Add parallel Print Page Options

Orð Drottins, sem kom til Míka frá Móreset á dögum Jótams, Akasar og Hiskía, Júdakonunga, það er honum vitraðist um Samaríu og Jerúsalem.

Heyrið, allir lýðir! Hlusta þú, jörð, og allt sem á þér er! Og Drottinn Guð veri vottur gegn yður, Drottinn frá sínu heilaga musteri.

Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar.

Fjöllin munu bráðna undan honum og dalirnir klofna sem vax fyrir eldi, sem vatn, er steypist ofan bratta hlíð.

Og allt þetta sakir misgjörðar Jakobs og sakir syndar Ísraels húss. Hver er þá misgjörð Jakobs? Er það ekki Samaría? Og hver er synd Júda? Er það ekki Jerúsalem?

Ég gjöri því Samaríu að grjótrúst á víðavangi, að gróðurekru undir víngarða, og velti steinum hennar ofan í dalinn og læt sjást í beran grundvöllinn.

Öll skurðgoð hennar skulu sundur brotin verða og allar helgigjafir hennar í eldi brenndar, og öll guðalíkneski hennar vil ég framselja til eyðingar, því að hún hefir dregið þær saman úr hórgjöldum, og að hórgjöldum skulu þær aftur verða.

Vegna þessa vil ég harma og kveina, ganga berfættur og skikkjulaus, telja mér harmatölur eins og sjakalarnir og halda sorgarkvein eins og strútsfuglarnir.

Því að ólæknandi eru sár hennar. Já, það kemur allt til Júda, nær allt að hliðum þjóðar minnar, allt að Jerúsalem.

10 Segið ekki frá því í Gat, grátið ekki hátt! Veltið yður í duftinu í Betleafra!

11 Gangið fram smánarlega naktir, þér íbúar Safír! Íbúarnir í Saanan voga sér ekki út, harmakveinið í Bet Haesel aftrar yður frá að staðnæmast þar.

12 Því að íbúar Marót eru kvíðandi um sinn hag, já, ógæfa stígur niður frá Drottni allt að hliðum Jerúsalem.

13 Beitið gæðingum fyrir vagnana, þér íbúar Lakís! Í þeirri borg kom fyrst upp synd dótturinnar Síon; já, hjá yður fundust misgjörðir Ísraels.

14 Fyrir því verður þú að segja skilið við Móreset Gat. Húsin í Aksíb reynast Ísraelskonungum svikul.

15 Enn læt ég sigurvegarann yfir yður koma, þér íbúar Maresa. Tignarmenni Ísraels munu komast allt til Adúllam.

16 Raka hár þitt og skegg vegna þinna ástfólgnu barna, gjör skalla þinn breiðan sem á gammi, því að þau verða að fara hernumin burt frá þér.

Vei þeim, sem hugsa upp rangindi og hafa illt með höndum í hvílurúmum sínum og framkvæma það, þegar ljómar af degi, jafnskjótt og þeir megna.

Langi þá til að eignast akra, þá ræna þeir þeim, eða hús, þá taka þeir þau burt. Þeir beita ofríki gegn húsbóndanum og húsi hans, gegn manninum og óðali hans.

Fyrir því segir Drottinn svo: Sjá, ég bý yfir óhamingju, sem ég mun senda þessari kynslóð, og þér skuluð ekki fá af yður hrundið né gengið hnarreistir undir, því að það munu verða vondir tímar.

Á þeim degi munu menn háðkvæði um yður kveða og hefja harmatölur á þessa leið: "Vér erum gjörsamlega eyðilagðir, landeign þjóðar minnar er úthlutað með mæliþræði, og enginn fær mér hana aftur. Ökrum vorum er skipt milli þeirra, er oss hafa hertekið!"

Fyrir því skalt þú engan hafa, er dragi mæliþráð yfir landskika í söfnuði Drottins.

"Prédikið ekki," _ svo prédika þeir. "Menn eiga ekki að prédika um slíkt! Skömmunum linnir ekki!"

Hvílíkt tal, Jakobs hús! Er Drottinn óþolinmóður, eða eru gjörðir hans slíkar? Eru ekki orð hans gæskurík við þá, sem breyta ráðvandlega?

En þjóð mín hefir nú þegar lengi risið upp á móti mér sem óvinur. Utan af kyrtlinum dragið þér yfirhöfnina af þeim, sem ugglausir fara um veginn, sem fráhverfir eru stríði.

Konur þjóðar minnar rekið þér út úr húsunum, sem hafa verið yndi þeirra, rænið börn þeirra prýði minni að eilífu.

10 Af stað og burt með yður! Því að hér er ekki samastaður fyrir yður vegna saurgunarinnar, sem veldur tjóni, og það ólæknandi tjóni.

