Font Size
Fyrra bréf Páls til Korin 15:53-57
Icelandic Bible
Fyrra bréf Páls til Korin 15:53-57
Icelandic Bible
53 Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum.
54 En þegar hið forgengilega íklæðist óforgengileikanum og hið dauðlega ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
55 Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?
56 En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar.
57 Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!
Read full chapter
Icelandic Bible (ICELAND)
by Icelandic Bible Society