Add parallel Print Page Options

Þessi eru nöfn Ísraels sona, sem komu til Egyptalands með Jakob, hver með sitt heimilisfólk:

Rúben, Símeon, Leví og Júda,

Íssakar, Sebúlon og Benjamín,

Dan og Naftalí, Gað og Asser.

Alls voru niðjar Jakobs sjötíu manns, og Jósef var fyrir í Egyptalandi.

Og Jósef dó og allir bræður hans og öll sú kynslóð.

Og Ísraelsmenn voru frjósamir, jukust, margfölduðust og fjölgaði stórum, svo að landið varð fullt af þeim.

Þá hófst til ríkis í Egyptalandi nýr konungur, sem engin deili vissi á Jósef.

Hann sagði við þjóð sína: "Sjá, þjóð Ísraelsmanna er fjölmennari og aflmeiri en vér.

10 Látum oss fara kænlega að við hana, ella kynni henni að fjölga um of, og ef til ófriðar kæmi, kynni hún jafnvel að ganga í lið með óvinum vorum og berjast móti oss og fara síðan af landi burt."

11 Og þeir settu verkstjóra yfir hana til þess að þjá hana með þrælavinnu, og hún byggði vistaborgir handa Faraó, Pítóm og Raamses.

12 En því meir sem þeir þjáðu hana, því meir fjölgaði henni og breiddist út, svo að þeir tóku að óttast Ísraelsmenn.

13 Og Egyptar þrælkuðu Ísraelsmenn vægðarlaust

14 og gjörðu þeim lífið leitt með þungri þrælavinnu við leireltu og tigulsteinagjörð og með alls konar akurvinnu, með allri þeirri vinnu, er þeir vægðarlaust þrælkuðu þá með.

15 En Egyptalandskonungur mælti til hinna hebresku ljósmæðra _ hét önnur Sifra, en hin Púa:

16 "Þegar þið sitjið yfir hebreskum konum," mælti hann, "þá lítið á burðarsetið. Sé barnið sveinbarn, þá deyðið það, en sé það meybarn, þá má það lifa."

17 En ljósmæðurnar óttuðust Guð og gjörðu eigi það, sem Egyptalandskonungur bauð þeim, heldur létu sveinbörnin lifa.

18 Þá lét Egyptalandskonungur kalla ljósmæðurnar og sagði við þær: "Hví hafið þér svo gjört, að láta sveinbörnin lifa?"

19 Ljósmæðurnar svöruðu Faraó: "Hebreskar konur eru ólíkar egypskum, því að þær eru hraustar. Áður en ljósmóðirin kemur til þeirra, eru þær búnar að fæða."

20 Og Guð lét ljósmæðrunum vel farnast, og fólkinu fjölgaði og það efldist mjög.

21 Og fyrir þá sök, að ljósmæðurnar óttuðust Guð, gaf hann þeim fjölda niðja.

22 Þá bauð Faraó öllum lýð sínum og sagði: "Kastið í ána öllum þeim sveinbörnum, sem fæðast meðal Hebrea, en öll meybörn mega lífi halda."

Maður nokkur af Leví ætt gekk að eiga dóttur Leví.

Og konan varð þunguð og fæddi son. Og er hún sá að sveinninn var fríður, þá leyndi hún honum í þrjá mánuði.

En er hún mátti eigi leyna honum lengur, tók hún handa honum örk af reyr, bræddi hana með jarðlími og biki, lagði sveininn í hana og lét örkina út í sefið hjá árbakkanum.

En systir hans stóð þar álengdar til að vita, hvað um hann yrði.

Þá gekk dóttir Faraós ofan að ánni til að lauga sig, og gengu þjónustumeyjar hennar eftir árbakkanum. Hún leit örkina í sefinu og sendi þernu sína að sækja hana.

En er hún lauk upp örkinni, sá hún barnið, og sjá, það var sveinbarn og var að gráta. Og hún kenndi í brjósti um það og sagði: "Þetta er eitt af börnum Hebrea."

Þá sagði systir sveinsins við dóttur Faraós: "Á ég að fara og sækja fyrir þig barnfóstru, einhverja hebreska konu, að hún hafi sveininn á brjósti fyrir þig?"