11 Ef einhver, sem færi með hégóma og lygar, hræsnaði fyrir þér og segði: "Ég skal spá þér víni og áfengum drykk," það væri spámaður fyrir þessa þjóð!

12 Safna, já safna vil ég, Jakob, öllum þínum, færa saman leifar Ísraels eins og sauðfé í rétt, eins og hjörð í haga, og þar skal verða kliður mikill af mannmergðinni.

13 Forustusauðurinn fer fyrir þeim, þeir ryðjast fram, fara í gegnum hliðið og halda út um það, og konungur þeirra fer fyrir þeim og Drottinn er í broddi fylkingar þeirra.

Ég sagði: Heyrið, þér höfðingjar Jakobs og stjórnendur Ísraels húss! Er það ekki yðar að vita, hvað rétt er?

En þeir hata hið góða og elska hið illa, flá skinnið af mönnum og holdið af beinum þeirra.

Þeir eta hold þjóðar minnar, þeir flá skinnið af þeim og brjóta bein þeirra, hluta þau sundur eins og steik í potti, eins og kjöt á suðupönnu.

Þá munu þeir hrópa til Drottins, en hann mun ekki svara þeim, og hann mun byrgja auglit sitt fyrir þeim, þegar sá tími kemur, af því að þeir hafa ill verk í frammi haft.

Svo mælir Drottinn til spámannanna, sem leitt hafa þjóð mína afvega: Þeir boða hamingju meðan þeir hafa nokkuð tanna milli, en segja þeim stríð á hendur, er ekki stingur neinu upp í þá.

Fyrir því skal sú nótt koma, að þér sjáið engar sýnir, og það myrkur, að þér skuluð engu spá. Sólin skal ganga undir fyrir spámönnunum og dagurinn myrkvast fyrir þeim.

Þeir sem sjá sjónir, skulu þá blygðast sín og spásagnamennirnir fyrirverða sig. Þeir munu allir hylja kamp sinn, því að ekkert svar kemur frá Guði.

Ég þar á móti er fullur af krafti, af anda Drottins, og af rétti og styrkleika, til þess að boða Jakob misgjörð hans og Ísrael synd hans.

Heyrið þetta, þér höfðingjar Jakobs húss og þér stjórnendur Ísraels húss, þér sem hafið viðbjóð á réttvísinni og gjörið allt bogið, sem beint er,

10 þér sem byggið Síon með manndrápum og Jerúsalem með glæpum.

11 Höfðingjar hennar dæma fyrir mútur og prestar hennar veita fræðslu fyrir kaup. Spámenn hennar spá fyrir peninga og reiða sig í því efni á Drottin og segja: "Er ekki Drottinn vor á meðal? Engin ógæfa kemur yfir oss!"

12 Fyrir því skal Síon plægð verða að akri yðar vegna og Jerúsalem verða að rúst og musterisfjallið að skógarhæðum.

Og það skal verða á hinum síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir streyma.

Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: "Komið, förum upp á fjall Drottins og til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum." Því að frá Síon mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem.

Og hann mun dæma meðal margra lýða og skera úr málum voldugra þjóða langt í burtu. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.

Hver mun búa undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré og enginn hræða þá. Því að munnur Drottins allsherjar hefir talað það.

Því að allar þjóðirnar ganga hver í nafni síns guðs, en vér göngum í nafni Drottins, Guðs vors, æ og ævinlega.

Á þeim degi _ segir Drottinn _ vil ég saman safna því halta og smala saman því tvístraða og þeim er ég hefi tjón unnið,

og ég vil gjöra hið halta að nýjum kynstofni og hið burtflæmda að voldugri þjóð. Og Drottinn sjálfur mun verða konungur yfir þeim á Síonfjalli héðan í frá og að eilífu.

En þú, varðturn hjarðmannsins, hæð dótturinnar Síon, til þín mun koma og aftur til þín hverfa hið forna veldi, konungdómur dótturinnar Jerúsalem.

Nú, hví hljóðar þú svo hástöfum? Hefir þú engan konung, eða er ráðgjafi þinn horfinn, úr því að kvalir grípa þig eins og jóðsjúka konu?

10 Fá þú hríðir og hljóða þú, dóttirin Síon, eins og jóðsjúk kona. Því að nú verður þú að fara út úr borginni og búa á víðavangi og fara alla leið til Babýlon. Þar munt þú frelsuð verða, þar mun Drottinn leysa þig undan valdi óvina þinna.

11 En nú hafa margar þjóðir safnast í móti þér, þær er segja: "Verði hún vanhelguð, svo að vér megum horfa hlakkandi á Síon!"

12 En þær þekkja ekki hugsanir Drottins og skilja ekki ráðsályktun hans, að hann hefir safnað þeim saman eins og kerfum á kornláfa.

