Añadir traducción en paralelo Imprimir Opciones de la página

34 Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

"Mannsson, spá þú um Ísraels hirða, spá þú og seg við þá: Svo segir Drottinn Guð: Vei hirðum Ísraels, er héldu sjálfum sér til haga. Eiga ekki hirðarnir að halda sauðunum til haga?

Mjólkurinnar neyttuð þér, klædduð yður af ullinni, slátruðuð alifénu, en sauðunum hafið þér eigi haldið til haga.

Þér komuð ekki þrótti í veiku skepnurnar og læknuðuð ekki hið sjúka, bunduð ekki um hið limlesta, sóttuð ekki það, er hrakist hafði, og leituðuð ekki hins týnda, heldur drottnuðuð þér yfir þeim með hörku og grimmd.

Og fyrir því tvístruðust þeir, af því að enginn var hirðirinn, og urðu öllum dýrum merkurinnar að bráð.

Sauðir mínir ráfuðu um öll fjöll og allar háar hæðir, sauðir mínir voru tvístraðir um allt landið, og enginn skeytti um þá og enginn leitaði þeirra.

Heyrið því orð Drottins, þér hirðar!

Svo sannarlega sem ég lifi, _ segir Drottinn Guð: Vissulega, af því að sauðir mínir urðu að herfangi og af því að sauðir mínir urðu öllum dýrum merkurinnar að bráð, með því að enginn var hirðirinn og með því að hirðar mínir skeyttu eigi um sauði mína, _ því að hirðarnir héldu sjálfum sér til haga, en sauðum mínum héldu þeir ekki til haga _

fyrir því heyrið orð Drottins, þér hirðar!

10 Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég skal finna hirðana og ég skal krefja sauða minna af hendi þeirra og gjöra enda á fjárgæslu þeirra. Og hirðarnir skulu ekki lengur halda sjálfum sér til haga, heldur skal ég hrífa sauði mína úr munni þeirra, svo að þeir verði þeim eigi framar að bráð.

11 Svo segir Drottinn Guð: Hér er ég sjálfur og mun leita sauða minna og annast þá.

12 Eins og hirðir annast hjörð sína þann dag, sem hann er á meðal hinna tvístruðu sauða sinna, þannig mun ég annast sauði mína og heimta þá úr öllum þeim stöðum, þangað sem þeir hröktust í þokunni og dimmviðrinu.

13 Og ég mun sækja þá til þjóðanna og saman safna þeim úr löndunum og leiða þá inn í land þeirra og halda þeim til haga á Ísraels fjöllum, í dölunum og á öllum byggðum bólum í landinu.

14 Ég mun halda þeim í góðu haglendi, og beitiland þeirra mun vera á háfjöllum Ísraels. Þar munu þeir liggja í góðu beitilandi og ganga í feitu haglendi á Ísraels fjöllum.

15 Ég mun sjálfur halda sauðum mínum til haga og sjálfur bæla þá, segir Drottinn Guð.

16 Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. Ég mun halda þeim til haga, eins og vera ber.

17 En þér, sauðir mínir, _ svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég dæmi milli kindar og kindar, milli hrúta og hafra.

18 Nægir yður ekki að ganga í hinu besta haglendi, nema þér fótum troðið það, sem eftir er af haglendi yðar? Nægir yður ekki að drekka tæra vatnið, nema þér gruggið upp það, sem eftir er, með fótum yðar?

19 Og svo verða sauðir mínir að bíta það, sem þér hafið troðið með fótum yðar, og drekka það, sem þér hafið gruggað upp með fótum yðar.

20 Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Sjá, hér er ég sjálfur og dæmi milli hinnar feitu og hinnar mögru kindar.

21 Af því að þér hrunduð öllum veiku skepnunum með síðum og öxlum og stönguðuð þær með hornum yðar, uns þér fenguð hrakið þær út,

22 þá vil ég nú hjálpa sauðum mínum, svo að þeir verði eigi framar að herfangi, og ég mun dæma milli kindar og kindar.

