Font Size
Bréf Páls til Galatamanna 4:31-5:6
Icelandic Bible
Bréf Páls til Galatamanna 4:31-5:6
Icelandic Bible
31 Þess vegna, bræður, erum vér ekki ambáttar börn, heldur börn frjálsu konunnar.
5 Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok.
2 Takið eftir því, sem ég, Páll, segi yður: Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert.
3 Og enn vitna ég fyrir hverjum manni, sem lætur umskerast: Hann er skyldur til að halda allt lögmálið.
4 Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni.
5 En vér væntum í andanum að öðlast af trúnni réttlætinguna, sem er von vor.
6 Í Kristi Jesú er ekkert komið undir umskurn né yfirhúð, heldur undir trú, sem starfar í kærleika.
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society