13 Rís upp og þresk, dóttirin Síon, því að ég gjöri þér horn af járni og klaufir af eiri, svo að þú skalt sundur merja margar þjóðir. Og þú munt helga Drottni ránsfeng þeirra og fjárafla þeirra honum, sem er Drottinn allrar jarðarinnar.

14 Gjör nú skinnsprettur á hold þitt. Hervirki hefir hann gjört í móti oss. Með sprotanum munu þeir ljósta dómara Ísraels á kinnina.

Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í Ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum.

Fyrir því mun Guð yfirgefa þá til þess tíma, er sú hefir fætt, er fæða skal, en þá munu leifar ættbræðra hans hverfa aftur til Ísraelsmanna.

Þá mun hann standa og halda þeim til haga í krafti Drottins, í hinu tignarlega nafni Drottins Guðs síns, og þeir skulu óhultir búa, því að þá skal hann mikill vera til endimarka jarðar.

Og þessi mun friðurinn vera: Brjótist Assýringar inn í land vort og stígi þeir fæti á ættjörð vora, þá munum vér senda í móti þeim sjö hirða og átta þjóðhöfðingja,

og þeir munu herja land Assýringa með sverði og land Nimrods með brugðnum brandi. Og þannig mun hann frelsa oss frá Assýringum, er þeir brjótast inn í land vort og stíga fæti á fold vora.

Leifar Jakobs meðal heiðingjanna, mitt á meðal margra þjóða, munu vera sem dögg frá Drottni, sem regndropar á grasi, þeir er bíða ekki eftir neinum og vænta ekki neins af mannanna börnum.

Og leifar Jakobs meðal heiðingjanna, mitt á meðal margra þjóða, munu vera sem ljón meðal skógardýra, sem ljónshvolpur í sauðahjörð, sá er niður treður þar sem hann veður yfir og sundur rífur, án þess að nokkur fái bjargað.

Armleggur þinn mun hrósa sigri yfir mótstöðumönnum þínum og allir óvinir þínir munu afmáðir verða.

Á þeim degi _ segir Drottinn _ vil ég eyða öllum þeim víghestum, sem þú átt í landinu, og gjöra að engu hervagna þína,

10 ég vil eyða borgum lands þíns og rífa niður öll virki þín,

11 ég vil eyða öllum töfrum hjá þér, og spásagnamenn skulu eigi framar hjá þér vera.

12 Ég vil eyða skurðmyndum þínum og merkissteinum, þeim er hjá þér eru, og þú skalt ekki framar falla fram fyrir verkum handa þinna.

13 Ég vil brjóta niður asérur þínar og eyðileggja guðalíkneski þín,

14 og ég vil með reiði og gremi hefnast á þjóðunum, er eigi hafa hlýðnast.

Heyrið, hvað Drottinn segir: Statt upp og sæk sök fyrir fjöllunum, svo að hæðirnar megi heyra raust þína.

Heyrið kærumál Drottins, þér fjöll, og hlýðið á, þér undirstöður jarðarinnar. Því að Drottinn hefir mál að kæra við þjóð sína og gengur í dóm við Ísrael:

_ Þjóð mín, hvað hefi ég gjört þér og með hverju hefi ég þreytt þig? Vitna þú í gegn mér!

Ég leiddi þig þó út af Egyptalandi og frelsaði þig úr þrælahúsinu og sendi þér Móse, Aron og Mirjam til forystu.

Þjóð mín, minnst þú þess, hvað Balak Móabskonungur hafði í hyggju og hverju Bíleam Beórsson svaraði honum, minnst þú þess er gjörðist á leiðinni frá Sittím til Gilgal, til þess að þú kannist við velgjörðir Drottins.

_ Með hvað á ég að koma fram fyrir Drottin, beygja mig fyrir Guði á hæðum? Á ég að koma fram fyrir hann með brennifórnir, með ársgamla kálfa?

Hefir Drottinn þóknun á þúsundum hrúta, á tíþúsundum olífuolíulækja? Á ég að fórna frumgetnum syni mínum fyrir misgjörð mína, ávexti kviðar míns sem syndafórn sálar minnar?

_ Hann hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?

Heyr, Drottinn kallar til borgarinnar, og það er viska að óttast nafn hans. Heyrið, kynstofn og saman kominn borgarlýður!

10 Á ég að láta sem ég sjái ekki, í húsi hins óguðlega, rangfengin auðæfi og svikinn mæli, sem bölvun er lýst yfir?

11 Á ég að láta honum óhegnt, þótt hann hafi ranga vog og svikna vogarsteina í sjóði sínum?

