Add parallel Print Page Options

Og er fram liðu stundir, færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar.

En Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og af feiti þeirra.

Og Drottinn leit með velþóknun til Abels og fórnar hans, en til Kains og fórnar hans leit hann ekki með velþóknun. Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur.

Þá mælti Drottinn til Kains: "Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur?

Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur, en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?"

Read full chapter