Add parallel Print Page Options

17 Þú skalt ekki fórna Drottni Guði þínum nokkru því nauti eða sauð, sem lýti er á, einhver slæmur galli, því að það er andstyggilegt Drottni Guði þínum.

Ef hjá þér finnst, í einhverri af borgum þínum, þeim er Drottinn Guð þinn gefur þér, maður eða kona, er gjörir það sem illt er í augum Drottins Guðs þíns, með því að rjúfa sáttmála hans,

og fer og dýrkar aðra guði og fellur fram fyrir þeim, eða fyrir sólinni eða tunglinu eða öllum himinsins her, er ég hefi eigi leyft,

og verði þér sagt frá þessu og þú heyrir það, þá skalt þú rækilega rannsaka það, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið í Ísrael,

þá skalt þú leiða mann þann eða konu, er slíkt ódæði hefir framið, að borgarhliðinu _ manninn eða konuna, og lemja þau grjóti til bana.

Eftir framburði tveggja eða þriggja vitna skal sá líflátinn verða, er fyrir dauðasök er hafður. Eigi skal hann líflátinn eftir framburði eins vitnis.

Vitnin skulu fyrst reiða hönd gegn honum til þess að deyða hann, og því næst allur lýðurinn. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.

Ef þér er um megn að dæma í einhverju máli: manndrápsmáli, máli um eignarrétt, meiðslamáli _ í einhverjum þrætumálum innan borgarhliða þinna, þá skalt þú hafa þig til vegar og fara til þess staðar, er Drottinn Guð þinn velur,

og þú skalt ganga fyrir levítaprestana og dómarann, sem þá er, og þú skalt spyrja þá ráða, og þeir skulu segja þér dómsatkvæðið.

10 Og þú skalt fara eftir því atkvæði, sem þeir segja þér á þeim stað, sem Drottinn velur, og þú skalt gæta þess að gjöra allt eins og þeir segja þér fyrir.

11 Eftir þeim fyrirmælum, sem þeir tjá þér, og eftir þeim dómi, sem þeir segja þér, skalt þú fara. Þú skalt eigi víkja frá atkvæðinu, sem þeir segja þér, hvorki til hægri né vinstri.

12 En ef nokkur gjörir sig svo djarfan, að hann vill eigi hlýða á prestinn, sem stendur þar í þjónustu Drottins Guðs þíns, eða á dómarann _ sá maður skal deyja, og þú skalt útrýma hinu illa úr Ísrael,

13 svo að allur lýðurinn heyri það og skelfist og enginn sýni framar slíka ofdirfsku.

14 Þegar þú ert kominn inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, og þú hefir fengið það til eignar og ert setstur þar að og segir: "Ég vil taka mér konung, eins og allar þjóðirnar, sem í kringum mig eru,"

15 þá skalt þú taka þann til konungs yfir þig, sem Drottinn Guð þinn útvelur. Mann af bræðrum þínum skalt þú taka til konungs yfir þig. Eigi mátt þú setja útlendan mann yfir þig, þann sem eigi er bróðir þinn.

16 Eigi skal hann hafa marga hesta, né heldur fara aftur með lýðinn til Egyptalands til þess að afla sér margra hesta, með því að Drottinn hefir sagt við yður: "Þér skuluð aldrei snúa aftur þessa leið."

17 Hann skal og eigi hafa margar konur, svo að hjarta hans gjörist eigi fráhverft, og hann skal eigi draga saman ógrynni af silfri og gulli.

18 Og þegar hann nú er setstur í hásæti konungdóms síns, þá skal hann fá lögmál þetta hjá levítaprestunum og rita eftirrit af því handa sér í bók.

19 Og hann skal hafa hana hjá sér og lesa í henni alla ævidaga sína, til þess að hann læri að óttast Drottin Guð sinn og gæti þess að halda öll fyrirmæli þessa lögmáls og þessi ákvæði,

20 að hann ofmetnist eigi í hjarta sínu yfir bræður sína og víki eigi frá boðorðunum, hvorki til hægri né vinstri, svo að hann megi um langa ævi ríkjum ráða í Ísrael, hann og synir hans.

18 Eigi skulu levítaprestarnir, öll kynkvísl Leví, fá hlut og óðal með Ísrael. Á eldfórnum Drottins og erfðahluta hans skulu þeir lifa.

