Add parallel Print Page Options

58 Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Davíðs-miktam.

Talið þér í sannleika það sem rétt er, þér guðir? Dæmið þér mennina með sanngirni?

Nei, allir aðhafist þér ranglæti á jörðu, hendur yðar vega út ofbeldi.

Hinir illu eru frá móðurlífi viknir af leið, lygarar fara villir vegar frá móðurskauti.

Eitur þeirra er eins og höggormseitur, þeir eru eins og dauf naðra, sem lokar eyrunum

til þess að heyra ekki raust særingamannsins né hins slungna töframanns.

Guð, brjót sundur tennurnar í munni þeirra, mölva jaxlana úr ljónunum, Drottinn!

Lát þá hverfa eins og vatn, sem rennur burt; miði hann örvum sínum á þá, þá hníga þeir,

eins og snigillinn, sem rennur í sundur og hverfur, ótímaburður konunnar, er eigi sá sólina.

10 Áður en pottar yðar kenna hitans af þyrnunum, hvort sem þyrnarnir eru grænir eða glóandi, feykir hann hinum illa burt.

11 Þá mun hinn réttláti fagna, af því að hann hefir fengið að sjá hefndina, hann mun lauga fætur sína í blóði hinna óguðlegu.

12 Þá munu menn segja: Hinn réttláti hlýtur þó ávöxt; það er þó til Guð, sem dæmir á jörðunni.

59 Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Miktam eftir Davíð, þá er Sál sendi menn og þeir héldu vörð um húsið til þess að drepa hann.

Frelsa mig frá óvinum mínum, Guð minn, bjarga mér frá fjendum mínum.

Frelsa mig frá illgjörðamönnunum og hjálpa mér gegn morðingjunum,

því sjá, þeir sitja um líf mitt, hinir sterku áreita mig, þótt ég hafi ekki brotið eða syndgað, Drottinn.

Þótt ég hafi eigi misgjört, hlaupa þeir að og búast til áhlaups. Vakna þú mér til liðveislu og lít á!

En þú, Drottinn, Guð hersveitanna, Ísraels Guð, vakna þú til þess að vitja allra þjóðanna, þyrm eigi neinum fráhverfum syndara. [Sela]

Á hverju kvöldi koma þeir aftur, ýlfra eins og hundar og sveima um borgina.

Sjá, það freyðir úr munni þeirra, sverð eru á vörum þeirra, því að _ "Hver heyrir?"

En þú, Drottinn, hlærð að þeim, þú gjörir gys að öllum þjóðunum.

10 Vígi mitt, um þig vil ég kveða, því að Guð er háborg mín.

11 Guð kemur í móti mér með náð sinni, Guð lætur mig sjá óvini mína auðmýkta.

12 Drep þá eigi, svo að lýður minn gleymi eigi, lát þá reika fyrir veldi þínu og steyp þeim af stóli, þú Drottinn, skjöldur vor,

13 sakir syndar munns þeirra, orðsins af vörum þeirra, og lát þá verða veidda í hroka þeirra, og sakir formælinga þeirra og lygi, er þeir tala.

14 Afmá þá í reiði, afmá þá, uns þeir eru eigi framar til, og lát þá kenna á því, að Guð ríkir yfir Jakobsætt, allt til endimarka jarðar. [Sela]

15 Á hverju kveldi koma þeir aftur, ýlfra eins og hundar og sveima um borgina.

16 Þeir reika um eftir æti og urra, ef þeir verða eigi saddir.

17 En ég vil kveða um mátt þinn og fagna yfir náð þinni á hverjum morgni, því að þú hefir gjörst háborg mín og athvarf á degi neyðar minnar.

18 Vígi mitt, um þig vil ég kveða, því að Guð er háborg mín, minn miskunnsami Guð.

60 Til söngstjórans. Lag: Vitnisburðarliljan. Miktam eftir Davíð, til fræðslu,

þá er hann barðist við Sýrlendinga frá Mesópotamíu og Sýrlendinga frá Sóba, og Jóab sneri við og vann sigur á Edómítum í Saltdalnum, tólf þúsund manns.

