Add parallel Print Page Options

27 Davíð hugsaði með sjálfum sér: "Nú fell ég einhvern daginn fyrir hendi Sáls. Nú er það ráð vænst, að ég forði mér undan til Filistalands. Þá gefst Sál upp við að elta mig um allt Ísraelsland, og ég slepp úr greipum honum."

Síðan tók Davíð sig upp og fór með þau sex hundruð manns, er með honum voru, yfir til Akís Maókssonar, konungs í Gat.

Og Davíð settist að hjá Akís í Gat, bæði hann og menn hans, hver með sína fjölskyldu, Davíð með báðum konum sínum: Akínóam frá Jesreel og Abígail, þá er átt hafði Nabal í Karmel.

Og þegar Sál frétti, að Davíð væri flúinn til Gat, þá hætti hann að leita hans.

Davíð sagði við Akís: "Hafi ég fundið náð í augum þínum, þá lát þú fá mér bústað í einhverri borg landsins. Hví skal þjónn þinn búa hjá þér í höfuðborginni?"

Þá fékk Akís honum Siklag þann sama dag. Fyrir því liggur Siklag enn í dag undir Júda konunga.

En sá tími, sem Davíð bjó í Filistalandi, var eitt ár og fjórir mánuðir.

Davíð og menn hans fóru herför og gjörðu árás á Gesúríta, Gírsíta og Amalekíta, því að þeir bjuggu í landinu, sem náði frá Telam alla leið til Súr og Egyptalands.

Og þegar Davíð braust inn í þessi lönd, lét hann hvorki menn né konur lífi halda, en tók sauðfé og nautgripi, asna og úlfalda og klæði, sneri síðan við og fór aftur til Akís.

10 Og ef Akís spurði: "Hvar hafið þér á ráðist í dag?" þá svaraði Davíð: "Í Júda sunnan til," eða: "Á suðurland Jerahmeelíta," eða: "Á suðurland Keníta."

11 En Davíð lét hvorki menn né konur lífi halda til þess að flytja það til Gat, með því að hann hugsaði: "Þau kynnu að segja eftir oss og taka svo til orða: Svo hefir Davíð að farið." Og sá var siður hans allan þann tíma, sem hann bjó í Filistalandi.

12 Og Akís trúði Davíð, með því að hann hugsaði: "Honum er ekki lengur vært hjá þjóð sinni Ísrael, og fyrir því mun hann ævinlega verða í minni þjónustu."

28 Í þann tíma drógu Filistar saman her sinn og bjuggust að fara í hernað móti Ísrael. Og Akís sagði við Davíð: "Vita skaltu, að þú verður að fara með mér í leiðangurinn, bæði þú og menn þínir."

Davíð svaraði Akís: "Nú skalt þú fá að reyna, hverju þjónn þinn fær orkað." Og Akís sagði við Davíð: "Þá skipa ég þig höfuðvörð minn allar stundir."

Samúel var dáinn, og allur Ísrael hafði syrgt hann og jarðað hann í Rama, hans eigin borg. En Sál hafði gjört landræka alla andasæringamenn og spásagnamenn.

Nú söfnuðust Filistar saman og komu og settu herbúðir sínar í Súnem. Þá safnaði Sál saman öllum Ísrael og setti herbúðir sínar á Gilbóafjalli.

En þegar Sál sá her Filista, varð hann hræddur og missti móðinn.

Sál gekk til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði honum ekki, hvorki í draumum né með úrím né fyrir milligöngu spámannanna.

Þá sagði Sál við þjóna sína: "Leitið fyrir mig að særingakonu, svo að ég geti farið til hennar og leitað frétta hjá henni." Og þjónar hans sögðu við hann: "Í Endór er særingakona."

Sál gjörði sig torkennilegan og klæddist dularbúningi og lagði af stað og tveir menn með honum. Þeir komu til konunnar um nótt, og Sál sagði: "Lát þú andann spá mér og lát koma fram þann, er ég nefni til við þig."

