Add parallel Print Page Options

Frásögn Nehemía Hakalíasonar. Í kislevmánuði tuttugasta árið, þá er ég var í borginni Súsa,

kom Hananí, einn af bræðrum mínum, ásamt nokkrum mönnum frá Júda. Spurði ég þá um Gyðinga, þá er undan komust, þá er eftir voru af hinum herleiddu, og um Jerúsalem.

Og þeir svöruðu mér: "Leifarnar _ þeir er eftir eru af hinum herleiddu þar í skattlandinu, eru mjög illa staddir og í fyrirlitningu, með því að múrar Jerúsalem eru niður brotnir og borgarhliðin í eldi brennd."

Þegar ég heyrði þessi tíðindi, þá settist ég niður og grét og harmaði dögum saman, og ég fastaði og var á bæn til Guðs himnanna.

Og ég sagði: "Æ, Drottinn, Guð himnanna, þú mikli og ógurlegi Guð, sem heldur sáttmálann og miskunnsemina við þá, sem elska hann og varðveita boðorð hans.

Lát eyra þitt vera gaumgæfið og augu þín opin, til þess að þú heyrir bæn þjóns þíns, þá er ég nú bið frammi fyrir þér bæði daga og nætur sakir Ísraelsmanna, þjóna þinna, með því að ég játa syndir Ísraelsmanna, er þeir hafa drýgt móti þér. Ég og ættfólk mitt höfum og syndgað.

Vér höfum breytt illa gagnvart þér og ekki varðveitt boðorðin, lögin og ákvæðin, er þú lagðir fyrir Móse, þjón þinn.

Minnstu orðsins, er þú bauðst Móse, þjóni þínum, segjandi: ,Ef þér bregðið trúnaði, mun ég tvístra yður meðal þjóðanna.

En þegar þér hverfið aftur til mín og varðveitið boðorð mín og breytið eftir þeim _ þótt yðar brottreknu væru yst við skaut himinsins, þá mun ég saman safna þeim þaðan og leiða þá til þess staðar, er ég hefi valið til þess að láta nafn mitt búa þar.`

10 Því að þínir þjónar eru þeir og þinn lýður, er þú frelsaðir með miklum mætti þínum og með sterkri hendi þinni.

11 Æ, herra, lát eyra þitt vera gaumgæfið að bæn þjóns þíns og bæn þjóna þinna, er fúslega óttast nafn þitt. Farsæl þjón þinn í dag og lát hann finna meðaumkun hjá manni þessum." Ég var þá byrlari hjá konungi.

Nehemiah’s Prayer

The words of Nehemiah son of Hakaliah:

In the month of Kislev(A) in the twentieth year, while I was in the citadel of Susa,(B) Hanani,(C) one of my brothers, came from Judah with some other men, and I questioned them about the Jewish remnant(D) that had survived the exile, and also about Jerusalem.

They said to me, “Those who survived the exile and are back in the province are in great trouble and disgrace. The wall of Jerusalem is broken down, and its gates have been burned with fire.(E)

When I heard these things, I sat down and wept.(F) For some days I mourned and fasted(G) and prayed before the God of heaven. Then I said:

Lord, the God of heaven, the great and awesome God,(H) who keeps his covenant of love(I) with those who love him and keep his commandments, let your ear be attentive and your eyes open to hear(J) the prayer(K) your servant is praying before you day and night for your servants, the people of Israel. I confess(L) the sins we Israelites, including myself and my father’s family, have committed against you. We have acted very wickedly(M) toward you. We have not obeyed the commands, decrees and laws you gave your servant Moses.

“Remember(N) the instruction you gave your servant Moses, saying, ‘If you are unfaithful, I will scatter(O) you among the nations, but if you return to me and obey my commands, then even if your exiled people are at the farthest horizon, I will gather(P) them from there and bring them to the place I have chosen as a dwelling for my Name.’(Q)

10 “They are your servants and your people, whom you redeemed by your great strength and your mighty hand.(R) 11 Lord, let your ear be attentive(S) to the prayer of this your servant and to the prayer of your servants who delight in revering your name. Give your servant success today by granting him favor(T) in the presence of this man.”

I was cupbearer(U) to the king.