Guð, þú hefir útskúfað oss og tvístrað oss, þú reiddist oss _ snú þér aftur að oss.

Þú lést jörðina gnötra og rofna, gjör við sprungur hennar, því að hún reikar.

Þú lést lýð þinn kenna á hörðu, lést oss drekka vímuvín.

Þú hefir gefið þeim, er óttast þig, hermerki, að þeir mættu flýja undan bogunum. [Sela]

Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr oss, til þess að ástvinir þínir megi frelsast.

Guð hefir sagt í helgidómi sínum: "Ég vil fagna, ég vil skipta Síkem, mæla út Súkkót-dal.

Ég á Gíleað og ég á Manasse, og Efraím er hlíf höfði mínu, Júda veldissproti minn.

10 Móab er mundlaug mín, í Edóm fleygi ég skónum mínum, yfir Filisteu fagna ég."

11 Hver vill fara með mig í örugga borg, hver vill flytja mig til Edóm?

12 Þú hefir útskúfað oss, ó Guð, og þú, Guð, fer eigi út með hersveitum vorum.

13 Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt.

14 Með Guðs hjálp munum vér hreystiverk vinna, og hann mun troða óvini vora fótum.

61 Til söngstjórans. Með strengjaleik. Eftir Davíð.

Heyr, ó Guð, hróp mitt, gef gaum bæn minni.

Frá endimörkum jarðar hrópa ég til þín, meðan hjarta mitt örmagnast. Hef mig upp á bjarg það, sem mér er of hátt.

Leið mig, því að þú ert orðinn mér hæli, öruggt vígi gegn óvinum.

Lát mig gista í tjaldi þínu um eilífð, leita hælis í skjóli vængja þinna. [Sela]

Því að þú, ó Guð, hefir heyrt heit mín, þú hefir uppfyllt óskir þeirra er óttast nafn þitt.

Þú munt lengja lífdaga konungs, láta ár hans vara frá kyni til kyns.

Hann skal sitja um eilífð frammi fyrir Guði, lát miskunn og trúfesti varðveita hann.

Þá vil ég lofsyngja nafni þínu um aldur, og efna heit mín dag frá degi.

62 Til söngstjórans. Fyrir Jedútún. Davíðssálmur.

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt.

Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín _ ég verð eigi valtur á fótum.

Hversu lengi ætlið þér að ryðjast allir saman gegn einum manni til að fella hann eins og hallan vegg, eins og hrynjandi múr?

Þeir ráðgast um það eitt að steypa honum úr tign hans, þeir hafa yndi af lygi, þeir blessa með munninum, en bölva í hjartanu. [Sela]

Bíð róleg eftir Guði, sála mín, því að frá honum kemur von mín.

Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín _ ég verð eigi valtur á fótum.

Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og hæli mitt hefi ég í Guði.

Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli. [Sela]

10 Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn, á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman.

11 Treystið eigi ránfeng og alið eigi fánýta von til rændra muna, þótt auðurinn vaxi, þá gefið því engan gaum.

12 Eitt sinn hefir Guð talað, tvisvar hefi ég heyrt það: "Hjá Guði er styrkleikur."

13 Já, hjá þér, Drottinn, er miskunn, því að þú geldur sérhverjum eftir verkum hans.

63 Sálmur eftir Davíð, þá er hann var í Júda-eyðimörk.

Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég, sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í þurru landi, örþrota af vatnsleysi.

Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminum til þess að sjá veldi þitt og dýrð,

því að miskunn þín er mætari en lífið. Varir mínar skulu vegsama þig.

Þannig skal ég lofa þig meðan lifi, hefja upp hendurnar í þínu nafni.

Sál mín mettast sem af merg og feiti, og með fagnandi vörum lofar þig munnur minn,

þá er ég minnist þín í hvílu minni, hugsa um þig á næturvökunum.