Konan svaraði honum: "Sjá, þú veist, hvað Sál hefir gjört, að hann hefir upprætt úr landinu alla andasæringamenn og spásagnamenn. Hví leggur þú þá snöru fyrir mig til þess að deyða mig?"

10 Þá vann Sál henni eið við Drottin og mælti: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir skal engin sök á þig falla fyrir þetta."

11 Þá sagði konan: "Hvern viltu að ég láti koma fram?" Hann svaraði: "Lát þú Samúel koma fram fyrir mig."

12 En er konan sá Samúel, hljóðaði hún upp yfir sig. Og konan sagði við Sál: "Hví hefir þú svikið mig? Þú ert Sál."

13 En konungurinn mælti til hennar: "Ver þú óhrædd. En hvað sér þú?" Og konan sagði við Sál: "Ég sé anda koma upp úr jörðinni."

14 Hann sagði við hana: "Hvernig er hann í hátt?" Hún svaraði: "Gamall maður stígur upp og er hjúpaður skikkju." Þá skildi Sál, að það var Samúel, og hneigði andlit sitt til jarðar og laut honum.

15 Þá sagði Samúel við Sál: "Hví hefir þú ónáðað mig og látið kalla mig fram?" Sál mælti: "Ég er í miklum nauðum staddur. Filistar herja á mig, og Guð er frá mér vikinn og svarar mér ekki lengur, hvorki fyrir milligöngu spámannanna né í draumum. Fyrir því lét ég kalla þig, til þess að þú segir mér, hvað ég á að gjöra."

16 Samúel svaraði: "Hví spyr þú mig þá, fyrst Drottinn er frá þér vikinn og orðinn óvinur þinn?

17 Drottinn hefir þá við þig gjört, eins og hann hefir sagt fyrir minn munn. Drottinn hefir rifið frá þér konungdóminn og gefið hann öðrum, gefið Davíð hann.

18 Af því að þú hlýddir ekki boði Drottins og framkvæmdir ekki hans brennandi reiði á Amalek, fyrir því hefir Drottinn gjört þér þetta í dag.

19 Og Drottinn mun og gefa Ísrael ásamt þér í hendur Filista, og á morgun munt þú og synir þínir hjá mér vera. Drottinn mun og gefa her Ísraels í hendur Filista."

20 Þá varð Sál hræddur og féll endilangur til jarðar, og hann skelfdist mjög af orðum Samúels. Hann var og magnþrota, því að hann hafði eigi matar neytt allan daginn og alla nóttina.

21 Konan gekk nú til Sáls, og er hún sá, hversu mjög hann var felmtsfullur, sagði hún við hann: "Sjá, ambátt þín hefir hlýtt raustu þinni, og ég hefi lagt líf mitt í hættu, og ég hefi gjört það, sem þú baðst mig um.

22 Hlýð þú þá líka raust ambáttar þinnar: Ég ætla að færa þér matarbita, og skalt þú eta, svo að þér aukist þróttur og þú getir farið leiðar þinnar."

23 En hann færðist undan og sagði: "Eigi vil ég eta." En er bæði menn hans og konan lögðu að honum, þá lét hann að orðum þeirra og stóð upp af gólfinu og settist á rúmið.

24 Og konan átti alikálf í húsinu. Slátraði hún honum í skyndi, tók mjöl, hnoðaði það og bakaði úr því ósýrðar kökur.

25 Síðan bar hún það fyrir Sál og menn hans, og er þeir höfðu etið, tóku þeir sig upp og lögðu af stað þessa sömu nótt.

29 Filistar drógu nú saman allan her sinn hjá Afek, en Ísrael setti herbúðir sínar við lindina hjá Jesreel.

Og höfðingjar Filista komu með hundruð sín og þúsundir, og Davíð og menn hans komu síðastir með Akís.

