Font Size
Fyrra almenna bréf Péturs 1:18-23
Icelandic Bible
Fyrra almenna bréf Péturs 1:18-23
Icelandic Bible
18 Þér vitið, að þér voruð eigi leystir með hverfulum hlutum, silfri eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar, er þér höfðuð að erfðum tekið frá feðrum yðar,
19 heldur með blóði hins lýtalausa og óflekkaða lambs, með dýrmætu blóði Krists.
20 Hann var útvalinn, áður en veröldin var grundvölluð, en var opinberaður í lok tímanna vegna yðar.
21 Fyrir hann trúið þér á Guð, er vakti hann upp frá dauðum og gaf honum dýrð, svo að trú yðar skyldi jafnframt vera von til Guðs.
22 Þér hafið hreinsað yður með því að hlýða sannleikanum og berið hræsnislausa bróðurelsku í brjósti. Elskið því hver annan af heilu hjarta.
23 Þér eruð endurfæddir, ekki af forgengilegu sæði, heldur óforgengilegu, fyrir orð Guðs, sem lifir og varir.
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society