Síðara bréf Páls til Kori 12
Icelandic Bible
12 Hrósa mér verð ég, þótt gagnlegt sé það ekki. En ég mun nú snúa mér að vitrunum og opinberunum Drottins.
2 Mér er kunnugt um mann, hann tilheyrir Kristi, sem fyrir fjórtán árum, _ hvort það var í líkamanum eða utan líkamans, veit ég ekki, Guð veit það _, var hrifinn burt allt til þriðja himins.
3 Og mér er kunnugt um þennan mann, _ hvort það var í líkamanum eða án líkamans, veit ég ekki, Guð veit það _,
4 að hann var hrifinn upp í Paradís og heyrði ósegjanleg orð, sem engum manni er leyft að mæla.
5 Af slíku vil ég hrósa mér, en af sjálfum mér vil ég ekki hrósa mér, nema þá af veikleika mínum.
6 Þótt ég vildi hrósa mér, væri ég ekki frávita, því að ég mundi segja sannleika. En ég veigra mér við því, til þess að enginn skuli ætla mig meiri en hann sér mig eða heyrir.
7 Og til þess að ég skuli ekki hrokast upp af hinum miklu opinberunum, er mér gefinn fleinn í holdið, Satans engill, sem slær mig, til þess að ég skuli ekki hrokast upp.
8 Þrisvar hef ég beðið Drottin þess að láta hann fara frá mér.
9 Og hann hefur svarað mér: "Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika." Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér.
10 Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur, þá er ég máttugur.
11 Ég hef gjörst frávita. Þér hafið neytt mig til þess. Ég átti heimtingu á að hljóta meðmæli af yður. Því að í engu stóð ég hinum stórmiklu postulum að baki, enda þótt ég sé ekki neitt.
12 Postulatákn voru gjörð á meðal yðar af mikilli þrautseigju, tákn, undur og kraftaverk.
13 Í hverju voruð þér settir lægra en hinir söfnuðirnir, nema ef vera skyldi í því, að ég sjálfur hef ekki verið yður til byrði? Fyrirgefið mér þennan órétt.
14 Þetta er nú í þriðja sinn, að ég er ferðbúinn að koma til yðar, og ætla ég ekki að verða yður til byrði. Ég sækist ekki eftir eigum yðar, heldur yður sjálfum. Því að ekki eiga börnin að safna fé handa foreldrunum, heldur foreldrarnir handa börnunum.
15 Ég er fús til að verja því, sem ég á, já, leggja sjálfan mig í sölurnar fyrir yður. Ef ég elska yður heitar, verð ég þá elskaður minna?
16 En látum svo vera, að ég hafi ekki verið yður til byrði, en hafi verið slægur og veitt yður með brögðum.
17 Hef ég notað nokkurn þeirra, sem ég hef sent til yðar, til þess að hafa eitthvað af yður?
18 Ég bað Títus að fara og sendi bróðurinn með honum. Hefur þá Títus haft eitthvað af yður? Komum við ekki fram í einum og sama anda? Fetuðum við ekki í sömu fótsporin?
19 Fyrir löngu eruð þér farnir að halda, að vér séum að verja oss gagnvart yður. Nei, vér tölum fyrir augliti Guðs, eins og þeir, sem tilheyra Kristi. Allt er það yður til uppbyggingar, mínir elskuðu.
20 Ég er hræddur um, að mér muni þykja þér öðruvísi en ég óska, er ég kem, og að yður muni þykja ég öðruvísi en þér óskið og á meðal yðar kunni að vera deilur, öfund, reiði, eigingirni, bakmælgi, rógburður, hroki og óeirðir.
21 Ég er hræddur um, að Guð minn muni auðmýkja mig hjá yður, þegar ég kem aftur, og að ég muni hryggjast yfir mörgum þeirra, sem áður hafa syndgað og ekki hafa snúið sér frá saurlífi, frillulífi og ólifnaði, sem þeir hafa drýgt.
2 Corinthians 12
New King James Version
The Vision of Paradise
12 It is [a]doubtless not profitable for me to boast. I will come to (A)visions and (B)revelations of the Lord: 2 I know a man (C)in Christ who fourteen years ago—whether in the body I do not know, or whether out of the body I do not know, God knows—such a one (D)was caught up to the third heaven. 3 And I know such a man—whether in the body or out of the body I do not know, God knows— 4 how he was caught up into (E)Paradise and heard inexpressible words, which it is not lawful for a man to utter. 5 Of such a one I will boast; yet of myself I will not (F)boast, except in my infirmities. 6 For though I might desire to boast, I will not be a fool; for I will speak the truth. But I refrain, lest anyone should think of me above what he sees me to be or hears from me.
The Thorn in the Flesh
7 And lest I should be exalted above measure by the abundance of the revelations, a (G)thorn in the flesh was given to me, (H)a messenger of Satan to [b]buffet me, lest I be exalted above measure. 8 (I)Concerning this thing I pleaded with the Lord three times that it might depart from me. 9 And He said to me, “My grace is sufficient for you, for My strength is made perfect in weakness.” Therefore most gladly (J)I will rather boast in my infirmities, (K)that the power of Christ may rest upon me. 10 Therefore (L)I take pleasure in infirmities, in reproaches, in needs, in persecutions, in distresses, for Christ’s sake. (M)For when I am weak, then I am strong.
Signs of an Apostle
11 I have become (N)a fool [c]in boasting; you have compelled me. For I ought to have been commended by you; for (O)in nothing was I behind the most eminent apostles, though (P)I am nothing. 12 (Q)Truly the signs of an apostle were accomplished among you with all perseverance, in signs and (R)wonders and mighty (S)deeds. 13 For what is it in which you were inferior to other churches, except that I myself was not burdensome to you? Forgive me this wrong!
Love for the Church
14 (T)Now for the third time I am ready to come to you. And I will not be burdensome to you; for (U)I do not seek yours, but you. (V)For the children ought not to lay up for the parents, but the parents for the children. 15 And I will very gladly spend and be spent (W)for your souls; though (X)the more abundantly I love you, the less I am loved.
16 But be that as it may, (Y)I did not burden you. Nevertheless, being crafty, I caught you by cunning! 17 Did I take advantage of you by any of those whom I sent to you? 18 I urged Titus, and sent our (Z)brother with him. Did Titus take advantage of you? Did we not walk in the same spirit? Did we not walk in the same steps?
19 (AA)Again, [d]do you think that we excuse ourselves to you? (AB)We speak before God in Christ. (AC)But we do all things, beloved, for your edification. 20 For I fear lest, when I come, I shall not find you such as I wish, and that (AD)I shall be found by you such as you do not wish; lest there be contentions, jealousies, outbursts of wrath, selfish ambitions, backbitings, whisperings, conceits, tumults; 21 lest, when I come again, my God (AE)will humble me among you, and I shall mourn for many (AF)who have sinned before and have not repented of the uncleanness, (AG)fornication, and lewdness which they have practiced.
Footnotes
- 2 Corinthians 12:1 NU necessary, though not profitable, to boast
- 2 Corinthians 12:7 beat
- 2 Corinthians 12:11 NU omits in boasting
- 2 Corinthians 12:19 NU You have been thinking for a long time that we
by Icelandic Bible Society
Scripture taken from the New King James Version®. Copyright © 1982 by Thomas Nelson. Used by permission. All rights reserved.