Þá sögðu höfðingjar Filista: "Hvað eiga þessir Hebrear hér að gjöra?" Akís sagði við höfðingja Filista: "Það er Davíð, hirðmaður Sáls konungs í Ísrael, sem nú hefir með mér verið í tvö ár, og hefi ég ekki haft neitt út á hann að setja frá þeirri stundu, er hann gjörðist minn maður, og allt fram á þennan dag."

Höfðingjar Filista reiddust honum og sögðu við hann: "Lát þú manninn hverfa heim aftur. Fari hann á sinn stað, þar sem þú hefir sett hann, en eigi skal hann með oss fara í bardagann, svo að hann snúist ekki á móti oss í orustunni. Með hverju gæti hann betur náð aftur hylli herra síns en með höfðum þessara manna?

Var það ekki þessi sami Davíð, sem sungið var um við dansinn: Sál felldi sín þúsund og Davíð sín tíu þúsund?"

Þá lét Akís kalla Davíð og sagði við hann: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir ert þú ráðvandur, og ég uni því vel, að þú gangir út og inn með mér í herbúðunum, því að ég hefi ekki orðið neins ills var hjá þér frá þeirri stundu, er þú komst til mín, og allt fram á þennan dag, en höfðingjunum er ekki um þig.

Hverf því aftur og far í friði, svo að þú gjörir ekki neitt það, sem höfðingjum Filista mislíkar."

Þá sagði Davíð við Akís: "Hvað hefi ég þá gjört, og hvað hefir þú haft út á þjón þinn að setja, frá þeirri stundu, er ég gjörðist þinn maður, og allt fram á þennan dag, að ég skuli ekki mega fara og berjast við óvini herra míns, konungsins?"

Akís svaraði og sagði við Davíð: "Ég veit, að þú ert í mínum augum góður, sem værir þú engill Guðs, en höfðingjar Filista segja: ,Eigi skal hann með oss fara í bardagann.`

10 Rís þú því árla á morgun, ásamt mönnum herra þíns, sem með þér komu, og farið þér þangað sem ég hefi sett yður, og ætlaðu mér ekkert illt, því að vel er mér til þín, _ og rísið þá árla á morgun og haldið af stað, þegar birtir."

11 Reis nú Davíð árla um morguninn og menn hans og lögðu af stað heim aftur til Filistalands, en Filistar fóru upp í Jesreel.

27 Davíð hugsaði með sjálfum sér: "Nú fell ég einhvern daginn fyrir hendi Sáls. Nú er það ráð vænst, að ég forði mér undan til Filistalands. Þá gefst Sál upp við að elta mig um allt Ísraelsland, og ég slepp úr greipum honum."

Síðan tók Davíð sig upp og fór með þau sex hundruð manns, er með honum voru, yfir til Akís Maókssonar, konungs í Gat.

Og Davíð settist að hjá Akís í Gat, bæði hann og menn hans, hver með sína fjölskyldu, Davíð með báðum konum sínum: Akínóam frá Jesreel og Abígail, þá er átt hafði Nabal í Karmel.

Og þegar Sál frétti, að Davíð væri flúinn til Gat, þá hætti hann að leita hans.

Davíð sagði við Akís: "Hafi ég fundið náð í augum þínum, þá lát þú fá mér bústað í einhverri borg landsins. Hví skal þjónn þinn búa hjá þér í höfuðborginni?"

Þá fékk Akís honum Siklag þann sama dag. Fyrir því liggur Siklag enn í dag undir Júda konunga.

En sá tími, sem Davíð bjó í Filistalandi, var eitt ár og fjórir mánuðir.

Davíð og menn hans fóru herför og gjörðu árás á Gesúríta, Gírsíta og Amalekíta, því að þeir bjuggu í landinu, sem náði frá Telam alla leið til Súr og Egyptalands.

Og þegar Davíð braust inn í þessi lönd, lét hann hvorki menn né konur lífi halda, en tók sauðfé og nautgripi, asna og úlfalda og klæði, sneri síðan við og fór aftur til Akís.

