Font Size
Síðara bréf Páls til Tímó 2:8-13
Icelandic Bible
Síðara bréf Páls til Tímó 2:8-13
Icelandic Bible
8 Minnst þú Jesú Krists, hans sem risinn er upp frá dauðum, af kyni Davíðs, eins og boðað er í fagnaðarerindi mínu.
9 Fyrir það líð ég illt og það jafnvel að vera í fjötrum eins og illvirki. En orð Guðs verður ekki fjötrað.
10 Fyrir því þoli ég allt sakir hinna útvöldu, til þess að þeir einnig hljóti hjálpræðið, í Kristi Jesú með eilífri dýrð.
11 Það orð er satt: Ef vér höfum dáið með honum, þá munum vér og lifa með honum.
12 Ef vér stöndum stöðugir, þá munum vér og með honum ríkja. Ef vér afneitum honum, þá mun hann og afneita oss.
13 Þótt vér séum ótrúir, þá verður hann samt trúr, því að ekki getur hann afneitað sjálfum sér.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society