Add parallel Print Page Options

Heyrið þetta orð, þér Basans kvígur á Samaríufjalli, sem kúgið hina snauðu, misþyrmið hinum fátæku, sem segið við menn yðar: "Dragið að, svo að vér megum drekka!"

Drottinn Guð hefir svarið við heilagleik sinn: Sjá, þeir dagar munu yfir yður koma, að þér skuluð verða burt færðar með önglum og hinar síðustu af yður með goggum.

Þá munuð þér fara út um veggskörðin, hver beint sem horfir, og yður mun verða varpað til Hermon, _ segir Drottinn.

Farið til Betel og syndgið, til Gilgal og syndgið enn þá meir! Berið fram sláturfórnir yðar að morgni dags, á þriðja degi tíundir yðar!

Brennið sýrð brauð í þakkarfórn, boðið til sjálfviljafórna, gjörið þær heyrinkunnar! Því að það er yðar yndi, Ísraelsmanna, _ segir Drottinn Guð.

Ég hefi látið yður halda hreinum tönnum í öllum borgum yðar og látið mat skorta í öllum bústöðum yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, _ segir Drottinn.

Ég synjaði yður um regn, þá er þrír mánuðir voru til uppskeru, og ég lét rigna í einni borg, en ekki í annarri. Ein akurspildan vökvaðist af regni, en önnur akurspilda, sem regnið vökvaði ekki, hún skrælnaði.

Menn ráfuðu úr tveimur, þremur borgum til einnar borgar til að fá sér vatn að drekka, en fengu þó eigi slökkt þorstann. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, _ segir Drottinn.

Ég refsaði yður með korndrepi og gulnan. Ég eyddi aldingarða yðar og víngarða, engisprettur upp átu fíkjutré yðar og olíutré. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, _ segir Drottinn.

10 Ég sendi yður drepsótt eins og á Egyptalandi, ég deyddi æskumenn yðar með sverði, auk þess voru hestar yðar fluttir burt hernumdir, og ég lét hrævadauninn úr herbúðum yðar leggja fyrir vit yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, _ segir Drottinn.

11 Ég olli umturnun meðal yðar, eins og þegar Guð umturnaði Sódómu og Gómorru, og þér voruð eins og brandur úr báli dreginn. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, _ segir Drottinn.

12 Fyrir því vil ég svo með þig fara, Ísrael. Af því að ég ætla að fara svo með þig, þá ver viðbúinn að mæta Guði þínum, Ísrael!

13 Sjá, hann er sá, sem myndað hefir fjöllin og skapað vindinn, sá sem boðar mönnunum það, er hann hefir í hyggju, sá er gjörir myrkur að morgunroða og gengur eftir hæðum jarðarinnar. Drottinn, Guð allsherjar er nafn hans.

Listen to this word, you cows of Bashan, who are on the mountain of Samaria, who oppress the poor, who crush the needy, who tell their husbands, “Bring us drinks!”

The Lord Yahweh has sworn by his holiness,
    “Behold, the days shall come on you that they will take you away with hooks,
    and the last of you with fish hooks.
You will go out at the breaks in the wall,
    everyone straight before her;
    and you will cast yourselves into Harmon,” says Yahweh.
“Go to Bethel, and sin;
    to Gilgal, and sin more.
Bring your sacrifices every morning,
    your tithes every three days,
    offer a sacrifice of thanksgiving of that which is leavened,
    and proclaim free will offerings and brag about them;
    for this pleases you, you children of Israel,” says the Lord Yahweh.
“I also have given you cleanness of teeth in all your cities,
    and lack of bread in every town;
    yet you haven’t returned to me,” says Yahweh.
“I also have withheld the rain from you,
    when there were yet three months to the harvest;
    and I caused it to rain on one city,
    and caused it not to rain on another city.
One field was rained on,
    and the field where it didn’t rain withered.
So two or three cities staggered to one city to drink water,
    and were not satisfied;
    yet you haven’t returned to me,” says Yahweh.
“I struck you with blight and mildew many times in your gardens and your vineyards,
    and the swarming locusts have devoured your fig trees and your olive trees;
    yet you haven’t returned to me,” says Yahweh.
10 “I sent plagues among you like I did Egypt.
    I have slain your young men with the sword,
    and have carried away your horses.
I filled your nostrils with the stench of your camp,
    yet you haven’t returned to me,” says Yahweh.
11 “I have overthrown some of you,
    as when God overthrew Sodom and Gomorrah,
    and you were like a burning stick plucked out of the fire;
    yet you haven’t returned to me,” says Yahweh.
12 “Therefore I will do this to you, Israel;
    because I will do this to you,
    prepare to meet your God, Israel.
13 For, behold, he who forms the mountains, creates the wind, declares to man what is his thought,
    who makes the morning darkness, and treads on the high places of the earth:
    Yahweh, the God of Armies, is his name.”