster(CM) strikes. 13 You, Judah, have as many gods(CN) as you have towns;(CO) and the altars you have set up to burn incense(CP) to that shameful(CQ) god Baal are as many as the streets of Jerusalem.’

14 “Do not pray(CR) for this people or offer any plea or petition for them, because I will not listen(CS) when they call to me in the time of their distress.

15 “What is my beloved doing in my temple
    as she, with many others, works out her evil schemes?
    Can consecrated meat(CT) avert your punishment?(CU)
When you engage in your wickedness,
    then you rejoice.[b]

16 The Lord called you a thriving olive tree(CV)
    with fruit beautiful in form.
But with the roar of a mighty storm
    he will set it on fire,(CW)
    and its branches will be broken.(CX)

17 The Lord Almighty, who planted(CY) you, has decreed disaster(CZ) for you, because the people of both Israel and Judah have done evil and aroused(DA) my anger by burning incense to Baal.(DB)

Plot Against Jeremiah

18 Because the Lord revealed their plot to me, I knew it, for at that time he showed me what they were doing. 19 I had been like a gentle lamb led to the slaughter;(DC) I did not realize that they had plotted(DD) against me, saying,

“Let us destroy the tree and its fruit;
    let us cut him off from the land of the living,(DE)
    that his name be remembered(DF) no more.”
20 But you, Lord Almighty, who judge righteously(DG)
    and test the heart(DH) and mind,(DI)
let me see your vengeance(DJ) on them,
    for to you I have committed my cause.

21 Therefore this is what the Lord says about the people of Anathoth(DK) who are threatening to kill you,(DL) saying, “Do not prophesy(DM) in the name of the Lord or you will die(DN) by our hands”— 22 therefore this is what the Lord Almighty says: “I will punish them. Their young men(DO) will die by the sword, their sons and daughters by famine. 23 Not even a remnant(DP) will be left to them, because I will bring disaster on the people of Anathoth in the year of their punishment.(DQ)

Jeremiah’s Complaint

12 You are always righteous,(DR) Lord,
    when I bring a case(DS) before you.
Yet I would speak with you about your justice:(DT)
    Why does the way of the wicked prosper?(DU)
    Why do all the faithless live at ease?
You have planted(DV) them, and they have taken root;
    they grow and bear fruit.(DW)
You are always on their lips
    but far from their hearts.(DX)
Yet you know me, Lord;
    you see me and test(DY) my thoughts about you.
Drag them off like sheep(DZ) to be butchered!
    Set them apart for the day of slaughter!(EA)
How long will the land lie parched(EB)
    and the grass in every field be withered?(EC)
Because those who live in it are wicked,
    the animals and birds have perished.(ED)
Moreover, the people are saying,
    “He will not see what happens to us.”

God’s Answer

“If you have raced with men on foot
    and they have worn you out,
    how can you compete with horses?
If you stumble[c] in safe country,
    how will you manage in the thickets(EE) by[d] the Jordan?
Your relatives, members of your own family—
    even they have betrayed you;
    they have raised a loud cry against you.(EF)
Do not trust them,
    though they speak well of you.(EG)

“I will forsake(EH) my house,
    abandon(EI) my inheritance;
I will give the one I love(EJ)
    into the hands of her enemies.(EK)
My inheritance has become to me
    like a lion(EL) in the forest.
She roars at me;
    therefore I hate her.(EM)
Has not my inheritance become to me
    like a speckled bird of prey
    that other birds of prey surround and attack?
Go and gather all the wild beasts;
    bring them to devour.(EN)
10 Many shepherds(EO) will ruin my vineyard
    and trample down my field;
they will turn my pleasant field
    into a desolate wasteland.(EP)
11 It will be made a wasteland,(EQ)
    parched and desolate before me;(ER)
the whole land will be laid waste
    because there is no one who cares.
12 Over all the barren heights in the desert
    destroyers will swarm,
for the sword(ES) of the Lord(ET) will devour(EU)
    from one end of the land to the other;(EV)
    no one will be safe.(EW)
13 They will sow wheat but reap thorns;
    they will wear themselves out but gain nothing.(EX)
They will bear the shame of their harvest
    because of the Lord’s fierce anger.”(EY)

14 This is what the Lord says: “As for all my wicked neighbors who seize the inheritance(EZ) I gave my people Israel, I will uproot(FA) them from their lands and I will uproot(FB) the people of Judah from among them. 15 But after I uproot them, I will again have compassion(FC) and will bring(FD) each of them back to their own inheritance and their own country. 16 And if they learn(FE) well the ways of my people and swear by my name, saying, ‘As surely as the Lord lives’(FF)—even as they once taught my people to swear by Baal(FG)—then they will be established among my people.(FH) 17 But if any nation does not listen, I will completely uproot and destroy(FI) it,” declares the Lord.

