Add parallel Print Page Options

Þegar Salómon konungur var orðinn fastur í sessi, mægðist hann við Faraó Egyptalandskonung og fékk dóttur Faraós og flutti hana til Davíðsborgar, uns hann hafði lokið við að reisa höll sína, musteri Drottins og múra umhverfis Jerúsalem.

En lýðurinn fórnaði enn á fórnarhæðunum, því að allt til þess tíma var ekkert hús reist nafni Drottins.

En Salómon elskaði Drottin, svo að hann hélt lög Davíðs föður síns, en þó færði hann sláturfórnir og reykelsisfórnir á fórnarhæðunum.

Konungur fór til Gíbeon til þess að fórna þar, því að það var aðalfórnarhæðin. Fórnaði Salómon þúsund brennifórnum á því altari.

Í Gíbeon vitraðist Drottinn Salómon í draumi um nótt, og Guð sagði: "Bið mig þess, er þú vilt að ég veiti þér."

Þá sagði Salómon: "Þú auðsýndir þjóni þínum, Davíð föður mínum, mikla miskunn, þar eð hann gekk fyrir augliti þínu í trúmennsku, réttlæti og hjartans einlægni við þig. Og þú lést haldast við hann þessa miklu miskunn og gafst honum son, sem situr í hásæti hans, eins og nú er fram komið.

Nú hefir þú þá, Drottinn Guð minn, gjört þjón þinn að konungi í stað Davíðs föður míns. En ég er unglingur og kann ekki fótum mínum forráð.

Og þjónn þinn er mitt á meðal þjóðar þinnar, er þú hefir útvalið, mikillar þjóðar, er eigi má telja eða tölu á koma fyrir fjölda sakir.

Gef því þjóni þínum gaumgæfið hjarta til að stjórna þjóð þinni og til að greina gott frá illu. Því að hver gæti annars stjórnað þessari fjölmennu þjóð þinni?"

10 Drottni líkaði vel, að Salómon bað um þetta.

11 Þá sagði Guð við hann: "Af því að þú baðst um þetta, en baðst ekki um langlífi þér til handa eða auðlegð eða líf óvina þinna, heldur baðst um vitsmuni til að skynja, hvað rétt er í málum manna,

12 þá vil ég veita þér bæn þína. Ég gef þér hyggið og skynugt hjarta, svo að þinn líki hefir ekki verið á undan þér og mun ekki koma eftir þig.

13 Og líka gef ég þér það, sem þú baðst ekki um, bæði auðlegð og heiður, svo að þinn líki skal eigi verða meðal konunganna alla þína daga.

14 Og ef þú gengur á mínum vegum og varðveitir boðorð mín og skipanir, eins og Davíð faðir þinn gjörði, þá mun ég gefa þér langa lífdaga."

15 Síðan vaknaði Salómon, og sjá: Það var draumur. Og er hann var kominn til Jerúsalem, gekk hann fyrir sáttmálsörk Drottins og bar fram brennifórnir og fórnaði heillafórnum og gjörði veislu öllum þjónum sínum.

16 Tvær portkonur komu til konungs og gengu fyrir hann.

17 Og önnur konan sagði: "Með leyfi, herra minn! Ég og kona þessi búum í sama húsinu, og ól ég barn í húsinu hjá henni.

18 En á þriðja degi eftir að ég hafði alið barnið, ól og kona þessi barn. Og við vorum saman og enginn annar hjá okkur í húsinu. Við vorum tvær einar í húsinu.

19 Þá dó sonur þessarar konu um nótt, af því að hún hafði lagst ofan á hann.

20 En hún reis á fætur um miðja nótt og tók son minn frá mér, meðan ambátt þín svaf, og lagði hann að brjósti sér, en dauða soninn sinn lagði hún að brjósti mér.

21 En er ég reis um morguninn og ætlaði að gefa syni mínum að sjúga, sjá, þá var hann dauður! Og er ég virti hann fyrir mér um morguninn, sjá, þá var það ekki sonur minn, sá er ég hafði fætt."

22 En hin konan sagði: "Nei, það er minn sonur, sem er lifandi, en þinn sonur er dauður." En sú fyrri sagði: "Nei, það er þinn sonur, sem er dauður, en minn sonur, sem er lifandi." Þannig þráttuðu þær frammi fyrir konungi.

