Add parallel Print Page Options

40 Og Drottinn mælti til Jobs og sagði:

Vill ámælismaðurinn þrátta við hinn Almáttka? Sá er sakir ber á Guð, svari hann þessu!

Þá svaraði Job Drottni og sagði:

Sjá, ég er of lítilmótlegur, hverju á ég að svara þér? Ég legg hönd mína á munninn.

Einu sinni hefi ég talað, og endurtek það eigi, _ tvisvar, og gjöri það ekki oftar.

Þá svaraði Drottinn Job úr stormviðrinu og sagði:

Gyrð lendar þínar eins og maður. Ég mun spyrja þig, og þú skalt fræða mig.

Ætlar þú jafnvel að gjöra rétt minn að engu, dæma mig sekan, til þess að þú standir réttlættur?

Hefir þú þá armlegg eins og Guð, og getur þú þrumað með slíkri rödd sem hann?

10 Skrýð þig vegsemd og tign, íklæð þig dýrð og ljóma!

11 Lát úthellast strauma reiði þinnar og varpa til jarðar með einu tilliti sérhverjum dramblátum.

12 Auðmýk þú sérhvern dramblátan með einu tilliti, og troð þú hina óguðlegu niður þar sem þeir standa.

13 Byrg þú þá í moldu alla saman, loka andlit þeirra inni í myrkri,

14 þá skal ég líka lofa þig, fyrir það að hægri hönd þín veitir þér fulltingi.

15 Sjá, nykurinn sem ég hefi skapað eins og þig, hann etur gras eins og naut.

16 Sjá, kraftur hans er í lendum hans og afl hans í kviðvöðvunum.

17 Hann sperrir upp stertinn eins og sedrustré, lærsinar hans eru ofnar saman.

18 Leggir hans eru eirpípur, beinin eins og járnstafur.

19 Hann er frumgróði Guðs verka, sá er skóp hann, gaf honum sverð hans.

20 Fjöllin láta honum grasbeit í té, og þar leika sér dýr merkurinnar.

21 Hann liggur undir lótusrunnum í skjóli við reyr og sef.

22 Lótusrunnarnir breiða skugga yfir hann, lækjarpílviðirnir lykja um hann.

23 Sjá, þegar vöxtur kemur í ána, skelfist hann ekki, hann er óhultur, þótt fljót belji á skolti hans.

24 Getur nokkur veitt hann með því að ganga framan að honum, getur nokkur dregið taug gegnum nasir hans?

40 The Lord said to Job:(A)

“Will the one who contends with the Almighty(B) correct him?(C)
    Let him who accuses God answer him!”(D)

Then Job answered the Lord:

“I am unworthy(E)—how can I reply to you?
    I put my hand over my mouth.(F)
I spoke once, but I have no answer(G)
    twice, but I will say no more.”(H)

Then the Lord spoke to Job out of the storm:(I)

“Brace yourself like a man;
    I will question you,
    and you shall answer me.(J)

“Would you discredit my justice?(K)
    Would you condemn me to justify yourself?(L)
Do you have an arm like God’s,(M)
    and can your voice(N) thunder like his?(O)
10 Then adorn yourself with glory and splendor,
    and clothe yourself in honor and majesty.(P)
11 Unleash the fury of your wrath,(Q)
    look at all who are proud and bring them low,(R)
12 look at all who are proud(S) and humble them,(T)
    crush(U) the wicked where they stand.
13 Bury them all in the dust together;(V)
    shroud their faces in the grave.(W)
14 Then I myself will admit to you
    that your own right hand can save you.(X)

15 “Look at Behemoth,
    which I made(Y) along with you
    and which feeds on grass like an ox.(Z)
16 What strength(AA) it has in its loins,
    what power in the muscles of its belly!(AB)
17 Its tail sways like a cedar;
    the sinews of its thighs are close-knit.(AC)
18 Its bones are tubes of bronze,
    its limbs(AD) like rods of iron.(AE)
19 It ranks first among the works of God,(AF)
    yet its Maker(AG) can approach it with his sword.(AH)
20 The hills bring it their produce,(AI)
    and all the wild animals play(AJ) nearby.(AK)
21 Under the lotus plants it lies,
    hidden among the reeds(AL) in the marsh.(AM)
22 The lotuses conceal it in their shadow;
    the poplars by the stream(AN) surround it.
23 A raging river(AO) does not alarm it;
    it is secure, though the Jordan(AP) should surge against its mouth.
24 Can anyone capture it by the eyes,
    or trap it and pierce its nose?(AQ)