12 Ríkismenn hennar eru fullir af ofríki, íbúar hennar tala lygar og tungan fer með svik í munni þeirra.

13 Því tek ég og að ljósta þig, að eyða vegna synda þinna.

14 Þú skalt eta, en þó ekki saddur verða, heldur skal hungrið haldast við í þér. Þótt þú takir eitthvað frá, þá skalt þú eigi fá bjargað því, og það sem þú bjargar, skal ég ofurselja sverðinu.

15 Þótt þú sáir, skalt þú ekkert uppskera. Þótt þú troðir olífurnar, skalt þú eigi smyrja þig með olíu, og þótt þú fáir vínberjalöginn, skalt þú ekki vínið drekka.

16 Þú hefir haldið setningum Omrí og öllu athæfi Akabs húss, og þér hafið breytt eftir háttum þeirra, til þess að ég gjöri hana að auðn og láti íbúa hennar verða að spotti. Já, þér skuluð bera háð þjóðanna.

Vei mér, því að það hefir farið fyrir mér eins og þegar ávöxtum er safnað, eins og við eftirtíning vínberjatekju: ekkert vínber eftir til að eta, engin árfíkja, er mig langaði í.

Guðhræddir menn eru horfnir úr landinu, og ráðvandir eru ekki til meðal mannanna, þeir sitja allir um að fremja morð og reyna að veiða hver annan í net.

Til ills eru báðar hendur fram réttar. Höfðinginn heimtar og dómarinn dæmir gegn endurgjaldi. Og stórmennið er bermált um það, sem hjarta hans girnist, og þeir flækja málin.

Hinn besti meðal þeirra er sem þyrnir og hinn ráðvandasti verri en þyrnigerði. Dagurinn sem varðmenn þínir hafa talað um, hegningardagur þinn, kemur. Þá verða þeir úrræðalausir.

Trúið eigi kunningja yðar, treystið eigi vini, gæt dyra munns þíns fyrir henni, sem hvílir í faðmi þínum.

Því að sonurinn fyrirlítur föður sinn, dóttirin setur sig upp á móti móður sinni, tengdadóttirin á móti tengdamóður sinni, heimilismennirnir eru óvinir húsbónda síns.

Ég vil mæna til Drottins, bíða eftir Guði hjálpræðis míns! Guð minn mun heyra mig!

Hlakka eigi yfir mér, fjandkona mín, því þótt ég sé fallin, rís ég aftur á fætur, þótt ég sitji í myrkri, þá er Drottinn mitt ljós.

Reiði Drottins vil ég þola _ því að ég hefi syndgað á móti honum _ þar til er hann sækir sök mína og lætur mig ná rétti mínum. Hann mun leiða mig út til ljóssins, ég mun horfa ánægð á réttlæti hans.

10 Fjandkona mín mun sjá það, og smán mun hylja hana, hún sem nú segir við mig: "Hvar er Drottinn, Guð þinn?" Augu mín munu horfa hlakkandi á hana, þá mun hún verða troðin niður eins og saur á strætum.

11 Sá dagur kemur, að múrar þínir verða endurreistir, þann dag munu landamerki þín færast mikið út.

12 Á þeim degi munu menn koma til þín frá Assýríu allt til Egyptalands og frá Egyptalandi allt til Efrats, frá hafi til hafs og frá fjalli til fjalls.

13 En jörðin mun verða að auðn vegna íbúa hennar, sökum ávaxtarins af gjörðum þeirra.

14 Gæt þú þjóðar þinnar með staf þínum, sauða arfleifðar þinnar, þeirra sem byggja einir sér kjarrskóginn innan um aldingarðana. Lát þá ganga í Basanshaglendi og í Gíleað eins og forðum daga.

15 Lát hana sjá undur, eins og þegar þú fórst af Egyptalandi.

16 Þjóðirnar skulu sjá það og verða til skammar, þrátt fyrir allan styrkleika sinn. Þær munu leggja höndina á munninn, eyru þeirra munu verða heyrnarlaus.

17 Þær munu sleikja duft eins og höggormur, eins og kvikindi, sem skríða á jörðinni, skjálfandi skulu þær koma fram úr fylgsnum sínum, líta hræddar til Drottins, Guðs vors, og óttast þig.

18 Hver er slíkur Guð sem þú, sá er fyrirgefur leifum arfleifðar sinnar misgjörð þeirra og umber fráhvarf þeirra, _ sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega, heldur hefir unun af að vera miskunnsamur?

19 Þú munt aftur miskunna oss, troða niður misgjörðir vorar. Já, þú munt varpa öllum syndum vorum í djúp hafsins.

The word of the Lord that came to Micah of Moresheth(A) during the reigns of Jotham,(B) Ahaz(C) and Hezekiah,(D) kings of Judah(E)—the vision(F) he saw concerning Samaria and Jerusalem.