23 Þá mælti konungur: "Önnur segir: ,Það er minn sonur, sem er lifandi, og þinn sonur, sem er dauður.` En hin segir: ,Nei, það er þinn sonur, sem er dauður, en minn sonur, sem er lifandi."`

24 Og konungur sagði: "Færið mér sverð." Og þeir færðu konungi sverðið.

25 Þá mælti konungur: "Höggvið sundur barnið, sem lifir, í tvo hluti og fáið sinn helminginn hvorri."

26 Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konung, _ því að ástin til barnsins brann í brjósti hennar _, hún mælti: "Æ, herra minn, gefið henni barnið, sem lifir, en deyðið það ekki." En hin sagði: "Njóti þá hvorug okkar þess. Höggvið það sundur!"

27 Þá svaraði konungur og sagði: "Fáið hinni konunni barnið, sem lifir, en deyðið það ekki. Hún er móðir þess."

28 Og allur Ísrael heyrði dóminn, sem konungur hafði dæmt. Og þeir óttuðust konung, því að þeir sáu, að hann var gæddur guðlegri speki til þess að kveða upp dóma.

Salómon konungur var konungur yfir öllum Ísrael, og

þessir voru æðstu embættismenn hans: Asarja Sadóksson var prestur,

Elíhóref og Ahía Sísasynir voru kanslarar, Jósafat Ahílúðsson var ríkisritari,

Benaja Jójadason var yfir hernum, Sadók og Abjatar voru prestar,

Asarja Natansson var yfir fógetunum, Sabúð Natansson var prestur og vinur konungs.

Ahísar var stallari, Adóníram Abdason var yfir kvaðarmönnum.

Salómon hafði tólf fógeta yfir öllum Ísrael. Skyldu þeir birgja konung og hirð hans að vistum sinn mánuðinn hver á ári hverju.

Og þetta eru nöfn þeirra: Ben Húr á Efraímfjöllum,

Ben Deker í Makas og í Saalbím og Bet Semes og Elon, allt að Bet Hanan.

10 Ben Heseð í Arúbbót, honum tilheyrði Sókó og allt Heferland,

11 Ben Abínadab hafði allt Dórhálendi, átti hann Tafat, dóttur Salómons fyrir konu.

12 Baana Ahílúðsson: Taanak og Megiddó og allt Bet Sean, sem liggur hjá Saretan fyrir neðan Jesreel, frá Bet Sean til Abel Mehóla, allt vestur fyrir Jokmeam,

13 Ben Geber í Ramót í Gíleað, honum tilheyrðu þorp Jaírs Manassesonar í Gíleað og landsspildan Argób í Basan, sextíu stórar borgir, með múrveggjum og slagbröndum af eiri,

14 Ahínadab Íddóson í Mahanaím,

15 Akímaas í Naftalí, hann hafði og gengið að eiga Basmat, dóttur Salómons.

16 Baana Húsaíson í Asser og Bealót,

17 Jósafat Parúason í Íssakar,

18 Símeí Elason í Benjamín,

19 Geber Úríson í Gíleaðlandi, landi Síhons Amorítakonungs og Ógs, konungs í Basan. Og einn fógeti var í Júda.

20 Júda og Ísrael voru fjölmennir, sem sandur á sjávarströndu, þeir átu og drukku og voru glaðir.

21 Salómon drottnaði yfir öllum konungaríkjum frá Efrat til Filistalands og til landamæra Egyptalands. Færðu þeir Salómon skatt og voru þegnskyldir honum alla ævi hans.

22 Og Salómon þurfti daglega til matar þrjátíu kór af hveiti og sextíu kór af mjöli,

23 tíu alda uxa og tuttugu uxa haggenga og hundrað sauði, auk hjarta, skógargeita, dáhjarta og alifugla.

24 Því að hann réð yfir öllu landi fyrir vestan Efrat, frá Tífsa til Gasa, yfir öllum konungum fyrir vestan Efrat, og hafði frið á allar hliðar hringinn í kring,

25 svo að Júda og Ísrael bjuggu öruggir, hver maður undir sínu víntré og fíkjutré, frá Dan til Beerseba, alla ævi Salómons.

