Add parallel Print Page Options

Synir Júda: Peres, Hesron, Karmí, Húr og Sóbal.

En Reaja, sonur Sóbals, gat Jahat, Jahat gat Ahúmaí og Lahad. Þetta eru ættir Sóreatíta.

Þessir voru synir Etams: Jesreel, Jisma, Jídbas, en systir þeirra hét Haselelpóní.

Enn fremur Penúel, faðir Gedórs, og Eser, faðir Húsa. Þetta eru synir Húrs, frumburðar Efrata, föður að Betlehem.

Ashúr, faðir að Tekóa, átti tvær konur, Heleu og Naeru.

Og Naera ól honum Ahússam, Hefer, Temní og Ahastaríta. Þetta eru synir Naeru.

Og synir Heleu voru: Seret, Jísehar og Etnam.

En Kós gat Anúb, Sóbeba og ættir Aharhels, sonar Harúms.

En Jaebes var fyrir bræðrum sínum, og móðir hans nefndi hann Jaebes og mælti: "Ég hefi alið hann með harmkvælum."

10 Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: "Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig." Og Guð veitti honum það, sem hann bað um.

11 En Kelúb, bróðir Súha, gat Mehír. Hann er faðir Estóns.

12 En Estón gat Bet Rafa, Pasea og Tehinna, föður að borg Nahasar; þetta eru Rekamenn.

13 Synir Kenas: Otníel og Seraja. Og synir Otníels: Hatat.

14 En Meonotaí gat Ofra, og Seraja gat Jóab, föður að Smiðadal, því að þeir voru smiðir.

15 Synir Kalebs Jefúnnesonar: Írú, Ela og Naam; synir Ela: Kenas.

16 Synir Jehalelels: Síf, Sífa, Tirja og Asareel.

17 Synir Esra: Jeter, Mered, Efer og Jalon. Og þessir eru synir Bitju, dóttur Faraós, er gekk að eiga Mered: Hún ól Mirjam, Sammaí og Jísba, föður Estemóa.

18 En kona hans, er var frá Júda, ól Jered, föður að Gedór, og Heber, föður að Sókó, og Jekútíel, föður að Sanóa.

19 Synir konu Hódía, systur Nahams: faðir Kegílu, Garmíta, Estemóa og Maakatíta.

20 Synir Símons: Amnon, Rinna, Ben Hanan og Tílon; og synir Jíseí: Sóhet og sonur Sóhets.

21 Synir Sela, sonar Júda: Ger, faðir Leka, Laeda, faðir Maresa, og ættir baðmullarverkmannanna frá Bet Asbea,

22 enn fremur Jókím og mennirnir frá Kóseba, Jóas og Saraf, er unnu Móab og Jasúbí Lehem. Þetta eru fornar sögur.

23 Þeir voru leirkerasmiðir og byggðu Netaím og Gedera. Hjá konungi, við þjónustu hans, þar bjuggu þeir.

24 Synir Símeons: Nemúel, Jamín, Jaríb, Sera, Sál.

25 Hans sonur var Sallúm, hans son Mibsam, hans son Misma.

26 Og synir Misma voru: Hammúel, sonur hans, hans son Sakkúr, hans son Símeí.

27 Símeí átti sextán sonu og sex dætur, en bræður hans áttu eigi margt barna, og ætt þeirra varð eigi svo fjölmenn sem Júdamenn.

28 Þeir bjuggu í Beerseba, Mólada, Hasar Súal,

29 Bílha, Esem, Tólad,

30 Betúel, Harma, Siklag,

31 Bet Markabót, Hasar Súsím, Bet Bíreí og Saaraím. Þetta voru borgir þeirra, þangað til Davíð tók ríki.

32 Og þorp þeirra voru: Etam, Ain, Rimmon, Tóken og Asan _ fimm borgir,

33 og auk þess öll þau þorp, er lágu kringum borgir þessar, allt til Baal. Þetta voru bústaðir þeirra, og höfðu þeir ættartal fyrir sig.