Því að þú ert mér fulltingi, í skugga vængja þinna fagna ég.

Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig.

10 Þeir sem sitja um líf mitt sjálfum sér til glötunar, munu hverfa í djúp jarðar.

11 Þeir munu verða ofurseldir sverðseggjum, verða sjakölunum að bráð.

12 Konungurinn skal gleðjast yfir Guði, hver sá er sver við hann, skal sigri hrósa, af því að munni lygaranna hefir verið lokað.

64 Til söngstjórans. Davíðssálmur.

Heyr, ó Guð, raust mína, er ég kveina, varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins.

Skýl mér fyrir bandalagi bófanna, fyrir óaldarflokki illvirkjanna,

er hvetja tungur sínar sem sverð, leggja örvar sínar, beiskyrðin, á streng

til þess að skjóta í leyni á hinn ráðvanda, skjóta á hann allt í einu, hvergi hræddir.

Þeir binda fastmælum með sér ill áform, tala um að leggja leynisnörur, þeir hugsa: "Hver ætli sjái það?"

Þeir upphugsa ranglæti: "Vér erum tilbúnir, vel ráðin ráð!" því að hugskot hvers eins og hjarta er fullt véla.

Þá lýstur Guð þá með örinni, allt í einu verða þeir sárir,

og tunga þeirra verður þeim að falli. Allir þeir er sjá þá, munu hrista höfuðið.

10 Þá mun hver maður óttast og kunngjöra dáðir Guðs og gefa gætur að verkum hans.

11 Hinn réttláti mun gleðjast yfir Drottni og leita hælis hjá honum, og allir hjartahreinir munu sigri hrósa.

65 Til söngstjórans. Davíðssálmur. Ljóð.

Þér ber lofsöngur, Guð, á Síon, og við þig séu heitin efnd.

Þú sem heyrir bænir, til þín kemur allt hold.

Margvíslegar misgjörðir urðu mér yfirsterkari, en þú fyrirgafst afbrot vor.

Sæll er sá er þú útvelur og lætur nálægjast þig til þess að búa í forgörðum þínum, að vér megum seðjast af gæðum húss þíns, helgidómi musteris þíns.

Með óttalegum verkum svarar þú oss í réttlæti, þú Guð hjálpræðis vors, þú athvarf allra jarðarinnar endimarka og fjarlægra stranda,

þú sem festir fjöllin með krafti þínum, gyrtur styrkleika,

þú sem stöðvar brimgný hafsins, brimgnýinn í bylgjum þess og háreystina í þjóðunum,

svo að þeir er búa við endimörk jarðar óttast tákn þín, austrið og vestrið lætur þú fagna.

10 Þú hefir vitjað landsins og vökvað það, blessað það ríkulega með læk Guðs, fullum af vatni, þú hefir framleitt korn þess, því að þannig hefir þú gjört það úr garði.

11 Þú hefir vökvað plógför þess, jafnað plóggarða þess, með regnskúrum hefir þú mýkt það, blessað gróður þess.

12 Þú hefir krýnt árið með gæsku þinni, og vagnspor þín drjúpa af feiti.

13 Það drýpur af heiðalöndunum, og hæðirnar girðast fögnuði.

14 Hagarnir klæðast hjörðum, og dalirnir hyljast korni. Allt fagnar og syngur.

Psalm 58[a]

For the director of music. To the tune of “Do Not Destroy.” Of David. A miktam.[b]

Do you rulers indeed speak justly?(A)
    Do you judge people with equity?
No, in your heart you devise injustice,(B)
    and your hands mete out violence on the earth.(C)

Even from birth the wicked go astray;
    from the womb they are wayward, spreading lies.
Their venom is like the venom of a snake,(D)
    like that of a cobra that has stopped its ears,
that will not heed(E) the tune of the charmer,(F)
    however skillful the enchanter may be.