23 Og ég mun skipa yfir þá einkahirði, hann mun halda þeim til haga, þjón minn Davíð. Hann mun halda þeim til haga og hann mun vera þeim hirðir.

24 Og ég Drottinn, mun vera Guð þeirra, og þjónn minn Davíð mun vera höfðingi meðal þeirra. Ég, Drottinn, hefi talað það.

25 Og ég mun gjöra friðarsáttmála við þá og reka öll illdýri úr landinu, svo að þeir skulu óhultir búa mega í eyðimörkinni og sofa í skógunum.

26 Og ég mun gjöra þá og landið umhverfis hæð mína að blessun, og ég mun láta steypiregnið niður falla á sínum tíma, það skulu verða blessunarskúrir.

27 Og tré merkurinnar munu bera sinn ávöxt, og jörðin mun bera sinn gróða, og þeir munu búa óhultir á sinni jörð og viðurkenna, að ég er Drottinn, þegar ég sundurbrýt oktré þeirra og frelsa þá undan valdi þeirra, er þá hafa þrælkað.

28 Og þeir skulu ekki framar verða þjóðunum að herfangi, né heldur skulu villidýrin rífa þá í sig, en þeir skulu búa óhultir og enginn skelfa þá.

29 Og ég mun láta til verða handa þeim vel ræktaðan gróðurreit og alls engir munu framar farast af hungri í landinu, og þeir skulu ekki framar liggja undir ámæli þjóðanna.

30 Og þeir skulu viðurkenna, að ég, Drottinn, Guð þeirra, er með þeim, og að þeir, Ísraelsmenn, eru mín þjóð, _ segir Drottinn Guð.

31 En þér eruð mínir sauðir. Mín gæsluhjörð eruð þér. Ég er yðar Guð, _ segir Drottinn Guð."

35 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

"Mannsson, snú þér gegn Seír-fjalllendi og spá gegn því

og seg við það: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég skal finna þig, Seír-fjalllendi, og ég skal rétta hönd mína út í móti þér og gjöra þig að auðn og öræfum.

Borgir þínar gjöri ég að rústum, og þú skalt sjálft verða að auðn, svo að þú viðurkennir, að ég er Drottinn.

Af því að þú bjóst yfir eilífum fjandskap og seldir Ísraelsmenn undir sverðseggjar á ógæfutíma þeirra, þá er tími endasektarinnar rann upp,

fyrir því, svo sannarlega sem ég lifi, _ segir Drottinn Guð _ blóðskuld hefir þú bakað þér, og blóð skal ofsækja þig.

Og ég gjöri Seír-fjalllendi að auðn og öræfum og læt þar alla umferð af leggjast.

Og ég fylli fjöll þess vegnum mönnum. Á hæðum þínum, í dölum þínum og í öllum hvömmum þínum munu vopnbitnir menn falla.

Og ég vil gjöra þig að ævinlegri auðn, og borgir þínar skulu vera óbyggðar, til þess að þér viðurkennið, að ég er Drottinn.

10 Af því að þú sagðir: ,Báðar þjóðirnar og bæði löndin skulu vera mín, og vér skulum taka þau til eignar,` enda þótt Drottinn væri þar,

11 fyrir því, svo sannarlega sem ég lifi, _ segir Drottinn Guð _ mun ég fara með þig samkvæmt þeirri ástríðufullu reiði, er þú hefir á þeim sýnt vegna haturs þíns, og ég mun láta þig kenna á mér, þá er ég dæmi þig,

12 til þess að þú viðurkennir, að ég er Drottinn. Ég hefi heyrt öll lastmæli þín, þau er þú hefir talað gegn Ísraels fjöllum, er þú sagðir: ,Þau eru í eyði lögð! Oss eru þau gefin til afneyslu!`

13 Og þér töluðuð stóryrði í gegn mér og höfðuð orðmælgi við mig, ég hefi heyrt það.

14 Svo segir Drottinn Guð: Eins og þú fagnaðir yfir landi mínu, að það lá í eyði, svo mun ég láta hið sama fram við þig koma.