34 Mesóbab, Jamlek, Jósa, sonur Amasja,

35 Jóel, Jehú, sonur Jósíbja, Serajasonar, Asíelssonar,

36 og Eljóenaí, Jaakoba, Jesóhaja, Asaja, Adíel, Jesímíel og Benaja,

37 Sísa, sonur Sífeí, Allonssonar, Jedajasonar, Simrísonar, Semajasonar;

38 þessir menn sem hér eru nafngreindir, voru höfðingjar í ættum sínum, og hafa ættir þeirra orðið mjög fjölmennar.

39 Og þeir fóru þaðan, er leið liggur til Gedór, allt þar til kemur austur fyrir dalinn, til þess að leita haglendis fyrir sauði sína.

40 Og þeir fundu feitt og gott haglendi, og landrými var þar mikið, og rólegt var þar og friðsamlegt, því að þeir, er áður höfðu byggt þar, voru komnir af Kam.

41 Þá komu þeir, sem hér eru nafngreindir, á dögum Hiskía Júdakonungs, eyddu tjöldum þeirra og drápu Meúníta, sem þar voru, og gjöreyddu þeim allt fram á þennan dag og bjuggu þar eftir þá, því að þar var haglendi fyrir sauði þeirra.

42 Og af þeim Símeonsniðjum fóru fimm hundruð manns til Seírfjalla, og voru þeir Pelatja, Nearja, Refaja og Ússíel, synir Jíseí, fyrir þeim.

43 Drápu þeir hinar síðustu leifar Amalekíta og bjuggu þar allt fram á þennan dag.

Synir Rúbens, frumgetnings Ísraels _ því að frumgetningurinn var hann, en er hann hafði flekkað hvílu föður síns, var frumgetningsrétturinn veittur sonum Jósefs, sonar Ísraels (þó skyldu þeir eigi teljast frumgetnir í ættartölum);

því að Júda var voldugastur bræðra sinna, og einn af niðjum hans varð höfðingi, en frumgetningsréttinn fékk Jósef _

synir Rúbens, frumgetins sonar Ísraels, voru Hanok, Pallú, Hesron og Karmí.

Synir Jóels: Semaja, sonur hans, hans son var Góg, hans son Símeí,

hans son Míka, hans son Reaja, hans son Baal,

hans son Beera, er Tílgat Pilneser Assýríukonungur herleiddi. Hann var höfðingi fyrir Rúbensniðjum.

Og frændur hans eftir ættum þeirra, eins og þeir voru skráðir í ættartölum eftir uppruna þeirra, voru: Hinn fyrsti var Jeíel, þá Sakaría

og Bela Asasson, Semasonar, Jóelssonar. Hann bjó í Aróer og allt að Nebó og Baal Meon.

Og gegnt austri bjó hann allt að eyðimörkinni, er liggur í vestur frá Efratfljóti, því að þeir áttu hjarðir miklar í Gíleaðlandi.

10 En á dögum Sáls áttu þeir í ófriði við Hagríta, og er Hagrítar voru fallnir fyrir þeim, settust þeir að í tjöldum þeirra, er voru með allri austurhlið Gíleaðs.

11 Niðjar Gaðs bjuggu andspænis þeim í Basanlandi, allt til Salka.

12 Var Jóel helstur þeirra, þá Safam og Jaenaí og Safat í Basan.

13 Og frændur þeirra eftir ættum þeirra voru: Míkael, Mesúllam, Seba, Jóraí, Jaekan, Sía og Eber, sjö alls.

14 Þessir eru synir Abíhaíls, Húrísonar, Jaróasonar, Gíleaðssonar, Míkaelssonar, Jesísaísonar, Jahdósonar, Bússonar.

