Add parallel Print Page Options

Því er það, eins og heilagur andi segir: Ef þér heyrið raust hans í dag,

þá forherðið ekki hjörtu yðar, eins og í uppreisninni á degi freistingarinnar á eyðimörkinni;

þar sem feður yðar freistuðu mín og reyndu mig, þótt þeir fengju að sjá verkin mín í fjörutíu ár.

10 Þess vegna varð ég gramur kynslóð þessari og sagði: Án afláts villast þeir í hjörtum sínum. Þeir þekktu ekki vegu mína.

11 Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.

12 Gætið þess, bræður, að enginn yðar búi yfir vondu vantrúar hjarta og falli frá lifanda Guði.

13 Áminnið heldur hver annan hvern dag, á meðan enn heitir "í dag", til þess að enginn yðar forherðist af táli syndarinnar.

14 Því að vér erum orðnir hluttakar Krists, svo framarlega sem vér höldum staðfastlega allt til enda trausti voru, eins og það var að upphafi.

15 Sagt er: "Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar eins og í uppreisninni" _

16 Hverjir voru þá þeir, sem heyrt höfðu og gjörðu þó uppreisn? Voru það ekki einmitt allir þeir, sem út höfðu farið af Egyptalandi fyrir tilstilli Móse?

17 Og hverjum "var hann gramur í fjörutíu ár"? Var það ekki þeim, sem syndgað höfðu og báru beinin á eyðimörkinni?

18 Og hverjum "sór hann, að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar hans," nema hinum óhlýðnu?

19 Vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn.

Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr.

Fagnaðarerindið var oss boðað eigi síður en þeim. En orðið, sem þeir heyrðu, kom þeim eigi að haldi vegna þess, að þeir tóku ekki við því í trú.

En vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar eins og hann hefur sagt: "Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar." Þó voru verk Guðs fullgjör frá grundvöllun heims.

Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: "Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín."

Og aftur á þessum stað: "Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar."

Enn stendur því til boða, að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir, sem fagnaðarerindið var fyrr boðað, gengu ekki inn sakir óhlýðni.

Því ákveður Guð aftur dag einn, er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: "Í dag." Eins og fyrr hefur sagt verið: "Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar."

Hefði Jósúa leitt þá til hvíldar, þá hefði Guð ekki síðar meir talað um annan dag.

Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs.

10 Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk.

11 Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

Warning Against Unbelief

So, as the Holy Spirit says:(A)

“Today, if you hear his voice,
    do not harden your hearts(B)
as you did in the rebellion,
    during the time of testing in the wilderness,
where your ancestors tested and tried me,
    though for forty years they saw what I did.(C)
10 That is why I was angry with that generation;
    I said, ‘Their hearts are always going astray,
    and they have not known my ways.’
11 So I declared on oath in my anger,(D)
    ‘They shall never enter my rest.’ (E)[a](F)

12 See to it, brothers and sisters, that none of you has a sinful, unbelieving heart that turns away from the living God.(G) 13 But encourage one another daily,(H) as long as it is called “Today,” so that none of you may be hardened by sin’s deceitfulness.(I) 14 We have come to share in Christ, if indeed we hold(J) our original conviction firmly to the very end.(K) 15 As has just been said:

“Today, if you hear his voice,
    do not harden your hearts
    as you did in the rebellion.”[b](L)

16 Who were they who heard and rebelled? Were they not all those Moses led out of Egypt?(M) 17 And with whom was he angry for forty years? Was it not with those who sinned, whose bodies perished in the wilderness?(N) 18 And to whom did God swear that they would never enter his rest(O) if not to those who disobeyed?(P) 19 So we see that they were not able to enter, because of their unbelief.(Q)

A Sabbath-Rest for the People of God

Therefore, since the promise of entering his rest still stands, let us be careful that none of you be found to have fallen short of it.(R) For we also have had the good news proclaimed to us, just as they did; but the message they heard was of no value to them, because they did not share the faith of those who obeyed.[c](S) Now we who have believed enter that rest, just as God has said,

“So I declared on oath in my anger,
    ‘They shall never enter my rest.’”[d](T)

And yet his works have been finished since the creation of the world. For somewhere he has spoken about the seventh day in these words: “On the seventh day God rested from all his works.”[e](U) And again in the passage above he says, “They shall never enter my rest.”(V)

Therefore since it still remains for some to enter that rest, and since those who formerly had the good news proclaimed to them did not go in because of their disobedience,(W) God again set a certain day, calling it “Today.” This he did when a long time later he spoke through David, as in the passage already quoted:

“Today, if you hear his voice,
    do not harden your hearts.”[f](X)

For if Joshua had given them rest,(Y) God would not have spoken(Z) later about another day. There remains, then, a Sabbath-rest for the people of God; 10 for anyone who enters God’s rest also rests from their works,[g](AA) just as God did from his.(AB) 11 Let us, therefore, make every effort to enter that rest, so that no one will perish by following their example of disobedience.(AC)

Footnotes

  1. Hebrews 3:11 Psalm 95:7-11
  2. Hebrews 3:15 Psalm 95:7,8
  3. Hebrews 4:2 Some manuscripts because those who heard did not combine it with faith
  4. Hebrews 4:3 Psalm 95:11; also in verse 5
  5. Hebrews 4:4 Gen. 2:2
  6. Hebrews 4:7 Psalm 95:7,8
  7. Hebrews 4:10 Or labor