Og dóttir Faraós svaraði henni: "Já, far þú." En mærin fór og sótti móður sveinsins.

Og dóttir Faraós sagði við hana: "Tak svein þennan með þér og haf hann á brjósti fyrir mig, og skal ég launa þér fyrir." Tók konan þá sveininn og hafði hann á brjósti.

10 En er sveinninn var vaxinn, fór hún með hann til dóttur Faraós. Tók hún hann í sonar stað og nefndi hann Móse, því að hún sagði: "Ég hefi dregið hann upp úr vatninu."

11 Um þær mundir bar svo við, þegar Móse var orðinn fulltíða maður, að hann fór á fund ættbræðra sinna og sá þrældóm þeirra. Sá hann þá egypskan mann ljósta hebreskan mann, einn af ættbræðrum hans.

12 Hann skimaði þá í allar áttir, og er hann sá, að þar var enginn, drap hann Egyptann og huldi hann í sandinum.

13 Daginn eftir gekk hann út og sá tvo Hebrea vera að þrátta sín á milli. Þá mælti hann við þann, sem á röngu hafði að standa: "Hví slær þú náunga þinn?"

14 En hann sagði: "Hver skipaði þig höfðingja og dómara yfir okkur? Er þér í hug að drepa mig, eins og þú drapst Egyptann?" Þá varð Móse hræddur og hugsaði með sér: "Það er þá orðið uppvíst!"

15 Er Faraó frétti þennan atburð, leitaði hann eftir að drepa Móse, en Móse flýði undan Faraó og tók sér bústað í Midíanslandi og settist að hjá vatnsbólinu.

16 Presturinn í Midíanslandi átti sjö dætur. Þær komu þangað, jusu vatn og fylltu þrórnar til að brynna fénaði föður síns.

17 Þá komu að hjarðmenn og bægðu þeim frá. En Móse tók sig til og hjálpaði þeim og brynnti fénaði þeirra.

18 Og er þær komu heim til Regúels föður síns, mælti hann: "Hví komið þér svo snemma heim í dag?"

19 Þær svöruðu: "Egypskur maður hjálpaði oss móti hjarðmönnunum, jós líka vatnið upp fyrir oss og brynnti fénaðinum."

20 Hann sagði þá við dætur sínar: "Hvar er hann þá? Hvers vegna skilduð þér manninn eftir? Bjóðið honum heim, að hann neyti matar."

21 Móse lét sér vel líka að vera hjá þessum manni, og hann gifti Móse Sippóru dóttur sína.

22 Hún ól son, og hann nefndi hann Gersóm, því að hann sagði: "Gestur er ég í ókunnu landi."

23 Löngum tíma eftir þetta dó Egyptalandskonungur. En Ísraelsmenn andvörpuðu undir ánauðinni og kveinuðu, og ánauðarkvein þeirra sté upp til Guðs.

24 Og Guð heyrði andvarpanir þeirra og minntist sáttmála síns við Abraham, Ísak og Jakob.

25 Og Guð leit til Ísraelsmanna og kenndist við þá.

En Móse gætti sauða Jetró tengdaföður síns, prests í Midíanslandi. Og hann hélt fénu vestur yfir eyðimörkina og kom til Guðs fjalls, til Hóreb.

Þá birtist honum engill Drottins í eldsloga, sem lagði út af þyrnirunna nokkrum. Og er hann gætti að, sá hann, að þyrnirunninn stóð í ljósum loga, en brann ekki.

Þá sagði Móse: "Ég vil ganga nær og sjá þessa miklu sýn, hvað til þess kemur, að þyrnirunninn brennur ekki."

En er Drottinn sá, að hann vék þangað til að skoða þetta, þá kallaði Guð til hans úr þyrnirunnanum og sagði: "Móse, Móse!" Hann svaraði: "Hér er ég."

Guð sagði: "Gakk ekki hingað! Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð."

Því næst mælti hann: "Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs." Þá byrgði Móse andlit sitt, því að hann þorði ekki að líta upp á Guð.