15 Eins og þú fagnaðir yfir arfleifð Ísraels húss, að hún var í eyði lögð, svo mun ég við þig gjöra. Að auðn skalt þú verða, Seír-fjalllendi, og allt Edómland, eins og það er sig til, til þess að þeir viðurkenni, að ég er Drottinn.

36 En þú mannsson, spá þú um Ísraels fjöll og seg: Þér Ísraels fjöll, heyrið orð Drottins!

Svo segir Drottinn Guð: Af því að óvinirnir hafa hrópað yfir yður: ,Hæ! Eilíf auðn! Það er orðið vor eign!`

fyrir því spá þú og seg: Svo segir Drottinn Guð: Fyrir þá sök, vegna þess að menn eyddu yður og ágirntust yður alla vega, að þér yrðuð eign hinna þjóðanna, og af því að þér komust í orðræðu manna og urðuð fyrir ámæli fólks, _

fyrir því heyrið orð Drottins Guðs, þér Ísraels fjöll! Svo segir Drottinn Guð við fjöllin og hæðirnar, við hvammana og dalina, við eyðirústirnar og við yfirgefnu borgirnar, sem orðnar eru að herfangi og að spotti fyrir hinar þjóðirnar, sem umhverfis yður eru, _

fyrir því segir Drottinn Guð svo: Sannlega tala ég í minni brennandi afbrýði til hinna þjóðanna og alls Edóms, sem hafa ætlað sér land mitt til eignar, með alls hugar fögnuði og innilegri fyrirlitning, til þess að þeir gætu rekið íbúana burt og rænt það.

Spá þú þess vegna um Ísraelsland og seg við fjöllin og hæðirnar, við hvammana og dalina: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég hefi talað í ástríðufullri heift, af því að þér hafið orðið að þola háðungar þjóðanna.

Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Ég hef upp hönd mína og sver: Þjóðirnar, sem umhverfis yður eru, skulu vissulega verða að þola háðung sína.

En þér, Ísraels fjöll, skjótið greinum yðar og berið ávöxt yðar handa lýð mínum Ísrael, því að bráðum munu þeir koma heim.

Því að sjá, ég mun koma til yðar og snúa mér að yður, og þér munuð verða yrkt og sáin.

10 Og ég mun fjölga fólkinu á yður, gjörvöllum Ísraelslýð, og borgirnar verða byggðar og rústirnar reistar að nýju.

11 Og ég vil fjölga mönnum og skepnum á yður, og það skal margfaldast og verða frjósamt. Og ég mun láta yður verða byggð, eins og þér voruð í fyrri daga, og auðsýna yður enn meira gott en áður fyrr, til þess að þér viðurkennið, að ég er Drottinn.

12 Og ég mun láta menn á yður ganga, lýð minn Ísrael. Þeir skulu taka þig til eignar, svo að þú verðir arfleifð þeirra, og þú munt ekki framar gjöra þá barnlausa.

13 Svo segir Drottinn Guð: Af því að menn sögðu við yður: ,Þú varst mannæta og varst vön að gjöra þjóð þína barnlausa`,

14 fyrir því skalt þú ekki framar mönnum farga og ekki framar gjöra þjóð þína barnlausa, _ segir Drottinn Guð.

15 Og ég skal ekki framar láta þig heyra háðungar heiðingjanna og þú skalt ekki framar þurfa að þola smánanir þjóðanna og þú skalt ekki framar gjöra þjóð þína barnlausa, _ segir Drottinn Guð."

16 Orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

17 "Mannsson, þegar Ísraelsmenn bjuggu í landi sínu, þá saurguðu þeir það með breytni sinni og verkum sínum. Breytni þeirra var fyrir mér eins og óhreinleiki konu, sem hefir tíðir.

18 Og ég úthellti reiði minni yfir þá, sökum þess blóðs, er þeir höfðu úthellt í landinu, og af því að þeir höfðu saurgað það með skurðgoðum sínum.

