Add parallel Print Page Options

15 Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, svo er óguðlegur drottnari yfir lítilsigldum lýð.

16 Höfðingi, sem hefir litlar tekjur, er ríkur að kúgun, sá sem hatar rangfenginn ávinning, mun langlífur verða.

17 Sá maður, sem blóðsök hvílir þungt á, er á flótta fram á grafarbarminn; enginn dvelji hann.

18 Sá sem breytir ráðvandlega, mun frelsast, en sá sem beitir undirferli, fellur í gryfju.

19 Sá sem yrkir land sitt, mettast af brauði, en sá sem sækist eftir hégómlegum hlutum, mettast af fátækt.

20 Áreiðanlegur maður blessast ríkulega, en sá sem fljótt vill verða ríkur, sleppur ekki við refsingu.

21 Hlutdrægni er ljót, en þó fremja menn ranglæti fyrir einn brauðbita.

22 Öfundsjúkur maður flýtir sér að safna auði og veit ekki að örbirgð muni yfir hann koma.

23 Sá sem ávítar mann, mun á síðan öðlast meiri hylli heldur er tungumjúkur smjaðrari.

24 Sá sem rænir foreldra sína og segir: "Það er engin synd!" hann er stallbróðir eyðandans.

25 Ágjarn maður vekur deilur, en sá sem treystir Drottni, mettast ríkulega.

26 Sá sem treystir eigin hyggjuviti, er heimskingi, en sá sem breytir viturlega, mun undan komast.

27 Sá sem gefur fátækum, líður engan skort, en þeim sem byrgir augu sín, koma margar óbænir.

28 Þegar hinir óguðlegu komast upp, fela menn sig, en þegar þeir tortímast, fjölgar réttlátum.

Read full chapter