Add parallel Print Page Options

35 En nú kynni einhver að segja: "Hvernig rísa dauðir upp? Hvaða líkama hafa þeir, þegar þeir koma?"

36 Þú óvitri maður! Það sem þú sáir lifnar ekki aftur nema það deyi.

37 Og er þú sáir, þá er það ekki sú jurt, er vex upp síðar, sem þú sáir, heldur bert frækornið, hvort sem það nú heldur er hveitikorn eða annað fræ.

38 En Guð gefur því líkama eftir vild sinni og hverri sæðistegund sinn líkama.

39 Ekki eru allir líkamir eins, heldur hafa mennirnir einn, kvikféð annan, fuglarnir einn og fiskarnir annan.

40 Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað.

41 Eitt er ljómi sólarinnar og annað ljómi tunglsins og annað ljómi stjarnanna, því að stjarna ber af stjörnu í ljóma.

42 Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt.

43 Sáð er í vansæmd, en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika, en upp rís í styrkleika.

44 Sáð er jarðneskum líkama, en upp rís andlegur líkami. Ef jarðneskur líkami er til, þá er og til andlegur líkami.

45 Þannig er og ritað: "Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál," hinn síðari Adam að lífgandi anda.

46 En hið andlega kemur ekki fyrst, heldur hið jarðneska, því næst hið andlega.

47 Hinn fyrsti maður er frá jörðu, jarðneskur, hinn annar maður er frá himni.

48 Eins og hinn jarðneski var, þannig eru og hinir jarðnesku og eins og hinn himneski, þannig eru og hinir himnesku.

49 Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska.

Read full chapter