Break the teeth in their mouths, O God;(G)
    Lord, tear out the fangs of those lions!(H)
Let them vanish like water that flows away;(I)
    when they draw the bow, let their arrows fall short.(J)
May they be like a slug that melts away as it moves along,(K)
    like a stillborn child(L) that never sees the sun.

Before your pots can feel the heat of the thorns(M)
    whether they be green or dry—the wicked will be swept away.[c](N)
10 The righteous will be glad(O) when they are avenged,(P)
    when they dip their feet in the blood of the wicked.(Q)
11 Then people will say,
    “Surely the righteous still are rewarded;(R)
    surely there is a God who judges the earth.”(S)

Psalm 59[d]

For the director of music. To the tune of “Do Not Destroy.” Of David. A miktam.[e] When Saul had sent men to watch David’s house(T) in order to kill him.

Deliver me from my enemies, O God;(U)
    be my fortress against those who are attacking me.(V)
Deliver me from evildoers(W)
    and save me from those who are after my blood.(X)

See how they lie in wait for me!
    Fierce men conspire(Y) against me
    for no offense or sin of mine, Lord.
I have done no wrong,(Z) yet they are ready to attack me.(AA)
    Arise to help me; look on my plight!(AB)
You, Lord God Almighty,
    you who are the God of Israel,(AC)
rouse yourself(AD) to punish all the nations;(AE)
    show no mercy to wicked traitors.[f](AF)

They return at evening,
    snarling like dogs,(AG)
    and prowl about the city.
See what they spew from their mouths(AH)
    the words from their lips are sharp as swords,(AI)
    and they think, “Who can hear us?”(AJ)
But you laugh at them, Lord;(AK)
    you scoff at all those nations.(AL)

You are my strength,(AM) I watch for you;
    you, God, are my fortress,(AN)
10     my God on whom I can rely.

God will go before me
    and will let me gloat over those who slander me.
11 But do not kill them, Lord our shield,[g](AO)
    or my people will forget.(AP)
In your might uproot them
    and bring them down.(AQ)
12 For the sins of their mouths,(AR)
    for the words of their lips,(AS)
    let them be caught in their pride.(AT)
For the curses and lies they utter,
13     consume them in your wrath,
    consume them till they are no more.(AU)
Then it will be known to the ends of the earth
    that God rules over Jacob.(AV)

14 They return at evening,
    snarling like dogs,
    and prowl about the city.
15 They wander about for food(AW)
    and howl if not satisfied.
16 But I will sing(AX) of your strength,(AY)
    in the morning(AZ) I will sing of your love;(BA)
for you are my fortress,(BB)
    my refuge in times of trouble.(BC)

17 You are my strength, I sing praise to you;
    you, God, are my fortress,
    my God on whom I can rely.(BD)

Psalm 60[h](BE)

For the director of music. To the tune of “The Lily of the Covenant.” A miktam[i] of David. For teaching. When he fought Aram Naharaim[j] and Aram Zobah,[k] and when Joab returned and struck down twelve thousand Edomites in the Valley of Salt.(BF)

You have rejected us,(BG) God, and burst upon us;
    you have been angry(BH)—now restore us!(BI)
You have shaken the land(BJ) and torn it open;
    mend its fractures,(BK) for it is quaking.
You have shown your people desperate times;(BL)
    you have given us wine that makes us stagger.(BM)
But for those who fear you, you have raised a banner(BN)
    to be unfurled against the bow.[l]

Save us and help us with your right hand,(BO)
    that those you love(BP) may be delivered.
God has spoken from his sanctuary:
    “In triumph I will parcel out Shechem(BQ)
    and measure off the Valley of Sukkoth.(BR)
Gilead(BS) is mine, and Manasseh is mine;
    Ephraim(BT) is my helmet,
    Judah(BU) is my scepter.(BV)
Moab is my washbasin,
    on Edom I toss my sandal;
    over Philistia I shout in triumph.(BW)

Who will bring me to the fortified city?
    Who will lead me to Edom?
10 Is it not you, God, you who have now rejected us
    and no longer go out with our armies?(BX)
11 Give us aid against the enemy,
    for human help is worthless.(BY)
12 With God we will gain the victory,
    and he will trample down our enemies.(BZ)

Psalm 61[m]

For the director of music. With stringed instruments. Of David.