En óðal skulu þeir eigi fá meðal bræðra sinna. Drottinn er óðal þeirra, eins og hann hefir heitið þeim.

Þessi skulu vera réttindi prestanna af hálfu lýðsins, af hálfu þeirra manna, er fórna sláturfórn, hvort heldur er nauti eða sauð: Presti skal gefa bóginn, báða kjammana og vinstrina.

Frumgróðann af korni þínu, aldinlegi þínum og olíu þinni og fyrstu ullina, sem þú klippir af sauðfé þínu, skalt þú gefa honum.

Því að Drottinn Guð þinn hefir útvalið hann af öllum kynkvíslum þínum, til þess að hann og synir hans gegni þjónustu í nafni Drottins alla daga.

Nú kemur levíti úr einhverri af borgum þínum í öllum Ísrael, þar er hann dvelur sem útlendingur _ og hann má koma eftir vild sinni _ til þess staðar, er Drottinn velur,

og má hann þá gegna þjónustu í nafni Drottins Guðs síns eins og allir bræður hans, levítarnir, er standa þar frammi fyrir Drottni.

Þeir skulu fá jafnan hlut til viðurværis, án tillits til þess, er hann fær fyrir selda séreign sína.

Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða.

10 Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður

11 eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum.

12 Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér.

13 Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum.

14 Því að þessar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdramenn, en þér hefir Drottinn Guð þinn eigi leyft slíkt.

15 Spámann mun Drottinn Guð þinn upp vekja meðal þín, af bræðrum þínum, slíkan sem ég er. Á hann skuluð þér hlýða.

16 Mun þannig fyllilega rætast það, er þú baðst Drottin Guð þinn um hjá Hóreb, daginn sem þér voruð þar saman komnir, er þú sagðir: "Eigi vildi ég lengur þurfa að heyra raust Drottins Guðs míns né oftar að sjá þennan mikla eld, svo að ég deyi ekki."

17 Þá sagði Drottinn við mig: "Vel er það mælt, sem þeir segja.

18 Ég vil upp vekja þeim spámann meðal bræðra þeirra, slíkan sem þú ert, og ég mun leggja honum mín orð í munn, og hann skal mæla til þeirra allt það, er ég býð honum.

19 Og hvern þann, er eigi vill hlýða á orð mín, þau er hann mun flytja í mínu nafni, hann mun ég krefja reikningsskapar.

20 En sá spámaður, sem dirfist að tala í mínu nafni það, er ég hefi eigi boðið honum að tala, og sá sem talar í nafni annarra guða, sá spámaður skal deyja.

21 Ef þú segir í hjarta þínu: ,Hvernig fáum vér þekkt úr þau orð, er Drottinn hefir ekki talað?`

22 þá vit, að þegar spámaður talar í nafni Drottins og það rætist eigi né kemur fram, þá eru það orð, sem Drottinn hefir eigi talað. Af ofdirfsku sinni hefir spámaðurinn talað það, þú þarft ekki að hræðast hann."

19 Þegar Drottinn Guð þinn upprætir þær þjóðir, hverra land Drottinn Guð þinn gefur þér, og er þú hefir lagt þær undir þig og ert setstur að í borgum þeirra og húsum,

þá skalt þú skilja frá þrjár borgir í landi þínu, því er Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar.

Þú skalt leggja veg að þeim og skipta gjörvöllu landi þínu, því er Drottinn Guð þinn lætur þig eignast, í þrjá hluti, og skal það vera til þess að þangað megi flýja hver sá, er mann vegur.

Svo skal vera um veganda þann, er þangað flýr til þess að forða lífi sínu: Ef maður drepur náunga sinn óviljandi og hefir eigi verið óvinur hans áður,

svo sem þegar maður fer með náunga sínum í skóg að fella tré og hann reiðir upp öxina til að höggva tréð, en öxin hrýtur af skaftinu og lendir á náunga hans, svo að hann fær bana af _ sá maður má flýja í einhverja af borgum þessum og forða svo lífi sínu,

til þess að hefndarmaðurinn elti ekki vegandann meðan móðurinn er á honum og nái honum, af því að vegurinn er langur, og drepi hann, þótt hann sé ekki dauðasekur, með því að hann var ekki óvinur hans áður.

