Jobsbók 35
Icelandic Bible
35 Og Elíhú tók enn til máls og sagði:
2 Hyggur þú það vera rétt, kallar þú það "réttlæti mitt fyrir Guði,"
3 að þú spyr, hvað það stoði þig? "Hvaða gagn hefi ég af því, fremur en ef ég syndgaði?"
4 Ég ætla að veita þér andsvör í móti og vinum þínum með þér.
5 Horf þú á himininn og sjá, virtu fyrir þér skýin, sem eru hátt yfir þér.
6 Syndgir þú, hvað getur þú gjört honum? Og séu afbrot þín mörg, hvaða skaða gjörir þú honum?
7 Sért þú ráðvandur, hvað gefur þú honum, eða hvað þiggur hann af þinni hendi?
8 Mann, eins og þig, varðar misgjörð þín og mannsins barn ráðvendni þín.
9 Menn æpa að sönnu undan hinni margvíslegu kúgan, kveina undan armlegg hinna voldugu,
10 en enginn þeirra segir: "Hvar er Guð, skapari minn, sá er leiðir fram lofsöngva um nótt,
11 sem fræðir oss meira en dýr merkurinnar og gjörir oss vitrari en fugla loftsins?"
12 Þá æpa menn _ en hann svarar ekki _ undan drambsemi hinna vondu.
13 Nei, hégómamál heyrir Guð eigi, og hinn Almáttki gefur því engan gaum,
14 hvað þá, er þú segir, að þú sjáir hann ekki. Málið er lagt fram fyrir hann, og þú átt að bíða eftir honum.
15 En nú, af því að reiði hans hefir eigi refsað, á hann alls eigi að hafa vitað neitt um yfirsjónina!
16 En Job opnar munninn til að mæla hégóma, heldur langar ræður í vanhyggju sinni.
Job 35
King James Version
35 Elihu spake moreover, and said,
2 Thinkest thou this to be right, that thou saidst, My righteousness is more than God's?
3 For thou saidst, What advantage will it be unto thee? and, What profit shall I have, if I be cleansed from my sin?
4 I will answer thee, and thy companions with thee.
5 Look unto the heavens, and see; and behold the clouds which are higher than thou.
6 If thou sinnest, what doest thou against him? or if thy transgressions be multiplied, what doest thou unto him?
7 If thou be righteous, what givest thou him? or what receiveth he of thine hand?
8 Thy wickedness may hurt a man as thou art; and thy righteousness may profit the son of man.
9 By reason of the multitude of oppressions they make the oppressed to cry: they cry out by reason of the arm of the mighty.
10 But none saith, Where is God my maker, who giveth songs in the night;
11 Who teacheth us more than the beasts of the earth, and maketh us wiser than the fowls of heaven?
12 There they cry, but none giveth answer, because of the pride of evil men.
13 Surely God will not hear vanity, neither will the Almighty regard it.
14 Although thou sayest thou shalt not see him, yet judgment is before him; therefore trust thou in him.
15 But now, because it is not so, he hath visited in his anger; yet he knoweth it not in great extremity:
16 Therefore doth Job open his mouth in vain; he multiplieth words without knowledge.
by Icelandic Bible Society