15 Var Ahí Abdíelsson, Gúnísonar, ætthöfðingi þeirra.

16 Og þeir bjuggu í Gíleað, í Basan og þorpunum umhverfis, og í öllum beitilöndum Sarons, svo langt sem þau náðu.

17 Þessir allir voru skráðir á dögum Jótams Júdakonungs og á dögum Jeróbóams Ísraelskonungs.

18 Rúbensniðjar, Gaðsniðjar og hálf kynkvísl Manasse, þeir er hraustir menn voru, báru skjöld og sverð, bentu boga og kunnu að hernaði, fjörutíu og fjögur þúsund, sjö hundruð og sextíu herfærir menn,

19 áttu í ófriði við Hagríta og við Jetúr, Nafís og Nódab.

20 Og þeir fengu liðveislu gegn þeim, og Hagrítar og allir bandamenn þeirra gáfust þeim á vald. Því að meðan á bardaganum stóð, höfðu þeir hrópað til Guðs um hjálp, og bænheyrði hann þá, af því að þeir treystu honum.

21 Höfðu þeir burt með sér að herfangi hjarðir þeirra, fimmtíu þúsund úlfalda, tvö hundruð og fimmtíu þúsund sauði, tvö þúsund asna og hundrað þúsund manns.

22 Því að margir voru þeir, er voru lagðir sverði og féllu, því að ófriðurinn var háður að Guðs ráði. Bjuggu þeir þar eftir þá fram til herleiðingar.

23 Þeir, er tilheyrðu hálfri Manassekynkvísl, bjuggu í landinu frá Basan til Baal Hermon og til Seír og Hermonfjalls. Voru þeir fjölmennir,

24 og voru þessir ætthöfðingjar þeirra: Efer, Jíseí, Elíel, Asríel, Jeremía, Hódavja og Jahdíel. Voru þeir kappar miklir og nafnkunnir menn, höfðingjar í ættum sínum.

25 En er þeir sýndu ótrúmennsku Guði feðra sinna og tóku fram hjá með guðum þjóðflokka þeirra, er fyrir voru í landinu, en Guð hafði eytt fyrir þeim,

26 þá æsti Guð Ísraels reiði Púls Assýríukonungs og reiði Tílgat Pilnesers, Assýríukonungs, og herleiddi hann Rúbensniðja, Gaðsniðja og hálfa kynkvísl Manasse og flutti þá til Hala, Habór, Hara og Gósanfljóts, og er svo enn í dag.

Synir Leví: Gersom, Kahat og Merarí.

Og synir Kahats: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel.

Og synir Amrams: Aron, Móse og Mirjam. Og synir Arons: Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar.

Eleasar gat Pínehas, Pínehas gat Abísúa,

Abísúa gat Búkkí, Búkkí gat Ússí,

Ússí gat Serahja, Serahja gat Merajót,

Merajót gat Amarja, Amarja gat Ahítúb,

Ahítúb gat Sadók, Sadók gat Akímaas,

Akímaas gat Asarja, Asarja gat Jóhanan,

10 Jóhanan gat Asarja, hann sem var prestur í musterinu, er Salómon byggði í Jerúsalem.

11 En Asarja gat Amarja, Amarja gat Ahítúb,

12 Ahítúb gat Sadók, Sadók gat Sallúm,

13 Sallúm gat Hilkía, Hilkía gat Asarja,

14 Asarja gat Seraja, Seraja gat Jósadak.

15 En Jósadak fór burt, þegar Drottinn lét Nebúkadnesar herleiða Júdamenn og Jerúsalembúa.

16 Synir Leví: Gersom, Kahat og Merarí.

17 Og þessi eru nöfn á sonum Gersoms: Libní og Símeí.

18 Og synir Kahats voru: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel.

19 Synir Merarí: Mahelí og Músí. Og þessar eru ættir levíta eftir ættfeðrum þeirra.

20 Frá Gersom eru komnir: Libní, sonur hans, hans son Jahat, hans son Simma,

21 hans son Jóa, hans son Íddó, hans son Sera, hans son Jeatraí.