Fyrir því býð ég þér og segi: Þú skalt skilja þrjár borgir frá.

Og ef Drottinn Guð þinn færir út landamerki þín, eins og hann hefir svarið feðrum þínum, og hann gefur þér gjörvallt landið, sem hann hét að gefa feðrum þínum,

svo framarlega sem þú gætir þess að halda allar þessar skipanir, sem ég legg fyrir þig í dag, með því að elska Drottin Guð þinn og ganga á hans vegum alla daga, þá skalt þú enn bæta þrem borgum við þessar þrjár,

10 til þess að saklausu blóði verði eigi úthellt í landi þínu, því er Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar, og blóðsök falli eigi á þig.

11 En ef maður hatast við náunga sinn og situr um hann, ræðst á hann og lýstur hann til bana og flýr síðan í einhverja af borgum þessum,

12 þá skulu öldungar þeirrar borgar, er hann á heima í, senda þangað og sækja hann og selja í hendur hefndarmanni til lífláts.

13 Þú skalt ekki líta hann vægðarauga, heldur hreinsa Ísrael af saklausra manna blóði, svo að þér vegni vel.

14 Þú skalt eigi færa úr stað landamerki náunga þíns, þau er forfeðurnir hafa sett, á arfleifð þinni, er þú munt eignast í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar.

15 Eigi skal eitt vitni koma fram gegn manni, þá er um einhvern glæp eða einhverja synd er að ræða _ hvaða synd sem það nú er, sem hann hefir drýgt. Því aðeins skal framburður gildur vera, að tveir eða þrír vottar beri.

16 Nú rís falsvottur gegn einhverjum og ber á hann lagabrot,

17 og skulu þá báðir þeir, er kærumálið eiga saman, ganga fram fyrir Drottin, fyrir prestana og dómarana, sem þá eru í þann tíma,

18 og dómararnir skulu rannsaka það rækilega, og ef þá reynist svo, að votturinn er ljúgvottur, að hann hefir borið lygar á bróður sinn,

19 þá skuluð þér gjöra svo við hann sem hann hafði hugsað að gjöra við bróður sinn, og þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér.

20 Og hinir munu heyra það og skelfast og eigi framar hafast að slíkt ódæði þín á meðal.

21 Eigi skalt þú líta slíkt vægðarauga: Líf fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót.

20 Þegar þú fer í hernað við óvini þína og þú sér hesta og vagna og liðfleiri her en þú ert, þá skalt þú ekki óttast þá, því að Drottinn Guð þinn er með þér, hann sem leiddi þig burt af Egyptalandi.

Og þegar að því er komið, að þér leggið til orustu, þá skal presturinn ganga fram og mæla til lýðsins

og segja við þá: "Heyr, Ísrael! Þér leggið í dag til orustu við óvini yðar. Látið ekki hugfallast, óttist ekki, skelfist ekki og hræðist þá ekki,

því að Drottinn Guð yðar fer með yður til þess að berjast fyrir yður við óvini yðar og veita yður fulltingi."

Því næst skulu tilsjónarmennirnir mæla til lýðsins og segja: "Hver sá maður, er reist hefir nýtt hús, en hefir ekki vígt það, skal fara og snúa heim aftur, svo að hann falli ekki í orustunni og annar maður vígi það.

Hver sá maður, sem plantað hefir víngarð, en hefir engar hans nytjar haft, skal fara og snúa heim aftur, svo að hann falli ekki í orustunni og annar maður hafi hans not.

Hver sá maður, er fastnað hefir sér konu, en hefir ekki enn gengið að eiga hana, skal fara og snúa heim aftur, svo að hann falli ekki í orustunni og annar maður gangi að eiga hana."

Enn fremur skulu tilsjónarmennirnir mæla til lýðsins og segja: "Hver sá maður, sem hræddur er og hugdeigur, skal fara og snúa heim aftur, svo að bræðrum hans fallist ekki hugur eins og honum."

Og er tilsjónarmennirnir hafa lokið því að mæla til lýðsins, skal skipa hershöfðingja yfir liðið.

10 Þegar þú býst til að herja á borg, þá skalt þú bjóða henni frið.

11 Og ef hún veitir friðsamleg andsvör og lýkur upp fyrir þér, þá skal allur lýðurinn, sem í henni finnst, vera þér ánauðugur og þjóna þér.