26 Og Salómon hafði fjörutíu þúsund vagnhesta og tólf þúsund ríðandi menn.

27 Og fógetar þessir birgðu Salómon konung að vistum og alla þá, er komu að borði Salómons konungs, sinn mánuðinn hver. Létu þeir ekkert skorta.

28 Og bygg og hey handa akhestunum og gæðingunum fluttu þeir þangað, er hann var, hver eftir því sem honum bar.

29 Og Guð veitti Salómon afar mikla speki og visku og djúpsæi andans, sem sandur er margur á sjávarströnd,

30 og speki Salómons var meiri en speki allra austurbyggja og öll speki Egyptalands.

31 Og hann var allra manna vitrastur, vitrari en Etan Esrahíti og Heman og Kalkól og Darda Mahólssynir, og hann var nafnfrægur með öllum þjóðum umhverfis.

32 Hann mælti þrjú þúsund orðskviðu, og ljóð hans voru eitt þúsund og fimm að tölu.

33 Og hann talaði um trén, allt frá sedrustrjánum á Líbanon til ísópsins, sem sprettur á múrveggnum. Og hann talaði um fénað og fugla, orma og fiska,

34 og menn komu af öllum þjóðum til þess að heyra speki Salómons, frá öllum konungum jarðarinnar, er heyrðu speki hans getið.

Híram konungur í Týrus sendi þjóna sína til Salómons, því hann hafði heyrt að hann hefði verið smurður til konungs í stað föður síns, en Híram hafði ætíð verið góðvinur Davíðs.

Og Salómon sendi boð til Hírams og lét segja honum:

"Þú veist sjálfur, að Davíð faðir minn mátti eigi reisa hús nafni Drottins, Guðs síns, vegna ófriðar þess, er hann varð að eiga í á allar hliðar, uns Drottinn lagði óvini hans undir iljar honum.

En nú hefir Drottinn, Guð minn, veitt mér frið allt umhverfis. Á ég engan mótstöðumann og ekkert er framar að meini.

Fyrir því hefi ég í hyggju að reisa hús nafni Drottins, Guðs míns, eins og Drottinn sagði við Davíð, föður minn, er hann mælti: ,Sonur þinn, er ég set í hásæti þitt í þinn stað, hann skal reisa hús mínu nafni.`

Bjóð því nú að höggva sedrustré á Líbanon handa mér, og þjónar mínir skulu vera með þínum þjónum. Skal ég greiða þér kaup fyrir þjóna þína, slíkt er þú sjálfur tiltekur. Því að þú veist sjálfur, að með oss er enginn maður, er kunni að skógarhöggi sem Sídoningar."

Þegar Híram heyrði orðsending Salómons, varð hann harla glaður og sagði: "Lofaður sé Drottinn í dag, er gefið hefir Davíð vitran son til að ríkja yfir þessari fjölmennu þjóð."

Og Híram sendi menn til Salómons og lét segja honum: "Ég hefi heyrt þá orðsending, er þú gjörðir mér. Skal ég gjöra að ósk þinni um sedrusviðinn og kýpresviðinn.

Mínir menn skulu flytja viðinn ofan frá Líbanon til sjávar, og ég skal láta leggja hann í flota í sjónum og flytja þangað sem þú segir til um. Þar læt ég taka sundur flotana, en þú lætur sækja. En þú skalt gjöra að ósk minni og láta mig fá vistir handa hirð minni."

10 Og Híram lét Salómon fá eins mikið af sedrusviði og kýpresviði og hann vildi.

11 En Salómon lét Híram fá tuttugu þúsund kór af hveiti til matar fyrir hirð hans og tuttugu þúsund bat af olíu úr steyttum olífuberjum. Þetta lét Salómon Híram fá á ári hverju.

12 Og Drottinn hafði veitt Salómon speki, eins og hann hafði heitið honum. Og það fór vel á með þeim Híram og Salómon, og þeir gjörðu sáttmála sín á milli.

