Add parallel Print Page Options

59 Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki.

Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.

Hendur yðar eru blóði ataðar og fingur yðar misgjörðum, varir yðar tala lygi og tunga yðar fer með illsku.

Enginn stefnir fyrir dóm af því, að honum gangi réttlæti til, og enginn á í málaferlum sannleikans vegna. Menn reiða sig á hégóma og tala lygi, þeir ganga með ranglæti og ala illgjörðir.

Þeir klekja út hornormseggjum og vefa köngulóarvefi. Hverjum sem etur af eggjum þeirra er dauðinn vís, og verði eitthvert þeirra troðið sundur, skríður úr því eiturormur.

Vefnaður þeirra er ónýtur til klæða, og það sem þeir vinna verður eigi haft til skjóls: Athafnir þeirra eru illvirki, og ofbeldisverk liggja í lófum þeirra.

Fætur þeirra eru skjótir til ills, og fljótir til að úthella saklausu blóði. Ráðagjörðir þeirra eru skaðræðisráðagjörðir, eyðing og tortíming er á vegum þeirra.

Veg friðarins þekkja þeir ekki, og ekkert réttlæti er á þeirra stigum. Þeir hafa gjört vegu sína hlykkjótta, hver sá, er þá gengur, hefir ekki af friði að segja.

Fyrir því er rétturinn fjarlægur oss og réttlætið kemur ekki nálægt oss. Vér væntum ljóss, en það er myrkur, væntum dagsbirtu, en göngum í niðdimmu.

10 Vér þreifum fyrir oss, eins og blindir menn með vegg, fálmum eins og þeir, sem misst hafa sjónina. Oss verður fótaskortur um hábjartan daginn eins og í rökkri, í blóma lífsins erum vér sem dauðir menn.

11 Vér rymjum allir sem birnir, kurrum eins og dúfur. Vér væntum réttar, en hann fæst ekki, væntum hjálpræðis, en það er langt í burtu frá oss.

12 Afbrot vor eru mörg frammi fyrir þér og syndir vorar vitna í gegn oss, því að afbrot vor eru oss kunn og misgjörðir vorar þekkjum vér.

13 Vér höfum horfið frá Drottni og afneitað honum og vikið burt frá Guði vorum. Vér höfum látið oss ofríki og fráhvarf um munn fara, vér höfum upphugsað og mælt fram af hjarta voru lygaorð.

14 Og rétturinn er hrakinn á hæl, og réttlætið stendur langt í burtu, því að sannleikurinn hrasaði á strætunum og hreinskilnin kemst ekki að.

15 Sannleikurinn er horfinn, og sá sem firrist það, sem illt er, verður öðrum að herfangi. Og Drottinn sá það, og honum mislíkaði réttleysið.

16 Og hann sá að þar var enginn, og hann undraðist, að enginn vildi í skerast. En þá hjálpaði honum armleggur hans, og réttlæti hans studdi hann.

17 Hann íklæddist réttlætinu sem pansara og setti hjálm hjálpræðisins á höfuð sér. Hann klæddist klæðum hefndarinnar sem fati og hjúpaði sig vandlætinu eins og skikkju.

18 Eins og menn hafa unnið til, svo mun hann gjalda: mótstöðumönnum sínum heift og óvinum sínum hefnd, fjarlægum landsálfum endurgeldur hann.

19 Menn munu óttast nafn Drottins í frá niðurgöngu sólar og dýrð hans í frá upprás sólar. Já, hann brýst fram eins og á í gljúfrum, er andgustur Drottins knýr áfram.

20 En til Síonar kemur hann sem frelsari, til þeirra í Jakob, sem snúið hafa sér frá syndum _ segir Drottinn.

21 Þessi er sáttmálinn, sem ég gjöri við þá _ segir Drottinn: Andi minn, sem er yfir þér, og orð mín, sem ég hefi lagt í munn þér, þau skulu ekki víkja frá munni þínum, né frá munni niðja þinna, né frá munni niðja niðja þinna, _ segir Drottinn, _ héðan í frá og að eilífu.