12 En vilji hún ekki gjöra frið við þig, heldur eiga ófrið við þig, þá skalt þú setjast um hana,

13 og þegar Drottinn Guð þinn gefur hana í hendur þér, skalt þú deyða með sverðseggjum allt karlkyn, sem í henni er,

14 en konum, börnum og fénaði og öllu, sem er í borginni, öllu herfanginu, mátt þú ræna handa þér og neyta herfangs óvina þinna, þess er Drottinn Guð þinn gefur þér.

15 Svo skalt þú fara með allar þær borgir, sem eru mjög í fjarska við þig og ekki eru af borgum þessara þjóða.

16 En í borgum þessara þjóða, sem Drottinn Guð þinn gefur þér til eignar, skalt þú enga mannssál láta lífi halda.

17 Miklu fremur skalt þú gjöreyða þeim: Hetítum, Amorítum, Kanaanítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum, eins og Drottinn Guð þinn hefir fyrir þig lagt,

18 til þess að þeir kenni yður ekki að taka upp allar þær svívirðingar, er þeir hafa í frammi haft guðum sínum til vegsemdar, og þér syndgið gegn Drottni Guði yðar.

19 Þegar þú verður að sitja lengi um einhverja borg til þess að taka hana herskildi, þá skalt þú ekki spilla trjám hennar með því að bera að þeim exi, því að þú getur etið af þeim aldinin, og þú skalt ekki höggva þau, því að hvort munu tré merkurinnar vera menn, svo að þau þurfi að vera í umsát þinni?

20 Þau tré ein, er þú veist að eigi bera æt aldin, þeim mátt þú spilla og höggva þau til þess að reisa úr þeim hervirki gegn borg þeirri, er á í ófriði við þig, uns hún fellur.

17 Do not sacrifice to the Lord your God an ox or a sheep that has any defect(A) or flaw in it, for that would be detestable(B) to him.(C)

If a man or woman living among you in one of the towns the Lord gives you is found doing evil in the eyes of the Lord your God in violation of his covenant,(D) and contrary to my command(E) has worshiped other gods,(F) bowing down to them or to the sun(G) or the moon or the stars in the sky,(H) and this has been brought to your attention, then you must investigate it thoroughly. If it is true(I) and it has been proved that this detestable thing has been done in Israel,(J) take the man or woman who has done this evil deed to your city gate and stone that person to death.(K) On the testimony of two or three witnesses a person is to be put to death, but no one is to be put to death on the testimony of only one witness.(L) The hands of the witnesses must be the first in putting that person to death,(M) and then the hands of all the people.(N) You must purge the evil(O) from among you.

Law Courts

If cases come before your courts that are too difficult for you to judge(P)—whether bloodshed, lawsuits or assaults(Q)—take them to the place the Lord your God will choose.(R) Go to the Levitical(S) priests and to the judge(T) who is in office at that time. Inquire of them and they will give you the verdict.(U) 10 You must act according to the decisions they give you at the place the Lord will choose. Be careful to do everything they instruct you to do. 11 Act according to whatever they teach you and the decisions they give you. Do not turn aside from what they tell you, to the right or to the left.(V) 12 Anyone who shows contempt(W) for the judge or for the priest who stands ministering(X) there to the Lord your God is to be put to death.(Y) You must purge the evil from Israel.(Z) 13 All the people will hear and be afraid, and will not be contemptuous again.(AA)

The King

14 When you enter the land the Lord your God is giving you and have taken possession(AB) of it and settled in it,(AC) and you say, “Let us set a king over us like all the nations around us,”(AD) 15 be sure to appoint(AE) over you a king the Lord your God chooses. He must be from among your fellow Israelites.(AF) Do not place a foreigner over you, one who is not an Israelite. 16 The king, moreover, must not acquire great numbers of horses(AG) for himself(AH) or make the people return to Egypt(AI) to get more of them,(AJ) for the Lord has told you, “You are not to go back that way again.”(AK) 17 He must not take many wives,(AL) or his heart will be led astray.(AM) He must not accumulate(AN) large amounts of silver and gold.(AO)

