Add parallel Print Page Options

45 Svo segir Drottinn við sinn smurða, við Kýrus, sem ég held í hægri höndina á, til þess að leggja að velli þjóðir fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, til þess að opna fyrir honum dyrnar og til þess að borgarhliðin verði eigi lokuð:

Ég mun ganga á undan þér og jafna hólana, ég mun brjóta eirhliðin og mölva járnslárnar.

Ég mun gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo að þú kannist við, að það er ég, Drottinn, sem kalla þig með nafni þínu, ég Ísraels Guð.

Vegna þjóns míns Jakobs og vegna Ísraels, míns útvalda, kallaði ég þig með nafni þínu, nefndi þig sæmdarnafni, þó að þú þekktir mig ekki.

Ég er Drottinn og enginn annar. Enginn Guð er til nema ég. Ég hertygjaði þig, þó að þú þekktir mig ekki,

svo að menn skyldu kannast við það bæði í austri og vestri, að enginn er til nema ég. Ég er Drottinn og enginn annar.

Ég tilbý ljósið og framleiði myrkrið, ég veiti heill og veld óhamingju. Ég er Drottinn, sem gjöri allt þetta.

Drjúpið, þér himnar, að ofan, og láti skýin réttlæti niður streyma. Jörðin opnist og láti hjálpræði fram spretta og réttlæti blómgast jafnframt. Ég, Drottinn, kem því til vegar.

Vei þeim, sem þráttar við skapara sinn, sjálfur leirbrot innan um önnur leirbrot jarðar! Hvort má leirinn segja við leirmyndarann: "Hvað getur þú?" eða handaverk hans: "Hann hefir engar hendur."

10 Vei þeim, sem segir við föður sinn: "Hvað munt þú fá getið!" eða við konuna: "Hvað ætli þú getir fætt!"

11 Svo segir Drottinn, Hinn heilagi í Ísrael og sá er hann hefir myndað: Spyrjið mig um hið ókomna og felið mér að annast sonu mína og verk handa minna!

12 Ég hefi til búið jörðina og skapað mennina á henni. Mínar hendur hafa þanið út himininn og ég hefi kallað fram allan hans her.

13 Ég hefi vakið hann upp í réttlæti og ég mun greiða alla hans vegu. Hann skal byggja upp borg mína og gefa útlögum mínum heimfararleyfi, og það án endurgjalds og án fégjafa, _ segir Drottinn allsherjar.

14 Svo segir Drottinn: Auður Egyptalands og verslunargróði Blálands og Sebainga, hinna hávöxnu manna, skal ganga til þín og verða þín eign. Þeir skulu fylgja þér, í fjötrum skulu þeir koma, og þeir skulu falla fram fyrir þér og grátbæna þig og segja: "Guð er hjá þér einum, enginn annar er til, enginn annar guð."

15 Sannlega ert þú Guð, sem hylur þig, Ísraels Guð, frelsari.

16 Skurðgoðasmiðirnir verða sér til skammar, já, til háðungar allir saman, þeir ganga allir sneyptir.

17 En Ísrael frelsast fyrir Drottin eilífri frelsun. Þér skuluð eigi verða til skammar né háðungar að eilífu.

18 Já, svo segir Drottinn, sá er himininn hefir skapað _ hann einn er Guð, sá er jörðina hefir myndað og hana til búið, hann, sem hefir grundvallað hana og hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg: Ég er Drottinn, og enginn annar.

19 Ég hefi ekki talað í leynum, einhvers staðar í landi myrkranna. Ég hefi eigi sagt við Jakobsniðja: "Leitið mín út í bláinn!" Ég, Drottinn, tala það sem rétt er og kunngjöri sannmæli.

20 Safnist saman og komið, nálægið yður, allir þér af þjóðunum, sem undan hafið komist: Skynlausir eru þeir, sem burðast með trélíkneski sitt og biðja til guðs, er eigi getur hjálpað.