22 Synir Kahats: Ammínadab, sonur hans, hans son Kóra, hans son Assír,

23 hans son Elkana, hans son Ebjasaf, hans son Assír,

24 hans son Tahat, hans son Úríel, hans son Ússía, hans son Sál.

25 Og synir Elkana: Amasaí og Ahímót,

26 hans sonur Elkana, hans son Sofaí, hans son Nahat,

27 hans son Elíab, hans son Jeróham, hans son Elkana.

28 Og synir Samúels voru: Jóel, frumgetningurinn, og hinn annar Abía.

29 Synir Merarí: Mahelí, hans son var Libní, hans son Símeí, hans son Ússa,

30 hans son Símea, hans son Haggía, hans son Asaja.

31 Þessir eru þeir, er Davíð skipaði til söngs í húsi Drottins, er örkin hafði fundið hæli.

32 Þjónuðu þeir við sönginn fyrir dyrum samfundatjalds-búðarinnar, uns Salómon reisti musteri Drottins í Jerúsalem, og gegndu þeir þjónustu sinni eftir reglum þeim, er fyrir þá voru lagðar.

33 Þessir eru þeir, er þjónustu þessari gegndu og synir þeirra: Af sonum Kahatíta: Heman, söngvarinn, Jóelsson, Samúelssonar,

34 Elkanasonar, Jeróhamssonar, Elíelssonar, Tóasonar,

35 Súfssonar, Elkanasonar, Mahatssonar, Amasaísonar,

36 Elkanasonar, Jóelssonar, Asaríasonar, Sefaníasonar,

37 Tahatssonar, Assírssonar, Ebjasafssonar, Kórasonar,

38 Jíseharssonar, Kahatssonar, Levísonar, Ísraelssonar.

39 Bróðir hans var Asaf, er stóð honum til hægri handar, Asaf Berekíason, Símeasonar,

40 Míkaelssonar, Baasejasonar, Malkíasonar,

41 Etnísonar, Serasonar, Adajasonar,

42 Etanssonar, Simmasonar, Simmeísonar,

43 Jahatssonar, Gersomssonar, Levísonar.

44 Og bræður þeirra, synir Merarí, stóðu til vinstri handar: Etan Kísíson, Abdísonar, Mallúkssonar,

45 Hasabjasonar, Amasjasonar, Hilkíasonar,

46 Amsísonar, Banísonar, Semerssonar,

47 Mahelísonar, Músísonar, Merarísonar, Levísonar.

48 Og bræður þeirra, levítarnir, voru settir yfir alla þjónustuna við musterisbústað Guðs.

49 En Aron og synir hans fórnuðu á brennifórnaraltarinu og reykelsisaltarinu og önnuðust öll störf í Hinu allrahelgasta og að friðþægja fyrir Ísrael _ að öllu leyti eins og Móse, þjónn Guðs, hafði fyrirskipað.

50 Og þessir eru synir Arons: Eleasar, sonur hans, hans son Pínehas, hans son Abísúa,

51 hans son Búkkí, hans son Ússí, hans son Serahja,

52 hans son Merajót, hans son Amaría, hans son Ahítúb,

53 hans son Sadók, hans son Akímaas.

54 Þetta eru bústaðir þeirra, taldir eftir tjaldbúðum í héraði þeirra: Niðjum Arons, ætt Kahatíta _ því að fyrsti hluturinn hlotnaðist þeim _

55 gáfu þeir Hebron í Júdalandi og beitilandið umhverfis hana.