18 When he takes the throne(AP) of his kingdom, he is to write(AQ) for himself on a scroll a copy(AR) of this law, taken from that of the Levitical priests. 19 It is to be with him, and he is to read it all the days of his life(AS) so that he may learn to revere the Lord his God and follow carefully all the words of this law and these decrees(AT) 20 and not consider himself better than his fellow Israelites and turn from the law(AU) to the right or to the left.(AV) Then he and his descendants will reign a long time over his kingdom in Israel.(AW)

Offerings for Priests and Levites

18 The Levitical(AX) priests—indeed, the whole tribe of Levi—are to have no allotment or inheritance with Israel. They shall live on the food offerings(AY) presented to the Lord, for that is their inheritance.(AZ) They shall have no inheritance among their fellow Israelites; the Lord is their inheritance,(BA) as he promised them.(BB)

This is the share due the priests(BC) from the people who sacrifice a bull(BD) or a sheep: the shoulder, the internal organs and the meat from the head.(BE) You are to give them the firstfruits of your grain, new wine and olive oil, and the first wool from the shearing of your sheep,(BF) for the Lord your God has chosen them(BG) and their descendants out of all your tribes to stand and minister(BH) in the Lord’s name always.(BI)

If a Levite moves from one of your towns anywhere in Israel where he is living, and comes in all earnestness to the place the Lord will choose,(BJ) he may minister in the name(BK) of the Lord his God like all his fellow Levites who serve there in the presence of the Lord. He is to share equally in their benefits, even though he has received money from the sale of family possessions.(BL)

Occult Practices

When you enter the land the Lord your God is giving you, do not learn to imitate(BM) the detestable ways(BN) of the nations there. 10 Let no one be found among you who sacrifices their son or daughter in the fire,(BO) who practices divination(BP) or sorcery,(BQ) interprets omens, engages in witchcraft,(BR) 11 or casts spells,(BS) or who is a medium or spiritist(BT) or who consults the dead. 12 Anyone who does these things is detestable to the Lord; because of these same detestable practices the Lord your God will drive out those nations before you.(BU) 13 You must be blameless(BV) before the Lord your God.(BW)

The Prophet

14 The nations you will dispossess listen to those who practice sorcery or divination.(BX) But as for you, the Lord your God has not permitted you to do so. 15 The Lord your God will raise up for you a prophet like me from among you, from your fellow Israelites.(BY) You must listen to him. 16 For this is what you asked of the Lord your God at Horeb on the day of the assembly when you said, “Let us not hear the voice of the Lord our God nor see this great fire anymore, or we will die.”(BZ)

17 The Lord said to me: “What they say is good. 18 I will raise up for them a prophet(CA) like you from among their fellow Israelites, and I will put my words(CB) in his mouth.(CC) He will tell them everything I command him.(CD) 19 I myself will call to account(CE) anyone who does not listen(CF) to my words that the prophet speaks in my name.(CG) 20 But a prophet who presumes to speak in my name anything I have not commanded, or a prophet who speaks in the name of other gods,(CH) is to be put to death.”(CI)

21 You may say to yourselves, “How can we know when a message has not been spoken by the Lord?” 22 If what a prophet proclaims in the name of the Lord does not take place or come true,(CJ) that is a message the Lord has not spoken.(CK) That prophet has spoken presumptuously,(CL) so do not be alarmed.

Cities of Refuge(CM)

19 When the Lord your God has destroyed the nations whose land he is giving you, and when you have driven them out and settled in their towns and houses,(CN) then set aside for yourselves three cities in the land the Lord your God is giving you to possess. Determine the distances involved and divide into three parts the land the Lord your God is giving you as an inheritance, so that a person who kills someone may flee for refuge to one of these cities.

This is the rule concerning anyone who kills a person and flees there for safety—anyone who kills a neighbor unintentionally, without malice aforethought. For instance, a man may go into the forest with his neighbor to cut wood, and as he swings his ax to fell a tree, the head may fly off and hit his neighbor and kill him. That man may flee to one of these cities and save his life. Otherwise, the avenger of blood(CO) might pursue him in a rage, overtake him if the distance is too great, and kill him even though he is not deserving of death, since he did it to his neighbor without malice aforethought. This is why I command you to set aside for yourselves three cities.