21 Gjörið kunnugt og segið til! Já, ráðfæri þeir sig hver við annan! Hver hefir boðað þetta frá öndverðu og kunngjört það fyrir löngu? Hefi ég, Drottinn, ekki gjört það? Enginn Guð er til nema ég. Fyrir utan mig er enginn sannur Guð og hjálpari til.

22 Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.

23 Ég hefi svarið við sjálfan mig, af munni mínum er sannleikur út genginn, orð, er eigi mun bregðast: Fyrir mér skal sérhvert kné beygja sig, sérhver tunga sverja mér trúnað.

24 "Hjá Drottni einum," mun um mig sagt verða, "er réttlæti og vald." Allir fjendur hans skulu til hans koma og blygðast sín.

25 Allir Ísraelsniðjar skulu réttlætast fyrir Drottin og miklast af honum.

46 Bel er hokinn, Nebó er boginn. Líkneski þeirra eru fengin eykjum og gripum, goðalíkneskin, sem þér áður báruð um kring, eru nú látin upp á þreyttan eyk, eins og önnur byrði.

Þeir eru bæði bognir og hoknir. Þeir megna ekki að frelsa byrðina, og sjálfir hljóta þeir að fara í útlegð.

Hlýðið á mig, þér kynsmenn Jakobs, og allir þér, sem eftir eruð af kyni Ísraels, þér sem eruð mér á herðar lagðir allt í frá móðurkviði og ég hefi borið allt í frá móðurlífi:

Allt til elliára er ég hinn sami, og ég vil bera yður, þar til er þér verðið gráir fyrir hærum. Ég hefi gjört yður, og ég skal bera yður, ég skal bera yður og frelsa.

Við hvern viljið þér samlíkja mér og jafna mér? Saman við hvern viljið þér bera mig sem jafningja minn?

Þeir sem steypa gullinu úr sjóðnum og vega silfrið á vogarskálum, leigja sér gullsmið til að smíða úr því guð, síðan knékrjúpa þeir og falla fram.

Þeir lyfta honum á axlir sér, bera hann og setja hann á sinn stað, og þar stendur hann og víkur ekki úr stað. Og þótt einhver ákalli hann, þá svarar hann ekki, hann frelsar eigi úr nauðum.

Minnist þessa og látið yður segjast, leggið það á hjarta, þér trúrofar.

Minnist þess hins fyrra frá upphafi, að ég er Guð og enginn annar, hinn sanni Guð og enginn minn líki.

10 Ég kunngjörði endalokin frá öndverðu og sagði fyrir fram það, sem eigi var enn fram komið. Ég segi: Mín ráðsályktun stendur stöðug, og allt, sem mér vel líkar, framkvæmi ég.

11 Ég kalla örninn úr austurátt, úr fjarlægu landi mann þann, er framkvæmir ráðsályktun mína. Það sem ég tala, það læt ég einnig fram koma, það sem ég áset mér, það gjöri ég einnig.

12 Hlýðið á mig, þér harðsvíruðu, sem eruð fjarlægir réttlætinu!

13 Ég nálægi mitt réttlæti, það er ekki langt í burtu, og hjálp mín skal ekki dvelja. Ég veiti hjálp í Síon og vegsemd mína Ísrael.

47 Stíg niður og sest í duftið, þú mærin Babeldóttir! Sest þú á jörðina hásætislaus, þú Kaldeadóttir! því þú munt eigi framar kölluð verða hin lystilega og látprúða.

Tak kvörnina og mala mjöl! Bregð burt skýlu þinni, tak upp um þig klæðin, gjör beran fótlegg þinn og vað yfir fljótin!

Ber verði blygðan þín og svívirða þín augsýnileg. Ég vil hefna mín og hlífi engum,

segir lausnari vor; Drottinn allsherjar er nafn hans, Hinn heilagi í Ísrael.

Sit hljóð og gakk inn í myrkrið, þú Kaldeadóttir, því þú munt eigi framar kölluð verða drottning konungsríkjanna.

Ég var reiður lýð mínum og lét eign mína verða fyrir vansæmd og seldi hana í hendur þér. En þú sýndir þeim enga miskunnsemi. Jafnvel á gamalmennin lagðir þú þitt afar þunga ok.