13 Salómon konungur bauð út kvaðarmönnum úr öllum Ísrael, og urðu kvaðarmennirnir þrjátíu þúsundir að tölu.

14 Og hann sendi þá til skiptis til Líbanon, tíu þúsundir á mánuði hverjum. Skyldu þeir vera einn mánuð á Líbanon, en tvo mánuði heima hjá sér. Adóníram var yfir kvaðarmönnum.

15 Og Salómon hafði sjötíu þúsund burðarmenn og áttatíu þúsund steinhöggvara í fjöllunum,

16 auk yfirfógeta Salómons, er fyrir verkinu stóðu, þrjú þúsund og þrjú hundruð að tölu. Skyldu þeir hafa umsjón með þeim mönnum, er verkið unnu.

17 Og að boði konungs hjuggu þeir stóra steina, úthöggna steina, til þess að byggja musterisgrunninn úr höggnu grjóti.

18 Og smiðir Salómons og Hírams og Gíblítar hjuggu þá til, undirbjuggu viðinn og steinana til þess að reisa musterið.

Solomon Asks for Wisdom(A)

Solomon made an alliance with Pharaoh king of Egypt and married(B) his daughter.(C) He brought her to the City of David(D) until he finished building his palace(E) and the temple of the Lord, and the wall around Jerusalem. The people, however, were still sacrificing at the high places,(F) because a temple had not yet been built for the Name(G) of the Lord. Solomon showed his love(H) for the Lord by walking(I) according to the instructions(J) given him by his father David, except that he offered sacrifices and burned incense on the high places.(K)

The king went to Gibeon(L) to offer sacrifices, for that was the most important high place, and Solomon offered a thousand burnt offerings on that altar. At Gibeon the Lord appeared(M) to Solomon during the night in a dream,(N) and God said, “Ask(O) for whatever you want me to give you.”

Solomon answered, “You have shown great kindness to your servant, my father David, because he was faithful(P) to you and righteous and upright in heart. You have continued this great kindness to him and have given him a son(Q) to sit on his throne this very day.

“Now, Lord my God, you have made your servant king in place of my father David. But I am only a little child(R) and do not know how to carry out my duties. Your servant is here among the people you have chosen,(S) a great people, too numerous to count or number.(T) So give your servant a discerning(U) heart to govern your people and to distinguish(V) between right and wrong. For who is able(W) to govern this great people of yours?”

10 The Lord was pleased that Solomon had asked for this. 11 So God said to him, “Since you have asked(X) for this and not for long life or wealth for yourself, nor have asked for the death of your enemies but for discernment(Y) in administering justice, 12 I will do what you have asked.(Z) I will give you a wise(AA) and discerning heart, so that there will never have been anyone like you, nor will there ever be. 13 Moreover, I will give you what you have not(AB) asked for—both wealth and honor(AC)—so that in your lifetime you will have no equal(AD) among kings. 14 And if you walk(AE) in obedience to me and keep my decrees and commands as David your father did, I will give you a long life.”(AF) 15 Then Solomon awoke(AG)—and he realized it had been a dream.(AH)

He returned to Jerusalem, stood before the ark of the Lord’s covenant and sacrificed burnt offerings(AI) and fellowship offerings.(AJ) Then he gave a feast(AK) for all his court.

A Wise Ruling

16 Now two prostitutes came to the king and stood before him. 17 One of them said, “Pardon me, my lord. This woman and I live in the same house, and I had a baby while she was there with me. 18 The third day after my child was born, this woman also had a baby. We were alone; there was no one in the house but the two of us.

19 “During the night this woman’s son died because she lay on him. 20 So she got up in the middle of the night and took my son from my side while I your servant was asleep. She put him by her breast and put her dead son by my breast. 21 The next morning, I got up to nurse my son—and he was dead! But when I looked at him closely in the morning light, I saw that it wasn’t the son I had borne.”

22 The other woman said, “No! The living one is my son; the dead one is yours.”

But the first one insisted, “No! The dead one is yours; the living one is mine.” And so they argued before the king.

23 The king said, “This one says, ‘My son is alive and your son is dead,’ while that one says, ‘No! Your son is dead and mine is alive.’”

24 Then the king said, “Bring me a sword.” So they brought a sword for the king. 25 He then gave an order: “Cut the living child in two and give half to one and half to the other.”