If the Lord your God enlarges your territory,(CP) as he promised(CQ) on oath to your ancestors, and gives you the whole land he promised them, because you carefully follow all these laws I command you today—to love the Lord your God and to walk always in obedience to him(CR)—then you are to set aside three more cities. 10 Do this so that innocent blood(CS) will not be shed in your land, which the Lord your God is giving you as your inheritance, and so that you will not be guilty of bloodshed.(CT)

11 But if out of hate someone lies in wait, assaults and kills a neighbor,(CU) and then flees to one of these cities, 12 the killer shall be sent for by the town elders, be brought back from the city, and be handed over to the avenger of blood to die. 13 Show no pity.(CV) You must purge from Israel the guilt of shedding innocent blood,(CW) so that it may go well with you.

14 Do not move your neighbor’s boundary stone set up by your predecessors in the inheritance you receive in the land the Lord your God is giving you to possess.(CX)

Witnesses

15 One witness is not enough to convict anyone accused of any crime or offense they may have committed. A matter must be established by the testimony of two or three witnesses.(CY)

16 If a malicious witness(CZ) takes the stand to accuse someone of a crime, 17 the two people involved in the dispute must stand in the presence of the Lord before the priests and the judges(DA) who are in office at the time. 18 The judges must make a thorough investigation,(DB) and if the witness proves to be a liar, giving false testimony against a fellow Israelite, 19 then do to the false witness as that witness intended to do to the other party.(DC) You must purge the evil from among you. 20 The rest of the people will hear of this and be afraid,(DD) and never again will such an evil thing be done among you. 21 Show no pity:(DE) life for life, eye for eye, tooth for tooth, hand for hand, foot for foot.(DF)

Going to War

20 When you go to war against your enemies and see horses and chariots and an army greater than yours,(DG) do not be afraid(DH) of them,(DI) because the Lord your God, who brought you up out of Egypt, will be with(DJ) you. When you are about to go into battle, the priest shall come forward and address the army. He shall say: “Hear, Israel: Today you are going into battle against your enemies. Do not be fainthearted(DK) or afraid; do not panic or be terrified by them. For the Lord your God is the one who goes with you(DL) to fight(DM) for you against your enemies to give you victory.(DN)

The officers shall say to the army: “Has anyone built a new house and not yet begun to live in(DO) it? Let him go home, or he may die in battle and someone else may begin to live in it. Has anyone planted(DP) a vineyard and not begun to enjoy it?(DQ) Let him go home, or he may die in battle and someone else enjoy it. Has anyone become pledged to a woman and not married her? Let him go home, or he may die in battle and someone else marry her.(DR) Then the officers shall add, “Is anyone afraid or fainthearted? Let him go home so that his fellow soldiers will not become disheartened too.”(DS) When the officers have finished speaking to the army, they shall appoint commanders over it.

10 When you march up to attack a city, make its people an offer of peace.(DT) 11 If they accept and open their gates, all the people in it shall be subject(DU) to forced labor(DV) and shall work for you. 12 If they refuse to make peace and they engage you in battle, lay siege to that city. 13 When the Lord your God delivers it into your hand, put to the sword all the men in it.(DW) 14 As for the women, the children, the livestock(DX) and everything else in the city,(DY) you may take these as plunder(DZ) for yourselves. And you may use the plunder the Lord your God gives you from your enemies. 15 This is how you are to treat all the cities that are at a distance(EA) from you and do not belong to the nations nearby.

16 However, in the cities of the nations the Lord your God is giving you as an inheritance, do not leave alive anything that breathes.(EB) 17 Completely destroy[a] them—the Hittites, Amorites, Canaanites, Perizzites, Hivites and Jebusites—as the Lord your God has commanded you. 18 Otherwise, they will teach you to follow all the detestable things they do in worshiping their gods,(EC) and you will sin(ED) against the Lord your God.

19 When you lay siege to a city for a long time, fighting against it to capture it, do not destroy its trees by putting an ax to them, because you can eat their fruit. Do not cut them down. Are the trees people, that you should besiege them?[b] 20 However, you may cut down trees that you know are not fruit trees(EE) and use them to build siege works until the city at war with you falls.

Footnotes

  1. Deuteronomy 20:17 The Hebrew term refers to the irrevocable giving over of things or persons to the Lord, often by totally destroying them.
  2. Deuteronomy 20:19 Or down to use in the siege, for the fruit trees are for the benefit of people.