Drottinn sagði: "Ég hefi sannlega séð ánauð þjóðar minnar í Egyptalandi og heyrt hversu hún kveinar undan þeim, sem þrælka hana; ég veit, hversu bágt hún á.

Ég er ofan farinn til að frelsa hana af hendi Egypta og til að leiða hana úr þessu landi og til þess lands, sem er gott og víðlent, til þess lands, sem flýtur í mjólk og hunangi, á stöðvar Kanaaníta, Hetíta, Amoríta, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta.

Nú með því að kvein Ísraelsmanna er komið til mín, og ég auk þess hefi séð, hversu harðlega Egyptar þjaka þeim,

10 þá far þú nú. Ég vil senda þig til Faraós, og þú skalt leiða þjóð mína, Ísraelsmenn, út af Egyptalandi."

11 En Móse sagði við Guð: "Hver er ég, að ég fari til fundar við Faraó og að ég leiði Ísraelsmenn út af Egyptalandi?"

12 Þá sagði hann: "Sannlega mun ég vera með þér. Og það skalt þú til marks hafa, að ég hefi sent þig, að þá er þú hefir leitt fólkið út af Egyptalandi, munuð þér þjóna Guði á þessu fjalli."

13 Móse sagði við Guð: "En þegar ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: ,Guð feðra yðar sendi mig til yðar,` og þeir segja við mig: ,Hvert er nafn hans?` hverju skal ég þá svara þeim?"

14 Þá sagði Guð við Móse: "Ég er sá, sem ég er." Og hann sagði: "Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: ,Ég er` sendi mig til yðar."

15 Guð sagði enn fremur við Móse: "Svo skalt þú segja Ísraelsmönnum: ,Drottinn, Guð feðra yðar, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs sendi mig til yðar.` Þetta er nafn mitt um aldur, og þetta er heiti mitt frá kyni til kyns.

16 Far nú og safna saman öldungum Ísraels og mæl við þá: ,Drottinn, Guð feðra yðar birtist mér, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, og sagði: Ég hefi vitjað yðar og séð, hversu með yður hefir verið farið í Egyptalandi.

17 Og ég hefi sagt: Ég vil leiða yður úr ánauð Egyptalands inn í land Kanaaníta, Hetíta, Amoríta, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta, í það land, sem flýtur í mjólk og hunangi.`

18 Þeir munu skipast við orð þín og skaltu þá ganga með öldungum Ísraels fyrir Egyptalandskonung, og skuluð þér segja við hann: ,Drottinn, Guð Hebrea, hefir komið til móts við oss. Leyf oss því nú að fara þrjár dagleiðir á eyðimörkina, að vér færum fórnir Drottni, Guði vorum.`

19 Veit ég þó, að Egyptalandskonungur mun eigi leyfa yður burtförina, og jafnvel ekki þótt hart sé á honum tekið.

20 En ég vil útrétta hönd mína og ljósta Egyptaland með öllum undrum mínum, sem ég mun fremja þar, og þá mun hann láta yður fara.

21 Og ég skal láta þessa þjóð öðlast hylli Egypta, svo að þá er þér farið, skuluð þér eigi tómhentir burt fara,

22 heldur skal hver kona biðja grannkonu sína og sambýliskonu um silfurgripi og gullgripi og klæði, og það skuluð þér láta sonu yðar og dætur bera, og þannig skuluð þér ræna Egypta."

The Israelites Oppressed

These are the names of the sons of Israel(A) who went to Egypt with Jacob, each with his family: Reuben, Simeon, Levi and Judah; Issachar, Zebulun and Benjamin; Dan and Naphtali; Gad and Asher.(B) The descendants of Jacob numbered seventy[a] in all;(C) Joseph was already in Egypt.

Now Joseph and all his brothers and all that generation died,(D) but the Israelites were exceedingly fruitful; they multiplied greatly, increased in numbers(E) and became so numerous that the land was filled with them.