26 The woman whose son was alive was deeply moved(AL) out of love for her son and said to the king, “Please, my lord, give her the living baby! Don’t kill him!”

But the other said, “Neither I nor you shall have him. Cut him in two!”

27 Then the king gave his ruling: “Give the living baby to the first woman. Do not kill him; she is his mother.”

28 When all Israel heard the verdict the king had given, they held the king in awe, because they saw that he had wisdom(AM) from God to administer justice.

Solomon’s Officials and Governors

So King Solomon ruled over all Israel. And these were his chief officials:(AN)

Azariah(AO) son of Zadok—the priest;

Elihoreph and Ahijah, sons of Shisha—secretaries;(AP)

Jehoshaphat(AQ) son of Ahilud—recorder;

Benaiah(AR) son of Jehoiada—commander in chief;

Zadok(AS) and Abiathar—priests;

Azariah son of Nathan—in charge of the district governors;

Zabud son of Nathan—a priest and adviser to the king;

Ahishar—palace administrator;(AT)

Adoniram(AU) son of Abda—in charge of forced labor.(AV)

Solomon had twelve district governors(AW) over all Israel, who supplied provisions for the king and the royal household. Each one had to provide supplies for one month in the year. These are their names:

Ben-Hur—in the hill country(AX) of Ephraim;

Ben-Deker—in Makaz, Shaalbim,(AY) Beth Shemesh(AZ) and Elon Bethhanan;

10 Ben-Hesed—in Arubboth (Sokoh(BA) and all the land of Hepher(BB) were his);

11 Ben-Abinadab—in Naphoth Dor(BC) (he was married to Taphath daughter of Solomon);

12 Baana son of Ahilud—in Taanach and Megiddo, and in all of Beth Shan(BD) next to Zarethan(BE) below Jezreel, from Beth Shan to Abel Meholah(BF) across to Jokmeam;(BG)

13 Ben-Geber—in Ramoth Gilead (the settlements of Jair(BH) son of Manasseh in Gilead(BI) were his, as well as the region of Argob in Bashan and its sixty large walled cities(BJ) with bronze gate bars);

14 Ahinadab son of Iddo—in Mahanaim;(BK)

15 Ahimaaz(BL)—in Naphtali (he had married Basemath daughter of Solomon);

16 Baana son of Hushai(BM)—in Asher and in Aloth;

17 Jehoshaphat son of Paruah—in Issachar;

18 Shimei(BN) son of Ela—in Benjamin;

19 Geber son of Uri—in Gilead (the country of Sihon(BO) king of the Amorites and the country of Og(BP) king of Bashan). He was the only governor over the district.

Solomon’s Daily Provisions

20 The people of Judah and Israel were as numerous as the sand(BQ) on the seashore; they ate, they drank and they were happy.(BR) 21 And Solomon ruled(BS) over all the kingdoms from the Euphrates River(BT) to the land of the Philistines, as far as the border of Egypt.(BU) These countries brought tribute(BV) and were Solomon’s subjects all his life.

22 Solomon’s daily provisions(BW) were thirty cors[a] of the finest flour and sixty cors[b] of meal, 23 ten head of stall-fed cattle, twenty of pasture-fed cattle and a hundred sheep and goats, as well as deer, gazelles, roebucks and choice fowl.(BX) 24 For he ruled over all the kingdoms west of the Euphrates River, from Tiphsah(BY) to Gaza, and had peace(BZ) on all sides. 25 During Solomon’s lifetime Judah and Israel, from Dan to Beersheba,(CA) lived in safety,(CB) everyone under their own vine and under their own fig tree.(CC)

26 Solomon had four[c] thousand stalls for chariot horses,(CD) and twelve thousand horses.[d]

27 The district governors,(CE) each in his month, supplied provisions for King Solomon and all who came to the king’s table. They saw to it that nothing was lacking. 28 They also brought to the proper place their quotas of barley and straw for the chariot horses and the other horses.