A Linen Belt

13 This is what the Lord said to me: “Go and buy a linen belt and put it around your waist, but do not let it touch water.” So I bought a belt, as the Lord directed, and put it around my waist.

Then the word of the Lord came to me a second time:(FJ) “Take the belt you bought and are wearing around your waist, and go now to Perath[e](FK) and hide it there in a crevice in the rocks.” So I went and hid it at Perath, as the Lord told me.(FL)

Many days later the Lord said to me, “Go now to Perath and get the belt I told you to hide there.” So I went to Perath and dug up the belt and took it from the place where I had hidden it, but now it was ruined and completely useless.

Then the word of the Lord came to me: “This is what the Lord says: ‘In the same way I will ruin the pride of Judah and the great pride(FM) of Jerusalem. 10 These wicked people, who refuse to listen(FN) to my words, who follow the stubbornness of their hearts(FO) and go after other gods(FP) to serve and worship them,(FQ) will be like this belt—completely useless!(FR) 11 For as a belt is bound around the waist, so I bound all the people of Israel and all the people of Judah to me,’ declares the Lord, ‘to be my people for my renown(FS) and praise and honor.(FT) But they have not listened.’(FU)

Wineskins

12 “Say to them: ‘This is what the Lord, the God of Israel, says: Every wineskin should be filled with wine.’ And if they say to you, ‘Don’t we know that every wineskin should be filled with wine?’ 13 then tell them, ‘This is what the Lord says: I am going to fill with drunkenness(FV) all who live in this land, including the kings who sit on David’s throne, the priests, the prophets and all those living in Jerusalem. 14 I will smash them one against the other, parents and children alike, declares the Lord. I will allow no pity(FW) or mercy or compassion(FX) to keep me from destroying(FY) them.’”

Threat of Captivity

15 Hear and pay attention,
    do not be arrogant,
    for the Lord has spoken.(FZ)
16 Give glory(GA) to the Lord your God
    before he brings the darkness,
before your feet stumble(GB)
    on the darkening hills.
You hope for light,
    but he will turn it to utter darkness
    and change it to deep gloom.(GC)
17 If you do not listen,(GD)
    I will weep in secret
    because of your pride;
my eyes will weep bitterly,
    overflowing with tears,(GE)
    because the Lord’s flock(GF) will be taken captive.(GG)

18 Say to the king(GH) and to the queen mother,(GI)
    “Come down from your thrones,
for your glorious crowns(GJ)
    will fall from your heads.”
19 The cities in the Negev will be shut up,
    and there will be no one to open them.
All Judah(GK) will be carried into exile,
    carried completely away.

20 Look up and see
    those who are coming from the north.(GL)
Where is the flock(GM) that was entrusted to you,
    the sheep of which you boasted?
21 What will you say when the Lord sets over you
    those you cultivated as your special allies?(GN)
Will not pain grip you
    like that of a woman in labor?(GO)
22 And if you ask yourself,
    “Why has this happened to me?”(GP)
it is because of your many sins(GQ)
    that your skirts have been torn off(GR)
    and your body mistreated.(GS)
23 Can an Ethiopian[f] change his skin
    or a leopard its spots?
Neither can you do good
    who are accustomed to doing evil.(GT)

24 “I will scatter you like chaff(GU)
    driven by the desert wind.(GV)
25 This is your lot,
    the portion(GW) I have decreed for you,”
declares the Lord,
“because you have forgotten(GX) me
    and trusted in false gods.(GY)
26 I will pull up your skirts over your face
    that your shame may be seen(GZ)
27 your adulteries and lustful neighings,
    your shameless prostitution!(HA)
I have seen your detestable acts
    on the hills and in the fields.(HB)
Woe to you, Jerusalem!
    How long will you be unclean?”(HC)

Footnotes

  1. Jeremiah 10:11 The text of this verse is in Aramaic.
  2. Jeremiah 11:15 Or Could consecrated meat avert your punishment? / Then you would rejoice
  3. Jeremiah 12:5 Or you feel secure only
  4. Jeremiah 12:5 Or the flooding of
  5. Jeremiah 13:4 Or possibly to the Euphrates; similarly in verses 5-7
  6. Jeremiah 13:23 Hebrew Cushite (probably a person from the upper Nile region)