Og þú sagðir: "Ég skal verða drottning um aldur og ævi." Þú hugfestir þetta eigi og hugsaðir eigi um, hver endalokin mundu verða.

En heyr nú þetta, þú hin sællífa, er situr andvaralaus og segir í hjarta þínu: "Ég og engin önnur. Í ekkjudómi skal ég aldrei sitja og eigi reyna, hvað það er að vera barnalaus."

En hvort tveggja þetta skal þér að hendi bera skyndilega, á einum degi. Þú skalt bæði verða barnalaus og ekkja. Í fullum mæli mun það yfir þig koma, þrátt fyrir þína margvíslegu töfra og þínar miklu særingar.

10 Þú þóttist örugg í vonsku þinni og sagðir: "Enginn sér til mín." Viska þín og kunnátta hefir leitt þig afvega, svo að þú sagðir í hjarta þínu: "Ég og engin önnur!"

11 Þess vegna skal ógæfa yfir þig koma, sem þú skalt ekki geta keypt þig undan. Ólán skal yfir þig dynja, er þú eigi fær afstýrt með fégjöfum. Skyndilega skal eyðing yfir þig koma, þegar þig varir minnst.

12 Kom þú nú með særingar þínar og með hina margvíslegu töfra þína, sem þú hefir stundað með allri elju í frá barnæsku þinni. Má vera, að þú getir eitthvað áunnið, má vera, þú fáir fælt það burt.

13 Þú ert orðin þreytt á hinum mörgu fyrirætlunum þínum. Lát því himinfræðingana og stjörnuskoðarana koma og hjálpa þér, þá er á mánuði hverjum boða þér, hvað yfir þig á að koma.

14 Sjá, þeir eru sem hálmleggir, eldurinn eyðir þeim. Þeir geta ekki bjargað lífi sjálfra sín úr loganum, því það verður ekki glóð til að orna sér við eða eldur til að sitja við.

15 Svo munu þeir reynast þér, er þú hefir mæðst fyrir, þeir er keypt hafa við þig frá æskuárum þínum: Þeir þjóta í sína áttina hver, og enginn verður til að hjálpa þér.

48 Heyrið þetta, þér Jakobs niðjar, þér sem nefndir eruð eftir Ísrael og runnir eruð úr Júda lindum, þér sem sverjið við nafn Drottins og tignið Ísraels Guð, þótt eigi sé í sannleika og réttlæti,

því að þeir kenna sig við hina helgu borg og leita trausts hjá Ísraels Guði: Nafn hans er Drottinn allsherjar.

Það sem nú er fram komið, hefi ég kunngjört fyrir löngu, það er útgengið af mínum munni, og ég hefi gjört það heyrinkunnugt. Skyndilega færði ég það til vegar, og það kom fram.

Af því að ég vissi, að þú ert þrjóskur og háls þinn seigur sem járnseymi og enni þitt hart sem kopar,

fyrir því kunngjörði ég þér það löngu fyrir og lét þig vita það áður en það kom fram, til þess að þú skyldir ekki segja: "Goð mitt hefir komið því til leiðar, og skurðgoð mitt og hið steypta líkneski mitt hefir ráðstafað því."

Þú hefir heyrt það, sjá, nú er það allt komið fram! Og þér, hljótið þér ekki að játa það? Nú boða ég þér nýja hluti og hulda, sem þú ekkert veist um.

Þeir eru nú að skapast, en eigi fyrr, fyrr en í dag hefir þú ekkert um þá heyrt, svo að þú skyldir ekki geta sagt: "Sjá, ég vissi það!"

Þú hefir hvorki heyrt það né vitað það, né heldur hefir eyra þitt verið opið fyrir löngu, því að ég vissi, að þú ert mjög ótrúr og að þú hefir kallaður verið "trúrofi" frá móðurlífi.

Fyrir sakir nafns míns sefa ég reiði mína og vegna lofs míns hefti ég hana þér í vil, svo að ég uppræti þig eigi.