Hear my cry, O God;(CA)
    listen to my prayer.(CB)

From the ends of the earth I call to you,
    I call as my heart grows faint;(CC)
    lead me to the rock(CD) that is higher than I.
For you have been my refuge,(CE)
    a strong tower against the foe.(CF)

I long to dwell(CG) in your tent forever
    and take refuge in the shelter of your wings.[n](CH)
For you, God, have heard my vows;(CI)
    you have given me the heritage of those who fear your name.(CJ)

Increase the days of the king’s life,(CK)
    his years for many generations.(CL)
May he be enthroned in God’s presence forever;(CM)
    appoint your love and faithfulness to protect him.(CN)

Then I will ever sing in praise of your name(CO)
    and fulfill my vows day after day.(CP)

Psalm 62[o]

For the director of music. For Jeduthun. A psalm of David.

Truly my soul finds rest(CQ) in God;(CR)
    my salvation comes from him.
Truly he is my rock(CS) and my salvation;(CT)
    he is my fortress,(CU) I will never be shaken.(CV)

How long will you assault me?
    Would all of you throw me down—
    this leaning wall,(CW) this tottering fence?
Surely they intend to topple me
    from my lofty place;
    they take delight in lies.
With their mouths they bless,
    but in their hearts they curse.[p](CX)

Yes, my soul, find rest in God;(CY)
    my hope comes from him.
Truly he is my rock and my salvation;
    he is my fortress, I will not be shaken.
My salvation and my honor depend on God[q];
    he is my mighty rock, my refuge.(CZ)
Trust in him at all times, you people;(DA)
    pour out your hearts to him,(DB)
    for God is our refuge.

Surely the lowborn(DC) are but a breath,(DD)
    the highborn are but a lie.
If weighed on a balance,(DE) they are nothing;
    together they are only a breath.
10 Do not trust in extortion(DF)
    or put vain hope in stolen goods;(DG)
though your riches increase,
    do not set your heart on them.(DH)

11 One thing God has spoken,
    two things I have heard:
“Power belongs to you, God,(DI)
12     and with you, Lord, is unfailing love”;(DJ)
and, “You reward everyone
    according to what they have done.”(DK)

Psalm 63[r]

A psalm of David. When he was in the Desert of Judah.

You, God, are my God,
    earnestly I seek you;
I thirst for you,(DL)
    my whole being longs for you,
in a dry and parched land
    where there is no water.(DM)

I have seen you in the sanctuary(DN)
    and beheld your power and your glory.(DO)
Because your love is better than life,(DP)
    my lips will glorify you.
I will praise you as long as I live,(DQ)
    and in your name I will lift up my hands.(DR)
I will be fully satisfied as with the richest of foods;(DS)
    with singing lips my mouth will praise you.

On my bed I remember you;
    I think of you through the watches of the night.(DT)
Because you are my help,(DU)
    I sing in the shadow of your wings.(DV)
I cling to you;(DW)
    your right hand upholds me.(DX)

Those who want to kill me will be destroyed;(DY)
    they will go down to the depths of the earth.(DZ)
10 They will be given over to the sword(EA)
    and become food for jackals.(EB)

11 But the king will rejoice in God;
    all who swear by God will glory in him,(EC)
    while the mouths of liars will be silenced.(ED)

Psalm 64[s]

For the director of music. A psalm of David.

Hear me, my God, as I voice my complaint;(EE)
    protect my life from the threat of the enemy.(EF)

Hide me from the conspiracy(EG) of the wicked,(EH)
    from the plots of evildoers.
They sharpen their tongues like swords(EI)
    and aim cruel words like deadly arrows.(EJ)
They shoot from ambush at the innocent;(EK)
    they shoot suddenly, without fear.(EL)

They encourage each other in evil plans,
    they talk about hiding their snares;(EM)
    they say, “Who will see it[t]?”(EN)
They plot injustice and say,
    “We have devised a perfect plan!”
    Surely the human mind and heart are cunning.