19 Og ég tvístraði þeim meðal þjóðanna, og þeir dreifðust út um löndin. Eftir breytni þeirra og verkum þeirra dæmdi ég þá.

20 Og þeir komu til hinna heiðnu þjóða. Hvar sem þeir komu, þar vanhelguðu þeir mitt heilaga nafn, með því að mönnum fórust svo orð um þá: ,Þetta er lýður Drottins, og þó urðu þeir að fara burt úr landi sínu!`

21 Og mig tók það sárt, að Ísraelsmenn skyldu svo vanhelga heilagt nafn mitt meðal þjóðanna, hvar sem þeir komu.

22 Seg því við Ísraelsmenn: Svo segir Drottinn Guð: Eigi er það yðar vegna, Ísraelsmenn, að ég læt til mín taka, heldur vegna míns heilaga nafns, sem þér hafið vanhelgað meðal þjóðanna, hvar sem þér komuð.

23 Og ég mun helga mitt hið mikla nafn, sem vanhelgað var meðal þjóðanna, það er þér vanhelguðuð meðal þeirra, til þess að þjóðirnar viðurkenni, að ég er Drottinn, _ segir Drottinn Guð _ þá er ég auglýsi heilagleik minn á yður í augsýn þeirra.

24 Ég mun sækja yður til þjóðanna og saman safna yður úr öllum löndum og flytja yður inn í yðar land.

25 Ég mun stökkva hreinu vatni á yður, svo að þér verðið hreinir, ég mun hreinsa yður af öllum óhreinindum yðar og skurðgoðum.

26 Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.

27 Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim.

28 Og þér skuluð búa í landinu, sem ég gaf feðrum yðar, og þér skuluð vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð.

29 Ég mun frelsa yður frá öllum óhreinindum yðar, og ég mun kalla á kornið og margfalda það, og ekkert hallæri mun ég láta yfir yður koma.

30 Og ég mun margfalda ávöxtu trjánna og gróða vallarins, til þess að þér þurfið ekki að þola brigsl meðal heiðnu þjóðanna fyrir hallæri.

31 Þá munuð þér minnast yðar vondu breytni og verka yðar, sem ekki voru góð, og yður mun bjóða við sjálfum yður sökum misgjörða yðar og viðurstyggða.

32 Eigi er það yðar vegna, að ég læt til mín taka, segir Drottinn Guð, það skuluð þér vita! Blygðist og skammist yðar fyrir breytni yðar, þér Ísraelsmenn!

33 Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi, er ég hreinsa yður af öllum misgjörðum yðar, þá mun ég aftur láta borgirnar verða byggðar, og þá skulu fallin húsin rísa úr rústum.

34 Og hið eydda land mun yrkt verða, í stað þess að það áður var eins og auðn í augum allra umfarenda.

35 Þá mun sagt verða: ,Þetta land, sem komið var í auðn, er orðið eins og Edens garður, og borgirnar, sem orðnar voru að rústum, sem eyddar voru og umturnaðar, eru nú víggirtar og byggðar.`

36 Þá munu þær þjóðir, sem eftir eru orðnar kringum yður, viðurkenna, að ég, Drottinn, hefi reist af nýju það, sem umturnað var, og gróðursett það, sem var í eyði lagt. Ég, Drottinn, hefi talað það og mun framkvæma það.

37 Svo segir Drottinn Guð: Þá bón skal ég enn veita Ísraelsmönnum: Ég skal gjöra þá svo mannmarga sem hjörð er að sauðum.

38 Eins og helgidómurinn fyllist af sauðum, eins og Jerúsalem fyllist af sauðum á hátíðunum, svo munu eyðiborgirnar fyllast af mannahjörðum, til þess að þeir viðurkenni, að ég er Drottinn."