Hear,(G) you peoples, all of you,(H)
    listen, earth(I) and all who live in it,
that the Sovereign Lord may bear witness(J) against you,
    the Lord from his holy temple.(K)

Judgment Against Samaria and Jerusalem

Look! The Lord is coming from his dwelling(L) place;
    he comes down(M) and treads on the heights of the earth.(N)
The mountains melt(O) beneath him(P)
    and the valleys split apart,(Q)
like wax before the fire,
    like water rushing down a slope.
All this is because of Jacob’s transgression,
    because of the sins of the people of Israel.
What is Jacob’s transgression?
    Is it not Samaria?(R)
What is Judah’s high place?
    Is it not Jerusalem?

“Therefore I will make Samaria a heap of rubble,
    a place for planting vineyards.(S)
I will pour her stones(T) into the valley
    and lay bare her foundations.(U)
All her idols(V) will be broken to pieces;(W)
    all her temple gifts will be burned with fire;
    I will destroy all her images.(X)
Since she gathered her gifts from the wages of prostitutes,(Y)
    as the wages of prostitutes they will again be used.”

Weeping and Mourning

Because of this I will weep(Z) and wail;
    I will go about barefoot(AA) and naked.
I will howl like a jackal
    and moan like an owl.
For Samaria’s plague(AB) is incurable;(AC)
    it has spread to Judah.(AD)
It has reached the very gate(AE) of my people,
    even to Jerusalem itself.
10 Tell it not in Gath[a];
    weep not at all.
In Beth Ophrah[b]
    roll in the dust.
11 Pass by naked(AF) and in shame,
    you who live in Shaphir.[c]
Those who live in Zaanan[d]
    will not come out.
Beth Ezel is in mourning;
    it no longer protects you.
12 Those who live in Maroth[e] writhe in pain,
    waiting for relief,(AG)
because disaster(AH) has come from the Lord,
    even to the gate of Jerusalem.
13 You who live in Lachish,(AI)
    harness fast horses to the chariot.
You are where the sin of Daughter Zion(AJ) began,
    for the transgressions of Israel were found in you.
14 Therefore you will give parting gifts(AK)
    to Moresheth(AL) Gath.
The town of Akzib[f](AM) will prove deceptive(AN)
    to the kings of Israel.
15 I will bring a conqueror against you
    who live in Mareshah.[g](AO)
The nobles of Israel
    will flee to Adullam.(AP)
16 Shave(AQ) your head in mourning
    for the children in whom you delight;
make yourself as bald as the vulture,
    for they will go from you into exile.(AR)

Human Plans and God’s Plans

Woe to those who plan iniquity,
    to those who plot evil(AS) on their beds!(AT)
At morning’s light they carry it out
    because it is in their power to do it.
They covet fields(AU) and seize them,(AV)
    and houses, and take them.
They defraud(AW) people of their homes,
    they rob them of their inheritance.(AX)

Therefore, the Lord says:

“I am planning disaster(AY) against this people,
    from which you cannot save yourselves.
You will no longer walk proudly,(AZ)
    for it will be a time of calamity.
In that day people will ridicule you;
    they will taunt you with this mournful song:
‘We are utterly ruined;(BA)
    my people’s possession is divided up.(BB)
He takes it from me!
    He assigns our fields to traitors.’”

Therefore you will have no one in the assembly of the Lord
    to divide the land(BC) by lot.(BD)

False Prophets

“Do not prophesy,” their prophets say.
    “Do not prophesy about these things;
    disgrace(BE) will not overtake us.(BF)
You descendants of Jacob, should it be said,
    “Does the Lord become[h] impatient?
    Does he do such things?”

“Do not my words do good(BG)
    to the one whose ways are upright?(BH)
Lately my people have risen up
    like an enemy.
You strip off the rich robe
    from those who pass by without a care,
    like men returning from battle.
You drive the women of my people
    from their pleasant homes.(BI)
You take away my blessing
    from their children forever.
10 Get up, go away!
    For this is not your resting place,(BJ)
because it is defiled,(BK)
    it is ruined, beyond all remedy.
11 If a liar and deceiver(BL) comes and says,
    ‘I will prophesy for you plenty of wine and beer,’(BM)
    that would be just the prophet for this people!(BN)

Deliverance Promised

12 “I will surely gather all of you, Jacob;
    I will surely bring together the remnant(BO) of Israel.
I will bring them together like sheep in a pen,
    like a flock in its pasture;
    the place will throng with people.(BP)
13 The One who breaks open the way will go up before(BQ) them;
    they will break through the gate(BR) and go out.
Their King will pass through before them,
    the Lord at their head.”