60 Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!

Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér.

Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér.

Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Synir þínir koma af fjarlægum löndum, og dætur þínar eru bornar á mjöðminni.

Við þá sýn muntu gleðjast, hjarta þitt mun titra og svella, því að auðlegð hafsins hverfur til þín og fjárafli þjóðanna kemur undir þig.

Mergð úlfalda hylur þig, ungir úlfaldar frá Midían og Efa. Þeir koma allir frá Saba, gull og reykelsi færa þeir, og þeir kunngjöra lof Drottins.

Allar hjarðir Kedars safnast til þín, hrútar Nebajóts þjóna þér: Þeir stíga upp á altari mitt mér til þóknunar, og hús dýrðar minnar gjöri ég dýrlegt.

Hverjir eru þessir, sem koma fljúgandi eins og ský og sem dúfur til búra sinna?

Mín bíða eylöndin, og Tarsis-knerrir fara fremstir til þess að flytja sonu þína heim af fjarlægum löndum, og þeir hafa með sér silfur sitt og gull sitt _ vegna nafns Drottins Guðs þíns og vegna Hins heilaga í Ísrael, af því að hann hefir gjört þig vegsamlega.

10 Útlendir menn munu hlaða upp múra þína og konungar þeirra þjóna þér, því að í reiði minni sló ég þig, en af náð minni miskunna ég þér.

11 Hlið þín munu ávallt opin standa, þeim er hvorki lokað dag né nótt, til þess að menn geti fært þér fjárafla þjóðanna og konunga þeirra sem bandingja.

12 Því að hver sú þjóð og hvert það konungsríki, sem eigi vill lúta þér, skal undir lok líða, og þær þjóðir munu gjöreyddar verða.

13 Prýði Líbanons mun til þín koma: kýpresviður, álmviður og sortulyngsviður, hver með öðrum til þess að prýða helgan stað minn og gjöra vegsamlegan stað fóta minna.

14 Og synir þeirra, sem kúguðu þig, munu koma til þín niðurlútir, og allir þeir, sem smánuðu þig, munu fleygja sér flötum fyrir fætur þér. Þeir munu kalla þig borg Drottins, Síon Hins heilaga í Ísrael.

15 Í stað þess, að þú áður varst yfirgefin, hötuð og enginn fór um hjá þér, gjöri ég þig að eilífri vegsemd, að fögnuði margra kynslóða.

16 Og þú munt drekka mjólk þjóðanna og sjúga brjóst konunganna, og þá skalt þú reyna það, að ég, Drottinn, er frelsari þinn, og Jakobs voldugi Guð, lausnari þinn.

17 Ég mun færa þér gull í stað eirs og silfur í stað járns, eir í stað trjáviðar og járn í stað grjóts. Ég gjöri friðinn að valdstjórn þinni og réttlætið að valdsmanni þínum.

18 Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla Hjálpræði múra þína og Sigurfrægð hlið þín.

19 Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull.

20 Þá mun sól þín ekki framar ganga undir og tungl þitt ekki minnka, því að Drottinn mun vera þér eilíft ljós og hörmungardagar þínir skulu þá vera á enda.

21 Og lýður þinn _ þeir eru allir réttlátir, þeir munu eiga landið eilíflega: þeir eru kvisturinn, sem ég hefi gróðursett, verk handa minna, er ég gjöri mig vegsamlegan með.

22 Hinn minnsti skal verða að þúsund og hinn lítilmótlegasti að voldugri þjóð. Ég, Drottinn, mun hraða því, þegar að því kemur.

61 Andi Drottins er yfir mér, af því að Drottinn hefir smurt mig. Hann hefir sent mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boðskap og til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn,

til að boða náðarár Drottins og hefndardag Guðs vors, til að hugga alla hrellda,

til að láta hinum hrelldu í Síon í té, _ gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hryggðar, skartklæði í stað hugarvíls. Þeir munu kallaðir verða réttlætis-eikur, plantan Drottins honum til vegsemdar.