Then a new king, to whom Joseph meant nothing, came to power in Egypt.(F) “Look,” he said to his people, “the Israelites have become far too numerous(G) for us.(H) 10 Come, we must deal shrewdly(I) with them or they will become even more numerous and, if war breaks out, will join our enemies, fight against us and leave the country.”(J)

11 So they put slave masters(K) over them to oppress them with forced labor,(L) and they built Pithom and Rameses(M) as store cities(N) for Pharaoh. 12 But the more they were oppressed, the more they multiplied and spread; so the Egyptians came to dread the Israelites 13 and worked them ruthlessly.(O) 14 They made their lives bitter with harsh labor(P) in brick(Q) and mortar and with all kinds of work in the fields; in all their harsh labor the Egyptians worked them ruthlessly.(R)

15 The king of Egypt said to the Hebrew midwives,(S) whose names were Shiphrah and Puah, 16 “When you are helping the Hebrew women during childbirth on the delivery stool, if you see that the baby is a boy, kill him; but if it is a girl, let her live.”(T) 17 The midwives, however, feared(U) God and did not do what the king of Egypt had told them to do;(V) they let the boys live. 18 Then the king of Egypt summoned the midwives and asked them, “Why have you done this? Why have you let the boys live?”

19 The midwives answered Pharaoh, “Hebrew women are not like Egyptian women; they are vigorous and give birth before the midwives arrive.”(W)

20 So God was kind to the midwives(X) and the people increased and became even more numerous. 21 And because the midwives feared(Y) God, he gave them families(Z) of their own.

22 Then Pharaoh gave this order to all his people: “Every Hebrew boy that is born you must throw into the Nile,(AA) but let every girl live.”(AB)

The Birth of Moses

Now a man of the tribe of Levi(AC) married a Levite woman,(AD) and she became pregnant and gave birth to a son. When she saw that he was a fine(AE) child, she hid him for three months.(AF) But when she could hide him no longer, she got a papyrus(AG) basket[b] for him and coated it with tar and pitch.(AH) Then she placed the child in it and put it among the reeds(AI) along the bank of the Nile. His sister(AJ) stood at a distance to see what would happen to him.

Then Pharaoh’s daughter went down to the Nile to bathe, and her attendants were walking along the riverbank.(AK) She saw the basket among the reeds and sent her female slave to get it. She opened it and saw the baby. He was crying, and she felt sorry for him. “This is one of the Hebrew babies,” she said.

Then his sister asked Pharaoh’s daughter, “Shall I go and get one of the Hebrew women to nurse the baby for you?”

“Yes, go,” she answered. So the girl went and got the baby’s mother. Pharaoh’s daughter said to her, “Take this baby and nurse him for me, and I will pay you.” So the woman took the baby and nursed him. 10 When the child grew older, she took him to Pharaoh’s daughter and he became her son. She named(AL) him Moses,[c] saying, “I drew(AM) him out of the water.”

Moses Flees to Midian

11 One day, after Moses had grown up, he went out to where his own people(AN) were and watched them at their hard labor.(AO) He saw an Egyptian beating a Hebrew, one of his own people. 12 Looking this way and that and seeing no one, he killed the Egyptian and hid him in the sand. 13 The next day he went out and saw two Hebrews fighting. He asked the one in the wrong, “Why are you hitting your fellow Hebrew?”(AP)

14 The man said, “Who made you ruler and judge over us?(AQ) Are you thinking of killing me as you killed the Egyptian?” Then Moses was afraid and thought, “What I did must have become known.”

15 When Pharaoh heard of this, he tried to kill(AR) Moses, but Moses fled(AS) from Pharaoh and went to live in Midian,(AT) where he sat down by a well. 16 Now a priest of Midian(AU) had seven daughters, and they came to draw water(AV) and fill the troughs(AW) to water their father’s flock. 17 Some shepherds came along and drove them away, but Moses got up and came to their rescue(AX) and watered their flock.(AY)

18 When the girls returned to Reuel(AZ) their father, he asked them, “Why have you returned so early today?”

19 They answered, “An Egyptian rescued us from the shepherds. He even drew water for us and watered the flock.”

20 “And where is he?” Reuel asked his daughters. “Why did you leave him? Invite him to have something to eat.”(BA)

21 Moses agreed to stay with the man, who gave his daughter Zipporah(BB) to Moses in marriage. 22 Zipporah gave birth to a son, and Moses named him Gershom,[d](BC) saying, “I have become a foreigner(BD) in a foreign land.”