But God will shoot them with his arrows;
    they will suddenly be struck down.
He will turn their own tongues against them(EO)
    and bring them to ruin;
    all who see them will shake their heads(EP) in scorn.(EQ)
All people will fear;(ER)
    they will proclaim the works of God
    and ponder what he has done.(ES)

10 The righteous will rejoice in the Lord(ET)
    and take refuge in him;(EU)
    all the upright in heart will glory in him!(EV)

Psalm 65[u]

For the director of music. A psalm of David. A song.

Praise awaits[v] you, our God, in Zion;(EW)
    to you our vows will be fulfilled.(EX)
You who answer prayer,
    to you all people will come.(EY)
When we were overwhelmed by sins,(EZ)
    you forgave[w] our transgressions.(FA)
Blessed are those you choose(FB)
    and bring near(FC) to live in your courts!
We are filled with the good things of your house,(FD)
    of your holy temple.

You answer us with awesome and righteous deeds,(FE)
    God our Savior,(FF)
the hope of all the ends of the earth(FG)
    and of the farthest seas,(FH)
who formed the mountains(FI) by your power,
    having armed yourself with strength,(FJ)
who stilled the roaring of the seas,(FK)
    the roaring of their waves,
    and the turmoil of the nations.(FL)
The whole earth is filled with awe at your wonders;
    where morning dawns, where evening fades,
    you call forth songs of joy.(FM)

You care for the land and water it;(FN)
    you enrich it abundantly.(FO)
The streams of God are filled with water
    to provide the people with grain,(FP)
    for so you have ordained it.[x]
10 You drench its furrows and level its ridges;
    you soften it with showers(FQ) and bless its crops.
11 You crown the year with your bounty,(FR)
    and your carts overflow with abundance.(FS)
12 The grasslands of the wilderness overflow;(FT)
    the hills are clothed with gladness.(FU)
13 The meadows are covered with flocks(FV)
    and the valleys are mantled with grain;(FW)
    they shout for joy and sing.(FX)

Footnotes

  1. Psalm 58:1 In Hebrew texts 58:1-11 is numbered 58:2-12.
  2. Psalm 58:1 Title: Probably a literary or musical term
  3. Psalm 58:9 The meaning of the Hebrew for this verse is uncertain.
  4. Psalm 59:1 In Hebrew texts 59:1-17 is numbered 59:2-18.
  5. Psalm 59:1 Title: Probably a literary or musical term
  6. Psalm 59:5 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here and at the end of verse 13.
  7. Psalm 59:11 Or sovereign
  8. Psalm 60:1 In Hebrew texts 60:1-12 is numbered 60:3-14.
  9. Psalm 60:1 Title: Probably a literary or musical term
  10. Psalm 60:1 Title: That is, Arameans of Northwest Mesopotamia
  11. Psalm 60:1 Title: That is, Arameans of central Syria
  12. Psalm 60:4 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here.
  13. Psalm 61:1 In Hebrew texts 61:1-8 is numbered 61:2-9.
  14. Psalm 61:4 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here.
  15. Psalm 62:1 In Hebrew texts 62:1-12 is numbered 62:2-13.
  16. Psalm 62:4 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here and at the end of verse 8.
  17. Psalm 62:7 Or / God Most High is my salvation and my honor
  18. Psalm 63:1 In Hebrew texts 63:1-11 is numbered 63:2-12.
  19. Psalm 64:1 In Hebrew texts 64:1-10 is numbered 64:2-11.
  20. Psalm 64:5 Or us
  21. Psalm 65:1 In Hebrew texts 65:1-13 is numbered 65:2-14.
  22. Psalm 65:1 Or befits; the meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  23. Psalm 65:3 Or made atonement for
  24. Psalm 65:9 Or for that is how you prepare the land