Leaders and Prophets Rebuked

Then I said,

“Listen, you leaders(BS) of Jacob,
    you rulers of Israel.
Should you not embrace justice,
    you who hate good and love evil;
who tear the skin from my people
    and the flesh from their bones;(BT)
who eat my people’s flesh,(BU)
    strip off their skin
    and break their bones in pieces;(BV)
who chop(BW) them up like meat for the pan,
    like flesh for the pot?(BX)

Then they will cry out to the Lord,
    but he will not answer them.(BY)
At that time he will hide his face(BZ) from them
    because of the evil they have done.(CA)

This is what the Lord says:

“As for the prophets
    who lead my people astray,(CB)
they proclaim ‘peace’(CC)
    if they have something to eat,
but prepare to wage war against anyone
    who refuses to feed them.
Therefore night will come over you, without visions,
    and darkness, without divination.(CD)
The sun will set for the prophets,(CE)
    and the day will go dark for them.(CF)
The seers will be ashamed(CG)
    and the diviners disgraced.(CH)
They will all cover(CI) their faces(CJ)
    because there is no answer from God.(CK)
But as for me, I am filled with power,
    with the Spirit of the Lord,
    and with justice and might,
to declare to Jacob his transgression,
    to Israel his sin.(CL)

Hear this, you leaders of Jacob,
    you rulers of Israel,
who despise justice
    and distort all that is right;(CM)
10 who build(CN) Zion with bloodshed,(CO)
    and Jerusalem with wickedness.(CP)
11 Her leaders judge for a bribe,(CQ)
    her priests teach for a price,(CR)
    and her prophets tell fortunes for money.(CS)
Yet they look(CT) for the Lord’s support and say,
    “Is not the Lord among us?
    No disaster will come upon us.”(CU)
12 Therefore because of you,
    Zion will be plowed like a field,
Jerusalem will become a heap of rubble,(CV)
    the temple(CW) hill a mound overgrown with thickets.(CX)

The Mountain of the Lord(CY)

In the last days

the mountain(CZ) of the Lord’s temple will be established
    as the highest of the mountains;
it will be exalted above the hills,(DA)
    and peoples will stream to it.(DB)

Many nations will come and say,

“Come, let us go up to the mountain of the Lord,(DC)
    to the temple of the God of Jacob.(DD)
He will teach us(DE) his ways,(DF)
    so that we may walk in his paths.”
The law(DG) will go out from Zion,
    the word of the Lord from Jerusalem.
He will judge between many peoples
    and will settle disputes for strong nations far and wide.(DH)
They will beat their swords into plowshares
    and their spears into pruning hooks.(DI)
Nation will not take up sword against nation,
    nor will they train for war(DJ) anymore.(DK)
Everyone will sit under their own vine
    and under their own fig tree,(DL)
and no one will make them afraid,(DM)
    for the Lord Almighty has spoken.(DN)
All the nations may walk
    in the name of their gods,(DO)
but we will walk in the name of the Lord
    our God for ever and ever.(DP)

The Lord’s Plan

“In that day,” declares the Lord,

“I will gather the lame;(DQ)
    I will assemble the exiles(DR)
    and those I have brought to grief.(DS)
I will make the lame my remnant,(DT)
    those driven away a strong nation.(DU)
The Lord will rule over them in Mount Zion(DV)
    from that day and forever.(DW)
As for you, watchtower of the flock,
    stronghold[i] of Daughter Zion,
the former dominion will be restored(DX) to you;
    kingship will come to Daughter Jerusalem.(DY)

Why do you now cry aloud—
    have you no king[j](DZ)?
Has your ruler[k] perished,
    that pain seizes you like that of a woman in labor?(EA)
10 Writhe in agony, Daughter Zion,
    like a woman in labor,
for now you must leave the city
    to camp in the open field.
You will go to Babylon;(EB)
    there you will be rescued.
There the Lord will redeem(EC) you
    out of the hand of your enemies.

11 But now many nations
    are gathered against you.
They say, “Let her be defiled,
    let our eyes gloat(ED) over Zion!”
12 But they do not know
    the thoughts of the Lord;
they do not understand his plan,(EE)
    that he has gathered them like sheaves to the threshing floor.
13 “Rise and thresh,(EF) Daughter Zion,
    for I will give you horns of iron;
I will give you hooves of bronze,
    and you will break to pieces many nations.”(EG)
You will devote their ill-gotten gains to the Lord,(EH)
    their wealth to the Lord of all the earth.

A Promised Ruler From Bethlehem

[l]Marshal your troops now, city of troops,
    for a siege is laid against us.
They will strike Israel’s ruler
    on the cheek(EI) with a rod.

