Font Size
Bréfið til Hebrea 11:13-16
Icelandic Bible
Bréfið til Hebrea 11:13-16
Icelandic Bible
13 Allir þessir menn dóu í trú, án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu, að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni.
14 Þeir, sem slíkt mæla, sýna með því, að þeir eru að leita eigin ættjarðar.
15 Hefðu þeir nú átt við ættjörðina, sem þeir fóru frá, þá hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur.
16 En nú þráðu þeir betri ættjörð, það er að segja himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir þá, að kallast Guð þeirra, því að borg bjó hann þeim.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society