哥林多前书 3
Chinese New Version (Simplified)
不可分派结党
3 弟兄们,我从前对你们说话,还不能把你们看作属灵的人,只能看作属肉体的人,看作在基督里的婴孩。 2 我喂给你们吃的是奶,不是饭,因为那时你们不能吃,就是现在还是不能, 3 因为你们仍然是属肉体的。在你们当中既然有嫉妒纷争,你们不还是属肉体,照着世人的方式而行吗? 4 有人说“我是保罗派的”,又有人说“我是亚波罗派的”,你们不是和世人一样吗? 5 亚波罗算甚么?保罗算甚么?我们不过是 神的仆人,你们借着我们信了主;按着主所赐给各人的, 6 我栽种了,亚波罗浇灌了,唯有 神使它生长。 7 所以,栽种的算不得甚么,浇灌的也算不得甚么,只在乎那使它生长的 神。 8 栽种的和浇灌的都是一样,只是各人要照着自己的劳苦得着自己的报酬。 9 我们是 神的同工,你们是 神的田地, 神的房屋。
10 我照着 神赐给我的恩典,就像一个聪明的工程师,立好了根基,别人在上面建造。各人要注意怎样在上面建造, 11 因为除了那已经立好的根基以外,没有人能立别的根基。那根基就是耶稣基督。 12 如果有人用金、银、宝石、草、木、禾秸,在这根基上建造, 13 各人的工程将来必要显露,因为那日子必把它显明出来。有火要把它显露出来,那火要考验各人的工程是怎样的。 14 如果有人在这根基上建造的工程存得住,他就要得到赏赐; 15 如果有人的工程被烧毁,他就要受亏损;自己却要得救,只是要像从火里经过一样。 16 难道不知道你们是 神的殿, 神的灵住在你们里面吗? 17 如果有人毁坏 神的殿, 神必要毁坏这人,因为 神的殿是圣洁的,这殿就是你们。
18 谁也不要自欺。如果你们当中有人以为自己在这世代里是有智慧的,他就应该变为愚笨,好让他有智慧。 19 因为这世界的智慧,在 神看来是愚笨的,如经上所记:
“他使有智慧的人中了自己的诡计。”
20 又说:
“主知道智慧人的意念是虚妄的。”
21 所以,谁都不可拿人来夸耀,因为一切都是你们的。 22 无论是保罗,是亚波罗,是矶法,是世界,是生,是死,是现在的事,是将来的事,都是你们的。 23 你们是属基督的,基督是属 神的。
Fyrra bréf Páls til Korin 3
Icelandic Bible
3 Ég gat ekki, bræður, talað við yður eins og við andlega menn, heldur eins og við holdlega, eins og við ómálga í Kristi.
2 Mjólk gaf ég yður að drekka, ekki fasta fæðu, því að enn þolduð þér það ekki. Og þér þolið það jafnvel ekki enn,
3 því að enn þá eruð þér holdlegir menn. Fyrst metingur og þráttan er á meðal yðar, eruð þér þá eigi holdlegir og hegðið yður á manna hátt?
4 Þegar einn segir: "Ég er Páls," en annar: "Ég er Apollóss," eruð þér þá ekki eins og hverjir aðrir menn?
5 Hvað er þá Apollós? Já, hvað er þá Páll? Þjónar, sem hafa leitt yður til trúar, og það eins og Drottinn hefur gefið hvorum um sig.
6 Ég gróðursetti, Apollós vökvaði, en Guð gaf vöxtinn.
7 Þannig er þá hvorki sá neitt, er gróðursetur, né sá, er vökvar, heldur Guð, sem vöxtinn gefur.
8 Sá, sem gróðursetur, og sá, sem vökvar, eru eitt. En sérhver mun fá laun eftir sínu erfiði.
9 Því að samverkamenn Guðs erum vér, og þér eruð Guðs akurlendi, Guðs hús.
10 Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll, er annar byggir ofan á. En sérhver athugi, hvernig hann byggir.
11 Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.
12 En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm,
13 þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er.
14 Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun.
15 Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.
16 Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?
17 Ef nokkur eyðir musteri Guðs, mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt, og þér eruð það musteri.
18 Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur þykist vitur yðar á meðal í þessum heimi, verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur.
19 Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra.
20 Og aftur: Drottinn þekkir hugsanir vitringanna, að þær eru hégómlegar.
21 Fyrir því stæri enginn sig af mönnum. Því að allt er yðar,
22 hvort heldur er Páll, Apollós eða Kefas, heimurinn, líf eða dauði, hið yfirstandandi eða hið komandi, allt er yðar.
23 En þér eruð Krists og Kristur Guðs.
Chinese New Version (CNV). Copyright © 1976, 1992, 1999, 2001, 2005 by Worldwide Bible Society.
by Icelandic Bible Society