10 Og ef Akís spurði: "Hvar hafið þér á ráðist í dag?" þá svaraði Davíð: "Í Júda sunnan til," eða: "Á suðurland Jerahmeelíta," eða: "Á suðurland Keníta."

11 En Davíð lét hvorki menn né konur lífi halda til þess að flytja það til Gat, með því að hann hugsaði: "Þau kynnu að segja eftir oss og taka svo til orða: Svo hefir Davíð að farið." Og sá var siður hans allan þann tíma, sem hann bjó í Filistalandi.

12 Og Akís trúði Davíð, með því að hann hugsaði: "Honum er ekki lengur vært hjá þjóð sinni Ísrael, og fyrir því mun hann ævinlega verða í minni þjónustu."

28 Í þann tíma drógu Filistar saman her sinn og bjuggust að fara í hernað móti Ísrael. Og Akís sagði við Davíð: "Vita skaltu, að þú verður að fara með mér í leiðangurinn, bæði þú og menn þínir."

Davíð svaraði Akís: "Nú skalt þú fá að reyna, hverju þjónn þinn fær orkað." Og Akís sagði við Davíð: "Þá skipa ég þig höfuðvörð minn allar stundir."

Samúel var dáinn, og allur Ísrael hafði syrgt hann og jarðað hann í Rama, hans eigin borg. En Sál hafði gjört landræka alla andasæringamenn og spásagnamenn.

Nú söfnuðust Filistar saman og komu og settu herbúðir sínar í Súnem. Þá safnaði Sál saman öllum Ísrael og setti herbúðir sínar á Gilbóafjalli.

En þegar Sál sá her Filista, varð hann hræddur og missti móðinn.

Sál gekk til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði honum ekki, hvorki í draumum né með úrím né fyrir milligöngu spámannanna.

Þá sagði Sál við þjóna sína: "Leitið fyrir mig að særingakonu, svo að ég geti farið til hennar og leitað frétta hjá henni." Og þjónar hans sögðu við hann: "Í Endór er særingakona."

Sál gjörði sig torkennilegan og klæddist dularbúningi og lagði af stað og tveir menn með honum. Þeir komu til konunnar um nótt, og Sál sagði: "Lát þú andann spá mér og lát koma fram þann, er ég nefni til við þig."

Konan svaraði honum: "Sjá, þú veist, hvað Sál hefir gjört, að hann hefir upprætt úr landinu alla andasæringamenn og spásagnamenn. Hví leggur þú þá snöru fyrir mig til þess að deyða mig?"

10 Þá vann Sál henni eið við Drottin og mælti: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir skal engin sök á þig falla fyrir þetta."

11 Þá sagði konan: "Hvern viltu að ég láti koma fram?" Hann svaraði: "Lát þú Samúel koma fram fyrir mig."

12 En er konan sá Samúel, hljóðaði hún upp yfir sig. Og konan sagði við Sál: "Hví hefir þú svikið mig? Þú ert Sál."

13 En konungurinn mælti til hennar: "Ver þú óhrædd. En hvað sér þú?" Og konan sagði við Sál: "Ég sé anda koma upp úr jörðinni."

14 Hann sagði við hana: "Hvernig er hann í hátt?" Hún svaraði: "Gamall maður stígur upp og er hjúpaður skikkju." Þá skildi Sál, að það var Samúel, og hneigði andlit sitt til jarðar og laut honum.

15 Þá sagði Samúel við Sál: "Hví hefir þú ónáðað mig og látið kalla mig fram?" Sál mælti: "Ég er í miklum nauðum staddur. Filistar herja á mig, og Guð er frá mér vikinn og svarar mér ekki lengur, hvorki fyrir milligöngu spámannanna né í draumum. Fyrir því lét ég kalla þig, til þess að þú segir mér, hvað ég á að gjöra."

16 Samúel svaraði: "Hví spyr þú mig þá, fyrst Drottinn er frá þér vikinn og orðinn óvinur þinn?

17 Drottinn hefir þá við þig gjört, eins og hann hefir sagt fyrir minn munn. Drottinn hefir rifið frá þér konungdóminn og gefið hann öðrum, gefið Davíð hann.