Þeir munu byggja upp hinar fornu rústir, reisa að nýju tóttir fyrri tíða, koma upp aftur eyddum borgum, sem legið hafa við velli í marga mannsaldra.

Útlendingar munu standa yfir hjörðum yðar og halda þeim til haga, og aðkomnir menn vera akurmenn og víngarðsmenn hjá yður,

en sjálfir munuð þér kallaðir verða prestar Drottins og nefndir verða þjónar Guðs vors. Þér munuð njóta fjárafla þjóðanna og stæra yður af auðlegð þeirra.

Fyrir þá smán, er þér þolduð, skuluð þér fá tvöfalt. Í stað háðungar skulu þeir fagna yfir hlutskipti sínu. Fyrir því skulu þeir eignast tvöföld óðul í landi sínu, og eilíf gleði skal falla þeim í skaut.

Því að ég, Drottinn, elska réttlæti, en hata glæpsamlegt rán. Ég geld þeim laun þeirra með trúfesti og gjöri við þá eilífan sáttmála.

Niðjar þeirra munu kunnir verða meðal þjóðanna og afsprengi þeirra á meðal þjóðflokkanna. Allir sem sjá þá, munu kannast við, að þeir eru sú kynslóð, sem Drottinn hefir blessað.

10 Ég gleðst yfir Drottni, sál mín fagnar yfir Guði mínum, því að hann hefir klætt mig klæðum hjálpræðisins, hann hefir sveipað mig í skikkju réttlætisins, eins og þegar brúðgumi lætur á sig höfuðdjásn og brúður býr sig skarti sínu.

11 Því eins og jörðin lætur gróður sinn koma upp og eins og aldingarðurinn lætur frækornin upp spretta, svo mun hinn alvaldi Drottinn láta réttlæti og frægð upp spretta í augsýn allra þjóða.

Sin, Confession and Redemption

59 Surely the arm(A) of the Lord is not too short(B) to save,
    nor his ear too dull to hear.(C)
But your iniquities have separated(D)
    you from your God;
your sins have hidden his face from you,
    so that he will not hear.(E)
For your hands are stained with blood,(F)
    your fingers with guilt.(G)
Your lips have spoken falsely,(H)
    and your tongue mutters wicked things.
No one calls for justice;(I)
    no one pleads a case with integrity.
They rely(J) on empty arguments, they utter lies;(K)
    they conceive trouble and give birth to evil.(L)
They hatch the eggs of vipers(M)
    and spin a spider’s web.(N)
Whoever eats their eggs will die,
    and when one is broken, an adder is hatched.
Their cobwebs are useless for clothing;
    they cannot cover themselves with what they make.(O)
Their deeds are evil deeds,
    and acts of violence(P) are in their hands.
Their feet rush into sin;
    they are swift to shed innocent blood.(Q)
They pursue evil schemes;(R)
    acts of violence mark their ways.(S)
The way of peace they do not know;(T)
    there is no justice in their paths.
They have turned them into crooked roads;(U)
    no one who walks along them will know peace.(V)

So justice is far from us,
    and righteousness does not reach us.
We look for light, but all is darkness;(W)
    for brightness, but we walk in deep shadows.
10 Like the blind(X) we grope along the wall,
    feeling our way like people without eyes.
At midday we stumble(Y) as if it were twilight;
    among the strong, we are like the dead.(Z)
11 We all growl like bears;
    we moan mournfully like doves.(AA)
We look for justice, but find none;
    for deliverance, but it is far away.

12 For our offenses(AB) are many in your sight,
    and our sins testify(AC) against us.
Our offenses are ever with us,
    and we acknowledge our iniquities:(AD)
13 rebellion(AE) and treachery against the Lord,
    turning our backs(AF) on our God,
inciting revolt and oppression,(AG)
    uttering lies(AH) our hearts have conceived.
14 So justice(AI) is driven back,
    and righteousness(AJ) stands at a distance;
truth(AK) has stumbled in the streets,
    honesty cannot enter.
15 Truth(AL) is nowhere to be found,
    and whoever shuns evil becomes a prey.

