
Sálmarnir 70 Icelandic Bible (ICELAND)70 Til söngstjórans. Davíðssálmur. Minningarljóð. 2 Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar. 3 Lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða, er sitja um líf mitt, lát þá hverfa aftur með skömm, er óska mér ógæfu. 4 Lát þá hörfa undan sakir smánar sinnar, er hrópa háð og spé. 5 En allir þeir er leita þín, skulu gleðjast og fagna yfir þér, þeir er unna hjálpræði þínu, skulu sífellt segja: "Vegsamaður sé Guð!" 6 Ég er þjáður og snauður, hraða þér til mín, ó Guð. Þú ert fulltingi mitt og frelsari, dvel eigi, Drottinn!
Icelandic Bible (ICELAND) by Icelandic Bible Society |