23 During that long period,(BE) the king of Egypt died.(BF) The Israelites groaned in their slavery(BG) and cried out, and their cry(BH) for help because of their slavery went up to God. 24 God heard their groaning and he remembered(BI) his covenant(BJ) with Abraham, with Isaac and with Jacob. 25 So God looked on the Israelites and was concerned(BK) about them.

Moses and the Burning Bush

Now Moses was tending the flock of Jethro(BL) his father-in-law, the priest of Midian,(BM) and he led the flock to the far side of the wilderness and came to Horeb,(BN) the mountain(BO) of God. There the angel of the Lord(BP) appeared to him in flames of fire(BQ) from within a bush.(BR) Moses saw that though the bush was on fire it did not burn up. So Moses thought, “I will go over and see this strange sight—why the bush does not burn up.”

When the Lord saw that he had gone over to look, God called(BS) to him from within the bush,(BT) “Moses! Moses!”

And Moses said, “Here I am.”(BU)

“Do not come any closer,”(BV) God said. “Take off your sandals, for the place where you are standing is holy ground.”(BW) Then he said, “I am the God of your father,[e] the God of Abraham, the God of Isaac and the God of Jacob.”(BX) At this, Moses hid(BY) his face, because he was afraid to look at God.(BZ)

The Lord said, “I have indeed seen(CA) the misery(CB) of my people in Egypt. I have heard them crying out because of their slave drivers, and I am concerned(CC) about their suffering.(CD) So I have come down(CE) to rescue them from the hand of the Egyptians and to bring them up out of that land into a good and spacious land,(CF) a land flowing with milk and honey(CG)—the home of the Canaanites, Hittites, Amorites, Perizzites, Hivites(CH) and Jebusites.(CI) And now the cry of the Israelites has reached me, and I have seen the way the Egyptians are oppressing(CJ) them. 10 So now, go. I am sending(CK) you to Pharaoh to bring my people the Israelites out of Egypt.”(CL)

11 But Moses said to God, “Who am I(CM) that I should go to Pharaoh and bring the Israelites out of Egypt?”

12 And God said, “I will be with you.(CN) And this will be the sign(CO) to you that it is I who have sent you: When you have brought the people out of Egypt, you[f] will worship God on this mountain.(CP)

13 Moses said to God, “Suppose I go to the Israelites and say to them, ‘The God of your fathers has sent me to you,’ and they ask me, ‘What is his name?’(CQ) Then what shall I tell them?”

14 God said to Moses, “I am who I am.[g] This is what you are to say to the Israelites: ‘I am(CR) has sent me to you.’”

15 God also said to Moses, “Say to the Israelites, ‘The Lord,[h] the God of your fathers(CS)—the God of Abraham, the God of Isaac and the God of Jacob(CT)—has sent me to you.’

“This is my name(CU) forever,
    the name you shall call me
    from generation to generation.(CV)

16 “Go, assemble the elders(CW) of Israel and say to them, ‘The Lord, the God of your fathers—the God of Abraham, Isaac and Jacob(CX)—appeared to me and said: I have watched over you and have seen(CY) what has been done to you in Egypt. 17 And I have promised to bring you up out of your misery in Egypt(CZ) into the land of the Canaanites, Hittites, Amorites, Perizzites, Hivites and Jebusites—a land flowing with milk and honey.’(DA)

18 “The elders of Israel will listen(DB) to you. Then you and the elders are to go to the king of Egypt and say to him, ‘The Lord, the God of the Hebrews,(DC) has met(DD) with us. Let us take a three-day journey(DE) into the wilderness to offer sacrifices(DF) to the Lord our God.’ 19 But I know that the king of Egypt will not let you go unless a mighty hand(DG) compels him. 20 So I will stretch out my hand(DH) and strike the Egyptians with all the wonders(DI) that I will perform among them. After that, he will let you go.(DJ)

21 “And I will make the Egyptians favorably disposed(DK) toward this people, so that when you leave you will not go empty-handed.(DL) 22 Every woman is to ask her neighbor and any woman living in her house for articles of silver(DM) and gold(DN) and for clothing, which you will put on your sons and daughters. And so you will plunder(DO) the Egyptians.”(DP)