The Lord looked and was displeased
    that there was no justice.(AM)
16 He saw that there was no one,(AN)
    he was appalled that there was no one to intervene;(AO)
so his own arm achieved salvation(AP) for him,
    and his own righteousness(AQ) sustained him.
17 He put on righteousness as his breastplate,(AR)
    and the helmet(AS) of salvation on his head;
he put on the garments(AT) of vengeance(AU)
    and wrapped himself in zeal(AV) as in a cloak.
18 According to what they have done,
    so will he repay(AW)
wrath to his enemies
    and retribution to his foes;
    he will repay the islands(AX) their due.
19 From the west,(AY) people will fear the name of the Lord,
    and from the rising of the sun,(AZ) they will revere his glory.(BA)
For he will come like a pent-up flood
    that the breath(BB) of the Lord drives along.[a]

20 “The Redeemer(BC) will come to Zion,(BD)
    to those in Jacob who repent of their sins,”(BE)
declares the Lord.

21 “As for me, this is my covenant(BF) with them,” says the Lord. “My Spirit,(BG) who is on you, will not depart from you,(BH) and my words that I have put in your mouth(BI) will always be on your lips, on the lips of your children and on the lips of their descendants—from this time on and forever,” says the Lord.

The Glory of Zion

60 “Arise,(BJ) shine, for your light(BK) has come,
    and the glory(BL) of the Lord rises upon you.
See, darkness(BM) covers the earth
    and thick darkness(BN) is over the peoples,
but the Lord rises upon you
    and his glory appears over you.
Nations(BO) will come to your light,(BP)
    and kings(BQ) to the brightness of your dawn.

“Lift up your eyes and look about you:
    All assemble(BR) and come to you;
your sons come from afar,(BS)
    and your daughters(BT) are carried on the hip.(BU)
Then you will look and be radiant,(BV)
    your heart will throb and swell with joy;(BW)
the wealth(BX) on the seas will be brought to you,
    to you the riches of the nations will come.
Herds of camels(BY) will cover your land,
    young camels of Midian(BZ) and Ephah.(CA)
And all from Sheba(CB) will come,
    bearing gold and incense(CC)
    and proclaiming the praise(CD) of the Lord.
All Kedar’s(CE) flocks will be gathered to you,
    the rams of Nebaioth will serve you;
they will be accepted as offerings(CF) on my altar,(CG)
    and I will adorn my glorious temple.(CH)

“Who are these(CI) that fly along like clouds,(CJ)
    like doves to their nests?
Surely the islands(CK) look to me;
    in the lead are the ships of Tarshish,[b](CL)
bringing(CM) your children from afar,
    with their silver and gold,(CN)
to the honor(CO) of the Lord your God,
    the Holy One(CP) of Israel,
    for he has endowed you with splendor.(CQ)

10 “Foreigners(CR) will rebuild your walls,
    and their kings(CS) will serve you.
Though in anger I struck you,
    in favor(CT) I will show you compassion.(CU)
11 Your gates(CV) will always stand open,
    they will never be shut, day or night,
so that people may bring you the wealth of the nations(CW)
    their kings(CX) led in triumphal procession.
12 For the nation or kingdom that will not serve(CY) you will perish;
    it will be utterly ruined.(CZ)

13 “The glory of Lebanon(DA) will come to you,
    the juniper, the fir and the cypress together,(DB)
to adorn my sanctuary;(DC)
    and I will glorify the place for my feet.(DD)
14 The children of your oppressors(DE) will come bowing before you;
    all who despise you will bow down(DF) at your feet
and will call you the City(DG) of the Lord,
    Zion(DH) of the Holy One(DI) of Israel.