10 Sjá, ég hefi hreinsað þig, þó eigi sem silfur, ég hefi reynt þig í bræðsluofni hörmungarinnar.

11 Mín vegna, sjálfs mín vegna gjöri ég það, og dýrð mína gef ég eigi öðrum, því að hversu mjög yrði nafn mitt vanhelgað!

12 Heyr mig, Jakob, og þú Ísrael, sem ég hefi kallað: Ég er hann, ég er hinn fyrsti, ég er einnig hinn síðasti.

13 Hönd mín hefir grundvallað jörðina, og hægri hönd mín hefir þanið út himininn. Þegar ég kalla á þau, koma þau.

14 Safnist allir saman og heyrið: Hver á meðal þeirra hefir kunngjört þetta: Sá er Drottinn elskar, skal framkvæma vilja hans á Babýlon og vera armleggur hans meðal Kaldea?

15 Það er ég, það er ég, sem hefi talað það, ég hefi og kallað hann. Ég hefi leitt hann fram og veitt honum sigurgengi.

16 Komið til mín og heyrið þetta: Frá upphafi hefi ég eigi talað í leyndum; þegar kominn var sá tími, að það skyldi verða, kom ég. Nú hefir hinn alvaldi Drottinn sent mig með sinn anda.

17 Svo segir Drottinn, frelsari þinn, Hinn heilagi í Ísrael: Ég, Drottinn Guð þinn, er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísa þér þann veg, er þú skalt ganga.

18 Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá mundi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.

19 Niðjar þínir mundu þá verða sem fjörusandur og lífsafkvæmi þín sem sandkorn. Nafn hans mun aldrei afmáð verða og aldrei hverfa burt frá mínu augliti.

20 Gangið út úr Babýlon, skundið burt frá Kaldeum með fagnaðarópi, boðið þetta og birtið það, útbreiðið það til endimarka jarðarinnar: Drottinn hefir frelsað þjón sinn Jakob!

21 Og þá þyrsti ekki, þegar hann leiddi þá um öræfin. Hann lét vatn spretta upp úr kletti handa þeim, og hann klauf klettinn, svo að vatnið vall þar upp.

22 Hinum óguðlegu, segir Drottinn, er enginn friður búinn.

45 “This is what the Lord says to his anointed,(A)
    to Cyrus,(B) whose right hand I take hold(C) of
to subdue nations(D) before him
    and to strip kings of their armor,
to open doors before him
    so that gates will not be shut:
I will go before you(E)
    and will level(F) the mountains[a];
I will break down gates(G) of bronze
    and cut through bars of iron.(H)
I will give you hidden treasures,(I)
    riches stored in secret places,(J)
so that you may know(K) that I am the Lord,
    the God of Israel, who summons you by name.(L)
For the sake of Jacob my servant,(M)
    of Israel my chosen,
I summon you by name
    and bestow on you a title of honor,
    though you do not acknowledge(N) me.
I am the Lord, and there is no other;(O)
    apart from me there is no God.(P)
I will strengthen you,(Q)
    though you have not acknowledged me,
so that from the rising of the sun
    to the place of its setting(R)
people may know(S) there is none besides me.(T)
    I am the Lord, and there is no other.
I form the light and create darkness,(U)
    I bring prosperity and create disaster;(V)
    I, the Lord, do all these things.

“You heavens above, rain(W) down my righteousness;(X)
    let the clouds shower it down.
Let the earth open wide,
    let salvation(Y) spring up,
let righteousness flourish with it;
    I, the Lord, have created it.

“Woe to those who quarrel(Z) with their Maker,(AA)
    those who are nothing but potsherds(AB)
    among the potsherds on the ground.
Does the clay say to the potter,(AC)
    ‘What are you making?’(AD)
Does your work say,
    ‘The potter has no hands’?(AE)
10 Woe to the one who says to a father,
    ‘What have you begotten?’
or to a mother,
    ‘What have you brought to birth?’

