Add parallel Print Page Options

59 Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki.

Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.

Hendur yðar eru blóði ataðar og fingur yðar misgjörðum, varir yðar tala lygi og tunga yðar fer með illsku.

Enginn stefnir fyrir dóm af því, að honum gangi réttlæti til, og enginn á í málaferlum sannleikans vegna. Menn reiða sig á hégóma og tala lygi, þeir ganga með ranglæti og ala illgjörðir.

Þeir klekja út hornormseggjum og vefa köngulóarvefi. Hverjum sem etur af eggjum þeirra er dauðinn vís, og verði eitthvert þeirra troðið sundur, skríður úr því eiturormur.

Vefnaður þeirra er ónýtur til klæða, og það sem þeir vinna verður eigi haft til skjóls: Athafnir þeirra eru illvirki, og ofbeldisverk liggja í lófum þeirra.

Fætur þeirra eru skjótir til ills, og fljótir til að úthella saklausu blóði. Ráðagjörðir þeirra eru skaðræðisráðagjörðir, eyðing og tortíming er á vegum þeirra.

Veg friðarins þekkja þeir ekki, og ekkert réttlæti er á þeirra stigum. Þeir hafa gjört vegu sína hlykkjótta, hver sá, er þá gengur, hefir ekki af friði að segja.

Fyrir því er rétturinn fjarlægur oss og réttlætið kemur ekki nálægt oss. Vér væntum ljóss, en það er myrkur, væntum dagsbirtu, en göngum í niðdimmu.

10 Vér þreifum fyrir oss, eins og blindir menn með vegg, fálmum eins og þeir, sem misst hafa sjónina. Oss verður fótaskortur um hábjartan daginn eins og í rökkri, í blóma lífsins erum vér sem dauðir menn.

11 Vér rymjum allir sem birnir, kurrum eins og dúfur. Vér væntum réttar, en hann fæst ekki, væntum hjálpræðis, en það er langt í burtu frá oss.

12 Afbrot vor eru mörg frammi fyrir þér og syndir vorar vitna í gegn oss, því að afbrot vor eru oss kunn og misgjörðir vorar þekkjum vér.

13 Vér höfum horfið frá Drottni og afneitað honum og vikið burt frá Guði vorum. Vér höfum látið oss ofríki og fráhvarf um munn fara, vér höfum upphugsað og mælt fram af hjarta voru lygaorð.

14 Og rétturinn er hrakinn á hæl, og réttlætið stendur langt í burtu, því að sannleikurinn hrasaði á strætunum og hreinskilnin kemst ekki að.

15 Sannleikurinn er horfinn, og sá sem firrist það, sem illt er, verður öðrum að herfangi. Og Drottinn sá það, og honum mislíkaði réttleysið.

16 Og hann sá að þar var enginn, og hann undraðist, að enginn vildi í skerast. En þá hjálpaði honum armleggur hans, og réttlæti hans studdi hann.

17 Hann íklæddist réttlætinu sem pansara og setti hjálm hjálpræðisins á höfuð sér. Hann klæddist klæðum hefndarinnar sem fati og hjúpaði sig vandlætinu eins og skikkju.

18 Eins og menn hafa unnið til, svo mun hann gjalda: mótstöðumönnum sínum heift og óvinum sínum hefnd, fjarlægum landsálfum endurgeldur hann.

19 Menn munu óttast nafn Drottins í frá niðurgöngu sólar og dýrð hans í frá upprás sólar. Já, hann brýst fram eins og á í gljúfrum, er andgustur Drottins knýr áfram.

20 En til Síonar kemur hann sem frelsari, til þeirra í Jakob, sem snúið hafa sér frá syndum _ segir Drottinn.

21 Þessi er sáttmálinn, sem ég gjöri við þá _ segir Drottinn: Andi minn, sem er yfir þér, og orð mín, sem ég hefi lagt í munn þér, þau skulu ekki víkja frá munni þínum, né frá munni niðja þinna, né frá munni niðja niðja þinna, _ segir Drottinn, _ héðan í frá og að eilífu.

Sin, Confession and Redemption

59 Surely the arm(A) of the Lord is not too short(B) to save,
    nor his ear too dull to hear.(C)
But your iniquities have separated(D)
    you from your God;
your sins have hidden his face from you,
    so that he will not hear.(E)
For your hands are stained with blood,(F)
    your fingers with guilt.(G)
Your lips have spoken falsely,(H)
    and your tongue mutters wicked things.
No one calls for justice;(I)
    no one pleads a case with integrity.
They rely(J) on empty arguments, they utter lies;(K)
    they conceive trouble and give birth to evil.(L)
They hatch the eggs of vipers(M)
    and spin a spider’s web.(N)
Whoever eats their eggs will die,
    and when one is broken, an adder is hatched.
Their cobwebs are useless for clothing;
    they cannot cover themselves with what they make.(O)
Their deeds are evil deeds,
    and acts of violence(P) are in their hands.
Their feet rush into sin;
    they are swift to shed innocent blood.(Q)
They pursue evil schemes;(R)
    acts of violence mark their ways.(S)
The way of peace they do not know;(T)
    there is no justice in their paths.
They have turned them into crooked roads;(U)
    no one who walks along them will know peace.(V)

So justice is far from us,
    and righteousness does not reach us.
We look for light, but all is darkness;(W)
    for brightness, but we walk in deep shadows.
10 Like the blind(X) we grope along the wall,
    feeling our way like people without eyes.
At midday we stumble(Y) as if it were twilight;
    among the strong, we are like the dead.(Z)
11 We all growl like bears;
    we moan mournfully like doves.(AA)
We look for justice, but find none;
    for deliverance, but it is far away.

12 For our offenses(AB) are many in your sight,
    and our sins testify(AC) against us.
Our offenses are ever with us,
    and we acknowledge our iniquities:(AD)
13 rebellion(AE) and treachery against the Lord,
    turning our backs(AF) on our God,
inciting revolt and oppression,(AG)
    uttering lies(AH) our hearts have conceived.
14 So justice(AI) is driven back,
    and righteousness(AJ) stands at a distance;
truth(AK) has stumbled in the streets,
    honesty cannot enter.
15 Truth(AL) is nowhere to be found,
    and whoever shuns evil becomes a prey.

The Lord looked and was displeased
    that there was no justice.(AM)
16 He saw that there was no one,(AN)
    he was appalled that there was no one to intervene;(AO)
so his own arm achieved salvation(AP) for him,
    and his own righteousness(AQ) sustained him.
17 He put on righteousness as his breastplate,(AR)
    and the helmet(AS) of salvation on his head;
he put on the garments(AT) of vengeance(AU)
    and wrapped himself in zeal(AV) as in a cloak.
18 According to what they have done,
    so will he repay(AW)
wrath to his enemies
    and retribution to his foes;
    he will repay the islands(AX) their due.
19 From the west,(AY) people will fear the name of the Lord,
    and from the rising of the sun,(AZ) they will revere his glory.(BA)
For he will come like a pent-up flood
    that the breath(BB) of the Lord drives along.[a]

20 “The Redeemer(BC) will come to Zion,(BD)
    to those in Jacob who repent of their sins,”(BE)
declares the Lord.

21 “As for me, this is my covenant(BF) with them,” says the Lord. “My Spirit,(BG) who is on you, will not depart from you,(BH) and my words that I have put in your mouth(BI) will always be on your lips, on the lips of your children and on the lips of their descendants—from this time on and forever,” says the Lord.

Footnotes

  1. Isaiah 59:19 Or When enemies come in like a flood, / the Spirit of the Lord will put them to flight