Font Size
Postulasagan 20:32-36
Icelandic Bible
Postulasagan 20:32-36
Icelandic Bible
32 Og nú fel ég yður Guði og orði náðar hans, sem máttugt er að uppbyggja yður og gefa yður arfleifð með öllum þeim, sem helgaðir eru.
33 Eigi girntist ég silfur né gull né klæði nokkurs manns.
34 Sjálfir vitið þér, að þessar hendur unnu fyrir öllu því, er ég þurfti með og þeir, er með mér voru.
35 Í öllu sýndi ég yður, að með því að vinna þannig ber oss að annast óstyrka og minnast orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: ,Sælla er að gefa en þiggja."`
36 Þegar hann hafði þetta mælt, féll hann á kné og baðst fyrir ásamt þeim öllum.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society