Footnotes

  1. Exodus 1:5 Masoretic Text (see also Gen. 46:27); Dead Sea Scrolls and Septuagint (see also Acts 7:14 and note at Gen. 46:27) seventy-five
  2. Exodus 2:3 The Hebrew can also mean ark, as in Gen. 6:14.
  3. Exodus 2:10 Moses sounds like the Hebrew for draw out.
  4. Exodus 2:22 Gershom sounds like the Hebrew for a foreigner there.
  5. Exodus 3:6 Masoretic Text; Samaritan Pentateuch (see Acts 7:32) fathers
  6. Exodus 3:12 The Hebrew is plural.
  7. Exodus 3:14 Or I will be what I will be
  8. Exodus 3:15 The Hebrew for Lord sounds like and may be related to the Hebrew for I am in verse 14.

14 Um þessar mundir spyr Heródes fjórðungsstjóri tíðindin af Jesú.

Og hann segir við sveina sína: "Þetta er Jóhannes skírari, hann er risinn frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum."

En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns,

því Jóhannes hafði sagt við hann: "Þú mátt ekki eiga hana."

Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.

En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo,

að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.

Að undirlagi móður sinnar segir hún: "Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara."

Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta.

10 Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar.

11 Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.

12 Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.

13 Þegar Jesús heyrði þetta, fór hann þaðan á báti á óbyggðan stað og vildi vera einn. En fólkið frétti það og fór gangandi á eftir honum úr borgunum.

14 Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru.

15 Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við hann og sögðu: "Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara, að þeir geti náð til þorpanna og keypt sér vistir."

16 Jesús svaraði þeim: "Ekki þurfa þeir að fara, gefið þeim sjálfir að eta."

17 Þeir svara honum: "Vér höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska."

18 Hann segir: "Færið mér það hingað."

19 Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum, en þeir fólkinu.

20 Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana, er af gengu, tólf körfur fullar.

21 En þeir, sem neytt höfðu, voru um fimm þúsund karlmenn, auk kvenna og barna.

Read full chapter

John the Baptist Beheaded(A)

14 At that time Herod(B) the tetrarch heard the reports about Jesus,(C) and he said to his attendants, “This is John the Baptist;(D) he has risen from the dead! That is why miraculous powers are at work in him.”

Now Herod had arrested John and bound him and put him in prison(E) because of Herodias, his brother Philip’s wife,(F) for John had been saying to him: “It is not lawful for you to have her.”(G) Herod wanted to kill John, but he was afraid of the people, because they considered John a prophet.(H)

On Herod’s birthday the daughter of Herodias danced for the guests and pleased Herod so much that he promised with an oath to give her whatever she asked. Prompted by her mother, she said, “Give me here on a platter the head of John the Baptist.” The king was distressed, but because of his oaths and his dinner guests, he ordered that her request be granted 10 and had John beheaded(I) in the prison. 11 His head was brought in on a platter and given to the girl, who carried it to her mother. 12 John’s disciples came and took his body and buried it.(J) Then they went and told Jesus.

Jesus Feeds the Five Thousand(K)(L)

13 When Jesus heard what had happened, he withdrew by boat privately to a solitary place. Hearing of this, the crowds followed him on foot from the towns. 14 When Jesus landed and saw a large crowd, he had compassion on them(M) and healed their sick.(N)

15 As evening approached, the disciples came to him and said, “This is a remote place, and it’s already getting late. Send the crowds away, so they can go to the villages and buy themselves some food.”

16 Jesus replied, “They do not need to go away. You give them something to eat.”

17 “We have here only five loaves(O) of bread and two fish,” they answered.

18 “Bring them here to me,” he said. 19 And he directed the people to sit down on the grass. Taking the five loaves and the two fish and looking up to heaven, he gave thanks and broke the loaves.(P) Then he gave them to the disciples, and the disciples gave them to the people. 20 They all ate and were satisfied, and the disciples picked up twelve basketfuls of broken pieces that were left over. 21 The number of those who ate was about five thousand men, besides women and children.

Read full chapter