18 Af því að þú hlýddir ekki boði Drottins og framkvæmdir ekki hans brennandi reiði á Amalek, fyrir því hefir Drottinn gjört þér þetta í dag.

19 Og Drottinn mun og gefa Ísrael ásamt þér í hendur Filista, og á morgun munt þú og synir þínir hjá mér vera. Drottinn mun og gefa her Ísraels í hendur Filista."

20 Þá varð Sál hræddur og féll endilangur til jarðar, og hann skelfdist mjög af orðum Samúels. Hann var og magnþrota, því að hann hafði eigi matar neytt allan daginn og alla nóttina.

21 Konan gekk nú til Sáls, og er hún sá, hversu mjög hann var felmtsfullur, sagði hún við hann: "Sjá, ambátt þín hefir hlýtt raustu þinni, og ég hefi lagt líf mitt í hættu, og ég hefi gjört það, sem þú baðst mig um.

22 Hlýð þú þá líka raust ambáttar þinnar: Ég ætla að færa þér matarbita, og skalt þú eta, svo að þér aukist þróttur og þú getir farið leiðar þinnar."

23 En hann færðist undan og sagði: "Eigi vil ég eta." En er bæði menn hans og konan lögðu að honum, þá lét hann að orðum þeirra og stóð upp af gólfinu og settist á rúmið.

24 Og konan átti alikálf í húsinu. Slátraði hún honum í skyndi, tók mjöl, hnoðaði það og bakaði úr því ósýrðar kökur.

25 Síðan bar hún það fyrir Sál og menn hans, og er þeir höfðu etið, tóku þeir sig upp og lögðu af stað þessa sömu nótt.

29 Filistar drógu nú saman allan her sinn hjá Afek, en Ísrael setti herbúðir sínar við lindina hjá Jesreel.

Og höfðingjar Filista komu með hundruð sín og þúsundir, og Davíð og menn hans komu síðastir með Akís.

Þá sögðu höfðingjar Filista: "Hvað eiga þessir Hebrear hér að gjöra?" Akís sagði við höfðingja Filista: "Það er Davíð, hirðmaður Sáls konungs í Ísrael, sem nú hefir með mér verið í tvö ár, og hefi ég ekki haft neitt út á hann að setja frá þeirri stundu, er hann gjörðist minn maður, og allt fram á þennan dag."

Höfðingjar Filista reiddust honum og sögðu við hann: "Lát þú manninn hverfa heim aftur. Fari hann á sinn stað, þar sem þú hefir sett hann, en eigi skal hann með oss fara í bardagann, svo að hann snúist ekki á móti oss í orustunni. Með hverju gæti hann betur náð aftur hylli herra síns en með höfðum þessara manna?

Var það ekki þessi sami Davíð, sem sungið var um við dansinn: Sál felldi sín þúsund og Davíð sín tíu þúsund?"

Þá lét Akís kalla Davíð og sagði við hann: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir ert þú ráðvandur, og ég uni því vel, að þú gangir út og inn með mér í herbúðunum, því að ég hefi ekki orðið neins ills var hjá þér frá þeirri stundu, er þú komst til mín, og allt fram á þennan dag, en höfðingjunum er ekki um þig.

Hverf því aftur og far í friði, svo að þú gjörir ekki neitt það, sem höfðingjum Filista mislíkar."

Þá sagði Davíð við Akís: "Hvað hefi ég þá gjört, og hvað hefir þú haft út á þjón þinn að setja, frá þeirri stundu, er ég gjörðist þinn maður, og allt fram á þennan dag, að ég skuli ekki mega fara og berjast við óvini herra míns, konungsins?"

Akís svaraði og sagði við Davíð: "Ég veit, að þú ert í mínum augum góður, sem værir þú engill Guðs, en höfðingjar Filista segja: ,Eigi skal hann með oss fara í bardagann.`

10 Rís þú því árla á morgun, ásamt mönnum herra þíns, sem með þér komu, og farið þér þangað sem ég hefi sett yður, og ætlaðu mér ekkert illt, því að vel er mér til þín, _ og rísið þá árla á morgun og haldið af stað, þegar birtir."