The Lord Will Be Israel’s Shepherd

34 The word of the Lord came to me: “Son of man, prophesy against the shepherds of Israel; prophesy and say to them: ‘This is what the Sovereign Lord says: Woe to you shepherds of Israel who only take care of yourselves! Should not shepherds take care of the flock?(A) You eat the curds, clothe yourselves with the wool and slaughter the choice animals, but you do not take care of the flock.(B) You have not strengthened the weak or healed(C) the sick or bound up(D) the injured. You have not brought back the strays or searched for the lost. You have ruled them harshly and brutally.(E) So they were scattered because there was no shepherd,(F) and when they were scattered they became food for all the wild animals.(G) My sheep wandered over all the mountains and on every high hill.(H) They were scattered(I) over the whole earth, and no one searched or looked for them.(J)

“‘Therefore, you shepherds, hear the word of the Lord: As surely as I live, declares the Sovereign Lord, because my flock lacks a shepherd and so has been plundered(K) and has become food for all the wild animals,(L) and because my shepherds did not search for my flock but cared for themselves rather than for my flock,(M) therefore, you shepherds, hear the word of the Lord: 10 This is what the Sovereign Lord says: I am against(N) the shepherds and will hold them accountable for my flock. I will remove them from tending the flock so that the shepherds can no longer feed themselves. I will rescue(O) my flock from their mouths, and it will no longer be food for them.(P)

11 “‘For this is what the Sovereign Lord says: I myself will search for my sheep(Q) and look after them. 12 As a shepherd(R) looks after his scattered flock when he is with them, so will I look after my sheep. I will rescue them from all the places where they were scattered on a day of clouds and darkness.(S) 13 I will bring them out from the nations and gather(T) them from the countries, and I will bring them into their own land.(U) I will pasture them on the mountains of Israel, in the ravines and in all the settlements in the land.(V) 14 I will tend them in a good pasture, and the mountain heights of Israel(W) will be their grazing land. There they will lie down in good grazing land, and there they will feed in a rich pasture(X) on the mountains of Israel.(Y) 15 I myself will tend my sheep and have them lie down,(Z) declares the Sovereign Lord.(AA) 16 I will search for the lost and bring back the strays. I will bind up(AB) the injured and strengthen the weak,(AC) but the sleek and the strong I will destroy.(AD) I will shepherd the flock with justice.(AE)

17 “‘As for you, my flock, this is what the Sovereign Lord says: I will judge between one sheep and another, and between rams and goats.(AF) 18 Is it not enough(AG) for you to feed on the good pasture? Must you also trample the rest of your pasture with your feet?(AH) Is it not enough for you to drink clear water? Must you also muddy the rest with your feet? 19 Must my flock feed on what you have trampled and drink what you have muddied with your feet?

20 “‘Therefore this is what the Sovereign Lord says to them: See, I myself will judge between the fat sheep and the lean sheep.(AI) 21 Because you shove with flank and shoulder, butting all the weak sheep with your horns(AJ) until you have driven them away, 22 I will save my flock, and they will no longer be plundered. I will judge between one sheep and another.(AK) 23 I will place over them one shepherd, my servant David, and he will tend(AL) them; he will tend them and be their shepherd.(AM) 24 I the Lord will be their God,(AN) and my servant David(AO) will be prince among them.(AP) I the Lord have spoken.(AQ)

25 “‘I will make a covenant(AR) of peace(AS) with them and rid the land of savage beasts(AT) so that they may live in the wilderness and sleep in the forests in safety.(AU) 26 I will make them and the places surrounding my hill a blessing.[a](AV) I will send down showers in season;(AW) there will be showers of blessing.(AX) 27 The trees will yield their fruit(AY) and the ground will yield its crops;(AZ) the people will be secure(BA) in their land. They will know that I am the Lord, when I break the bars of their yoke(BB) and rescue them from the hands of those who enslaved them.(BC) 28 They will no longer be plundered by the nations, nor will wild animals devour them. They will live in safety,(BD) and no one will make them afraid.(BE) 29 I will provide for them a land renowned(BF) for its crops, and they will no longer be victims of famine(BG) in the land or bear the scorn(BH) of the nations.(BI) 30 Then they will know that I, the Lord their God, am with them and that they, the Israelites, are my people, declares the Sovereign Lord.(BJ) 31 You are my sheep,(BK) the sheep of my pasture,(BL) and I am your God, declares the Sovereign Lord.’”