“But you, Bethlehem(EJ) Ephrathah,(EK)
    though you are small among the clans[m] of Judah,
out of you will come for me
    one who will be ruler(EL) over Israel,
whose origins are from of old,(EM)
    from ancient times.”(EN)

Therefore Israel will be abandoned(EO)
    until the time when she who is in labor bears a son,
and the rest of his brothers return
    to join the Israelites.

He will stand and shepherd his flock(EP)
    in the strength of the Lord,
    in the majesty of the name of the Lord his God.
And they will live securely, for then his greatness(EQ)
    will reach to the ends of the earth.

And he will be our peace(ER)
    when the Assyrians invade(ES) our land
    and march through our fortresses.
We will raise against them seven shepherds,
    even eight commanders,(ET)
who will rule[n] the land of Assyria with the sword,
    the land of Nimrod(EU) with drawn sword.[o](EV)
He will deliver us from the Assyrians
    when they invade our land
    and march across our borders.(EW)

The remnant(EX) of Jacob will be
    in the midst of many peoples
like dew(EY) from the Lord,
    like showers on the grass,(EZ)
which do not wait for anyone
    or depend on man.
The remnant of Jacob will be among the nations,
    in the midst of many peoples,
like a lion among the beasts of the forest,(FA)
    like a young lion among flocks of sheep,
which mauls and mangles(FB) as it goes,
    and no one can rescue.(FC)
Your hand will be lifted up(FD) in triumph over your enemies,
    and all your foes will be destroyed.

10 “In that day,” declares the Lord,

“I will destroy your horses from among you
    and demolish your chariots.(FE)
11 I will destroy the cities(FF) of your land
    and tear down all your strongholds.(FG)
12 I will destroy your witchcraft
    and you will no longer cast spells.(FH)
13 I will destroy your idols(FI)
    and your sacred stones from among you;(FJ)
you will no longer bow down
    to the work of your hands.(FK)
14 I will uproot from among you your Asherah poles[p](FL)
    when I demolish your cities.
15 I will take vengeance(FM) in anger and wrath
    on the nations that have not obeyed me.”

The Lord’s Case Against Israel

Listen to what the Lord says:

“Stand up, plead my case before the mountains;(FN)
    let the hills hear what you have to say.

“Hear,(FO) you mountains, the Lord’s accusation;(FP)
    listen, you everlasting foundations of the earth.
For the Lord has a case(FQ) against his people;
    he is lodging a charge(FR) against Israel.

“My people, what have I done to you?
    How have I burdened(FS) you?(FT) Answer me.
I brought you up out of Egypt(FU)
    and redeemed you from the land of slavery.(FV)
I sent Moses(FW) to lead you,
    also Aaron(FX) and Miriam.(FY)
My people, remember
    what Balak(FZ) king of Moab plotted
    and what Balaam son of Beor answered.
Remember your journey from Shittim(GA) to Gilgal,(GB)
    that you may know the righteous acts(GC) of the Lord.”

With what shall I come before(GD) the Lord
    and bow down before the exalted God?
Shall I come before him with burnt offerings,
    with calves a year old?(GE)
Will the Lord be pleased with thousands of rams,(GF)
    with ten thousand rivers of olive oil?(GG)
Shall I offer my firstborn(GH) for my transgression,
    the fruit of my body for the sin of my soul?(GI)
He has shown you, O mortal, what is good.
    And what does the Lord require of you?
To act justly(GJ) and to love mercy
    and to walk humbly[q](GK) with your God.(GL)

Israel’s Guilt and Punishment

Listen! The Lord is calling to the city—
    and to fear your name is wisdom—
    “Heed the rod(GM) and the One who appointed it.[r]
10 Am I still to forget your ill-gotten treasures, you wicked house,
    and the short ephah,[s] which is accursed?(GN)
11 Shall I acquit someone with dishonest scales,(GO)
    with a bag of false weights?(GP)
12 Your rich people are violent;(GQ)
    your inhabitants are liars(GR)
    and their tongues speak deceitfully.(GS)
13 Therefore, I have begun to destroy(GT) you,
    to ruin[t] you because of your sins.
14 You will eat but not be satisfied;(GU)
    your stomach will still be empty.[u]
You will store up but save nothing,(GV)
    because what you save[v] I will give to the sword.
15 You will plant but not harvest;(GW)
    you will press olives but not use the oil,
    you will crush grapes but not drink the wine.(GX)
16 You have observed the statutes of Omri(GY)
    and all the practices of Ahab’s(GZ) house;
    you have followed their traditions.(HA)
Therefore I will give you over to ruin(HB)
    and your people to derision;
    you will bear the scorn(HC) of the nations.[w]