11 Reis nú Davíð árla um morguninn og menn hans og lögðu af stað heim aftur til Filistalands, en Filistar fóru upp í Jesreel.

13 Í sama mund komu einhverjir og sögðu honum frá Galíleumönnunum, að Pílatus hefði blandað blóði þeirra í fórnir þeirra.

Jesús mælti við þá: "Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta?

Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.

Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa?

Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins."

En hann sagði þessa dæmisögu: "Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki.

Hann sagði þá við víngarðsmanninn: ,Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að spilla jörðinni?`

En hann svaraði honum: ,Herra, lát það standa enn þetta ár, þar til ég hef grafið um það og borið að áburð.

Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp."`

10 Jesús var að kenna á hvíldardegi í samkundu einni.

11 Þar var þá kona nokkur. Í átján ár hafði hún verið haldin sjúkleiks anda og var kreppt og alls ófær að rétta sig upp.

12 Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: "Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!"

13 Þá lagði hann hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún og lofaði Guð.

14 En samkundustjórinn reiddist því, að Jesús læknaði á hvíldardegi, og mælti til fólksins: "Sex daga skal vinna, komið þá og látið lækna yður og ekki á hvíldardegi."

15 Drottinn svaraði honum: "Hræsnarar, leysir ekki hver yðar á hvíldardegi naut sitt eða asna af stalli og leiðir til vatns?

16 En þessi kona, sem er dóttir Abrahams og Satan hefur fjötrað full átján ár, mátti hún ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi?"

17 Við þessi orð hans urðu allir mótstöðumenn hans sneyptir, en allur lýður fagnaði yfir öllum þeim dýrðarverkum, er hann gjörði.

18 Hann sagði nú: "Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því?

19 Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess."

20 Og aftur sagði hann: "Við hvað á ég að líkja Guðs ríki?

21 Líkt er það súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt."

22 Og hann hélt áfram til Jerúsalem, fór um borgir og þorp og kenndi.

Read full chapter

13 Í sama mund komu einhverjir og sögðu honum frá Galíleumönnunum, að Pílatus hefði blandað blóði þeirra í fórnir þeirra.

Jesús mælti við þá: "Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta?

Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.

Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa?

Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins."

En hann sagði þessa dæmisögu: "Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki.

Hann sagði þá við víngarðsmanninn: ,Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að spilla jörðinni?`

En hann svaraði honum: ,Herra, lát það standa enn þetta ár, þar til ég hef grafið um það og borið að áburð.

Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp."`

10 Jesús var að kenna á hvíldardegi í samkundu einni.

11 Þar var þá kona nokkur. Í átján ár hafði hún verið haldin sjúkleiks anda og var kreppt og alls ófær að rétta sig upp.

12 Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: "Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!"

13 Þá lagði hann hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún og lofaði Guð.

14 En samkundustjórinn reiddist því, að Jesús læknaði á hvíldardegi, og mælti til fólksins: "Sex daga skal vinna, komið þá og látið lækna yður og ekki á hvíldardegi."

15 Drottinn svaraði honum: "Hræsnarar, leysir ekki hver yðar á hvíldardegi naut sitt eða asna af stalli og leiðir til vatns?

16 En þessi kona, sem er dóttir Abrahams og Satan hefur fjötrað full átján ár, mátti hún ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi?"

17 Við þessi orð hans urðu allir mótstöðumenn hans sneyptir, en allur lýður fagnaði yfir öllum þeim dýrðarverkum, er hann gjörði.

18 Hann sagði nú: "Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því?

19 Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess."

20 Og aftur sagði hann: "Við hvað á ég að líkja Guðs ríki?

21 Líkt er það súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt."

22 Og hann hélt áfram til Jerúsalem, fór um borgir og þorp og kenndi.

Read full chapter