A Prophecy Against Edom

35 The word of the Lord came to me: “Son of man, set your face against Mount Seir;(BM) prophesy against it and say: ‘This is what the Sovereign Lord says: I am against you, Mount Seir, and I will stretch out my hand(BN) against you and make you a desolate waste.(BO) I will turn your towns into ruins(BP) and you will be desolate. Then you will know that I am the Lord.(BQ)

“‘Because you harbored an ancient hostility and delivered the Israelites over to the sword(BR) at the time of their calamity,(BS) the time their punishment reached its climax,(BT) therefore as surely as I live, declares the Sovereign Lord, I will give you over to bloodshed(BU) and it will pursue you.(BV) Since you did not hate bloodshed, bloodshed will pursue you. I will make Mount Seir a desolate waste(BW) and cut off from it all who come and go.(BX) I will fill your mountains with the slain; those killed by the sword will fall on your hills and in your valleys and in all your ravines.(BY) I will make you desolate forever;(BZ) your towns will not be inhabited. Then you will know that I am the Lord.(CA)

10 “‘Because you have said, “These two nations and countries will be ours and we will take possession(CB) of them,” even though I the Lord was there, 11 therefore as surely as I live, declares the Sovereign Lord, I will treat you in accordance with the anger(CC) and jealousy you showed in your hatred of them and I will make myself known among them when I judge you.(CD) 12 Then you will know that I the Lord have heard all the contemptible things you have said against the mountains of Israel. You said, “They have been laid waste and have been given over to us to devour.(CE) 13 You boasted(CF) against me and spoke against me without restraint, and I heard it.(CG) 14 This is what the Sovereign Lord says: While the whole earth rejoices, I will make you desolate.(CH) 15 Because you rejoiced(CI) when the inheritance of Israel became desolate, that is how I will treat you. You will be desolate, Mount Seir,(CJ) you and all of Edom.(CK) Then they will know that I am the Lord.’”

Hope for the Mountains of Israel

36 “Son of man, prophesy to the mountains of Israel(CL) and say, ‘Mountains of Israel, hear the word of the Lord. This is what the Sovereign Lord says:(CM) The enemy said of you, “Aha!(CN) The ancient heights(CO) have become our possession.(CP)”’ Therefore prophesy and say, ‘This is what the Sovereign Lord says: Because they ravaged(CQ) and crushed you from every side so that you became the possession of the rest of the nations and the object of people’s malicious talk and slander,(CR) therefore, mountains of Israel, hear the word of the Sovereign Lord: This is what the Sovereign Lord says to the mountains and hills, to the ravines and valleys,(CS) to the desolate ruins(CT) and the deserted(CU) towns that have been plundered and ridiculed(CV) by the rest of the nations around you(CW) this is what the Sovereign Lord says: In my burning(CX) zeal I have spoken against the rest of the nations, and against all Edom, for with glee and with malice in their hearts they made my land their own possession so that they might plunder its pastureland.’(CY) Therefore prophesy concerning the land of Israel and say to the mountains and hills, to the ravines and valleys: ‘This is what the Sovereign Lord says: I speak in my jealous wrath because you have suffered the scorn of the nations.(CZ) Therefore this is what the Sovereign Lord says: I swear with uplifted hand(DA) that the nations around you will also suffer scorn.(DB)

“‘But you, mountains of Israel, will produce branches and fruit(DC) for my people Israel, for they will soon come home. I am concerned for you and will look on you with favor; you will be plowed and sown,(DD) 10 and I will cause many people to live on you—yes, all of Israel. The towns will be inhabited and the ruins(DE) rebuilt.(DF) 11 I will increase the number of people and animals living on you, and they will be fruitful(DG) and become numerous. I will settle people(DH) on you as in the past(DI) and will make you prosper more than before.(DJ) Then you will know that I am the Lord. 12 I will cause people, my people Israel, to live on you. They will possess you, and you will be their inheritance;(DK) you will never again deprive them of their children.