15 “Although you have been forsaken(DJ) and hated,
    with no one traveling(DK) through,
I will make you the everlasting pride(DL)
    and the joy(DM) of all generations.
16 You will drink the milk of nations
    and be nursed(DN) at royal breasts.
Then you will know(DO) that I, the Lord, am your Savior,(DP)
    your Redeemer,(DQ) the Mighty One of Jacob.(DR)
17 Instead of bronze I will bring you gold,(DS)
    and silver in place of iron.
Instead of wood I will bring you bronze,
    and iron in place of stones.
I will make peace(DT) your governor
    and well-being your ruler.(DU)
18 No longer will violence(DV) be heard in your land,
    nor ruin or destruction(DW) within your borders,
but you will call your walls Salvation(DX)
    and your gates Praise.(DY)
19 The sun will no more be your light by day,
    nor will the brightness of the moon shine on you,
for the Lord will be your everlasting light,(DZ)
    and your God will be your glory.(EA)
20 Your sun(EB) will never set again,
    and your moon will wane no more;
the Lord will be your everlasting light,
    and your days of sorrow(EC) will end.
21 Then all your people will be righteous(ED)
    and they will possess(EE) the land forever.
They are the shoot I have planted,(EF)
    the work of my hands,(EG)
    for the display of my splendor.(EH)
22 The least of you will become a thousand,
    the smallest a mighty nation.(EI)
I am the Lord;
    in its time I will do this swiftly.”(EJ)

The Year of the Lord’s Favor

61 The Spirit(EK) of the Sovereign Lord(EL) is on me,
    because the Lord has anointed(EM) me
    to proclaim good news(EN) to the poor.(EO)
He has sent me to bind up(EP) the brokenhearted,
    to proclaim freedom(EQ) for the captives(ER)
    and release from darkness for the prisoners,[c]
to proclaim the year of the Lord’s favor(ES)
    and the day of vengeance(ET) of our God,
to comfort(EU) all who mourn,(EV)
    and provide for those who grieve in Zion—
to bestow on them a crown(EW) of beauty
    instead of ashes,(EX)
the oil(EY) of joy
    instead of mourning,(EZ)
and a garment of praise
    instead of a spirit of despair.
They will be called oaks of righteousness,
    a planting(FA) of the Lord
    for the display of his splendor.(FB)

They will rebuild the ancient ruins(FC)
    and restore the places long devastated;
they will renew the ruined cities
    that have been devastated for generations.
Strangers(FD) will shepherd your flocks;
    foreigners will work your fields and vineyards.
And you will be called priests(FE) of the Lord,
    you will be named ministers of our God.
You will feed on the wealth(FF) of nations,
    and in their riches you will boast.

Instead of your shame(FG)
    you will receive a double(FH) portion,
and instead of disgrace
    you will rejoice in your inheritance.
And so you will inherit(FI) a double portion in your land,
    and everlasting joy(FJ) will be yours.

“For I, the Lord, love justice;(FK)
    I hate robbery and wrongdoing.
In my faithfulness I will reward my people
    and make an everlasting covenant(FL) with them.
Their descendants(FM) will be known among the nations
    and their offspring among the peoples.
All who see them will acknowledge
    that they are a people the Lord has blessed.”(FN)

10 I delight greatly in the Lord;
    my soul rejoices(FO) in my God.
For he has clothed me with garments of salvation
    and arrayed me in a robe of his righteousness,(FP)
as a bridegroom adorns his head(FQ) like a priest,
    and as a bride(FR) adorns herself with her jewels.
11 For as the soil makes the sprout come up
    and a garden(FS) causes seeds to grow,
so the Sovereign Lord will make righteousness(FT)
    and praise spring up before all nations.

Footnotes

  1. Isaiah 59:19 Or When enemies come in like a flood, / the Spirit of the Lord will put them to flight
  2. Isaiah 60:9 Or the trading ships
  3. Isaiah 61:1 Hebrew; Septuagint the blind

Að endingu, bræður: Biðjið fyrir oss, að orð Drottins megi hafa framgang og vegsamast eins og hjá yður,

og að vér mættum frelsast frá spilltum og vondum mönnum. Því að ekki er trúin allra.