56 En akurland borgarinnar og þorpin, er að henni lágu, gáfu þeir Kaleb Jefúnnesyni.

57 En sonum Arons gáfu þeir griðastaðinn Hebron, enn fremur Líbna og beitilandið, er að henni lá, Jattír og Estamóa og beitilandið, er að henni lá,

58 Hólon og beitilandið, er að henni lá, Debír og beitilandið, er að henni lá,

59 Asan og beitilandið, er að henni lá, og Bet Semes og beitilandið, er að henni lá.

60 Og frá Benjamínsættkvísl: Geba og beitilandið, er að henni lá, Allemet og beitilandið, er að henni lá, og Anatót og beitilandið, er að henni lá. Alls voru borgir þeirra þrettán, og beitilöndin, er að þeim lágu.

61 Aðrir synir Kahats fengu tíu borgir eftir hlutkesti frá ættum Efraímskynkvíslar og Danskynkvíslar og frá hálfri Manassekynkvísl.

62 En synir Gersoms fengu þrettán borgir eftir ættum þeirra frá Íssakarskynkvísl, Asserskynkvísl, Naftalíkynkvísl og frá Manassekynkvísl í Basan.

63 Synir Merarí fengu eftir hlutkesti tólf borgir eftir ættum þeirra, frá Rúbenskynkvísl, Gaðskynkvísl og frá Sebúlonskynkvísl.

64 Þannig gáfu Ísraelsmenn levítum borgirnar og beitilöndin, er að þeim lágu,

65 og þeir gáfu eftir hlutkesti frá kynkvísl Júdasona, frá kynkvísl Símeonssona og frá kynkvísl Benjamínssona þessar borgir, sem þeir nafngreindu.

66 Og að því er snertir ættir þeirra Kahatssona, þá fengu þeir borgir þær, er þeim hlotnuðust, frá Efraímskynkvísl.

67 Og þeir gáfu þeim griðastaðinn Síkem og beitilandið, er að henni lá, á Efraímfjöllum, enn fremur Geser og beitilandið, er að henni lá,

68 Jokmeam og beitilandið, er að henni lá, Bet Hóron og beitilandið, er að henni lá,

69 Ajalon og beitilandið, er að henni lá, og Gat Rimmon og beitilandið, er að henni lá.

70 Og frá hálfri Manassekynkvísl: Aner og beitilandið, er að henni lá, og Jíbleam og beitilandið, er að henni lá _ fyrir ættir hinna Kahatssona.

71 Synir Gersoms fengu frá ætt hálfrar Manassekynkvíslar: Gólan í Basan og beitilandið, er að henni lá, og Astarót og beitilandið, er að henni lá.

72 Og frá Íssakarskynkvísl: Kedes og beitilandið, er að henni lá, Dabrat og beitilandið, er að henni lá,

73 Ramót og beitilandið, er að henni lá, og Anem og beitilandið, er að henni lá.

74 Og frá Asserskynkvísl: Masal og beitilandið, er að henni lá, Abdón og beitilandið, er að henni lá,

75 Húkok og beitilandið, er að henni lá, og Rehób og beitilandið, er að henni lá.

76 Og frá Naftalíkynkvísl: Kedes í Galíl og beitilandið, er að henni lá, Hammót og beitilandið, er að henni lá, og Kirjataím og beitilandið, er að henni lá.

77 Þeir synir Merarí, er enn voru eftir, fengu frá Sebúlonskynkvísl: Rimmónó og beitilandið, er að henni lá, og Tabór og beitilandið, er að henni lá.

78 Og hinumegin Jórdanar, gegnt Jeríkó, fyrir austan Jórdan, fengu þeir frá Rúbenskynkvísl: Beser í eyðimörkinni og beitilandið, er að henni lá, Jahsa og beitilandið, er að henni lá,

79 Kedemót og beitilandið, er að henni lá, og Mefaat og beitilandið, er að henni lá.

80 Og frá Gaðskynkvísl: Ramót í Gíleað og beitilandið, er að henni lá, Mahanaím og beitilandið, er að henni lá,

81 Hesbon og beitilandið, er að henni lá, og Jaser og beitilandið, er að henni lá.