11 “This is what the Lord says—
    the Holy One(AF) of Israel, and its Maker:(AG)
Concerning things to come,
    do you question me about my children,
    or give me orders about the work of my hands?(AH)
12 It is I who made the earth(AI)
    and created mankind on it.
My own hands stretched out the heavens;(AJ)
    I marshaled their starry hosts.(AK)
13 I will raise up Cyrus[b](AL) in my righteousness:
    I will make all his ways straight.(AM)
He will rebuild my city(AN)
    and set my exiles free,
but not for a price or reward,(AO)
    says the Lord Almighty.”

14 This is what the Lord says:

“The products(AP) of Egypt and the merchandise of Cush,[c]
    and those tall Sabeans(AQ)
they will come over to you(AR)
    and will be yours;
they will trudge behind you,(AS)
    coming over to you in chains.(AT)
They will bow down before you
    and plead(AU) with you, saying,
‘Surely God is with you,(AV) and there is no other;
    there is no other god.(AW)’”

15 Truly you are a God who has been hiding(AX) himself,
    the God and Savior(AY) of Israel.
16 All the makers of idols will be put to shame and disgraced;(AZ)
    they will go off into disgrace together.
17 But Israel will be saved(BA) by the Lord
    with an everlasting salvation;(BB)
you will never be put to shame or disgraced,(BC)
    to ages everlasting.

18 For this is what the Lord says—
he who created the heavens,
    he is God;
he who fashioned and made the earth,(BD)
    he founded it;
he did not create it to be empty,(BE)
    but formed it to be inhabited(BF)
he says:
“I am the Lord,
    and there is no other.(BG)
19 I have not spoken in secret,(BH)
    from somewhere in a land of darkness;(BI)
I have not said to Jacob’s descendants,(BJ)
    ‘Seek(BK) me in vain.’
I, the Lord, speak the truth;
    I declare what is right.(BL)

20 “Gather together(BM) and come;
    assemble, you fugitives from the nations.
Ignorant(BN) are those who carry(BO) about idols of wood,
    who pray to gods that cannot save.(BP)
21 Declare what is to be, present it—
    let them take counsel together.
Who foretold(BQ) this long ago,
    who declared it from the distant past?(BR)
Was it not I, the Lord?
    And there is no God apart from me,(BS)
a righteous God(BT) and a Savior;(BU)
    there is none but me.

22 “Turn(BV) to me and be saved,(BW)
    all you ends of the earth;(BX)
    for I am God, and there is no other.(BY)
23 By myself I have sworn,(BZ)
    my mouth has uttered in all integrity(CA)
    a word that will not be revoked:(CB)
Before me every knee will bow;(CC)
    by me every tongue will swear.(CD)
24 They will say of me, ‘In the Lord alone
    are deliverance(CE) and strength.(CF)’”
All who have raged against him
    will come to him and be put to shame.(CG)
25 But all the descendants(CH) of Israel
    will find deliverance(CI) in the Lord
    and will make their boast in him.(CJ)

Gods of Babylon

46 Bel(CK) bows down, Nebo stoops low;
    their idols(CL) are borne by beasts of burden.[d]
The images that are carried(CM) about are burdensome,
    a burden for the weary.
They stoop and bow down together;
    unable to rescue the burden,
    they themselves go off into captivity.(CN)

“Listen(CO) to me, you descendants of Jacob,
    all the remnant(CP) of the people of Israel,
you whom I have upheld since your birth,(CQ)
    and have carried(CR) since you were born.(CS)
Even to your old age and gray hairs(CT)
    I am he,(CU) I am he who will sustain you.
I have made you and I will carry you;
    I will sustain(CV) you and I will rescue you.

“With whom will you compare me or count me equal?
    To whom will you liken me that we may be compared?(CW)
Some pour out gold from their bags
    and weigh out silver on the scales;
they hire a goldsmith(CX) to make it into a god,
    and they bow down and worship it.(CY)
They lift it to their shoulders and carry(CZ) it;
    they set it up in its place, and there it stands.
    From that spot it cannot move.(DA)
Even though someone cries out to it, it cannot answer;(DB)
    it cannot save(DC) them from their troubles.