Israel’s Misery

What misery is mine!
I am like one who gathers summer fruit
    at the gleaning of the vineyard;
there is no cluster of grapes to eat,
    none of the early figs(HD) that I crave.
The faithful have been swept from the land;(HE)
    not one(HF) upright person remains.
Everyone lies in wait(HG) to shed blood;(HH)
    they hunt each other(HI) with nets.(HJ)
Both hands are skilled in doing evil;(HK)
    the ruler demands gifts,
the judge accepts bribes,(HL)
    the powerful dictate what they desire—
    they all conspire together.
The best of them is like a brier,(HM)
    the most upright worse than a thorn(HN) hedge.
The day God visits you has come,
    the day your watchmen sound the alarm.
    Now is the time of your confusion.(HO)
Do not trust a neighbor;
    put no confidence in a friend.(HP)
Even with the woman who lies in your embrace
    guard the words of your lips.
For a son dishonors his father,
    a daughter rises up against her mother,(HQ)
a daughter-in-law against her mother-in-law—
    a man’s enemies are the members of his own household.(HR)

But as for me, I watch(HS) in hope(HT) for the Lord,
    I wait for God my Savior;
    my God will hear(HU) me.

Israel Will Rise

Do not gloat over me,(HV) my enemy!
    Though I have fallen, I will rise.(HW)
Though I sit in darkness,
    the Lord will be my light.(HX)
Because I have sinned against him,
    I will bear the Lord’s wrath,(HY)
until he pleads my case(HZ)
    and upholds my cause.
He will bring me out into the light;(IA)
    I will see his righteousness.(IB)
10 Then my enemy will see it
    and will be covered with shame,(IC)
she who said to me,
    “Where is the Lord your God?”(ID)
My eyes will see her downfall;(IE)
    even now she will be trampled(IF) underfoot
    like mire in the streets.

11 The day for building your walls(IG) will come,
    the day for extending your boundaries.
12 In that day people will come to you
    from Assyria(IH) and the cities of Egypt,
even from Egypt to the Euphrates
    and from sea to sea
    and from mountain to mountain.(II)
13 The earth will become desolate because of its inhabitants,
    as the result of their deeds.(IJ)

Prayer and Praise

14 Shepherd(IK) your people with your staff,(IL)
    the flock of your inheritance,
which lives by itself in a forest,
    in fertile pasturelands.[x](IM)
Let them feed in Bashan(IN) and Gilead(IO)
    as in days long ago.(IP)

15 “As in the days when you came out of Egypt,
    I will show them my wonders.(IQ)

16 Nations will see and be ashamed,(IR)
    deprived of all their power.
They will put their hands over their mouths(IS)
    and their ears will become deaf.
17 They will lick dust(IT) like a snake,
    like creatures that crawl on the ground.
They will come trembling(IU) out of their dens;
    they will turn in fear(IV) to the Lord our God
    and will be afraid of you.
18 Who is a God(IW) like you,
    who pardons sin(IX) and forgives(IY) the transgression
    of the remnant(IZ) of his inheritance?(JA)
You do not stay angry(JB) forever
    but delight to show mercy.(JC)
19 You will again have compassion on us;
    you will tread our sins underfoot
    and hurl all our iniquities(JD) into the depths of the sea.(JE)
20 You will be faithful to Jacob,
    and show love to Abraham,(JF)
as you pledged on oath to our ancestors(JG)
    in days long ago.(JH)

Footnotes

  1. Micah 1:10 Gath sounds like the Hebrew for tell.
  2. Micah 1:10 Beth Ophrah means house of dust.
  3. Micah 1:11 Shaphir means pleasant.
  4. Micah 1:11 Zaanan sounds like the Hebrew for come out.
  5. Micah 1:12 Maroth sounds like the Hebrew for bitter.
  6. Micah 1:14 Akzib means deception.
  7. Micah 1:15 Mareshah sounds like the Hebrew for conqueror.
  8. Micah 2:7 Or Is the Spirit of the Lord
  9. Micah 4:8 Or hill
  10. Micah 4:9 Or King
  11. Micah 4:9 Or Ruler
  12. Micah 5:1 In Hebrew texts 5:1 is numbered 4:14, and 5:2-15 is numbered 5:1-14.
  13. Micah 5:2 Or rulers
  14. Micah 5:6 Or crush
  15. Micah 5:6 Or Nimrod in its gates
  16. Micah 5:14 That is, wooden symbols of the goddess Asherah
  17. Micah 6:8 Or prudently
  18. Micah 6:9 The meaning of the Hebrew for this line is uncertain.
  19. Micah 6:10 An ephah was a dry measure.
  20. Micah 6:13 Or Therefore, I will make you ill and destroy you; / I will ruin
  21. Micah 6:14 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  22. Micah 6:14 Or You will press toward birth but not give birth, / and what you bring to birth
  23. Micah 6:16 Septuagint; Hebrew scorn due my people
  24. Micah 7:14 Or in the middle of Carmel