Solomon’s Wisdom

29 God gave Solomon wisdom(CF) and very great insight, and a breadth of understanding as measureless as the sand(CG) on the seashore. 30 Solomon’s wisdom was greater than the wisdom of all the people of the East,(CH) and greater than all the wisdom of Egypt.(CI) 31 He was wiser(CJ) than anyone else, including Ethan the Ezrahite—wiser than Heman, Kalkol and Darda, the sons of Mahol. And his fame spread to all the surrounding nations. 32 He spoke three thousand proverbs(CK) and his songs(CL) numbered a thousand and five. 33 He spoke about plant life, from the cedar of Lebanon to the hyssop(CM) that grows out of walls. He also spoke about animals and birds, reptiles and fish. 34 From all nations people came to listen to Solomon’s wisdom, sent by all the kings(CN) of the world, who had heard of his wisdom.[e]

Preparations for Building the Temple(CO)

[f]When Hiram(CP) king of Tyre heard that Solomon had been anointed king to succeed his father David, he sent his envoys to Solomon, because he had always been on friendly terms with David. Solomon sent back this message to Hiram:

“You know that because of the wars(CQ) waged against my father David from all sides, he could not build(CR) a temple for the Name of the Lord his God until the Lord put his enemies under his feet.(CS) But now the Lord my God has given me rest(CT) on every side, and there is no adversary(CU) or disaster. I intend, therefore, to build a temple(CV) for the Name of the Lord my God, as the Lord told my father David, when he said, ‘Your son whom I will put on the throne in your place will build the temple for my Name.’(CW)

“So give orders that cedars(CX) of Lebanon be cut for me. My men will work with yours, and I will pay you for your men whatever wages you set. You know that we have no one so skilled in felling timber as the Sidonians.”

When Hiram heard Solomon’s message, he was greatly pleased and said, “Praise be to the Lord(CY) today, for he has given David a wise son to rule over this great nation.”

So Hiram sent word to Solomon:

“I have received the message you sent me and will do all you want in providing the cedar and juniper logs. My men will haul them down from Lebanon to the Mediterranean Sea(CZ), and I will float them as rafts by sea to the place you specify. There I will separate them and you can take them away. And you are to grant my wish by providing food(DA) for my royal household.”

10 In this way Hiram kept Solomon supplied with all the cedar and juniper logs he wanted, 11 and Solomon gave Hiram twenty thousand cors[g] of wheat as food(DB) for his household, in addition to twenty thousand baths[h][i] of pressed olive oil. Solomon continued to do this for Hiram year after year. 12 The Lord gave Solomon wisdom,(DC) just as he had promised him. There were peaceful relations between Hiram and Solomon, and the two of them made a treaty.(DD)

13 King Solomon conscripted laborers(DE) from all Israel—thirty thousand men. 14 He sent them off to Lebanon in shifts of ten thousand a month, so that they spent one month in Lebanon and two months at home. Adoniram(DF) was in charge of the forced labor. 15 Solomon had seventy thousand carriers and eighty thousand stonecutters in the hills, 16 as well as thirty-three hundred[j] foremen(DG) who supervised the project and directed the workers. 17 At the king’s command they removed from the quarry(DH) large blocks of high-grade stone(DI) to provide a foundation of dressed stone for the temple. 18 The craftsmen of Solomon and Hiram(DJ) and workers from Byblos(DK) cut and prepared the timber and stone for the building of the temple.

Footnotes

  1. 1 Kings 4:22 That is, probably about 5 1/2 tons or about 5 metric tons
  2. 1 Kings 4:22 That is, probably about 11 tons or about 10 metric tons
  3. 1 Kings 4:26 Some Septuagint manuscripts (see also 2 Chron. 9:25); Hebrew forty
  4. 1 Kings 4:26 Or charioteers
  5. 1 Kings 4:34 In Hebrew texts 4:21-34 is numbered 5:1-14.
  6. 1 Kings 5:1 In Hebrew texts 5:1-18 is numbered 5:15-32.
  7. 1 Kings 5:11 That is, probably about 3,600 tons or about 3,250 metric tons
  8. 1 Kings 5:11 Septuagint (see also 2 Chron. 2:10); Hebrew twenty cors
  9. 1 Kings 5:11 That is, about 120,000 gallons or about 440,000 liters
  10. 1 Kings 5:16 Hebrew; some Septuagint manuscripts (see also 2 Chron. 2:2,18) thirty-six hundred