“Remember(DD) this, keep it in mind,
    take it to heart, you rebels.(DE)
Remember the former things,(DF) those of long ago;(DG)
    I am God, and there is no other;
    I am God, and there is none like me.(DH)
10 I make known the end from the beginning,(DI)
    from ancient times,(DJ) what is still to come.(DK)
I say, ‘My purpose will stand,(DL)
    and I will do all that I please.’
11 From the east I summon(DM) a bird of prey;(DN)
    from a far-off land, a man to fulfill my purpose.
What I have said, that I will bring about;
    what I have planned,(DO) that I will do.(DP)
12 Listen(DQ) to me, you stubborn-hearted,(DR)
    you who are now far from my righteousness.(DS)
13 I am bringing my righteousness(DT) near,
    it is not far away;
    and my salvation(DU) will not be delayed.
I will grant salvation to Zion,(DV)
    my splendor(DW) to Israel.

The Fall of Babylon

47 “Go down, sit in the dust,(DX)
    Virgin Daughter(DY) Babylon;
sit on the ground without a throne,
    queen city of the Babylonians.[e](DZ)
No more will you be called
    tender or delicate.(EA)
Take millstones(EB) and grind(EC) flour;
    take off your veil.(ED)
Lift up your skirts,(EE) bare your legs,
    and wade through the streams.
Your nakedness(EF) will be exposed
    and your shame(EG) uncovered.
I will take vengeance;(EH)
    I will spare no one.(EI)

Our Redeemer(EJ)—the Lord Almighty(EK) is his name(EL)
    is the Holy One(EM) of Israel.

“Sit in silence,(EN) go into darkness,(EO)
    queen city of the Babylonians;(EP)
no more will you be called
    queen(EQ) of kingdoms.(ER)
I was angry(ES) with my people
    and desecrated my inheritance;(ET)
I gave them into your hand,(EU)
    and you showed them no mercy.(EV)
Even on the aged
    you laid a very heavy yoke.
You said, ‘I am forever(EW)
    the eternal queen!’(EX)
But you did not consider these things
    or reflect(EY) on what might happen.(EZ)

“Now then, listen, you lover of pleasure,
    lounging in your security(FA)
and saying to yourself,
    ‘I am, and there is none besides me.(FB)
I will never be a widow(FC)
    or suffer the loss of children.’
Both of these will overtake you
    in a moment,(FD) on a single day:
    loss of children(FE) and widowhood.(FF)
They will come upon you in full measure,
    in spite of your many sorceries(FG)
    and all your potent spells.(FH)
10 You have trusted(FI) in your wickedness
    and have said, ‘No one sees me.’(FJ)
Your wisdom(FK) and knowledge mislead(FL) you
    when you say to yourself,
    ‘I am, and there is none besides me.’
11 Disaster(FM) will come upon you,
    and you will not know how to conjure it away.
A calamity will fall upon you
    that you cannot ward off with a ransom;
a catastrophe you cannot foresee
    will suddenly(FN) come upon you.

12 “Keep on, then, with your magic spells
    and with your many sorceries,(FO)
    which you have labored at since childhood.
Perhaps you will succeed,
    perhaps you will cause terror.
13 All the counsel you have received has only worn you out!(FP)
    Let your astrologers(FQ) come forward,
those stargazers who make predictions month by month,
    let them save(FR) you from what is coming upon you.
14 Surely they are like stubble;(FS)
    the fire(FT) will burn them up.
They cannot even save themselves
    from the power of the flame.(FU)
These are not coals for warmth;
    this is not a fire to sit by.
15 That is all they are to you—
    these you have dealt with
    and labored(FV) with since childhood.
All of them go on in their error;
    there is not one that can save(FW) you.