13 “‘This is what the Sovereign Lord says: Because some say to you, “You devour people(DL) and deprive your nation of its children,” 14 therefore you will no longer devour people or make your nation childless, declares the Sovereign Lord. 15 No longer will I make you hear the taunts of the nations, and no longer will you suffer the scorn of the peoples or cause your nation to fall, declares the Sovereign Lord.(DM)’”

Israel’s Restoration Assured

16 Again the word of the Lord came to me: 17 “Son of man, when the people of Israel were living in their own land, they defiled it by their conduct and their actions. Their conduct was like a woman’s monthly uncleanness(DN) in my sight.(DO) 18 So I poured out(DP) my wrath on them because they had shed blood in the land and because they had defiled it with their idols. 19 I dispersed them among the nations, and they were scattered(DQ) through the countries; I judged them according to their conduct and their actions.(DR) 20 And wherever they went among the nations they profaned(DS) my holy name, for it was said of them, ‘These are the Lord’s people, and yet they had to leave his land.’(DT) 21 I had concern for my holy name, which the people of Israel profaned among the nations where they had gone.(DU)

22 “Therefore say to the Israelites, ‘This is what the Sovereign Lord says: It is not for your sake, people of Israel, that I am going to do these things, but for the sake of my holy name,(DV) which you have profaned(DW) among the nations where you have gone.(DX) 23 I will show the holiness of my great name,(DY) which has been profaned(DZ) among the nations, the name you have profaned among them. Then the nations will know that I am the Lord,(EA) declares the Sovereign Lord, when I am proved holy(EB) through you before their eyes.(EC)

24 “‘For I will take you out of the nations; I will gather you from all the countries and bring you back into your own land.(ED) 25 I will sprinkle(EE) clean water on you, and you will be clean; I will cleanse(EF) you from all your impurities(EG) and from all your idols.(EH) 26 I will give you a new heart(EI) and put a new spirit in you; I will remove from you your heart of stone(EJ) and give you a heart of flesh.(EK) 27 And I will put my Spirit(EL) in you and move you to follow my decrees(EM) and be careful to keep my laws.(EN) 28 Then you will live in the land I gave your ancestors; you will be my people,(EO) and I will be your God.(EP) 29 I will save you from all your uncleanness. I will call for the grain and make it plentiful and will not bring famine(EQ) upon you. 30 I will increase the fruit of the trees and the crops of the field, so that you will no longer suffer disgrace among the nations because of famine.(ER) 31 Then you will remember your evil ways and wicked deeds, and you will loathe yourselves for your sins and detestable practices.(ES) 32 I want you to know that I am not doing this for your sake, declares the Sovereign Lord. Be ashamed(ET) and disgraced for your conduct, people of Israel!(EU)

33 “‘This is what the Sovereign Lord says: On the day I cleanse(EV) you from all your sins, I will resettle your towns, and the ruins(EW) will be rebuilt.(EX) 34 The desolate land will be cultivated instead of lying desolate in the sight of all who pass through it. 35 They will say, “This land that was laid waste has become like the garden of Eden;(EY) the cities that were lying in ruins, desolate and destroyed, are now fortified and inhabited.(EZ) 36 Then the nations around you that remain will know that I the Lord have rebuilt what was destroyed and have replanted what was desolate. I the Lord have spoken, and I will do it.’(FA)

37 “This is what the Sovereign Lord says: Once again I will yield to Israel’s plea(FB) and do this for them: I will make their people as numerous as sheep,(FC) 38 as numerous as the flocks for offerings(FD) at Jerusalem during her appointed festivals. So will the ruined cities be filled with flocks of people. Then they will know that I am the Lord.(FE)

Notas al pie

  1. Ezekiel 34:26 Or I will cause them and the places surrounding my hill to be named in blessings (see Gen. 48:20); or I will cause them and the places surrounding my hill to be seen as blessed