En trúr er Drottinn og hann mun styrkja yður og vernda fyrir hinum vonda.

En vér höfum það traust til yðar vegna Drottins, að þér bæði gjörið og munuð gjöra það, sem vér leggjum fyrir yður.

En Drottinn leiði hjörtu yðar til kærleika Guðs og þolgæðis Krists.

En vér bjóðum yður, bræður, í nafni Drottins vors Jesú Krists, að þér sneiðið hjá hverjum þeim bróður, er lifir óreglulega og ekki eftir þeirri kenningu, sem þeir hafa numið af oss.

Því að sjálfir vitið þér, hvernig á að breyta eftir oss. Ekki hegðuðum vér oss óreglulega hjá yður,

neyttum ekki heldur brauðs hjá neinum fyrir ekkert, heldur unnum vér með erfiði og striti nótt og dag, til þess að vera ekki neinum yðar til þyngsla.

Ekki af því að vér höfum ekki rétt til þess, heldur til þess að vér gæfum yður sjálfa oss sem fyrirmynd til eftirbreytni.

10 Því var og það, að þegar vér vorum hjá yður, buðum vér yður: Ef einhver vill ekki vinna, þá á hann heldur ekki mat að fá.

11 Vér heyrum, að nokkrir meðal yðar lifi óreglulega, vinni ekkert, heldur gefi sig alla að því, sem þeim kemur eigi við.

12 Slíkum mönnum bjóðum vér og áminnum þá vegna Drottins Jesú Krists, að vinna kyrrlátlega og eta eigið brauð.

13 En þér, bræður, þreytist ekki gott að gjöra.

14 En ef einhver hlýðir ekki orðum vorum í bréfi þessu, þá merkið yður þann mann. Hafið ekkert samfélag við hann, til þess að hann blygðist sín.

15 En álítið hann þó ekki óvin, heldur áminnið hann sem bróður.

16 En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum.

17 Kveðjan er með minni, Páls, eigin hendi, og það er merki á hverju bréfi. Þannig skrifa ég.

Request for Prayer

As for other matters, brothers and sisters,(A) pray for us(B) that the message of the Lord(C) may spread rapidly and be honored, just as it was with you.(D) And pray that we may be delivered from wicked and evil people,(E) for not everyone has faith. But the Lord is faithful,(F) and he will strengthen you and protect you from the evil one.(G) We have confidence(H) in the Lord that you are doing and will continue to do the things we command. May the Lord direct your hearts(I) into God’s love and Christ’s perseverance.

Warning Against Idleness

In the name of the Lord Jesus Christ,(J) we command you, brothers and sisters, to keep away from(K) every believer who is idle and disruptive(L) and does not live according to the teaching[a] you received from us.(M) For you yourselves know how you ought to follow our example.(N) We were not idle when we were with you, nor did we eat anyone’s food without paying for it. On the contrary, we worked(O) night and day, laboring and toiling so that we would not be a burden to any of you. We did this, not because we do not have the right to such help,(P) but in order to offer ourselves as a model for you to imitate.(Q) 10 For even when we were with you,(R) we gave you this rule: “The one who is unwilling to work(S) shall not eat.”

11 We hear that some among you are idle and disruptive. They are not busy; they are busybodies.(T) 12 Such people we command and urge in the Lord Jesus Christ(U) to settle down and earn the food they eat.(V) 13 And as for you, brothers and sisters, never tire of doing what is good.(W)

14 Take special note of anyone who does not obey our instruction in this letter. Do not associate with them,(X) in order that they may feel ashamed.(Y) 15 Yet do not regard them as an enemy, but warn them as you would a fellow believer.(Z)

Final Greetings

16 Now may the Lord of peace(AA) himself give you peace at all times and in every way. The Lord be with all of you.(AB)

17 I, Paul, write this greeting in my own hand,(AC) which is the distinguishing mark in all my letters. This is how I write.

18 The grace of our Lord Jesus Christ be with you all.(AD)

Footnotes

  1. 2 Thessalonians 3:6 Or tradition