Stubborn Israel

48 “Listen to this, you descendants of Jacob,
    you who are called by the name of Israel(FX)
    and come from the line of Judah,(FY)
you who take oaths(FZ) in the name of the Lord(GA)
    and invoke(GB) the God of Israel—
    but not in truth(GC) or righteousness—
you who call yourselves citizens of the holy city(GD)
    and claim to rely(GE) on the God of Israel—
    the Lord Almighty is his name:(GF)
I foretold the former things(GG) long ago,
    my mouth announced(GH) them and I made them known;
    then suddenly(GI) I acted, and they came to pass.
For I knew how stubborn(GJ) you were;
    your neck muscles(GK) were iron,
    your forehead(GL) was bronze.
Therefore I told you these things long ago;
    before they happened I announced(GM) them to you
so that you could not say,
    ‘My images brought them about;(GN)
    my wooden image and metal god ordained them.’
You have heard these things; look at them all.
    Will you not admit them?

“From now on I will tell you of new things,(GO)
    of hidden things unknown to you.
They are created(GP) now, and not long ago;(GQ)
    you have not heard of them before today.
So you cannot say,
    ‘Yes, I knew(GR) of them.’
You have neither heard nor understood;(GS)
    from of old your ears(GT) have not been open.
Well do I know how treacherous(GU) you are;
    you were called a rebel(GV) from birth.
For my own name’s sake(GW) I delay my wrath;(GX)
    for the sake of my praise I hold it back from you,
    so as not to destroy you completely.(GY)
10 See, I have refined(GZ) you, though not as silver;
    I have tested(HA) you in the furnace(HB) of affliction.
11 For my own sake,(HC) for my own sake, I do this.
    How can I let myself be defamed?(HD)
    I will not yield my glory to another.(HE)

Israel Freed

12 “Listen(HF) to me, Jacob,
    Israel, whom I have called:(HG)
I am he;(HH)
    I am the first and I am the last.(HI)
13 My own hand laid the foundations of the earth,(HJ)
    and my right hand spread out the heavens;(HK)
when I summon them,
    they all stand up together.(HL)

14 “Come together,(HM) all of you, and listen:
    Which of the idols has foretold(HN) these things?
The Lord’s chosen ally(HO)
    will carry out his purpose(HP) against Babylon;(HQ)
    his arm will be against the Babylonians.[f]
15 I, even I, have spoken;
    yes, I have called(HR) him.
I will bring him,
    and he will succeed(HS) in his mission.

16 “Come near(HT) me and listen(HU) to this:

“From the first announcement I have not spoken in secret;(HV)
    at the time it happens, I am there.”

And now the Sovereign Lord(HW) has sent(HX) me,
    endowed with his Spirit.(HY)

17 This is what the Lord says—
    your Redeemer,(HZ) the Holy One(IA) of Israel:
“I am the Lord your God,
    who teaches(IB) you what is best for you,
    who directs(IC) you in the way(ID) you should go.
18 If only you had paid attention(IE) to my commands,
    your peace(IF) would have been like a river,(IG)
    your well-being(IH) like the waves of the sea.
19 Your descendants(II) would have been like the sand,(IJ)
    your children like its numberless grains;(IK)
their name would never be blotted out(IL)
    nor destroyed from before me.”

20 Leave Babylon,
    flee(IM) from the Babylonians!
Announce this with shouts of joy(IN)
    and proclaim it.
Send it out to the ends of the earth;(IO)
    say, “The Lord has redeemed(IP) his servant Jacob.”
21 They did not thirst(IQ) when he led them through the deserts;
    he made water flow(IR) for them from the rock;
he split the rock
    and water gushed out.(IS)

22 “There is no peace,”(IT) says the Lord, “for the wicked.”(IU)

Footnotes

  1. Isaiah 45:2 Dead Sea Scrolls and Septuagint; the meaning of the word in the Masoretic Text is uncertain.
  2. Isaiah 45:13 Hebrew him
  3. Isaiah 45:14 That is, the upper Nile region
  4. Isaiah 46:1 Or are but beasts and cattle
  5. Isaiah 47:1 Or Chaldeans; also in verse 5
  6. Isaiah 48:14 Or Chaldeans; also in verse 20